Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR1986 Morgunblaðið/Skapti Fimm efstu í prófkjöri sjálfstæðismanna á Akureyri. Frá vinstri: Björn Jósef Amviðarson (4. sæti), Bergljót Rafnar (3. sæti), Gunnar Ragnars (1. sæti), Sigurður J. Sigurðsson (2. sæti) og Tómas Gunnars- son (5. sæti). Myndin var tekin eftir að úrslit í prófkjörinu höfðu verið kunngjörð. Prófkjör sjálfstæðismanna á Akureyri: Mjög góð útkoma — segir Gunnar Ragnars sem lenti í 1. sæti Akureyri, 24. febrúar. „MÉR LÝST vel á þetta. Útkoman úr prófkjörinu er mjög góð og þátttaka var góð — um 70%. Konur fengu brautargengi og ungir menn einnig. Hvað viljum við hafa það betra?“ sagði Gunnar Ragn- ars, bæjarfulltrúi, í samtali við Morgunblaðið, eftir prófkjör Sjálf- stæðismanna á Akureyri vegna bæjarstjómarkosninganna í vor. Gunnar lenti í 1. sæti í prófkjör- inu en því lauk á sunnudagskvöld — stóð yfir laugardag og sunnudag. Gunnar hlaut 176 atkvæði í fyrsta sæti en náði ekki bindandi kosn- ingu. Sigurður J. Sigurðsson, bæj- arfulltrúi, varð í öðru sæti og hlaut bindandi kosningu með 277 at- kvæði. Hann hiaut flest atkvæði í 1. og2. sætið. Þátttaka í prófkjörinu var um 70% eins og áður sagði. Á kjörskrá voru 636 en 431 kaus, þar af voru 17 utankjörstaðaatkvæði. 85 manns gerðust félagar í Sjálfstæðisfélög- unum á Akureyri meðan á prófkjör- inu stóð um helgina. Bjöm Jósef Amviðarsson og Bergljót Rafnar voru jöfn í 3. sæti — hlutu bæði 157 atkvæði í það. Eftir að úrslit höfðu verið kunngjörð lýsti Bjöm því yfir að hann afsalaði sér 3. sætinu. Bergljót hlýtur því það sæti en Bjöm er með bindandi kosningu í 4. sæti, með 242 atkvæði í það sæti. í 5. sæti prófkjörsins lenti Tómas Gunnarsson. Tómas er 21 árs að aldri og yngsti þátttakandinn. Hann hlaut 154 atkvæði í 5. sæti. í 6. sæti lenti Guðfinna Thorla- cius með 164 atkvæði, Jón Kr. Sól- nes varð sjöundi með 169 atkvæði, Eiríkur Sveinsson áttundi með 181 atkvæði, Björg Þórðardóttir níunda með 138 atkvæði, Bárður Halldórs- son tíundi með 129, Einar S. Bjamason ellefti með 113, Sturla Kristjánsson tólfti með 79 og Steindór G. Steindórsson þrettándi með 74 atkvæði. Að sögn Stefáns Sigtrygssonar, formanns kjömefndar, mun nefndin að öllum líkindum koma saman eftir vikutíma og raða niður endanlegum lista. Sigxirður J. Sigurðsson: Sigurstrang- legur listi „MÉR líst mjög vel á útkomuna. Það er óhætt að segja að þessi listi er sigurstranglegur,“ sagði Sigurður J. Sigurðsson, bæjar- fulltrúi, í samtali við Morgun- blaðið eftirað úrslit prófkjörsins höfðu verið kunngjörð. Sigurður lenti í 2. sæti — hlaut bindandi kosningu í það sæti. „Þátttakan í prófkjörinu var mjög góð og það sýnir að Sjálfstæð- ismenn eru í baráttuhug. Það er mikið starf framundan fram að kosningum — og þessi hópur á að getað myndað sterka samstöðu," sagði Sigurður. Bergljót Rafnar: Vildi sanna að karlar og konur gætu unnið saman Akureyri, 24. febrúar. ÉG ÉR afskaplega ánægð. Óska- listinn minn var reyndar sá að þijár konur yrðu meðal þeirra sex efstu en það er sjálfsagt óraunhæf ósk. Það gerist þó kannski seinna,“ sagði Bergljót Rafnar, sem lenti í 3. sæti próf- kjörsins,! samtali við blaðamann. „Við erum þama með tvo þaul- vana og góða menn, tvær konur og tvo unga og hressa menn — í efstu sætunum. Ég veit ekki hvað við vildum hafa það betra,“ sagði Bergljót. Lítur þú á 5. sætið sem bar- áttusæti ykkar? „Já, ef ekki það sjötta! Við emm í fullri þörf fyrir það hér á Akureyri að ná meirihluta þannig að hægt sé að stjóma án þess að vera með einhveijar málamiðlanir." Bergljót varí 6. sæti lista Sjálf- stæðisflokksins fýrir síðustu kosn- ingar og sat um tíma í bæjarstjón sem varamaður. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég kom nálægt þessu. Ástæðan fyrir því að ég fór út í þetta er sú að ég er á móti kynskipt- ingu. Var á móti kvennaframboð- inu. Ég talaði að sanna að karlar og konur gætu unnið saman. Og það kom í ljós hve vel það gengur — eftir prófkjörið um helgina gaf Bjöm Jósef eftir 3. sætið og tók það 4. vegna þess að við litum svo á að listinn yrði sterkari með konu í efra sætinu Þetta er merki um góða samvinnu," sagði Bergljót Rafnar. Björn Jósef Arnviðarson: Listinn bestur óbreyttur „Ég ER mjög ánægður með út- komuna," sagði Björn Jósef Arnviðarson, sem verður í 4. sæti listans. Hann var jafn Berg- ljótu Rafnar í 3. sæti en afsalaði sér því sæti til hennar. „Mín skoðun er að listinn sé bestur óbreyttur. Við emm með konu í öruggu sæti og ungan mann í baráttusæti — við stefnum á 5. sætið, það verður okkar baráttu- sæti.