Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR1986 „ A\bert Hefur efcki unniá frér siáosfc lícL’n cír. " * Aster___ henni viðaðsetja upp gluggatjöld- in í stað þess að leikagolf. TM Reg. U.S. Pat. Ott.-aJI rights reserved ® 1979 Los Angetes Times Syndicate Má g-lasið mitt standa þarna meðan ég fæ mér snúning. Með morgunkaf&nu Persónunúmerið dugir honum ekki. Þið neyðist til að skíra hann. MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR1986 Hollustubyltingin/Jon Óttar Ragnarsson Vínandi og heilsa LSérhver ný áfengistegund er ■viðbót' hcitir uppáhaldskcnning ■þeirra Jóhannesar Bergsveinsson- ■ ar. Tómasar Helgasonar, Þorkels V Jóhannessonar og Áfengisvamar- I ráðs. Hefði kenningin staðist hefðu I léttvínin og bjórlíkin heldur betur I aukið áfengisneyslu þjóðarinnar. 1 En reynslan segir heldur betur I aðra sögu. Mynd A sýnir að frá 1930 til | 1975 fjórfaldaðist áfengisneyslan. I Á þeitn tfma réð brennivinið — I óskabam Áíengisvamarráðs — j lögum og lofum. Mynd B sýnir að frá 1974 til I 1985 jókst léttvfnsdrykkja gifur- I lega. 1984 bættust bjórlfkin við. I Samt jókst heildameyslan ekki. | Hún stóð I stað! Sem sé: hvorki léttvínin né bjór- I líkin urðu viðbót, heldur afstýrðu I aukinni áfengisneyslu auk þess ! að valda síður alkóhólisma en brennivfnið. Ástæðan er augljós: Áfengi hér er svo dýrt að nýjar tegundir verða aldrei viðbót, heldur leysa þær ávallt aðrar gerðir þess af hólmi. BREYTINGAR Á ÁFENGISNEYSLU Á MANN MIOAO VIÐ 100% ÁFENGI 1885-1975 og hámarksgetan er um 150 g á sólarhríng (15 „sjússar" eða um 1000 he). Þegar áfengi er drukkið að staðaldrí eykst brennslugeU lifr- arínnar um allt að helming og ■ þá nærrí dagsþörf full- Helsta tilgátan er sú að vfnandi f blóði myndar asetaldchýð (f lifur) sem breytist f morffnsamband (I heila) og þar með Ifkamlega ánauð. Mest er hættan af sterku dryklgunum þvf þá eru mestar lík- ................:ÆL BREYTINGAR A AFENGISNEYSLU 1974 - 1985 •i ai i) Þessu er öfugt faríð. Rannsókn- ir sýna að alkóhólismi er hér sér- lega algengur. Ástæðan er fyrst og fremst brennivfnsstefna Afengisvamarráðs. Sú stað- reynd að enn kemur Vtalls vfn- anda úr sterkum drykkjum (brennivfni") er meira en nóg skýring á ástandinu eins og það blaair við. Breytta stefnu, takk! Nú hefur verið staðfest opin- berlega að allur áróður Áfengis- Þar með hefur Alþingi ekki I framar nein rök til að halda áfram I að svipta íslendinga þeim mann-1 réttindum að neyta áfengs öls I eftir eigin geðþótta. Né heldur er fjármálaráðuneyti I framar stætt á öðru en að verð- I leggja veigamar þannig að neysl- J an beinist frá óskadrykk Jóhann- I esar að veikarí veigum. Þarf að láta Jóhannes Áfengisvamarráð sæta ábyrgð I fyrír sfn háskalegu mistök áður I en búið er að gera stóran hluta I alls ungs fólks á fslandi að... Fyrirspurn til Jóns O. Ragnarssonar Velvakandi! Varðandi grein Jóns Óttars Ragnarssonar í Mbl. bls. 13, laugar- daginn 22. febr. sl. Mig langar að koma þeirri fýrir- spum til dr. Jóns Óttars Ragnars- sonar á hverju hann byggir þá full- yrðingu sína er hann virðist gera um dr. Jóhannes Bergsveinsson, yfirlækni áfengisdeildar Landspítal- ans (og reyndar um fleiri) að hann sé skottulæknir. Skottulæknir er sá læknir sem, svo vísað sé til Orða- bókar Menningarsjóðs, er „lélegur, falskur og ólærður" og þykir mér fullgróft af dr. Jóni að taka sér svo stórt í munn um mann með jafn- langan starfsferil, kunnáttu og reynslu sem dr. Jóhannes. Hvað sem allri deilu um bjór- frumvarpið líður, þá þykir mér það lélegt af mönnum, sem eiga að kallast skyni gæddir, að hafa ekki önnur vopn sér í hendi en kasta svívirðingum á sér ef til vill lærðari og leiknari. Vonast ég til dr. Jón að þú getir staðið undir fullyrðingu þinni og fært rök fyrir nafngjöfínni. Fyrir utan þetta væri gott að fá skýringar á ýmsum öðrum grófleg- um fullyrðingum sem áttu sér stað í ca. síðustu 7 málsgreinum greinar þinnar, t.d. um embættisafglöp og brottrekstrarsakir ýmissa embætt- ismanna ásamt meintum byrlunum ráðamanna eiturs fyrir ungt fólk o.fl., glæpastarfsemi sem þú vilt vera láta að sé stunduð af ráða- mönnum vísvitandi gagnvart ís- lensku þjóðinni. Með fyllstu virðingu fyrir bjór- frumvarpinu, Gunnar Magnús Andrésson Eyfirðingar athugið Athygli Eyfirðinga, skal vakin á því, að ritstjómar- skrifstofa Morgunblaðsins, Hafnarstræti 85, Akureyri, tekur við bréfum og fyrir- spurnum í Velvakanda. Víkyerji