Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 22
22 . MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR1986 Nýja-Sjáland: Eggjum kastað í Bretadrottningu Auckland, Nýja-Sjálandi, 24. febrúar. AP. MÓTMÆLANDI grýtti hráu eggi í Elísabetu II. Bretadrottn- ingu er hún keyrði fram hjá þúsundum skólabarna í upphafi vikulangrar opinberrar heimsóknar til Nýja-Sjálands. Eitt egg hafnaði á bleikri kápu drottningarinnar og ataðist hún eggjarauðu. Annað egg brotnaði á þakrúðu bifreiðarinnar, sem drottn- ingin var í. Atvikið átti sér stað þegar Elísabet ók ásamt hertogan- um af Edinborg fram hjá 40 þúsund skólakrökkum, sem safnast höfðu saman til að sjá drottninguna, í hafnarborginni Auckland. Lögreglan handtók konuna, sem henti egginu, og aðrar konur er einnig hentu eggjum í átt að farar- tæki drottningar. Konumar hróp- ERLENT Halastjarnan Halley sést á ný Los Angeles, 24. febrúar. AP. HALASTJARNAN Halley, sem ekki hefur greinst frá jörðu i nokkurn tíma sökum sólarbirtu, hefur nú sést á ný af stjömufræðingum. „Hala- stjarnan er í nógu mikilli fjarlægð frá sólu til þess að hægt sé að greina hana sé beitt réttum brögðum," segir Chris Clark við Lick-s<jömu- athugunarstöðina í San Jose, Kaliforníu. Hann sagði þó að nokkrir dagar myndu líða þar til aðrir stjömuskoðendur en atvinnu- stjömufræðingar myndu koma auga á halastjömuna. Halley hvarf sjónum í síðasta mánuði þegar hún hvarf bak við sólu. Þó hún hafi raunverulega ekki farið bakvið sólina, miðað við jörðu, er sólarbirtan svo sterk að ómögulegt hefur verið að greina hana nema í stjömukíkj- um, sem búnir eru sérstökum ljóssíum. Halley hefur einnig greinst með útfjólubláum mæl- ingum frá Pioneer 12 sem er á braut umhverfis Venus. uðu ókvæðisorð er þær voru dregn- ar á braut, en ekki var ljóst hveiju þær vom að mótmæla. David Lange, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur fordæmt eggjakastið og kveðst munu biðja drottninguna formlegrar afsökunar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og Nýsjálendinga. Breskir þingmenn em yfir sig hneykslaðir á atburðinum og Harry Greenway, þingmaður íhalds- flokksins, ætlar að leggja til að þingheimur fordæmi eggjakastið: „Þetta er fyrirlitlegt athæfi og gert af ráðnum hug til að niðurlægja konungdæmið," sagði Greenway. Ítalía: Fjölskylda ferst í aurskriðu Napólí, 24. febrúar. AP. ÁTTA meðlimir sömu fjölskyldu fórust er aurskriða féll á hús sem þau voru í á laugardagskvöld. Orsök aurskriðunnar eru miklar rigningar á þessu svæði undan- famar tvær vikur. Húsið var í litlum dal um 30 kíló- metra fyrir austan Napólí. Það hafði verið byggt þama án leyfís, eins og algengt er á þessu svæði sem er mjög fátækt og vanþróað. For- eldrar ásamt dætmm sínum tveim- ur, 3ja ára og 16 mnaða létust, og fjórar frænkur. AP/Símamynd Filippus prins hjálpar Elísabetu Bretadrottningu við að ná eggjaslettum úr kápu sinni eftir að eggi var hent í hana í Auckland á Nýja-Sjálandi. Sjá má hvar taumar úr eggi leka niður þakrúðu bílsins. Bandaríkin: Hagfræðing’ar spá aiiknum hagvexti Washington, 24. febrúar. AP. HAGFRÆÐINGAR búast lækkandi olíuverð hjálpi til við auknum hagvexti í við að halda verðbólgunni í bandarísku efnahagslífi á skefjum og segja að lítil þessu ári vegna þess að hætta sé á afturkipp. Farþegum boðið að fylgjast með rannsóknum á flaki Titanic New Orleans, 24. febrúar. AP. VERIÐ er að undirbúa leið- angur í New Orleans í Banda- rikjunum til að kanna flak Titanic og hyggjast leiðang- ursmenn fjármagna leiðang- urinn með því að taka farþega með í djúpsjávarköfunina. Leiðangurinn er í tengslum við vísindamiðstöð Louisiana og er ætlunin að kanna náið hvað kom fyrir hið rísastóra farþegaskip og gera um það sjónvarpsmynd. í ráði er að ná upp ýmsum hlutum sem eru á hafsbotni umhverfis flakið en hins vegar verður flakið sjálft ekki snert. Ætlunin er að fjármagna leið- angurinn með því að taka um 40 farþega með í förina og verða þeir að greiða um 50 þúsund dollara hver fyrir fulla þátttöku. Samtök bandarískra hagfræð- inga gerðu könnun meðal 300 félaga sinna og voru þeir flestir bjartsýnni nú á aukinn hagvöxt en áður. Eins og sakir standa eru 88 prósent aðspurðra hagfræðinga þeirrar trúar, að þessi gróska muni endast til ársins 1987, en í könnun fyrir einu ári bjóst helm- ingur þeirra, sem könnunin tók til, við því að kreppa myndi að þegar í upphafi þessa árs. Meginástæðan fyrir þessari nýtilkomnu bjartsýni meðal hag- fræðinga er mikil lækkun olíu- verðs undanfarið. Þeir telja að lækkandi olíuverð muni auka hagvöxt og halda aftur af verð- bólgunni. KENWOOD TRAIIST MERKI MEÐ ÁRATUGA REYNSLU Á ÍSLANDI Fullkomin varahluta- og viðgerðaþjónusta BESTA ELDtíÚSIlJÁLPM TH0RN HEIMILIS OG RAFTÆKJADEILD VISA HF LAUGAVEGI 170 -172 SÍMAR 11687 - 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.