Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. PEBRÚAR1986 Neskaupstaður: Tíu bændur taka á sig 47% skerðinffar NoalniurwtaA 9A fahniai* ■* , . _— ^ Neskaupstað 24. febrúar. SUNNUDAGINN 23. febrúar var boðað til fundar í bamaskólanum í Norðfjarðarhreppi. Fundar- boðendur vom bæjarstjóm Nes- kaupstaðar og hreppsnefnd Norð- fjarðarhrepps, en tilefnið var hin nýja búmarksstefna í mjólkurmál- um. Meðal annarra vom mættir þama þingmennimir Hjörleifur Guttormsson og Jón Kristjánsson, einnig Sveinn Guðmundsson for- maður Búnaðarsambands Austur- lands. Fundinn sóttu um 80 manns. Það sem einkum kom fram á þessum fundi var að bændur í Norð- fjarðarsveit hafa ávallt og alltaf miðað sína framleiðslu við þarfir Neskaupstaðarbúa og þvi aldrei verið þar um offramleiðslu á mjólk að ræða. Neskaupstaður þarf um 6—700 þúsund lítra af mjólk og þetta magn hafa þeir framleitt og ekkert verið selt utan íjarðarins. Frekar hefur vantað en hitt. En núna skulu þeir framleiða 517 þúsund lítra og þama vantar því um og yfír 100 þúsund lítra. En þetta magn skulu þeir fá annars staðar frá og þá trú- Iega frá Egilsstöðum. En allir vita sem hér búa að á vetrum er hér afar erfitt með samgöngur um Oddsskarð og því oft erfitt að ná því sem þarf. „Þetta er vandi okkar sem við getum ekki sætt okkur við,“ sögðu flestir sem tóku til máls á þessum fundi. Voru menn afar óhressir yfir þessari nýju reglugerð. En að lokum var lögð fram svofelld ályktun sem samþykkt var með öll- um atkvæðum fundarmanna: „Almennur fundur um málefni bænda og takmarkanir í mjólkur- framleiðslu, haldinn að Kirkjumel í Norðfirði 23. febrúar 1986, fordæm- ir harðlega þau vinnubrögð sjóm- valda að setja reglugerð um mjólkur- framleiðslu fyrir verðlagsárið 1985—’86, þegar framleiðsluárið er hálfnað. Fundurinn átelur að lítið sem ekkert samráð var haft við bændur fyrir lagasetningu um grundvallarhagsmuni þeirra á síð- asta ári og sama var upp á teningn- um við undirbúning reglugerðar um fullvirðismark. Stjómleysi hefur einkennt meðferð landbúnaðarmála mörg undanfarin ár og búmarkið sem sett var á 1980 hefur ekki verið hagnýtt nægilega til stjómunar framleiðslu eða fjárfestingar í land- búnaði. Innanlandsmarkaður fyrir landbúnaðarafurðir hefur dregist verulega saman vegna minnkandi kaupgetu almennings á sama tíma og dregið hefur verið stórlega úr niðurgreiðslum. Samtímis því að samdráttur hefur orðið á innanlands- markaði hefur réttur bænda til út- flutningsbóta verið skertur til muna. Þannig er þrengt að nænaum úr mörgum áttum á skömmum tíma og til viðbótar hefur verið boðaður stórfelldur samdráttur í framleiðslu dilkakjöts á næstu árum. Fundurinn varar við afleiðingum þessarar stefnu sem bitnar harðast á þeim sem ráðist hafa f uppbyggingu á jörðum sínum í góðri trú undanfarin ár og með samþykki stjómvalda. Sérstaklega fordæmir fundurinn þær aðferðir sem beitt var við setn- ingu fullvirðismarks þar sem ekkert tillit er tekið til aðstæðna á einstök- um svæðum en beitt köldum reikn- ingsaðferðum við niðurskurð fram- leiðslunnar. Lýsandi dæmi um slíkt óréttlæti er Norðfjarðarsveit með Neskaupstað, stærsta kaupstað á Austurlandi sem markaðssvæði. Hér hefur framleiðsla mjólkurafurða um árabil verið sniðin að þörfum byggð- arlagsins sem býr við erfiðar og stopular samgöngur að vetrarlagi. Bændur í Norðfirði hafa verið að auka framleiðslu sína til að uppfylla þarfir þessa