Morgunblaðið - 18.03.1986, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR18. MARZ1986
Verslun og söluturn
Af sérstökum ástæðum til sölu verslun á stór-Reykjavík-
ursvæðinu. Ágæt velta og bjart framundan.
Fyrirspurnum og tilboðum sé skilað í umslagi til augl.-
deildar Mbl. fyrir 22. mars merkt: „Verslun —1000“.
Afmæliskveðja:
Gísli Björnsson,
Höfn - Níræður
SIEMENS
Góð og hagkvæm
þvottavél
• 18 þvottakerfi.
•Sparnaðarhnappur.
•Frjálst hitaval.
•Vinduhraði 600 og 800
sn./mín.
• íslenskur leiðarvísir.
•Gömlu góðu Siemens-
gæðin.
Komið íheimsókn til okkar:
Smith og Norland
Nóatúni 4,
s. 28300.
RAFMOTORAR
Sú var tíðin til sveita og í sjávar-
þorpum á íslandi, allt fram á sjö-
unda áratuginn, að hinir bestu
menn, að mati almennings, völdust
til setu í sveitarstjómum og sýslu-
nefndum, menn með reynslu í skóla
lífsins og hugsjónir um bætt mann-
líf í frjálsu landi. Það var áður en
flokkapólitíkin þrengdi sér inn í
samfélagsmyndina, eins og raunin
hafði orðið á millistríðsárunum í
kaupstöðum íslands. Sem sagt til
bessara trúnaðarstarfa völdust þá
nær alfarið atorku- og hæfileika-
menn, menn sem vildu vinna sínum
hreppi og sínu sýslufélagi allt það
besta er þeir máttu og gerðu aldrei
kröfu til verklauna. Já, þetta var
fyrir þá tíma er pólitísk samtrygg-
ing tengd aðstöðu og fjármagni,
setti á stall smámenni og henti-
stefnu fúskara.
Framanritað flaug mér í hug er
ég settist niður í þeim tilgangi að
ri^a upp lífshlaup og kynni við Gísla
Bjömsson, fyrrum rafveitustjóra
m.m., oftast kenndur við Grímsstaði
á Höfn í Homafirði, en kempan
fyllir níunda áratuginn nú í dag,
18. mars 1986.
Gísli er dæmigerður brautryðj-
andi og forystumaður jafnt á verk-
legu sviði, sem í félags- og menn-
ingarmálum síns heimahéraðs,
Austur-Skaftafellssýslu.
Það talar sínu máli, þegar upp
er rifjað, að afmælisbamið er fætt
árinu áður en landnemi Hafnar í
Homafirði, Ottó Tuliníus kaup-
maður, flytur þangað frá Papósi og
setur á stofn verslun við Hafnarvík,
að vori 1897.
Vil ég nú í grófum dráttum víkja
að uppmna og helstu æviatriðum
Gísla Bjömssonar. Gísli Páll, svo
sem hann heitir fullu nafni, fæddist
að Austurhóli í Nesjum, Austur-
Skaftafellssýslu, 18. mars 1896,
sonur hjónanna Bjöms Gíslasonar,
bónda þar og síðar á Meðalfelli í
sömu sveit, og konu hans, Borg-
hildar Pálsdóttur frá Krossbæ í
Nesjum. Fram til 1918 sinnti Gísli
ýmsum störfum, einkum til sveitar,
var við vegavinnu, og hafði einnig
sótt sjóinn. Þetta ár flyst hann á
Höfn og verður heimilismaður á
Grímsstöðum (nú Hafnarbraut 2b).
Þar bjuggu þá hjónin Amgrímur
Arason og Katrín Sigurðardóttir,
er áður vom á Krossbæ, en bmgðu
búi 1907 og fluttu til Hafnar og
reistu þar snoturt en lítið einnar
hæðar íbúðarhús á Grímsstaðahæð.
Þegar hér var komið sögu er Gísli
heitbundinn dótturinni á Grímsstöð-
um, Ambjörgu, f. 13/11 1893 —
d. 15/3 1935. Var þetta hús hið
fimmta í röð bygginga frá 1897,
er Tuliníus kaupmaður reisti íbúðar-
hús sitt, svo og verslunarhúsið. En
Guðmundur söðlasmiður Sigurðs-
son flutti á sama tíma og kaup-
maður einnig frá Papóskaupstað í
Lóni og byggði íbúðarhús það ár.