skrifar egar sú stund rann upp 31. janúar síðastliðinn, að sjón- varpið tileinkaði sér nýja hætti við útsendingu á fréttum, sat Víkverji í hópi vina, en meðal þeirra var útlendingur, sem hafði dvalist lengi í Sovétríkjunum. Ekki þótti fært annað fyrir jafn mikið áhugafólk um fjölmiðlun og þama var saman komið en að kveikja á sjónvarpinu og kynnast dýrðinni. Eftir að slökkt hafði verið, sagði útlendingurinn, sem skilur ekki is- lensku: Þetta minnti mig helst á fréttatíma sjónvarpsins í Moskvu. Hafa þeir einnig þann hátt á hér á landi eins og þar, að láta konur lesa fréttir, sem þykja af ómerkara taginu? Við svöruðum þessu neit- andi, ekki hefðum við orðið sérstak- lega vör við það. Verkefni fyrir Jafnréttisráð? Hitt sat eftir, að gesturinn hafði borið nýjungina saman við það, sem hann hafði kynnst í Moskvu. Ekki gat verið, að starfsmenn sjónvarps- ins hefðu látið sér nægja að fá að líta á skjáinn hjá sovéska sendiherr- anum í bústað hans við Túngötu — í húsinu, þar sem skermurinn stend- ur enn, þótt bæði ríki og borg vilji láta fjarlægja hann? Síðar hefur komið fram, að sjónvarpsmenn leit- uðu fanga bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum, þótt niðurstaðan minni erlendan gest, sem ekki skilur íslensku, á Moskvu. Kannski hefur fréttastofunni þama tekist best að gæta fyllstu óhlutdrægni? XXX A Idag hefst flokksþing kommún- ista í Sovétríkjunum. Telja sum- ir, að þar komi í ljós, hvort það vaki í raun fyrir hinum nýja flokks- leiðtoga, Mikhail Gorbachev, að breyta framkvæmd alræðisins eða ekki. Síðustu daga og vikur hafa sést merki um það í lesendadálkum sovéskra dagblaða, að leyft er að segja meira á prenti, en menn eiga að venjast þar. Meira að segja hafa blöð gerst svo djörf að gagnrýna fréttatíma sovéska sjónvarpsins. Um það mátti lesa í Tímanum á laugardaginn í frétt frá Reuter, svohljóðandi: „Dagblaðið (svo!) í Sovétríkjun- um gagnrýndi nýlega fréttaflutning í sjónvarpi þar í landi og kvað hann leiðinlegan og hugmyndasnauðan. Sagði blaðið kvöldfréttir sjónvarps- ins vera svo leiðinlegar að flestir sjónvarpsáhorfendur gengju í burt frá tækjum sínum til að þurfa ekki að horfa á skömmina. Dagblaðið Sovietskaya Rossiya, sem á síðustu mánuðum hefur verið fremst í flokki við að benda á það sem aflaga fer í sovésku þjóðfélagi, gagniýndi sérstaklega flutning innlendra frétta. Blaðið sagði allar tölfræðilegar upplýsingar vera settar fram án nokkurs samanburðar og frétta- skýrendur einatt endurtaka það, sem fréttaþulurinn hefði sagt rétt áður. Fólk er dauðleitt á fréttunum „vegna þess að það er mikill munur á lífí, skoðunum og áhuga fólks í landinu og því hvernig þessir hlutir eru túlkaðir í sjónvarpsþáttum okkar,“ sagði í grein Sovietskaya Rossiya.“ XXX Síst af öllu vakir það fyrir Vík- veija að heimfæra þessa frétt í Tímanum um leiðindin í sovésku sjónvarpsfréttátímunum yfír á þá íslensku. Þar er margt vel gert, þótt margt megi einnig betur fara. Hér skal ekki fjallað um efnistök. Ástæða er hins vegar til að staldra við tæknilegu hliðina. Er furðulegt, hve oft verða tæknilegar misfellur á útsendingu frétta. Sýnir það okkur saklausum áhorfendum kannski best, hve hér er um við- kvæma og vandmeðfama tækni að ræða. Og síst af öllu ættum við, sem í blöð skrifum, að vera skiln- ingslausir á vanda starfsbræðra okkar á öðrum Qölmiðlum, þótt ekki glími þeir við prentvillupúkann og yngsta bróður hans, tölvupú- kann. Breytingin á fréttatímanum má ekki verða til þess, að fréttamenn- imir breytist í þuli í augum áhorf- enda. Þularstarfíð er að sjálfsögðu gott og gilt, en það er annað en fréttamannsstarfið. Þulir hefðu ekki síður notið sín en fréttamenn við að lesa af hinum nýju tækjum, er gera þeim, sem lesa, kleift að horfa til áhorfenda en ekki á blöðin. Lestur í sjónvarp er vandaverk. Hann felst ekki í því einu að koma textanum til skila með talfæmm heldur einnig í hinu, að fas og framkoma tmfli ekki áhorfandann og dragi athygli hans frá efninu. Oeðlilegar höfuðhreyfíngar eða bendingar með höndum geta valdið slíkri tmflun. Ef menn em ekki bundnir af texta á blaði á borði fyrir framan sig, er þeim hætt við að ofleika, ef þannig má orða það. En hvemig væri að sjónvarpið gerði minna af því að nota erlendar fréttamyndir sem skreytimyndir í fréttatímum? Leyfði okkur áhorf- endum að kynnast því beint af myndunum, sem þær sýna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.