Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1986
37
Jónína E. Arnljóts-
dóttir - Minning
Fædd 7. nóvember 1901
Dáin 14. febrúar 1986
í dag er til moldar borin Jónína
Emilía Amljótsdóttir, Hátúni 10, á
áttugasta og fimmta aldursán.
Enda þótt þetta sé lögmál lífsins
að hverfa héðan þá er það þó ávallt
sár söknuður þegar nánir ættingjar
kveðja.
Jónína fæddist 7. nóvember 1901
að Kagaðarhóli, Torfulækjarhreppi
í Austur-Húnavatnssýslu. Foreldrar
hennar voru Amljótur Jónsson og
Jóhanna Jóhannesdóttir, áttu þau
hjón fimm böm og var Jónína elst
þeirra. Amljótur og Jóhanna
bjuggu á ýmsum stöðum í Húna-
vatnssýslu, síðast á Blönduósi, en
fluttu síðan til Akureyrar. Skömmu
fyrir fermingu fór Jónína að Geit-
hömrum í Svínadal til Þorsteins og
Halldóru sem þar bjuggu. Jónína
minntist oft á þessi æskuár sín,
sérstaklega kunningsskapinn við
systumar á Grund, sem er næsti
bær við Geithamra. Vinskapur þessi
entist Jónínu til æviloka. Jónína
naut þeirrar bamaskólafræðslu sem
þá tíðkaðist og var á Geithömrum
til 18 ára aldurs. Eftir það fór hún
að vinna almenn sveitastörf í Húna-
vatnssýslu næstu árin. Á þeim árum
var erfitt fyrir fátækar stúlkur að
afla sér menntunar, engin námslán
eða styrki að hafa. Upp úr tvítugs-
aldrinum fór hún á Kvennaskólann
á Blönduósi og síðan lærir hún
karlmannafatasaum á Sauðárkróki.
Jónína var mjög handlagin og
stundaði saumaskap meira og
minna alla ævi. Síðustu æviárin
heklaði hún bæði púða og dúka.
Púðamir voru mikil listaverk og gaf
hún þá bæði vinum og ættingjum.
Jónína fluttist til Akureyrar 1928
og hóf þar búskap með Guðmundi
Andréssyni, iðnverkamanni, ættuð-
um úr Skagafirði. Böm þeirra era:
Bryndís, gift undirrituðum, Hannes,
búsettur í Grímsey, giftur Hallgerði
Gunnarsdóttur, og Jón Leví, búsett-
ur hér í borg, giftur Stefaníu Sófus-
dóttur. Afkomendur hennar era
orðnir 36. Þá tók hún á heimilið
tvær bróðurdætur sínar, Bryndísi
Kolbrúnu 3ja ára og Jóhönnu 10
ára Sigurðardætur, þegar móðir
þeirra lést af bamsföram að 10
bami og gekk þeim í móðurstað.
Jóhanna hafði oft áður dvalið á
heimili frænku sinnar. Jóhanna
giftist Karli Símonarsyni í Grinda-
vík, er fórst með báti sínum í lend-
ingu fyrir nokkram áram. Bryndís
Kolbrún giftist Ævari Þórhallssyni,
búsettum í Hafnarfirði. Hún lést
sl. sumar langt um aldur fram.
Bryndís kallaði Jónínu alltaf móður
sína. Alla tíð var Jónínu mjög annt
um þessi systkini og önnur bræðra-
böm sín. Þá ólst upp hjá þeim Jón-
ínu og Guðmundi sonarsonur þeirra,
Guðmundur Hannesson, og var
einkar kært með þeim. Guðmundur
býr hér í borg og er giftur Mörtu
Pálsdóttur. Jónínu var mjög annt
um velferð bama sinna og þeirra
heimila, ömmubömin og
langömmubömin hændust að henni.
Öllum hópnum gaf hún gjafir hve-
nær sem tækifæri gafst og sagði
þeim sögur.
Heimili Jónínu og Guðmundar
var ávallt opið frændsystkinum og
kunningjum, oft var þar gestkvæmt
og gestrisni mikil. Ávallt var Jónína
veitandi, hún vildi ekki vera upp á
aðra komin, hún var einörð og
ákveðin að koma sínu fram með
sínum dugnaði og vinnusemi. Jón-
ína og Guðmundur áttu einbýlishús
í Fjólugötu 4 á Akureyri. Þangað
var ánægjulegt að koma og hvílast
þar í sumarleyfum.