markaðar, en sú skerð- ing sem nú blasir við gengur þvert gegn skynsamlegri þróun heima fyrir. Það er fráleit stefna að láta byggðir sem framleiða fyrir stað- bundinn markað gjalda offram- leiðslu í öðrum landshlutum. Mjólk- umeysla í Norðfirði hefur verið meiri en framleiðsla á svæðinu og hefði þurft að aukast um 100 þúsund lítra til að fullnægja þörfum þessa mark- aðar, þ.e. í 650 þúsund lítra. í stað þess stefnir í 517 þúsund lítra fram- leiðslu á svæðinu. Tíu bændur í Norðfjarðarsveit taka á sig 47% skerðingarinnar á Austurlandi, þ.e. svæði 21, og nemur skerðingin að meðaltali 13% á bú. Fundurinn beinir því sérstaklega til stjómvalda að mál þeirra bænda sem hafa framleitt án skerðingar vegna markaðsað- stæðna svo sem hér í Norðfirði, svæði Djúpavogs, Vestflörðum, og víðar verði athugað sérstaklega. Fundurinn skorar á landbúnaðarráð- herra og forystumenn í bændasam- tökum að láta strax endurskoða nýsetta reglugerð, þannig að tillit sé tekið til augljósra mistaka við setningu hennar og svigrúm verði aukið til leiðréttinga gagnvart ein- stökum bændum og byggðarlögum. Jafnframt krefst fundurinn þess að stjómvöld greini hið fyrsta frá því hvemig fullvirðisrétt þau ætla bænd- um í mjólkur- og sauðfjárframleiðslu á næsta verðlagsári og horft verði til lengri tíma. Landbúnaðarstefn- una verður að byggja á heilbrigðum, þjóðhagslegum markmiðum með það fyrir augum að halda landinu í byggð og skapa þeim viðunandi kjör og afkomuöryggi sem vinna að land- búnaði og úrvinnslu á afurðum hans. — Asgeir Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Stúdentar og framsögumenn á málþinginu um „Háskólann og samfélagið", sem haldið var í Odda sl. laugardag. Frá hægri: Helgi Valdimarsson, prófessor, Halldór Guðjónsson, kennslustjóri, Guðný Guð- björnsdóttir, lektor, og Eyjólfur Kjalar Emilsson, stundakennari. Málþing um „Háskólann og samfélagið“: Aðeins um 2.000—3.000 af um 4500 nemendum virkir — sagði Halldór Guðjónsson, kennslustjóri Háskólans AÐEINS um 2—3.000 af um 4.500 nemendum við Háskóla íslands eru virkir í náminu, þ.e. líklegir til að ljúka fullnaðarprófi frá skól- anura. Þetta kom fram i erindi, sem Halldór Guðjónsson, kennslu- stjóri Háskólans, flutti á málþingi um „Háskólann og samfélagið“ sl. laugardag. Hann sagði, að þessi fjölmenni nemendahópur, sem kæmi í Háskólann án þess að hafa þar erindi sem erfiði, skapaði skólanum vanda, sem finna yrði lausn á. hagnýtt nám, starfsnám, og nytja- sjónarmið ætíð verið notuð til að réttlæta nýjar námsgreinar. Auk Halldórs fluttu erindi á málþinginu Guðný Guðbjömsdóttir, Iektor í uppeldisfræði, Eyjólfur Kjalar Emilsson, stundakennari í heimspeki, og Helgi Valdimarsson, prófessor í læknisfræði. Einnig voru pallborðsumræður og ásamt frum- mælendum tóku þátt í þeim Sig- mundur Guðbjamarson, háskóla- rektor, Sveinbjöm Bjömsson, for- maður vísindanefndar skólans, og Þórólfur Þórlindsson, forseti félags- vísindadeildar. Guðný Guðbjömsdóttir fjallaði um „háskólamenntun og frelsis- baráttu kvenna". Hún taldi að kvennarannsóknir hefðu á undan- fömum árum skilað miklum árangri og varpaði fram þeirri tillögu, að kvennafræði yrðu gerð að sérstakri námsgrein við Háskólann. Hún sagði, að kennsla og rannsóknir á því sviði myndu gera frelsisbaráttu kvenna meira gagn, en ýmislegt sem nú væri borið á borð í skóian- um. Guðný vakti ennfremur athygli á því, að hlutfall kvenstúdenta við