Morgunblaðið - 18.03.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.03.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1986 33 sóttu Iraðra •enni Friðriksson, framkvæmdastjóri, Bergsteinn Sigurðsson, fulltrúi, Egill Sigurgeirsson, hrl., Gísli Gísla- son, verzlunarmaður, Hans Jörgen- son, fyrrverandi skólastjóri, Jón Hjálmarsson, húsvörður, Júlíana Inga Eðvaldsdóttir, verslunarmað- ur, Pétur Hannesson, deildarsijóri, Snjólaug Kristjánsdóttir, húsmóðir, og Úlfar Þórðarson, læknir. Á stofnfundi bárust kveðjur frá forseta íslands, Vigdísi Finnboga- dóttur, Davíð Oddssyni, borgar- stjóra, Jóni Sólnes og Erlingi Dav- íðssyni fyrir hönd félags aldraðra á Akureyri og félagi aðstandenda Alzheimer-sjúklinga. Snorri Jónsson, nýbjörinn formaður félagsins, er í ræðustól. Eins og sjá má var milril þröng á þingi og urðu sumir að koma sér fyrir á hljómsveitarpallinum. Morgunblaðiö/Ol. K. Magnússon Meðan beðið var eftir kaffinu spjöUuðu fundargeatir sin á milli um hið nýstofnaða félag og hlutverk þess. Verkalýðs- félögin leggi verð- lagseftir- litinu lið BORIST hefur eftirfarandi frétt- atilkynning frá Alþýðusambandi íslands, dagsett 14. mars: Verkalýðshreyfingin leggur áherslu á stóraukið verðlagseft- irUt í kjölfar nýgerðra kjara- samninga. Til að verðlag haldist í skefjum eru margvíslegar ráð- stafanir nauðsynlegar, sumar hafa þegar verið framkvæmdar en aðrar eru í burðarUðnum. M.a. hefur ríkisstjórnin faUð Verðlagsstofnun að stórauka verðgæslu og verðkannanir tU þess að sem best megi fylgjast með þróun verðlags á sem flest- um sviðum. Markmið með sliku er að auka upplýsingar um verð- lagsmál, veita aðhald að verð- ákvörðunum og efla verðskyn almennings. Verðlagsstofnun hefur þegar hafið undirbúning verðkannana til að fylgja fram þessum markmiðum kjarasamninganna og samráð hefur verið haft við aðila vinnumarkaðar- -« ins um framkvæmdina. Miðstjóm Alþýðusambandsins skipaði á fundi sínum 6. mars sl. 5 manna nefnd til að sjá um mál þessi, þau Karl Steinar Guðnason, Guðríði Elías- dóttur, Jón Agnar Eggertsson, Hólmgeir Jónsson og Lám v. Júlíus- dóttur. Nefndin hóf þegar störf og hefur rætt við ýmsa opinbera og hálfopinbera aðila vegna verðlags- mála og hefur fylgst með störfum Verðlagseftirlitsins að undirbúningi átaks í verðlagsmálum. í öllum undirbúningi málsins hefur verið lögð á það áhersla að verkalýðsfélögin hvert á sínum stað leggi eftirlitinu lið og mun Verð- lagsstofnun á næstu dögum senda félögunum bréf þar sem samstarfíð verður kynnt. Einnig hefur verið rætt um þörf- ina á því að hafa öfluga og góða samvinnu við félög neytenda þar sem þau em til staðar. Samkomulag hefur nú verið gert í Borgamesi um samstarf neytendafélagsins þar, verkalýðsfélagsins og verslunar- mannafélagsins. Verðlagseftirlitið hefur starfs- menn á nokkmm stöðum á lands- byggðinni og em félögin hvött til að nýta sér aðstoð þeirra í þessu átaki. Um miðja næstu viku mun Verð- lagsstofnun kynna formlega átak sitt í verðlagsmálum og senda gögn út til Verkalýðsfélaganna. MorgunblaDið/Ól. {C.M. Hluti ráðstefnugesta á ráðstefnu Liffræðifélags Islands, um erfðarannsóknir á íslandi, sem haldin var í Odda sl. laugardag. rannsaka fylgjuvefssýni. Með þessu móti má fínna erfðagalla sem valdið geta vangefni eða fæðingargöllum, snemma á meðgöngutíma meðan fóstureyðing er enn tiltölulega lítil og hættulaus aðgerð. Fram kom að nú em gerðar 5—6 fóstureyðing- ar árlega á gmndvelli þessara rann- sókna. Markmið ráðstefnunnar var að sögn Ólafs S. Andréssonar for- manns ráðstefnunefndar, að gefa á einum degi mynd af því sem er að gerast hér á landi á öllum sviðum erfðarannsókna. 1 Fluttir vom 20 stuttir fyrirlestrar þar sem greint var frá rannsóknum á erfðum og kynbótum plantna og dýra, erfðarannsóknum í heilbrigð- iskerfinu, stofnerfðafræði og sam- eindaerfðafræði. Kom greinilega fram að margt er að gerast hér á landi á þessu sviði og má búast við ýmsum nýjum niðurstöðum á næstu ámm, en framfarir hafa verið geysi- örar í erfðarannsóknum um allan heim undanfarin ár. Ættgengi brj óstkrabbameins rannsakað j Á ráðstefnu Líffræðifélags íslands um erfðarannsóknir gerði Hrafn Tulinius læknir grein fyrir viðamiklum rannsóknum sem hann hefur unnið að á ættgengi bijóstakrabbameins í íslenskum konum. Rannsóknir þessar hófust árið 1972 á vegum krabbameinsskrár Krabbameinsfélags íslands og í samvinnu við Alþjóða krabbameinsrann- sóknarstofnunina S Lyon. Við rannsóknina var notuð ítarleg skrá þar sem er að finna allar konur sem vitað er að hafa fengið bijóstakrabbamein hér á landi allt frá árinu 1911. Á þeim lista em nú 2.336 konur og bætist stöðugt við. Ættir 776 sjúklinga hafa verið raktar og ættartré þeirra könnuð. Þróaðar hafa verið sérstakar tölfræðilegar aðferðir til að rekja skyldleika og einnig til að mæla hve mikill hlutur bijóstakrabameins er í hinum ýmsu ætt- artijám, þannig að bera megi saman á tölulegu formi bijóstakrabbamein- ið og önnur krabbamein milli mismunandi ætta. Þær niðurstöður, sem þegar liggja fyrir, sýna, að konur sem eiga móður, systur, eða systur foreldris, sem fengið hefur sjúkdóminn, er í tvöfalt til sexfalt meiri hættu að fá hann en aðrar konur. Nú em uppi áform um að halda þessum rannsóknum áfram og kanna þá fleiri áhættuþætti. Einnig á að rannsaka erfðamerki og onkogen úr eitilfrumum kvenna úr sama ættartré sem ýmist hafa fengið sjúkdóminn eða ekki. Tilgangur þessara rannsókna er að athuga hvort og þá hvemig beinar erfðir hafa áhrif á sjúkdóminn og að hve miklu leyti er um að ræðaáhriffráýmsumþáttumíumhverfinu. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.