Morgunblaðið - 18.03.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.03.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR18. MARZ1986 Varmahlíð, Skagufirði ÞAÐ er sjaldan talið sérstaklega í frásögur færandi þegar menn bregða búi og flytjast með fjölskyldu sína úr sveitinni og á mölina, eins og sagt er. Hitt er e.t.v. svolítið fréttnæmt þegar fólk flytur úr eigin húsnæði, góðri atvinnu í kaupstað, og út í sveit. Byggir allt upp frá grunni svo sem íbúðarhús og útihús, sem sagt „nemur land“ í þess fyllstu merkingu. Margir segja: Þetta er ekki hægt í dag. En víst er þetta hægt. Þetta hafa þau gert, Sigurður Hansen og María Guðmundsdóttir. Þau sögðu skilið við Krókinn í sumar, og fluttu á jarðnæði, sem þau áttu í landi Djúpadals í Akrahreppi. Heilt Landnemamir á Kring’lumýri ævintýri allt saman segja landnemarnir á Kringlumýri í Akrahreppi w* ar voru engin hús eða neitt til staðar er þau komu, aðeins bert holtið. Upp í hugann kemur kvæðið Landnemar, eftir Davíð Stefánsson, en þar segir: „Þar voru melar, móabörð og mýrardrög og sauðajörð, en ekkert tún og enginn bær. En ásinn var þeim báðum kær,...“ Það er að vísu ekki sauðfjárbú sem er í uppbyggingu að Kringlu- mýri, en svo nefnist nýbýlið, heldur minkabú. Loðdýrabúskapur er ein þeirra atvinnugreina sem hvað mestar vonir eru bundnar við í sambandi við eflingu atvinnustarf- semi í sveitum landsins. Fréttaritari Morgunblaðsins skrapp í heimsókn að Kringlumýri til að forvitnast um hagi landnemanna. Tími til kominn að breytatil „Ég var búinn að vinna í lögregl- unni á Sauðárkróki í ein 12 ár og fannst tími til kominn að breyta svolítið til. Eftir áramótin í fyira vann ég um tíma í loðdýrabúinu á Króknum til þess að ganga úr skugga um, hvort ég felldi mig við að umgangast þessi dýr og strax þá á eftir var teningnum kastað", segir Sigurður og hann heldur áfram: „Fyrsta umsóknin var undir- rituð 10. mars sl. og það væri í sjálfu sér heil saga að segja frá öllum þeim umsóknum og pappírum sem við höfum þurft að undirrita til að allt gangi í gegn um kerfíð og aldrei hafði maður ímyndað sér að kerfíð væri svo þungt í vöfum svo sem við höfum rekið okkur á í þessum sambandi." — Nú komið þið að holtinu hér algerlega óbyggðu og auðu í sumar, en nú eru hér risin bæði íbúðarhús og stórt loðdýrahús ásamt fleiri húsum. Hvemig er þetta hægt? „Þetta er auðvitað heilt ævintýri allt saman og þá ekki síst hvað þetta hefur tekið stuttan tíma. Það skiptir auðvitað miklu að geta sem allra fyrst fengið inn einhveijar tekjur af dýrunum því fyrirsjáanlegt er að fjármagnskostnaður verðyr mikill hjá okkur." Og Sigurður heldur áfram: „Við keyptum hús af Steinullar- verksmiðjunni, sem þeir notuðu undir skrifstofíir meðan á byggingu verksmiðjunnar stóð, og fluttum það hingað frameftir í heilu lagi og búum í því núna eins og þú sérð. Þá fluttum við einnig hingað tvö gömul hús í heilu lagi og hugmyndin er að nota þau sem aðstöðuhús við 1 5? ''.■ —^j^sm ■ ■•■;***?■ V n ■& -r- vs:«*á Sigurður Ilansen „gefur á garð- ann“ Kringlumýri i Akrahreppi loðdýrabúskapinn. í haust var svo minkahúsið reist en það tekur 300 læður og hvolpa." — Telur þú að þessar 300 læður geti nægt ykkur til að standa undir bæði fjárfestingunni og greiða ykkur iaun? „Nei, meiningin er að reisa annað hús jafnstórt og fjölga dýrunum í 600 læður. Þetta bús sem komið er, ásamt dýrunum er örugglega komið á fjórðu miiljón. Dýrin kost- uðu ein 750 þúsund.