Háskóla íslands, sem er nú 49,9%, væri hærra en þekktist í nágranna- löndunum. Aftur á móti væri hlut- fall kvenkennara hið lægsta, sem þekktist við háskóla í okkar heims- hluta. Af 261 föstum kennumm Háskólans væm konur 24 eða 9%. Eyjólfur Kjalar Emilsson gagn- rýndi háskólamenn fyrir að tefla eingöngu fram nytjasjónarmiðum til vamar námi og rannsóknum við Háskólann. Hann kvað það að vísu rétt, að oft gæti verið erfitt fyrir samtímamenn að meta hvaða þættir í háskólastarfí væm hagnýtir. Tíminn einn leiddi stundum í ljós hvort hagnýta mætti ýmsar rann- sóknir í háskólum. Það sem máli skipti hins vegar væri, að fræði- greinar væm hirslur skilnings og sannleika og leit að skilning og sannleika. „Ef við tölum ekki um gildi fræða okkar sjálfra þeirra vegna gerir það enginn" sagði Eyjólfur Kjalar. Hann kvaðst að sjálfsögðu ekki vera á móti því að hagnýta menntun, en nytjasjónar- mið væm hins vegar alltof algeng. Hvatti hann menntamenn til að tala minna um, að bókvitið yrði í askana látið, en meira um það að sönn menntun væri skemmtileg og auðgaði lífið. Og umfram allt ættu þeir að sýna í verki, að þetta væri satt. Halldór Guðjónsson sagði, að Háskólinn hefði verið stofnaður til að mennta menn svo unnt væri að halda uppi sjálfstæðu ríki hér á landi. Líta mætti svo á, að síðar hafi heimspekideild skólans verið sett á fót til að fínna réttlætingu fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Eftir að sjálfstæði fékkst hafi Háskólinn einbeitt sér að því að byggja upp Slitnaði upp úr samningnm BSRB og ríkisins í fyrrinótt: Töjur BSRB tílboð um nýja verðbólgusamninga — segir Indriði H. Þorláksson, formaður samninganefndar ríkisins FUNDI samninganefnda BSRB og ríkisins var slitið um miðja fyrri- nótt, eftir að samninganefnd ríkisins hafði yfirfarið tilboð BSRB frá því um miðnættið og lýst það óaðgengilegt. Tilboð BSRB hljóðaði upp á 6% launahækkun frá 1. febrúar sl., aftur 4% hækkun 1. júní, 2% 1. september og 2% 1. desember, auk a.m.k. 3% hækkunar sér- kjarasamninga. Kristján Thorlacíus, formaður BSRB, metur tilboðið sem 11,59% hækkun á ársgrundvelli, en Indriði H. Þorláksson formað- ur samninganefndar ríkisins, segir það þýða um 18,13% hækkun til áramóta. Tilboð BSRB var svar við tilboði samninganefndar ríkisins frá því á sunnudag, sem hljóðaði upp á 3,5% launahækkun við gildistöku, 2% hækkun 1. júní, 2% 1. september og 1,5% 1. desember. Kristján metur þetta tilboð sem 5,3% hækkun á einu ári, en Indriði sem 9,3% hækkun á tímabilinu. Ástæðan fyrir ólíku mati samn- inganefndanna á tilboðunum er ekki skortur á stærðfræðikunnáttu, held- ur er verið að reikna út ólíka hluti. BSRB reiknar út meðalhækkun á tímabilinu 1. febrúar 1986 til 1. febrúar 1987, en samninganefnd ríkisins lítur á heildarhækkunina í árslok. Báðir aðilar telja sig vinna á grundvelli þeirrar stefnu ríkisstjóm- arinnar að almennar verðhækkanir á árinu verði ekki meiri en 9%. í tilboði BSRB eru kauptrygging- arákvæði, sem gera ráð fyrir að hækki framfærsluvísitala upp yfir tiltekin mörk þann 1. maí, 1. ágúst og 1. nóvember, skuli laun hækka í sama hlutfalli, allt að 3% 1. júní, 2% 1. september og 2% 1. desember. Dugi þessar hækkanir ekki til að mæta hækkun framfærsluvísitölu falla samningar úr gildi án fyrirvara. Indriði H. Þorláksson sagði að ef kauptryggingarhækkunin væri tekin með í dæmið þýddi tilboð BSRB 25—26% hækkun í árslok. „Tilboðið er