Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1986 3 BJOÐUM 10 FIAT PANDA4x4 MEÐ DRIFI ÁÖLLUM HJÓLUM, ÁRGERÐ 1984. Verð aðeins kr. 298.000 með ryðvörn. Til afgreiðslu strax. Greiðslukjör við allra hæfi. Sýningarsalurinn er opinn virka daga frá 9-18, laugardaga frá 13-17. anaa j umboðið, Skeifunni 8, s. 688850. Fjölmenn útf ör í Hveragerði Hveragerði, 23. febrúar. ÚTFÖR ungfu mannanna tveggja, þeirra Gísla Jóns Hannessonar og Geirs Halldórssonar, sem létust í bifhjólaslysi í Ölfusi þ. 14 febrúar si. var gerð frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 22. febrúar. Sóknarpresturinn séra Tómas Guðmundsson jarðsöng. Kirkjukór Hveragerðis og Ölfus söng. Sigrún Gestsdóttir söng einsöng. Organisti var Róbert Darling. Mörg hundruð manns voru við athöfnina, sem var sérlega hátíðleg og falleg. Kirkjan okkar er stór, en rúmaði þó ekki nema hluta gest- anna, en rútubílum var komið fyrir á kirkjuplaninu og leitt þangað hljóðflutningskerfí svo allir mættu fylgjast með athöfninni. Fánar voru dregnir í hálfa stöng um allan bæinn og flest fyrirtæki höfðu lokað. Þetta var mikill sorgardagur. — Sigrún. Prófkjör Sjálfstæðismanna í Eyjum: Signrður Einarsson útgerðarmaður efstur Vestmannaeyjum, 24. febrúar. SIGURÐUR Einarsson útgerðarmaður hlaut flest atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Vestmanneyjum um helgina. Fékk Sigurður 624 atkvbæði í 1. sætið en alls 1314 atkvæði í fyrstu 6 sætin sem kosið var um. Alls greiddu 1787 manns atkvæði í prófkjörinu. Gild atkvæði voru 1611 en auðir seðlar og ógildir voru 176. Kjörseðlum var dreift heim til fólks. I morgun fengust gefnar upp atkvæðatölur 6 efstu manna, er. alls voru frambjóðendur 16. Efstu fímm menn hlutu bindandi kosn- ingu með meira en 50% greiddra atkvæða. 1. Sigurður Einarsson, 624 at- kvæði í 1. sæti. 1314 samtals. 2. Sigurður Jónsson, 535 atkvæði í 1,—2. sæti. 1048 samtals. 3. Bragi I. Ólafsson, 528 atkvæði í 1.—3. sæti. 1044 samtals. 4. Helga Jónsdóttir, 652 atkvæði í 1.—4. sæti. 1021 samtals. 5. Amar Sigurmundsson, 740 atkvæði í 1,—5. sæti. 843 samtals. 6. Ólafur Lárusson, 795 atkvæði í 1.—6. sæti. Mjótt var á mununum á vali í 3. sæti. Þar munaði 14 atkvæðum á Braga og Amari. Röð annarra frambjóðenda var þessi: 7. Georg Þór Kristjánnson, 8. Ómar Garðarson, 9. Unnur Tómas- dóttir, 10. Stefán Runólfsson, 11. Grímur Gíslason, 12. Ásmundur Friðriksson, 13. Hanna Bima Jó- hannsdóttir, 14. Gísli Ásmundsson, 15. Hafliði Albertsson og 16. Guð- mundur Rúnar Lúðvíksson. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú sex fulltrúa í bæjarstjóm og sóttust 4 þeirra eftir endurkjöri. Sigurður Jónsson hélt 2. sætinu. Amar Sig- urmundsson féll niður um sæti í það fimmta, en Bragi I. Ólafsson færðist upp um 2 sæti í það þriðja. Georg Þór Kristjánsson féll niður í 7. sæti úr því 3. Sigurður Einarsson, Helga Jónsdóttir og Ólafur Láms- son hafa ekki áður haft afskipti af bæjarmálum. „Þessi úrslit komu mér vemlega á óvart. Ég átti alls ekki von á þessum mikla stuðningi, en ég þakka traustið. Þessi mikla þátt- taka í prófkjörðinu er mjög ánægju- leg og sýnir að flokkurinn er í sókn hér í Vestmannaeyjum," sagði Sig- urður Einarsson, sem hlaut efsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í samtali við Morgunblaðið. Aðspurður hvemig honum litist á að taka við oddvitastöðu