Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR1986 39 „Þær eru litlu kraftaverkin mí__ ÞÆR FÆDDUST SAMVAXNAJ OG HAFA AÐEINS EITT HJARTA P ody og Peter eiga þrjár dætur, eina fjögurra ára stúlku og tvíbura sem verða tveggja ára um miðjan apríl. „Þessi böm okkar hafa fært okkur svo mikið sólskin og núna er svo skemmtilegt tímabil hjá tvíburun- um því þær eru að læra að verða sjálfstæðar, að tala og ganga," segir móðirin Marlene Cady stolt á svip. En það reynist litlu stúlk- unum erfiðara en öðrum bömum á sama aldri að læra að stíga fyrstu sporin hjálparlaust og bjarga sér, því þær fæddust samvaxnar frá viðbeini og niður að nafla. „Meðgangan hjá mér gekk ósköp venjulega og það hafði enginn hugmynd um þetta fyrr en þær komu í heiminn. Eftir að við fóram fyrst að átta okkur eftir áfallið skildist okkur að Guð hafði gefið okkur tvær yndislegar telpur en þær voru bara með eitt hjarta þannig að ekki var um annað að ræða fyrir þær en vera sam- vaxnar. Litlu hnátumar vora eins og lítil ungaböm að faðmast sem gátu svo ekki losað sig. Hvemig var hægt annað en elska þær? Við ákváðum að taka þær heim með okkur og reyna að gera þeim lífið eins eðlilegt og hægt væri, gefa þeim alla þá ást og umhyggju sem við eigum yfir að ráða. Það hefur allt gengið að óskum með dætumar, að vísu þarf að gefa þeim súrefni á nætumar og svefn verður stundum gloppóttur en það er ekkert sem tekur því að tala um. Hvað snertir klæðnað á þær, þá kaupi ég bara teygjufatnað, spretti honum upp þar sem þarf og smelli svo aftur saman með töluogsmellum. Stelpumar era mjög nánar en afskaplega ólíkar í skapi. Verena er óttaleg skella og fer mikið fyrir henni á meðan Ruth er miklu ró- legri og öll svo kvenleg og við- kvæm. Það er til dæmis þannig að ef ég er að skamma Verenu fyrir einhvem prakkaraskap, get- ur henni ekki staðið meira á sama og hún sendir mér ávallt sérstak- an svip sem þýðir „byijar hún einu sinni enn“. Ruth fer hinsveg- ar alltaf að gráta og verður sár þó ég segi henni að hún hafi ekkert gert til að verðskulda skammimar. Hún tekur þær alltaf líka til sín. Dr. Martin Pimat sem hefur haft með mál síamstvíburanna að gera segir að þetta sé mjög sjald- gæft tilfelli, sérstaklega þar sem um eitt hjarta er að ræða. Hann segir ennfremur að ef aðskilnaður yrði framkvæmdur væri um 90% líkur á að önnur stúlknanna myndi deyja. Auðvitað lifa foreldramir í voninni um að framfarimar í læknavísindum eigi eftir að geta hjálpað dætram þeirra en á meðan svo er ekki virðast þau fullkom- lega sátt við þetta eins og það er. „Eg lifi fyrir daginn í dag,“ segir móðirin Merlene „og reyni að passa það að sjálfsvorkunn- semin nái ekki yfirhöndinni. Þeg- ar fyrsti skóladagurinn þeirra Verenu og Ruth rennur upp þá bara kemur hann og núna í apríl þegar þær verða tveggja ára þá kemur að því. Nú skiptir það hinsvegar máli að dætur mínar hljóti mikla ástúð og umhyggju og þurfi aldrei að finnast þær vera byrði. Ég held að Guð treysti okkur fyrir þeim, hann hlýtur að álíta að við séum þess megnug, fyrst hann fól okkur þær.“ COSPER ----Ef þú læknar mig af stelsýkinni, hvernig á ég þá að geta borgað þér læknishjálpina? Forréttur: Marineraður hörpu- fiskur með melónu og ristuðu brauði. Húsið opnað kl. 20.00. Verið velkomin. Matseðill: Aðalréttur: Glóðarsteikt lamba- læri með blómkáli, gulrótum, steinselju- jarðeplum og mad- eirasósu. Opið uppi og niðri fyrir matinn. Eftirréttur: Triffle. Kaffi og kon- fekt. Pantið borð tíman- lega í síma 23333 (5). ••• ••• ••• ••• ••••••• ••••••• ••• ••• ••••••• ••••••• ••• ••• •••••• •••••• ••• ••• ••• • •• ••• ••••••• ••• ••• ••• ••••• ••• ••• ••••••• ••••••• ••••••• ••••••• ••••••• ••••••• ••••••• ••••••• ••• ••• ••• ••• ••• ••• ••• ••• ••• ••• ••••••• ••••••• ••••• ••• ••• •• • •••< SIMI: 2 33 33 |40ÁRAl Stórkostlegar breytingar! Opnum eftir stórkostlegar breytingar á diskóteki okkar nk. fimmtudagskvöld. Topp hljómburður og frábær Ijósasýning Hin meiriháttar góða söngkona Debbie Camero skemmtir í Þórscafé dagana 27. og 28. febr. o 1. og 2. mars. Pónik og Einar halda uppi stuðinu með gömlu og nýju dönsunum Carl Möller spilar Ijúfa tón~ list fyrir matargesti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.