Morgunblaðið - 18.03.1986, Blaðsíða 38
ea
38
38fií SHAM .81 aUOAQ'JIGIJW .3IQAJSKUOaOM
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18;MARZ 1986
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Starf
framkvæmdastjóra
Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði
óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra sem
fyrst. Starf framkvæmdastjóra felst m.a. í
því að sjá um rekstur skrifstofu félagsins,
annast uppmælingar fyrir hönd meistara og
endurskoðun uppmælinga og tölvuvinnslu
ásamt því að vera í forsvari fyrir félagið
almennt svo og tengsl við félaga.
Við leitum að manni sem hefur tæknimennt-
un og þá helst í gegnum iðnmenntun eða
starfskraft sem telur sig hafa reynslu á þessu
sviði.
í boði er góð vinnuaðstaða, viðunandi laun
fyrir réttan mann og greiðsla fyrir bílaafnot.
Þeir sem hafa áhuga á starfi þessu sendi
umsóknir til formanns félagsins, Sigurðar
Sigurjónssonar, pósthólf 421, 222 Hafnar-
firði, fyrir 20. þessa mánaðar.
Farið verður með umsóknirnar sem trúnaðar-
mál sé þess óskað.
Laust embætti
Embætti skattstjóra Vesturlandsumdæmis
er laust til umsóknar og veitist frá 1. júlí
1986. Laun samkvæmt launakerfi starfs-
manna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsing-
um um aldur, menntun og fyrri störf sendist
tekjudeild fjármálaráðuneytisins, merktar
„Staða — 240“ fyrir 20. mars 1986.
Fjármálaráðuneytið,
17. mars 1986.
Ritari
Kaupþing hf. óskar að ráða ritara til starfa
við fasteignadeild. Umsækjandi þarf að geta
hafið störf 1. apríl nk. Vinnutími verður mánu-
daga til fimmtudaga frá kl. 12.00-19.00 og
föstudaga frá kl. 12.00-17.00
Umsóknir ásamt uppl. um aldur, menntun
og starfsreysnlu sendist Kaupþingi hf.
(merkt: Ritari), Húsi verslunarinnar Kringl-
unni, Reykjavík, fyrir kl. 17.00 föstudaginn
21. þessar mánaðar.
44 KAUPÞING HF\
Húsi veralunarinnar
Atvinna íboði
Nú er vertíðin komin í fullan gang en okkur
vantar kvenfólk í snyrtingu og pökkun, því
ekki að skreppa á Hornafjörð og afla sér fjár
og þjóðinni gjaldeyris. Uppl. í síma 97-8200.
Fiskiðjuver KASK,
Höfn Hornafirði.
Laus staða
Staða fræðslustjóra í Vestfjarðaumdæmi er
laus til umsóknar. Laun samkvæmt launa-
kerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um
menntun og fyrri störf sendist menntamála-
ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík,
fyrir 15. apríl nk.
Staðan veitist frá 1. júní 1986.
Menntamálaráðuneytið, 14. mars 1986.
Umboðs-/dreifingar-
aðili óskast
tii að selja og dreifa færanlegum vinnupöll-
um úrál.
Fyrirtækið er eitt af þeim stærstu í heimi á
sviði hönnunar, framleiðslu, sölu, leigu og
þjónustu á færanlegum vinnupöllum, með
meira en 40 ára starfsreynslu að baki.
Vinnupallarnir hafa verið á íslenskum mark-
aði í nokkur ár en nú leitum við að nýjum
umboðsmanni til að viðhalda vexti í sölu.
Einnig kemur til greina að setja upp lager
með leigu á pöllunum.
Þeir sem hafa áhuga sendi inn umsóknir á
ensku til augl.deildar Mbl. merktar: „U — 029“.
Sjúkraliðar
Óskum að ráða sjúkraliða á kvöldvakt frá kl.
20.00-24.00. Upplýsingar gefur yfirhjúkrunar-
kona í síma 26222 milli kl. 09.00 og 12.00.
Elli- og hjúkrunarheimilið Grund.
Fasteignahöllin —
sölumaður
Auglýsum eftir sölumanni, helst vönum sem
starfað gæti sjálfstætt og byrjað sem fyrst.
Þeir sem áhuga hafa fyrir starfinu hafi sam-
band við skrifstofuna.
