Morgunblaðið - 25.02.1986, Page 27

Morgunblaðið - 25.02.1986, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1986 27 Fríverslunarsamningar íslands og EB taka nú einnig til Portúgals og Spánar - Enn óvissa um saltfiskinn - Reynt að tengja saman viðskiptafríðindi og fiskveiðiréttindi FRAM hefur verið lögð á Alþingi tillaga til þingsályktunar um heim- ild fyrir ríkisstjórnina til að fullgilda fyrir Islands hönd tvær við- bótarbókanir vegna aðildar Spánar og Portúgals að Efnahagsbanda- lagi Evrópu og Kola- og stálbandalagi Evrópu (sem hér eru nefnd Evrópubandalagið). I greinargerð með tillögunni kemur fram, að um síðustu áramót urðu Spánn og Portúgal formjega aðilar að Evrópubandalaginu. Áður átti Portúgal aðild að Fríverslunar- samtökum Evrópu (EFTA) ásamt íslandi og fleiri ríkjum, og EFTA- löndin höfðu sérstakan samning við Spán. Þegar dró að þessum breyt- ingum höfðu aðildarlönd EFTA samráð um nauðsynlegar breyting- ar á fríverslunarsamningum sínum við Evrópubandalagið. Könnunar- viðræður fóru fram í júní 1985, en í desember hófust síðan formlegar samningaviðræður. Orðrétt segir í greinargerðinni: „Ýmsir erfiðleikar komu upp í viðræðunum, fyrst og fremst vegna tilrauna EB til að tengja viðræðumar veitingu físk- veiðiréttinda í íslenskri lögsögu. Reyndi aðallega á þetta í lok við- ræðnanna. Af íslands hálfu var ekki ljáð máls á því að tengja saman viðskiptafríðindi og fiskveiðirétt- indi. Samkomulag náðist að lokum um orðalag ofangreindra viðbótar- bókana og voru þær undirritaðar 22. febrúar 1986 í Brussel með fyrirvara um fullgildingu.“ Með gildistöku viðbótarbókan- anna taka ákvæði samninga Islands við Evrópubandalagið um fríverslun með ýmsar vörur einnig til viðskipta íslands við Spán og Portúgal. í megindráttum leiðir ekki aðeins af þessu að tollar og gjöld, sem hafa sömu áhrif og tollar, falla þá niður af iðnaðarvöram heldur og ýmsum sjávarafurðum og vöram sem unnar era úr landbúnaðarafurðum. Þetta gerist þó í áföngum á tæplega sjö ára aðlögunartíma, sem endar 1. janúar 1993. Gert er ráð fyrir gagnkvæmum áfangalækkunum. Um sjávarafurðir gildir sú regla, að á aðlögunartímabilinu fær eng- inn aðili betri kjör við innflutning til Spánar og Portúgals en ákvæði aðildarsamnings þessara ríkja við EB kveða á um varðandi innflutning frá öðram aðildarríkjum EB (EB- 10). Af þessu leiðir, að ísland verður að búa við sömu kjör varðandi út- flutning sjávarafurða samkvæmt bókun nr. 6 við fríwerslun arsamn- ing Islands við Evrópubandalagið og EB-10 njóta á aðlögunartímabil- inu. { þessu felst að tollar lækka í áföngum miðað við sömu granntolla gagnvart EB-10, auk þess sem innflutningsleyfi og innflutningsk- vótar verða við lýði á tímabilinu. Tollar hækka mikið í sumum toll- skrámúmeram. T.d. fara fryst karfaflök til Portúgals upp í 10,5% en era 0% samkvæmt stofnskrá EFTA. Þá geta tollar verið mjög háir, jafnvel 27,5% á vissum teg- undum lagmetis til Portúgals. Ef hins vegar er litið á útflutning okkar til Spánar og Portúgals á áranum 1983-1985 skiptir þetta þó ekki neinu sérstöku máli. Stafar þetta af því, að saltfiskur, sem er aðalút- flutningsvara íslands til þessara landa, fellur ekki undir fríverslun- arákvæði bókunar nr. 6 og ekki er unnt að segja að um nokkum út- flutning sjávarafurða hafi verið að ræða er njóta fríðinda samkvæmt bókuninni nema á loðnumjöli til Spánaráárinu 1984. Ekki er talið líklegt, að sérstök hætta sé á ferðinni varðandi sam- keppni við hin EB-löndin um sölu á saltfiski til Spánar og Portúgals þar eð eftirspumin eftir saltfiski í EB hefur verið meiri en framboðið. Hugsanlegt er hins vegar, að reynt verði að veita þeim löndum viðskipt- afríðindi umfram ísland sem veita EB-löndum fískveiðiréttindi. Hér koma til greina Noregur, Kanada, Færeyjar og Grænland. Af hálfu íslands hefur það verið gagnrýnt að EB veiti þeim löndum viðskiptafríðindi er láta bandalag- inu í té fiskveiðiréttindi, svo og að veitt sé undanþága frá tolli sem fiskiskip EB-ríkja kaupa utan EB. Slík viðskiptafríðindi