Þegar maður Jóninu lést fyrir
ellefu áram fluttist hún til Reykja-
víkur. Fljótlega eftir að hún kom
suður fékk hún eigin íbúð í Hátúni
10. Þar eignaðist hún góða vinkonu,
Stefaníu Sigurbjömsdóttur, þær
höfðu stuðning hvor að annarri.
Frá því að hún kom suður hefur
hún átt við mikla vanheilsu að
stríða. Á Vífilsstaðaspítala var hún
langdvölum, fékk mikla og góða
umönnun þar og skulu hér þakkir
færðar til lækna og starfsfólks spít-
alans. Alla tíð var mikill vinskapur
milli Jónínu og móðursystur hennar,
Halldóra Jóhannesdóttur, sem nú
er 93 ára, og eftir að Jónína fluttist
suður töluðust þær við nær daglega.
Á sínum yngri áram vann Jónína
utan heimilis í sfld á Siglufirði, síðan
mörg ár við saumaskap hjá KEA
og víðar.
Þegar Jónína tengdamóðir mín
er horfin, þá er margs að minnast,
hún var fríð kona, bar aldurinn með
reisn, hún hafði fastmótaðar skoð-
anir á mönnum og málefnum, bók-
hneigð var hún og fylgdist með öllu,
sem var að gerast í þjóðmálum fram
til hir.s síðasta.
Farsælu ævistarfi er nú lokið,
eftir lifir minningin um góða konu.
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi, hafðu þökk fýrir allt og allt.
Gissur Símonarson
í dag þriðjudag 25. febr. er til
moldar borin hjartkær frænka mín,
Jónína Emilía Amljótsdóttir, Hát-
úni 10 Reykjavík.
Hún var fædd 7. nóv. 1901, dótt-
ir hjónanna Jóhönnu Jóhannesdótt-
ur og Amljóts Jónssonar, sem þá
bjuggu á Kagaðarhóli, Torfulækjar-
hreppi, Austur-Húnavatnssýslu.
Jónína var elst fimm bama þeirra
hjóna, en þau áttu flóra syni, þá
Gunnbjörg, Alfreð, Sigurð og Víg-
lund.
Æska hennar var eins og al-
mennt gerðist á þessum áram. Hún
fékk venjulega bamafræðslu en
þrá hennar eftir meiri menntun var
sterk og með miklum dugnaði tókst
henni að fara í Kvennaskólann á
Blönduósi, en það var erfitt fyrir
fátæka stúlku sem ekki gat fengið
neina hjálp Qárhagslega. Seinna
lærði hún karlmannafatasaum á
Sauðárkróki og átti hún eftir að
vinna mikið við sauma um æfína,
enda lék allt í höndum hennar, hvort
sem hún saumaði, pijónaði eða
heklaði.
Þegar ég man fyrst eftir þessari
elskulegu föðursystur minni er hún
farin að búa á Akureyri með manni
sínum Guðmundi Andréssyni og
bömum þeirra Bryndísi, Hannesi
og Jón Lefí. Nú langar mig til að
minnast með nokkram fátæklegum
orðum hvað mikils virði þetta heim-
ili átti eftir að verða mér og mínu
fólki.
Ég var mjög ung þegar frænka
fór að taka mig á heimili sitt til
lengri eða skemmri dvalar. Oftast
var einhver krankleiki í mér þegar
ég kom til hennar en alltaf kom
hún mér til heilsu áður en ég fór
aftur heim. Það vora mjög sterk
tengsl milli foreldra minna og
frænku. Ég veit að hún var móður
minni sú besta mágkona sem hægt
væri að hugsa sér. Oft ræddu þær
gang lífsins meðan báðum entist líf
og kom móðir mín alltaf sælli eftir
þeirra samfundi.
Kveðja:
Stuart Cree
Stuart Cree fyrrverandi umdæ-
misstjóri Flugleiða i Glasgow er
látinn. Stuart hóf störf hjá félaginu
1. janúar 1964. Hann hafði umsjón
með skrifstofu Flugleiða í Glasgow
allt þar til fyrir nokkram áram er
skrifstofan var lögð niður, en þá
stofnaði hann ásamt fleiram ferða-
skrifstofuna Sonic World. Stuart
var mikill íslandsvinur og hjá Sonic
World veitti hann forstöðu sérstakri
íslandsdeild. Við starfsfólk Flug-
leiða sem þekktum Stuart Cree og
urðum þeirrar ánægju aðnjótandi
að starfa með honum viljum þakka
honum samfylgdina.