En næst reis íbúðarhús á Höfn
1906. Grímsstaðir em eitt af þrem
fyrstu íbúðarhúsunum sem þar rísa
frá aldamótum og fram til 1915,
er Garður Þórhalls kaupmanns og
stórathafnamanns Daníelssonar
reis.
Gísli hafði er hér var komið sögu
farið í félag um kaup og útgerð á
8 tonna vélbáti. Þeirri útgerðarsögu
lauk sjö ámm síðar, þar eð þeim
félögum þótti sem illa gengi. Þama
er Gísli í hópi brautryðjenda um
vélbátaútgerð, þekkir þá sögu frá
upphafi og fram á þennan tíma.
Væri nú ekki ráð að skrá sögu vél-
bátaútgerðar frá Homafírði? Þess
mun óvíða kostur með jafnmiklu
öryggi, enda mikið til í fómm Gísla
þessu viðvíkjandi.
Á þessum áram, eða allt frá 1921
til 1951, starfaði Gísli mikið að
viðgerðum véla og jámsmíði, enda
handlaginn, útsjónarsamur og þrek-
ið mikið. Mun oft hafa verið lögð
nótt við dag til að koma bilaðri
bátsvél í gang svo kappgjamir
Austfirðingar kæmust á sjóinn. Um
1927 hefjast afskipti Gfsla af raf-
magnsmálum. Hann fæst við vél-
gæslu í rafstöð og vinnur að raf-
lögnum. Enn ný framfaramál og
glímt við lítt þekkta tækni, en með
góðum árangri. Á þessum vettvangi
er svo drýgstur hluti ævistarfsins,
eða um 43 ára skeið, sem Gísli
sinnir vélgæslu og rafveitustjóra-
starfi, lét af því 1970. Gísli var fróð-
leiksfús, jafnt um verkleg efni sem
og varðandi ýmiskonar fræðagrúsk
og verður að vikið síðar. Hann sótti
m.a. námskeið í útvarpsvirkjun
1932. Iðnréttindi í jámsmíði 1937
og meistarabréf í þeirri iðn 1957.
Með þessum störfiim sinnti Gísli
starfi bifreiðaeftirlitsmanns frá
1934 til 1970. Mun hann hafa verið
mjög reglusamur í þeirri embættis-
færslu og bflamir skyldu vera í góðu
lagi.
Ovenjumikil vom þau störf á fé-
lagsmálasviðinu, sem Gísli gegndi.
Hann situr í hreppsnefnd Nesja frá
1942—1946 (á meðan Höfn tilheyrir
þeim hreppi) síðan á Höfn frá
1946—1958. Var í forsvari fyrir
nefnd þeirri er fjallaði um skipti
Nesjahrepps, við stofnun Hafnar-
kauptúns. Hann hafði yfimmsjón
með fjölmörgum stórframkvæmd-
Flestar stærðir og gerðir
fyrirliggjandi.
Fljót afgreiðsla.
Dregið í happdrætti HSÍ
DREGIÐ hefur veríð um bílana
15 í Happdrætti Handknattleiks-
sambands íslands. Eftirtalin
númer drógust út:
246997 24020 59697 102046
183418 267372 24370 60880
108730 194056 268614 27187
60948 145416 195799 288451
.JTRÖNNING
Sundaborg,
sími 84000
FORD ESCORT
13646 88545 157099 196934
244908 37777 148576 159113
223876 284095
SUZUKIFOX
9824 111911 135995 162630
258320
10. janúar var dregið um 20
ferðavinninga.
Eftirtalin númer drógust út:
22631 44974 80581 165057
7. febrúar var dregið um 20
ferðavinninga og drógust þá út
eftirtalin númer:
10960 73530 97719 170068
208209 50774 83576 116797
183077 212464 57747 84674
117304 184350 220284 60333
96803 125788 196084 246563
Handknattleikssamband íslands
þakkar stuðninginn.
(Fréttatilkynning)
um svo sem byggingu rafveitu á
Höfn 1949—50 og vatnsveitu
kauptúnsins 1952—53 og aftur
1956. Hann var í þeirr sveit manna
er stofnaði verkalýðsfélag á Höfn
1928, þar í stjóm og formaður um
skeið. Sat í byggingamefnd
1942—58 og hafnamefnd
1942—1970. Að endingu, þó engan
veginn sé tæmandi talið, skal nefha
setu Gísla Bjömssonar í sýslunefnd
1962—1974, einnig endurskoðandi
sýslu- og hreppareikninga frá 1974
og er enn.