sjálfstæð- ismanna í bæjarmálum í Vest- mannaeyjum sagði Sigurður ^Þetta er nú alveg nýtt fyrir mig. Eg hef ekki verið í bæjarmálunum áður, en mér líst bara vel á þetta og nú er að hella sér út í baráttuna". — hkj • • * Orn Olafsson skrifaði um Tournier Höfundur greinarinnar í Morgun- blaðinu sl. sunnudag um franska skáldið Michel Toumier var Öm Ólafsson. Nafn hans féll niður og em hlutaðeigendur beðnir velvirð- ingar á því. Lézt af völdum brunasára FULLORÐINN karlmaður, vist- maður á Kópavogshæli, lézt í gær í gjörgæsludeild Landspítalans af völdum bmnasára. Maðurinn, Bjamþór Jónsson Valfells, brennd- ist að kvöldi þriðjudagsins 18. febr- úar síðastliðinn og er talið að kvikn- að hafí í fötum hans út frá vindlingi. Hafnfirðingar o g Garðbæing- ar vilja fá áfengisútsölur ÍBÚAR Hafnarfjarðar og Garða- bæjar greiddu á laugardaginn atkvæði um það hvort opna ætti áfengisútsölu í þessum bæjarfé- lögum. Á báðum stöðunum sam- þykktu bæjarbúar að opna bæri áfengisútsölur. í Hafnarfírði em 8252 á kjör- skrá. Þar greiddu 59,65% þeirra atkvæði eða 4922. 4022 þeirra sögðu já (81,83%). Nei sögðu 880 (17,87%). Auðir seðlar vom 11 (0,22%) og 3 vom ógildir (0,06%). í Garðabæ em 3793 á kjörskrá en atkvæði greiddu 1887 eða 49,75%. Já sögðu 1397 (74,03%), en nei sögðu 482 (25,54%). Auðir seðlar vom 8 (0,42%). _ Ólafur Haukur Ámason hjá Áfengisvamarráði var spurður um viðhorf ráðsins til þessara úrslita. Hann sagði að Áfengisvamarráð hefði ekki annað viðhorf en það sem er almennast hjá Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna og rannsóknir benda til. „Við óttumst að þetta auki neyslu áfengis. Það virðist gilda sama lögmál við dreifingu á þessari vöm og öðmm að því víðar sem hún er til sölu því meira er neytt af henni að öðm jöfnu. Ef ekkert annað breytist í þjóðfélaginu samfara opnun áfengisútsölu er lík- legt - og allar rannsónir benda til þess- að neysla aukist. En bæði hækkað verð á áfengi , minni efna- hagur fólks og viðhorfsbreytingar gætu haft áhrif á neysluna" sagði Olafur. Friðrik Sóphusson alþingismaður var spurður að því hvort úrslit í þessum atkvæðagreiðslum hefði hugsanlega áhrif á afstöðu þing- manna til bjórmálsins. Hann sagðist telja að svo væri alls ekki. Afstaða alþingismanna til þess máls væri ljós og hafí verið það þegar í fyrra. TORFÆRUBÍLL A TOMBOLUVERÐI Öflugt hraðskákmót Búnaðarbanka ÖFLUGASTA hraðskákmót, sem hér hefur verið haldið, verður í Búnaðarbankanum í Austur- stræti í kvöld. Ekki færri en tíu stórmeistarar munu taka þátt í mótinu — þeir Friðrik Ólafsson, Helgi Ólafsson, Guðmundur Sig- uijónsson, Margeir Pétursson, Jóhann Hjartarson, Valery Salov, Yasser Seirawan, Bent Larsen, Efim GeUer og líklega MikhaUTal. Þá tefla alþjóðlegu meistaramir Jón L. Amason, Sævar Bjamason og Karl Þorsteins og Bragi Krist- jánsson verður einnig meðal kepp- enda. Sextán keppendur verða á mót- inu, sem er haldið í tilefni 50 ára afmælis Starfsmannafélags Búnað- arbanka íslands. Keppni hefst klukkan átta í kvöld og verður opin almenningi. JUsrijitoMnaiti ~ •ssSiii'iFi. 24 síðna íþróttablað MORGUNBLAÐIÐ gefur í dag út 24 síðna íþróttablað og á 16 þeirra er efni einungis tengt heimsmeist- arakeppninni í handknattleik sem hefst í Sviss í dag. Meðal annars em 11 lið keppninnar kynnt í máli og myndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.