Starfsfólk Flugleiða
Þegar móðir mín deyr 22. des.
1941 af bamsburði, frá tíu bömum,
þá búsett í Kolbeinsdal í Skagafirði,
þá er Jónína fraænka látin vita um
þennan sorgaratburð. Er hún ekki
lengi að taka ákvörðun. Hún ætlar
að fara til Skagafjarðar til þess að
hjálpa bróður sínum og bömum
hans á þessum örlagatímum. Það
era að koma jól. Hún er búin að
undirbúa heimili sitt sem best hún
getur með manni sínum og bömum.
Ollum líður þar vel. Hún leggur upp
í erfitt ferðalag í vetrarhörku og
miklum snjó. Gunnbjöm bróðir
hennar flytur hana og Amljót föður
þeirra áleiðis í bfl, en mikinn hluta
leiðarinnar urðu þau afi og frænka
að fara á hestum og þannig komu
þau á þetta heimili þar sem sorgin
réði ríkjum á jóladag. Nú þegar
frænka og afi vora komin var eins
og birti í litla bænum heima.
Hún frænka undirbjó allt sem
best af miklum dugnaði fyrir útför
móður minnar og fylgdi henni til
grafar að Hólum í Hjaltadal. En
nú var aftur erfið ferð fyrir höndum
að komast til Akureyrar en ekki
var um annan ferðamáta að ræða
en fyrr er getið. Nú vora þau ekki
tvö sem fóra á hestunum, nei þau
vora þijú. í hópinn bættist 3 ára
telpa, vafin og dúðuð eins og frekast
var hægt. Það var Bryndís Kolbrún
systir mín, þriðja yngst af okkur
systkinunum sem hélt úr hlaði. Það
hafði verið ákveðið að frænka tæki
þetta bam um óákveðinn tíma og
að ég sem þessar línur rita átti að
koma til hennar um vorið. Það sem
hélt mér gangandi það sem eftir
var þennan erfiða vetur var vitn-
eskjan um að mega koma til frænku
í það öryggi sem ég fann alltaf til
í návist hennar. Nú voram við orðin
fimm bömin á heimili þeirra hjóna.
Þá þurfti að sjálfsögðu meira til að
framfleyta heimilinu. Frænka hafði
alltaf unnið meira og minna með
heimilinu. Nú þýddi ekki að slaka
á þó meira væri að gera heima.
nei, þessi stórbrotna mannkosta
kona gekk í öll þau störf sem gáf-
ust, svo fátt eitt sé nefnt, t.d. sfldar-
söltun, saltfiskverkun, sláturhús-
störf og um tíma vann hún á nætur-
vöktum út á Gefjun og alltaf var
mikið leitað til hennar með sauma-
skap.
Ég held hún frænka hafi átt
einhvem æðri kraft í þessu lífi. Þó
hún ynni svona gífurlega mikið
hafði hún alltaf tíma til að hugga
og leysa úr hveijum vanda hjá
bömunum sínum fímm.
Tíminn líður. Alltaf er gest-
kvæmt á heimili frænku minnar,
enda henni gestrisni í blóð borin.
Það virtist alltaf vera nóg pláss í
litlu íbúðinni í Norðurgötunni, en
þar réði húsum stórt hjarta. Éftir
fermingu fór ég að vinna fyrir mér
eins og gerðist á þeim tíma en
Bryndís Kolbrún systir mín ólst upp
hjá henni til fullorðinsaldurs og
kallaði hún hana alltaf mömmu og
ég held hún frænka mín hefði ekki
getað verið okkur systram betri
móðir þótt hún hefði fætt okkur
af sér. Það er orðin stór hópurinn
af bræðrabömum hennar sem hefur
notið hlýju og umhytggju frá heim-
ili hennar. Einnig ólst sonarsonur
þeirra Jónínu og Guðmundar upp
hjá þeim, Guðmundur Hannesson.
Vegir skiljast. Einn býr hér,
annar þar, en alltaf var jafn gott
að koma í heimsókn til frænku. Á
meðan hún bjó á Akureyri fóram
við hjónin með böm okkar í heim-
sókn þangað á sumraum og það
vora margar fjölskyldumar sem
komu þar gegnum árin og bömin
orðin mörg sem urðu þeirrar gæfu
aðnjótandi fá að kalla hana ömmu.