“ Bjöm sagðist ánægður með þátt- tökuna í prófkjörinu — „og það fór mjög vel fram. Eins drengilega og hugsast gat,“ sagði hann. Ábúðarfullir búnaðarþingsfulltrúar hlýða á ávarp Jóns Helgasonar landbúnaðarráðherra við setningu búnaðarþings. en menn mættu ekki tapa heildar- sýn því bændum veitti ekki af því að standa saman. „Sameinaðir stöndum vér en sundraðir föllum vér,“ sagði Ásgeir og sagði að enginn sá þröskuldur væri í félags- kerfinu sem stæði í vegi fyrir breyt- ingum. „Ekki dugir að berja höfðinu við steininn“ I ávarpi sínu minntist Jón Helga- son, landbúnaðarráðherra, á helstu mál sem til umfjöllunar hafa verið í ráðuneyti hans undanfarið ár. Nefndi hann búvörulögin frá síðasta vori og framkvæmd þeirra, frum- varp til breytinga á lagaákvæðum um Rannsóknastofnun landbúnað- arins, breytingar á jarðræktarlög- um, fmmvarp til laga um starfsrétt- indi í landbúnaði og fmmvarp til breytinga á lögunum um skógrækt. Jón sagði að hvort sem mönnum Búnaðarþing sett: Bændum veitir ekki af því að standa saman Aður en gengið var til dagskrár minntist formaður þriggja manna, sem létust á síðasta ári, þeirra Ingimundar Ásgeirssonar, bónda á Hæli, Pálma Einarssonar land- námsstjóra og Gísla Kristjánssonar, ritstjóraFreys. í setningarræðu sinni sagði Ás- geir Bjamason að þrátt fyrir eitt mesta árgæskuár til lands og sjávar steðjuðu miklir erfiðleikar að land- búnaðinum. Fjallaði hann um bu- vömlögin, sem samþykkt vom í vor, og um mikið umtalaðan full- virðisrétt mjólkurframleiðenda. Sagði hann að vel hefði tekist til við búvömsamningana miðað við markaðsaðstæður, en sagði að full- virðisréttur bænda hefði þurft að liggja strax fyrir. Bændur þyrftu lengri aðlögunartíma að þessum nýju reglum og þyrfti fullvirðisrétt- ur í mjólkur- og kindakjötsfram- leiðslunni fyrir næsta ár að liggja sem fyrst fyrir, þannig að bændur gætu skipulagt búrekstur sinn í tíma. Þá sagði Ásgeir að við stjóm- un framleiðslunnar þyrfti að standa þannig að málum að sem best nýtt- ist kostur hverrar jarðar og sagði að sér fyndist rétt að taka tillit til hlunninda við úthlutun framleiðslu- réttar og gæti það breytt heildar- myndinni eitthvað á milli bænda. Ásgeir sagði að nú væri mikið rætt um félagskerfi landbúnaðarins og mörg sérhagsmunafélög stofn- uð. Það væri allt gott og blessað líkaði það betur eða verr skipti hagkvæmni og hagræðing sífellt meira máli í landbúnaðinum og þyrfti leiðbeiningarþjónustan að auka þjónustuna á því sviði. Þó mætti ekki gleyma mikilvægi land- búnaðarins fyrir þjóðina í öllu því tali. „Viðhorf í landbúnaði hafa breyst ört á undanförnum ámm og munu vafalaust halda áfram að gera það á komandi árum,“ sagði Jón. „Við slíkar aðstæður er brýnna en nokkru sinni að meta stöðuna rétt og vera nógu fljótur að bregðast við í samræmi við það sem vænleg- ast þykir.“ Jón ræddi um mjólkur- kvótann og sagði að verið væri að — segir Ásgeir Bjarnason formaður Búnaðarfélags íslands BÚNAÐARÞING, það 68. í röðinni, var sett í gærmorgun. Ásgeir Bjarnason, formaður Búnaðarfélags íslands, flutti setningarræðu og Jón Helgason, landbúnaðarráðherra, ávarpaði búnaðarþingsfull- trúa. Fjöldi gesta var við setningarathöfnina, meðal annars Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, ráðherrar og alþingismenn. skipta of litlu á milli of margra. „Það er vissulega eðlilegt að mörg- um bregði í brún við að reka sig á þann vegg sem framleiðslutak- markanir og ýmsar aðrar skorður setja. Og þó að flestir séu sammála um að ekki dugi að beija höfðinu við steininn þá er ekki þar með sagt að ekki sé unnt að sigrast á þessum erfiðleikum. Að undanförnu hefur verið unnið að því að leggja grunninn að því að það megi tak- ast“, sagði Jón Helgason. Morgunblaðifl/ól.K.Mag. Ásgeir Bjarnason formaður Bún- aðarfélags íslands flytur setn- ingarræðuna. 40 Frumvarp til jarðræktarlaga lagt fram Á 2. fundi búnaðarþings síð- degis í gær var kosið í fasta- nefndir þingsins og Jónas Jóns- son búnaðarmálasljóri flutti • skýrslu um framvindu mála frá síðasta búnaðarþingi. Tólf máÞ voru lögð fram á þessum fundi, mál nr. 3—14. Þau eru eftirfar- andi: 3. mál: Erindi stjórnar Búnaðar- '■ sambands Vestur-Húnavatnssýslu um gerð framtíðaráætlunar um:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.