“ Gengur seint að fá sölu- skattinn endurgreiddan — Þetta eru háar tölur. Hvemig hefur gengið að fjármagna fyrir- tækið? „Við fengum lán bæði frá stofn- lánadeild og byggðasjóði, eigum von á styrk samkv. lögum um jarð- rækt, og síðan eigum við að fá endurgreiðslu á söiuskatti af öllu efni sem í loðdýrahúsið hefur farið. Það hefur skapað okkur mikil vand- ræði hve seint og treglega hefur gengið að fá þessa endurgreiðslu á söluskatti afgreidda frá fjármála- ráðuneytinu. En þetta sem ég hef nefnt er ekki allt sem kostað hefur verið til. Við þurftum að leggja vatnsveitu hingað, fá inn rafmagn og síma svo eitthvað sé nefnt.“ — Þegar farið er af stað með loðdýrabúskap, þá hlýtur það að imni fSSÍIÍ iiib Hg!li!i5 m Himmmm tamtmi nwm. immmmmwim "SSglSiBy ■nsaBia ili lijigli Ein af læðunum þrjú hundruð vera grundvallaratriði að tryggt sé fyrirfram með nægjanlegt og gott fóðun „A Sauðárkróki hefur verið rekin fóðurstöð nú í nokkur ár sem ioð- dýrabændur hér i héraðinu hafa skipt við. Nú fer búum ört fjölgandi þannig að nauðsynlegt er að fara út í stækkun fóðurstöðvarinnar. Þar er um verulega flárfestingu að ræða og hlýtur að koma ffarn í nokkuð háu fóðurverði fyrst um sinn. Reyndar er það slæmt þegar hvoru- tveggja í senn þarf að greiða kostn- að við uppbyggingu sjálfra búanna og svo fóðurstöðvanna líka. Það þýðir einfaldlega að heldur lítið verður eftir til að greiða sér laun til að lifa af. Það er því í raun algert nauðsynjamál að gott skipu- lag sé á öflun hráefnis til fóðurgerð- ar og eins hitt að fjárfestingar- kostnaður í uppbyggingu fóður- stöðvanna má ekki koma fram í svo dýru fóðri að það éti upp allan arð af skinnunum. Gagnrýni byggð á vanþekkingu — Allt frá því fyrst var byijað að tala um þessa loðdýrarækt sem alvöru búgrein hafa komið fram gagnrýnisraddir sem fínna þessu flest til foráttu. Af hveiju heldur þú að það stafí? „Ætli það sé ekki fyrst og fremst vanþekking og einnig sjálfsagt eimir eftir af þeirri bitru reynslu sem fékkst af þessum loðdýrabú- skap sem farið var út í fyrir nokkr- um áratugum af lítilli fyrirhyggju og mistókst þá. Nú margir bændur hafa litið bæði ref og mink sem hin verstu villdýr og geta alls ekki fellt sig við að þessi dýr séu höfð sem húsdýr til að gefa af sér arð. Ég vil leggja á það nokkra áherslu í þessu sambandi sem oft virðist gleymast hjá þessum úrtölumönn- um, að með loðdýrabúskapnum er verið að breyta innlendu hráefni, sem hingað til hefur verið verðlaust eða verðlítið í verðmæta útflutn- ingsafurð sem aflar gjaldeyris fyrir þjóðarbúið.“ María, húsmóðirin að Kringlu- mýri, er hárgreiðslumeistari að mennt og starfrækti hárgreiðslu- stofu á Sauðárkróki áður en þau hjón fluttu í sveitina. Hún setti upp stofu í Varmahlíð og vinnur þar við iðn sfna fjóra daga í viku. Aðspurð segir hún að nóg hafí verið að gera hjá sér allan fyrripart vetrar, en janúar var daufur og þangað til nú síðustu daga. Þessi bjartsýnu og duglegu hjón eru kvödd með vissri aðdáun. P.D. Þau unnu bæði, - hann og hún, uns holtinu var breytt í tún. Þau ristu sundur brunabörð ogbreyttu þeim í græna jörð, sem gaf þeim fleiri og fleiri strá og feita hjörð,..Davíð. Stef.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.