því augljóslega úr takt við það sem menn hafa verið að tala um, og myndi kollsteypa þeirri stefnu að halda verðbólgunni í 9% á árinu ef gengið yrði að því. Þetta eru fyrstu tölurnar sem við fáum frá samninganefnd BSRB og þær eru tilboð nýja verðbólgusamninga. Eftir að hafa skoðað tilboðið töldum við því ekki ástæðu til að halda viðræð- um áfram að svo stöddu,“ sagði Indriði. Hanti bætti því við að vegna uppsagnarákvæðisins þýddi tilboð BSRB í reynd að samningar yrðu lausir 1. júní og hefðu þá þegar skilað félagsmönnum BSRB um 18% launahækkun. \ Kristján Thorlacíus sagði að tilboð ríkisins frá því á sunnudag fæli í sér verulega kjaraskerðingu. „Okkar krafa er að ná fram með aðalkjara- samningi sama kaupmætti og var á meðaltali á síðasta ári, og nokkurri kaupmáttaraukningu í sérkjara- samningum," sagði hann. „Tilboð okkar hljóðar upp á 8,84% hækkun á einu ári samkvæmt aðalkjara- samningi, en 2,75% hækkun í sér- kjarasamningum. Þessar tölur eru fullkomlega í takt við það að verðlag hækki aðeins um 9% á árinu. Það er því í hæsta máta óeðlilegt að ríkið skuli slíta viðræðum vegna þessa tilboðs," sagði Kristján Thorlacíus. Halldór sagði, að þessi stefna hefði nú gengið sér til húðar. í Háskólanum væru um 4.500 nem- endur og líklegt að sá fjöldi yrði svipaður á næstu árum. Hins vegar væru ekki nema 2.000—3.000 þess- ara nemenda virkir í náminu, þ.e. líklegir til að ljúka fullnaðarprófi frá skólanum. Þeir nemendur, sem ekki hefðu erindi sem erfiði í Há- skólann, sköpuðu skólanum vanda, sem fínna yrði lausn á. Það væri ekki hægt að halda áfram, að spilla tíma þeirra og orku. Halldór kvað lausnina ekki felast í því að fjölga námsgreinum við skólann, en þær eru nú um 50, enda takmörk fyrir þeirri námsfjölbreytni sem lítið þjóðfélag gæti boðið upp á. Kjarni vandans væri sá, að Háskóli íslands væri byggður upp á grundvelli hinnar þýsku háskólahugmyndar um starfsmenntun, en ekki hinnar engilsaxnesku um almenna mennt- un. Helgi Valdimarsson kvað það eindregna skoðun sína, að þekking- arsköpun væri stórlega vanmetin af íslendingum, en hún skipti hins vegar miklu máli fyrir sjálfstæði og framtíð þjóðarinnar. Hin gamla alþýðuspeki, að „neyðin kennir naktri konu að spinna" ætti ekki við lengur. Það þýddi ekki lengur að bíða eftir því sem verða vildi, heldur þyrfti þjóðin að hafa nútíma- tækni á hraðbergi og jafnframt þá þekkingu, sem hún byggir á. Hann lagði áherslu á, að í eðli sínu væri enginn munur á hagnýtum rann- sóknum og grunnrannsóknum og varaði við afleiðingum þess að vanrækja seinni þáttinn. Helgi vakti athygli á því, að á sama tíma og framlög Seðlabank- ans til Vísindasjóðs hefðu aukist verulega að raungildi á allra síðustu árum, hefði dregið jafnt og þétt úr framlögum ríkisins í sjóðinn, sem væri gagnrýnisvert. Hann sagði, að tölur frá _ síðustu árum bentu til þess að íslendingar væru í hópi þeirra þjóða á Vesturlöndum er verðu hvað lægstu hlutfalli _af þjóð- artekjum til rannsókna. Á þessu yrði að verða breyting. Málþingið um „Háskólann og samfélagið" var haldið að frum- kvæði stúdenta og er það hugsað sem kveikja að frekara ráðstefnu- haldi um málefni skólans á hausti komanda. Suðurnes: Miles með fjöltefli ENSKI stórmeistarinn Tony Miles teflir fjöltefli í Fjölbrautaskóla Suðurnesja i kvöld klukkan 20. Allir skákáhugamenn eru velkomnir. (Fréttatilkynning.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.