Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1986 31 Afmæliskveðja: Oli Vestmann Ein- arsson yfirkennari í dag, 25. febrúar, er Óli Vest- mann Einarsson, yfirkennari við Iðnskólann í Reykjavík 70 ára. Þegar ég kynntist Óla mun hann hafa verið á 65. aldursári, því hljóta aðrir að vera færari um að fjalla um lífsstarf hans. Um það má að hluta til lesa í prentaratali og kennaratali. Óli er óvenju félagslyndur maður, hann hefur um dagana tekið virkan þátt í félagsmálum prentara og kennara m.a. um árabil verið for- maður Kennarafélags Iðnskólans og Sambands sérskóla á íslandi. Hann var á þeim árum forystumað- ur í kjaramálum iðnskólakennara. Hann átti ríkan þátt í því að stofna til kennslu í prentiðnaði við Iðnskólann í Reykjavík og hefur unnið að þróun þeirra mála nú um 30 ára skeið. Um langt skeið hefur hann í raun helgað prentdeildinni svo til alla sína krafta. Hann hefur gegnt §ölda mörgum öðrum trúnaðarstörfum, m.a. setið í skólanefnd Iðnskólans í Reykjavík og verið formaður fræðslunefndar í prentsetningu. Óli Vestmann er óvenjulegur Vinnuréttur ÚT ER komin hjá Máli og menn- ingu bókin Vinnuréttur — ný út- gáfa, eftir Ammund Backman og Gunnar Eydal. Er þetta önnur útgáfa verksins, aukin og endur- bætt, en það kom fyrst út 1978. Tilgangur bókarinnar er, eins og höfundar segja í formálsorðum, „að gefa almennt yfirlit yfír meginefni vinnuréttar á Islandi". í sérstökum köflum er fjallað um stéttarfélög, kjarasamninga, vinnudeilur og verkföll, réttindi og skyldur at- vinnurekenda og starfsmanna og bætur og tryggingar. Með atriðis- — ný útgáfa orðaskrá og spássíugreinum er reynt að gera Vinnurétt að sem aðgengilegastri handbók fyrir laun- þega og atvinnurekendur, en heim- ildaskrá og skrá yfír dóma og lög auðvelda notkun hennar þeim sem fást við málefni vinnuréttar að staðaldrí. Auk nýrrar lagasetningar voru það ekki síst þeir fjölmörgu dómar, sem fallið hafa á síðustu 7 árum, sem gert höfðu endurskoðun fyrri útgáfunnartímabæra. Vinnuréttur — ný útgáfa er 216 blaðsíður að stærð og unnin f Prent- smiðjunni Hólum hf. maður, honum er einkar lagið að sjá björtu hliðamar á hveiju máli og virðist eiga mjög auðvelt með að fá aðra til að taka jákvæða afstöðu. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka honum fyrir ánægju- legt samstarf á liðnum árum, jafnt í velgengni sem mótlæti. Fyrir hönd Iðnskólans í Reykja- vík þakka ég honum giftudijúg störf og dyggan stuðning um ára- tuga bil. Ingvar Asmundsson Óli Vestmann og Jóna Einarsdóttir kona hans taka á móti gestum í Oddfellow-húsinu við Vonarstræti milli kl. 17.00 og 19.00 í dag, 25. febrúar. Gabriel HÖGGDEYFAR I MIKLU ÚRVALI 7 SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88 Fyrirliggjandi í birgðastöð Stál 37.2 DIN 17100 Þykktir 3.0-50 mm. Ýmsar stærðir, m.a.: 1000x2000 mm 1500x3000 mm 1500x5000 mm SINDRA STALHF Borgartúni 31 sími 27222 Námskeiðin eru einkum ætluð þeim er starfa hjá fyrirtækjum þar sem starfsf ólk hefur persónulegt samhand við viðskiptavinina, t. d. flugíélögum, ferðaskrifstofum, hótelum, verslun- um. veitingahúsun og bönkum MAI LE( EGA ttll fyrirtæki sem vilja bsta þjbnustu sína eiga að senda fblk á þetta námskeið. Á þjónustunámskeiðum Scandinavian Service School er beitt aðferðum sem leiðandi fyrirtæki á sviði þjónustu og endurmenntun- ar hafa þróað. Lögð er áhersla á hinn mannlega þátt þjónustunnar - manneskjuna sem ræður úrslitum um viðbrögð viðskiptavinarins. - SAS flugfélagið og Time Manager Intemational tóku höndum saman um stofnun Scandinavian Service School er SAS endur- skipulagði rekstur sinn og hóf markvissa framsókn, en sérfræðing- ar telja að skipuleg þjálfun starfsmanna þeirra hjá skólanum hafi átt stóran þátt í bættum rekstri og aukinni markaðshlutdeild SAS. Scandinavian Service School heldur þiónustu- námskeið á vegum Stjómunarfélags fslands í Kristalssal Hótels Loftleiða. Cecilie Andvig, einn aðalleiðbeinandi SSS stjórnar námskeið- unum sem fara fram á ensku. S4S \ time manager > international msm Stjórnunarfiélag íslands Ánanaustum 15 Sími: 91 6210 66 121 Reykjavík hjá SKÝRR “Fyrirtæki sem vilja bæta þjónustu sína ættu að senda starfsmenn sína á þetta nómskeið". markaðsd. Verslunarbanka lslands „Mjög gott námskeið fyrir þjónu8tufyrirtæki, ekki síst stjórnendur.“. Samúelsson forstj. Toyota á íslandi „Námskeiðið er hvetjandi og gerir gott fólk betra“. HLIÐI 8 8 o

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.