megi ekki leiða til mismununar gagnvart ís- landi og hefur í því sambandi verið höfðað til GATT-reglna um bestu kjör. Svo sem kunnugt er gekk bókun nr. 6 við fríverslunarsamning Is- lands við EB, er gerður var 1972 og gekk í gildi 1973, ekki í gildi fyrr en 1976 vegna landhelgis- deilna, fyrst vegna 50 mílna út- færslunnar og síðan vegna 200 mflna útfærslunnar. í 2. gr. bókun- arinnar var tekið fram að EB áskildi sér rétt til að láta ákvæði hennar ekki koma til framkvæmda ef ekki næðist viðunandi lausn fyrir aðild- arríki EB á efnahagserfiðleikum sem leiddi af ráðstöfunum íslands varðandi fískveiðiréttindi. EB lítur nú svo á að bréf, sem forseti ráðs bandalagsins skrifaði vegna gildi- stöku bókunarinnar árið 1976, feli í sér skilyrði sem tengi gildi bókun- arinnar við viðunandi flskveiðirétt- indi EB á íslandsmiðum. Íslensk stjórnvöld telja hins vegar, að í bréfi forseti ráðs EB á sínum tíma hafí ekki falist neinn fyrirvari, heldur hafí bandalagið aðeins lýst þeirri von sinni að samningaviðræður þess og íslands um vandamál almennara eðlis viðvíkjandi fiskveiðimörkunum gætu hafist í náinni framtíð og jafnframt að varanlegir samningar tækjust sem báðir aðilar gætu sætt sig við. í þessu sambandi hafa ís- lensk stjórnvöld bent á, að aðal- samningamaður bandalagsins í við- ræðunum um fiskveiðimál við ís- lendinga síðar á árinu 1976, Finn Gundelach í framkvæmdanefnd EB, hafí lýst því skýrt og skorinort yfir á fundi að bandalagið hygðist ekki tengja saman viðskiptafríðindi og fiskveiðiréttindi. Virðist svo sem hugmyndin um að tengja varanlegt gildi bókunar nr. 6 við fiskveiðirétt- indi í íslenskri lögsögu hafi skotið upp kollinum á allra síðustu áram í tengslum við inngöngu Spánar og Portúgals í EB og vilji bandalagið skapa sér möguleika til að leysa hluta vandamálsins vegna mikilla fiskveiðiflota þessara þjóða með öflum fiskveiðiréttinda i lögsögu' ríkja utan EB. Óverkaður og þurrkaður salt- fiskur, saltfiskflök og skreið falla ekki undir fríverslunarákvæði við- skiptasamningsins milli íslands og EB og leiðir viðbótarbókunin af þessum sökum sem slík ekki til lækkunar tolla á þessum vöram eða annarra fríðinda. Reyndar veitti EB undanþágu frá tolli á þessum vöram frá öðram ríkjum á tímabilinu 1971-1985 og kom fram í viðræðum vegna gerðar fríverslunarsamn- ingsins við Island að mjög ólíklegt væri að tollur yrði lagður á að nýju. Lagalegan rétt hafði bandalagið þó til þess. Í desember 1984 ákvað ráð J EB, skipað sjávarútvegsráðherram, i síðan að leggja innflutningstoll að ’ nýju á saltfiskinn, saltfiskflökin og skreiðina, 13% á óverkaðan og þurrkaðan saltflsk auk skreiðarinn- ar en 20% á saltfiskflökin. Ef litið er á EB-löndin að meðtöldum Spáni og Portúgal sem eina heild sést að tollurinn hefur á áranum 1981- 1982 tekið til tæplega 40% af út- flutningnum til þessara landa en á áranum 1983-1985 hefur tollurinn tekið til 25% af útflutningi íslands til sömu landa. Svo mikilvægur er þessi útflutningur að á áranum 1981-1982 nam útflutningurinn til þessara lapda 17-19% af heildarút- flutningi íslendinga en á áranumv,— 1983-1985 10-12% af heildarút- flutningnum. * Morgunblaðið/Ámi Sæberg Iþungum þönkum Þau era mörg málin sem alþingismenn þurfa að hugsa um og ekki að undra þótt þeir séu stundum í þungum þönkum eins og Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, sem þama situr í stól sínum í neðri deild Alþingis. Við hlið hans má greina f.v. Egil Jónsson (S.Al.), Helga Seljan (Abl.Al.), Pál Péturs- son (F.Nv.) og Salome Þorkelsdóttur (S.Rn.) Önnur umræða um frumvarp til sveitarstjórnarlaga: Akvæði um lögbundið sam- starf sveitarfélaga fellt á brott Sýslunefndir lagðar niður — Kosningar fari fram síðasta laugardag í maí, nema ósk um annað komi fram í mjög fámennum sveitarfélögum FRIÐRIK Sophusson mælti í gær fyrir nefndaráliti meiri hluta félagsmálanefndar neðri deildar Alþingis um frumvarp til sveitar- stjórna laga. í máli hans kom fram, að meirihlutinn telur afar brýnt að frumvarpið, sem m.a. felur