Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 1
72SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 46. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRUAR 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bráðabirgðasljóni undir forystu Aquinos mynduð Marcos kveðst hafa stjórnina en Bandaríkjastjórn hvetur hann til að fara úr landi Maniia, 24. febrúar. AP. Hermaður úr röðum uppreisnarmanna gætir þrig-gja helsærðra hermanna úr sveitum Marcosar eftir skotbardaga við opinbera sjónvarpsstöð, sem uppreisnarmenn hafa nú á valdi sínu. HERMENN hliðhoUir Ferdi- nand Marcos skutu á hóp manna í nágrenni forsetahaU- arinnar í kvöld og særðu a.m.k. átta manns, þar af þijá lífshættulega. Uppreisnar- menn hótuðu grimmUegum hefndum ef menn Marcosar gripu frekar tíl vopna. Hófst skotárásin eftir að fóUdð sprengdi kínverja tíl að kanna viðbrögð hermanna Marcosar, sem virðast tauga- veiklaðir og uppstökkir. Ástandið á FUippseyjum virð- ist í sjálfheldu eftir atburði síðustu daga og óttast að þá og þegar kunni að sjóða uppúr. Uppreisnarmenn hafa myndað bráðabirgðastjórn undir forystu Corazon Aqu- ino. Heimildir í Bandaríkjaþingi herma að stjóm Reagans forseta hafi reynt að draga úr spennu á Filippseyjum með því að hvetja Marcos til að yfírgefa iand og boðið honum flugvélar til afnota i því skyni. Marcos kveðst hafa fulla stjóm á öllu, en almennt er álitið að hann verði æ valtari í sessi og sé að missa tökin. Tveir hermenn á bandi Marcosar féllu og tveir særðust er uppreisnar- menn, sem styðja Corazon Aquino, mótframbjóðanda Marcosar við forsetakosningamar, tóku ríkis- sjónvarpsstöð með áhlaupi. Menn Marcosar gerðu síðar tvær mis- heppnaðar tilraunir til að endur- heimta stöðina, m. a. loftárás, en urðu frá að hverfa og þegar síðast fréttist var hún enn í höndum uppreisnarmanna, sem hvöttu þjóð- ina til að koma út á götumar og sýna hvers „afl fólksins" væri megnugt. Virt var að vettugi útgöngubann, sem Marcos lýsti yfír. Tugþúsundir manna höfðust við fyrir utan höfuð- stöðvar uppreisnarmanna í nótt, aðfaranótt þriðjudags, og stuðn- ingsmenn Corazon vom þúsundum saman fyrir utan sjónvarpsstöð uppreisnarmanna og á götum borg- arinnar. Mikil spenna er ríkjandi í Manila og þótt hingað til hafí aðeins komið til smávægilegra og afmarkaðra átaka er óttast að upp úr sjóði. Fregnir berast af því að stöðugt fleiri valdamenn gangi uppreisnar- mönnum á hönd. Uppreisnarmenn mynduðu í dag bráðabirgðastjóm og lýstu Corazon Aquino, mót- frambjóðanda Marcosar við nýaf- staðnar forsetakosningar, forseta landsins. Corazon hefur haft sig lít- ið í frammi um helgina. Marcos ^ Manila, 24. febrúar. AP. ÓKYRRÐIN á Filippseyjum virð- ist magnast og einskorðast ekki lengur við höfuðborgina, Manila. Breiddist ólga út um land i dag og skiptust hersveitir í fylkingar með eða á móti Marcosi. Óttast er að skæruliðasveitir kommún- ista færi sér ástandið i kjölfar uppreisnarinnar gegn Marcosi í nyt. Sendimenn Filippseyjastjómar víða um heim, t.d. í London, Los Angeles, Bonn, París, Haag, Bmss- el og Róm, sögðu upp hollustu sinni við Marcos og skomðu á hann að segja af sér. „Vilji þjóðar verður aldrei kveð- inn í kút,“ sagði náinn samstarfs- maður Corazon Aquino, en stuðn- ingsmenn hennar vom sigri hrós- andi því margir háttsettir menn snem baki við Marcosi í dag. Einn þeirra er Roma Cmz, forstjóri ríkis- flugfélags Filippseyja. Hann var náinn vinur Marcosar, var forstjóri allra hótela í eigu hins opinbera og lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna. „Ég sagði upp í dag og afhenti forsetan- um, Corazon Aquino, uppsagnar- bréfíð," sagði Cmz. Sovétmenn sökuðu Bandaríkja- hyggst sveija embættiseið á þriðju- dag og af því tilefni var hervörður efldur við aðkomuleiðir til hallar hans. menn í dag um að ætla að bola Marcosi burt. Sovétmenn urðu fyrstir til að óska Marcosi til ham- ingju með kosningaúrslitin. Mark Hamborg', 24. febrúar. AP. SOVÉZKUR njósnagervihnöttur, sem hugsanlega er búinn kjarn- orkuhreyfli, er stjómlaus úti í himingeimnum og fellur hugsan- lega til jarðar seint í mars, að sögn vestur-þýska dagblaðsins Bild. Bild segir að gervihnötturinn Cosmos 1714 nálgist jörðu og muni brenna upp í andrúmsloftinu en hlutar hans gætu fallið til jarðar milli 21. og 25 mars. „Stýribúnaður gervihnattarins hefiir bilað," segir Manfred Grass, AP/Símamynd Sjá ennfremur frásögn af ástandinu í Manila á bls. 24 og 25 og fréttir á bls. 22 og 23. Palmer, aðstoðamtanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði það vera há- mark glópsku Rússa að óska Marc- osi til hamingju. yfirmaður gervihnattastjómstöðvar í vestur-þýsku geimferðastofnunni í Oberpfaffenhofen. „Það er hemað- arleyndarmál hvað er um borð í gervihnettinum en við emm við- búnir ef svo virðist sem hætta stafí af honum." Tveir sovéskir gervihnettir hafa fallið inn í andrúmloft jarðar og valdið geislavirkni. Leifar annars þeirra féllu niður yfír Kanada 1978 og greiddu Sovétmenn 3 milljónir dollara fyrir niðurgröft geislavirkra hluta úr honum árið 1981. AP/Sfmamynd Hermenn, sem hliðhollir eru Marcosi forseta, fylgjast með stuðnings- mönnum Corazon Aquino í nágrenni forsetahallarinnar í gærkvöldi. Stuðningsmenn Corazon mynda L með fingrunum, baráttumerki frúarinnar. „ Vilji þjóðar verður aldrei kveðinn í kút“ Nj ósnahnöttur fellurtiljarðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.