Sveitungar Gísla hafa sýnt hon-
um ýmsan sóma og vottað þakklæti
fyrir hin fjölmörgu störf. Árið 1976,
þá er Gísli varð áttræður, var hann
gerður að fyrsta heiðursborgara á
Höfn. Sjómenn veittu honum heið-
ursmerki 1977 vegna starfa í þágu
fiskiskipafiotans. Auðvitað hefði
Gísli átt að fá Fálkaorðuna fyrir
löngu en hún lendir nú oftar en
hitt hjá uppmygluðum embættis-
mönnum og þeim öðmm sem nógu
lengi er betlað fyrir.
Svo sem lítillega er að vikið áður
hefur Gísli grúskað mikið sl. tutt-
ugu ár og vel það. Hann er ágæt-
lega ritfær og vandur að heimildum.
Þegar Byggðasaga A-Skaftafells-
sýslu var rituð, samdi Gísli kaflann
um Hafnarkauptún frá upphafi
byggðar 1897 til 1970. Þetta era
260 síður og var þó miklu sleppt,
til stórskaða fyrir verkið, en sam-
ræmis við markaðan ramma út-
gáfunnar.
Gísli hefur ritað fjölda greina í
blöð og tímarit m.a. fyrir sýsluritið
Skaftfelling árg. II.—IV. og enn
vinnur Gísli að fræðum, nú um fé-
lagsmenn KASK, þá sem horfnir
em. Þar nýtur hann samvinnu við
konu sina. Þetta er merk heimilda-
söfnun.
Gísli er ræktunarmaður, fyrsti
og fegursti tijágarðurinn á Höfn
er við steinhúsið á Grímsstöðum
byggt 1924. Þar mun hans ágæta
kona, Regína Stefánsdóttir, hafa
vel að unnið. Fallegur er lundurinn
við sumarbústaðinn inn með Jök-
ulsá í Lóni. Snyrtimennska og
myndarbragur á öllu sem nálægt
var komið.
Gísli Bjömsson er kempa í sjón
og raun. Hann var vel íþróttum
búinn, kappsfullur og fylginn sér í
öllum málum. Skapríkur er Gísli,
en hreinskiptinn. Það er ekki fyrir
smámenni að etja kappi við Gísla í
orðræðum, eins rökfastur og vel
máli farinn sem hann er. Fyrst og
fremst er Gísli sannur íslendingur,
sem þolir engan undirlægjuhátt eða
hálfvelgju. Hann mun standa vörð
um tungu og þjóðemi, svo lengi sem
líf endist.
Sá, er þessar iínur párar, kvaddi
á heimili Gísla Bjömssonar og
Regínu Stefé.nsdóttur að kveldi 10.
jan. sl., eða á elleftu stundi, því á
brott var haldið úr héraði morgun-
inn næstan. Það var við hæfi að
kveðja hina öldnu kempu, sýsluend-
urskoðandann og þar með sam-
verkamann minn í lok úthaldsins
hjá Austur-Skaftfellingum. Gísli
kom mér ánægjulega á óvart, var
bráðhress, en lasleiki hafði hetjað
á hann haustmánuðina og nokkuð
á árinu 1984. Gísli heldur ávallt
reisn sinni og andlegir kraftar
miklir, hugsunin og orðræður skír-
ar, minnið óbrenglað, það best ég
fann. Af fundi þeirra hjóna fór ég
ríkari, nú sem fyrr. Húsráðendur
era þeirrar gerðar, að öllum er
ánægja og ávinningur að samvem
við þau. Það em góðir straumar í
þeirra húsi, þar sem gestrisni, hlýja
og menningarbragur ríkja. Að
skilnaði réttu þau mér forkunnar-
fagran jaspisstein, er þau höfðu
fundið á gönguför í Skógey, Nesj-
um. Steinn þessi er slípaður á einni
hlið og þar gefur að líta slíka lita-
dýrð að með ólíkindum er. Form
steinsins góða minnir á skútu undir
fullum seglum. „Þetta skal vera
ykkar, þín og konu þinnar, ævin-
týrafley og færa ykkur gæfu og
gengi," mælti Regína að skilnaði.
Ég minnist þess er ég sá Gísla
í fyrsta sinn „undir fullum seglum",
það var á sýslufundi 1974. Þá um
vorið var kosið til sýslunefndar á
Höfn og í stað Gísla kom ungur
maður. Gísli var þá orðinn 78 ára.
í upphafi fundar var drepið á dyr
og inn snaraðist vörpulegur maður.