í sér 18 ára kosningaaldur, fái afgreiðslu í deildinni í þessari viku og helst að það geti orðið að lögum í þessum mánuði. Stafar það af undirbúningi sveit- arstjórnakosninganna, sem verða 31. maí nk. Meðal helstu breytinga, sem meirihlutinn gerir tillögur um, er að IX. kafli framvarpsins um lög- bundið samstarf sveitarfélaga verði felldur niður. Þess í stað komi ný málsgrein, þar sem segir að verk- efni þau, sem sýslunefndum sé nú falið með lögum, skuli falla til sveitarfélaga og hérðaðsnefndir myndaðar um lausn þeirra. Orðrétt segir: „Héraðsnefndir taka við eign- um og skuldum sýslufélaga við gildistöku laga þessara nema sveit- arfélög, sem aðild áttu að sýslufé- lagi, óski að yfirtaka þær. Kaup- staðir geta átt aðild að héraðsnefnd- um og heimilt er að sameina þær með samkomulagi viðkomandi sveitarstjórna." Þá er gert ráð fyrir því, að al- mennar sveitarstjómakosningar farí fram síðasta laugardag í maí- mánuði, sem ekki ber upp á laugar- dag fyrir hvítasunnu. í framvarpinu var við það miðað að kosningamar færa fram annan laugardag í júní. Þó er heimilt að fresta kosningum í sveitarfélögum, þar sem færri en 74 hlutar íbúanna era búsettir í kauptúnum, til annars laugardag í júní. Ósk um frestun skal koma frá sveitarstjóm og hafa borist ráðuneytinu fyrir 1. apríl kosn- ingaárið. Til að hindra að menn geti kosið í báðum kosningunum með því að flytja lögheimili sitt milli kjördaga er gert ráð fyrir því að framvegis eigi hver maður kosningarétt í því sveitarfélagi, þar sem hann á lög- heimili þegar framboðsfrestur renn- ur út í þeim sveitarfélögum þar sem sveitarstjómakosningar fara fram í maí. Að lokinni framsöguræðu FVið- riks Sophussonar tóku til máls Jó- hanna Sigurðardóttir (A.-Rvk.), framsögumaður fyrsta minnihluta, og Steingrímur J. Sigfússon (Abl.-Ne.), framsögumaður annars minnihluta. í ræðu Jóhönnu kom fram, að hún telur að í framvarpinu sé að finna ýmsar endurbætur á núverandi löggjöf, en að það gangi alltof skammt og muni ekki ná þeim markmiðum sem að var stefnt með endurskoðun laganna. Hún kynnti síðan breytingartillögur Alþýðu- flokksmanna, sem fela m.a. í sér að lögboðin verði stækkun sveitar- félaga með nýjum ákvæðum um iágmarksíbúafjölda þeirra. Verði miðað við töluna 400 nema í algjör- um undantekningartilvikum þegar landfræðileg sérstaða kalli á aðra skipan. Enn fremur leggja alþýðu- flokksmenn til, að félagsmálaráð- herra skipi nefnd til að gera tillögur um skipan nýrra stjómsýslueininga á héraðsgrundvelli og framvarp þar að lútandi verði lagt fyrir Alþingi veturinn 1988-89. í nefndaráliti Steingríms J. Sig- fússonar segir, að breytingartillög- ur hans miði að því „að marka með greinilegum hætti vilja löggjafans í þá átt að sveitarfélögin stækki og eflist á næstu árum“. Hann gagn- rýnir jafnframt, að IX. kafli fram- varpsins skuli felldur niður án þess að nokkuð komi í staðinn. Þá telur þingmaðurinn það aðfinnsluvert, að ekkert bóli á niðurstöðum úr því starfi, sem staðið hafí yfir við endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga. Alexander Stefánsson, félagfs- málaráðherra, kvaddi sér hljóðs og greindi frá því, að endurskoðun laganna um tekjustofna sveitarfé- laga væri nú á lokastigi og búast mætti við því að framvarp þar að lútandi yrði lagt fyrir þingið í byijun | næsta mánaðar. Stefnt væri síðan að afgreiðslu þess á næsta þingi. Guðmundur Einarsson (Bj.-Rn.) vakti athygli á því, að gífurlegar umræður hefðu verið um sveitarstjórnamál um land allt á síðustu áram, en þeirra sæi ekki stað í umræðum í þingsölum. í framvarpinu væri aðalatriði málsins - það sem almenningur hefði áhuga á - skilið eftir, þ.e. hvemig fólkið gæti aukið völd sín og náð þeim xT frá stofnunum, hvort sem væra í . Reykjavík eða annars staðar. Þingmaðurinn sagðist ekki efast um, að með framvarpinu væra lagfærð ýmis tæknileg atriði sveit- arstjómamála. Framvarpið fæli hins vegar ekki í sér það sem öllu skipti, aukið lýðræði og valddreif- ingu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.