Fyrir ellefu áram missti frænka
mann sinn og fljótlega eftir það
fiutti frænka til Reykjavíkur, þá
orðin mjög heilsulítil. Hún bjó í
Hátúni 10. Þar litu margir inn af
vinum og vandamönnum og ailtaf
tók hún á móti með geislandi brosi
þó maður vissi að hún væri sárþjáð.
Hún kvartaði aldrei hversu erfitt
sem hún átti. Síðastliðin ár hefur
hún oft verið á sjúkrahúsum og
dvalið langtímum saman á Vífils-
stöðum, þar sem hún hlaut mjög
góða umönnun lækna og starfsfólks
og era því færðar bestu þakkir.
Hún varð fyrir þungri sorg síð-
astliðið haut þegar systir mín
Bryndís Kolbrún var bráðkvödd,
kölluð burt í blóma lífsins frá sinni
elskulegu fjölskyldu. Þegar ég km
til frænku eftir þennan sorgarfregn,
þá var hún sú sterka, huggarinn
eins og venjulega. Hún var allt sitt
líf veitandi, ég og mitt fólk á henni
óendanlega mikið að þakka.
Nú er hún frænka dáin, þreyttur
og þjáður líkami hefur fengið lang-
þráða hvfld en ég trúi að elsku fóst-
urdóttir og aðrir ástvinir hafi tekið
á móti góðri og göfugri konu hand-
an við landamærin miklu. Og ef svo
er að hver uppsker eins og hann
sáir, er enginn vafi á því að launin
hennar frænku verða ríkuleg.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég elskulega frænku og bömin
mín ástríka ömmu.
Elsku Bibba mín, Hanni og Nonni
og ykkar fjölskyldur og aðrir þeir
sem sakna frænku, mínar innile-
gustu samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu góðrar
konur.
Jóhanna A. Sigurðardóttir
Hún Jónína vinkona mín er dáin,
já, vinkona þó aldursmunur í áram
væri kannski mikill, þá töluðum við
alltaf saman sem jafnöldrar.
Hún var góð og glæsileg kona,
þó að veikindi væra búin að hijá
hana um langa tíð og hárið orðið
hvítt, þá var virðulegt fas hennar
alltaf það sama, hún bar af.
Ég ætla ekki að rekja ætt hennar
náið, það gera aðrir, en hún var
systir stjúpa míns, Sigurðar Am-
ljótssonar, og það eitt hefði verið
nóg til að láta sér þykja vænt um
hana.
En hún sýndi mér og mínum alla
tíð vináttu sem seint verður þökkuð.
Jónína var gift Guðmundi Andr-
éssyni sem látinn er fyrir mörgum
áram, þau eignuðust þijú böm,
Bryndísi sem er gift Gissuri Símon-
arsyni, Hannes, giftur Hallgerði
Gunnarsdóttur, yngstur er Jón Leví
giftur Stefaníu Sofusdóttur, auk
þess ólu þau upp bróðurdóttur Jón-
ínu, Bryndísi Sigurðardóttir sem
lést á síðasta ári aðeins 46 ára að
aldri, var það mikil sorg fyrir alla
og ekki síst Jónínu, en hún var
dugleg og bar þá sorg sem aðrar
með reisn.
Önnur skyldmenni áttu alltaf
athvarf hjá þeim hjónum á Akur-
eyri, en þar bjuggu þau meðan
Guðmundur lifði, en eftir lát hans
flutti Jónína til Reykjavíkur.
Hugur hennar var alltaf hjá fólk-
inu sínu, hvort sem um böm, bama-
böm eða annað frændfólk var að
ræða, ef allir vora frískir og höfðu
það gott þá var gleði í hennar
hjarta.
Og mikil var ánægjan þegar Jón
sonur hennar og Stebba komu heim
frá Bandaríkjunum til búsetu hér
heima, þá leið henni vinkonu minni
vel.
Frá mér og minni fjölskyldu era
þakkir fyrir alla hlýju í gegnum
árin. Hún fékk að fara eins og hún
hafði óskað, ljósið var slökkt.
Friður sé með Jónínu.
Sína
Blómastofa
FriÓjinm
Suðuriandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
Skreytingar við öll tiiefni.
Gjafavörur.
Legsteinar
ýmsar gerdir
Marmorex
Steinefnaverksmiðjan
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjörður
Legsteinar
Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum.
Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf
um gerð og val legsteina.
S.HELGASONHF
STEINSmlÐJA
SNEMMUÆGI 48 SfMI 76677