Fasteignahöllin,
símar35300 og 35301
ft
i
!
i
í
)
41
I
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
fundir - mannfagnaöir
Ársþing
Félags íslenskra
iðnrekenda
verður haldið miðvikudaginn 19. mars 1986
í Kristalssal Hótels Loftleiða.
Dagskrá:
9:45 Venjuleg aðalfundarstörf.
11:00 Kaffihlé.
11:15 Ræðaformanns FÍI
Víglundar Þorsteinssonar.
Ræða iðnaðarráðherra
Alberts Guðmundssonar.
12:00 Hádegisverður í Víkingasal.
Hlutverk íslensks iðnaðar:
Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ.
13.30 Horft til framtíðar.
Framsöguerindi:
Háskólinn og atvinnulífið:
Sigmundur Guðbjarnason, háskóla-
rektor.
Nýtækni íframleiðslu:
Páll Kr. Pálsson, deildarstjóri tækni-
deildar FÍI.
Út á markaðinn, vöruþróun og mark-
aðssókn:
Eggert Hauksson, framkvæmda-
stjóri Plastprents hf.
14:00 Umræðuhópar um ofangreind efni.
16:00 Umræðurog ályktun ársþings.
17:00 Þingslit.
Stjórnin.
Gámafiskur —
England — Frakkland
Tökum á móti öllum tegundum af ferskum
fiski til útflutnings ígámum.
Kaupum á föstu verði eða ísum fyrir þá, sem
það vilja. Vikulegar sendingar beint frá Hull.
Upplýsingar í símum 52699, 51699 og 42078
eftir kl. 19.00.
Hreifi hf., Hafnarfirði,
Óseyrarbraut 9-11.
Kjöt- og
nýlenduvöruverslun
á höfuðborgarsvæðinu með 2-4 millj. í veltu
á mánuði óskast til kaups. Þarf að hafa góða
kjötvinnsluaðstöðu og þokkaleg tæki. Fullum
trúnaði heitið. Tilboð með upplýsingum legg-
ist inn á augl.deild Mbl. fyrir 21. þ.m. merkt:
„Verslun — 123“.
Selfoss — Árnessýsla
FUS, Árnessýslu, efnir til hópferðar á Keflavíkurflugvöll laugardaginn
22. mars nk. Farið verður frá Sjálfstæðishúsinu, Selfossi kl. 12.00.
Allir ungir sjálfstæðismenn velkomnir. Þátttaka tilkynnist til Siguröar
Þórs simi 1678, Kjartans sími 2250 og Siguröar Steinssonar sími
1991.
Stjórnin.
Sjálfstæðiskvennafélagið
Sókn Keflavík
heldur fund þriðjudaginn 18. mars í húsi
Verslunarmannafélagsins að Hafnargötu
28 kl. 20.30.
Gestur fundarins verður Þórunn Gests-
dóttir ásamt stjórn landssambands sjálf-
stæðiskvenna.
Kaffiveitingar.
Mætum vel og stundvíslega.
Hafnarfjörður
Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði boðar til fundar miöviku-
daginn 19. mars nk. kl. 20.30 í Sjálfstæöishúsinu í Haf narfiröi.
Fundarefni:
Tillaga kjörnefndar um framboðslista Sjálfstæðisflokksins í bæjar-
stjórnarkosningum 31. maí nk.
Önnurmál.
Kaffiveitingar.
Forföll óskast tilkynnt f tíma til viðkomandi formanna.
Stjórn fulltrúaráðsins.
Mosfellssveit aðalfundur
Aðalfundur i Sjálf-
stæöisfélagi Mos-
fellinga verður hald-
inn í Hlégarði þriðju-
daginn 18. mars kl.
20.30. Gestir fund-
arins verða: Sverrir
Hermannsson
menntamálaráð-
herra og Vilhjálmur
Egilsson formaður
SUS.
Dagskrá. Venjuleg
aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Eskifjörður Eskifjörður
Sjálfstæðisfélag Eskifjarðar heldur almennan félagsfund miðviku-
dagskvöldið 19. mars 1986 kl. 20.30 I kaffistofu Hraðfrystihúss
Eskifjarðar.
Dagskrá:
1. Fundur settur.
2. Endanleg ákvörðun tekin um framboðslista til sveitarstjórnar-
kosninga.
3. Önnurmál. Stjómin.