Morgunblaðið - 18.03.1986, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 18.03.1986, Blaðsíða 58
3SCI SÍLAM .8 f HUOAdTJmiHíí .GiaAJHMlíOHOK MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR18. MARZ1986 > ttCfiAAnn /,/Mer þyk-ir íyrir þoó H«rc»ioiur. En 'egxtta. e/dci að fcýpo. ^cr'i ffebudag$öáinr\i. " Áster... ... að trimma saman reglulega. TM Reg. U.S. Pat. Off — all rights reserved © 1986 Los Angeles Ttmes Syndicate Gastu vakið pabba? HÖGNI HREKKVISI „VIPSKIPTAV/NURINN VELUK SXALFUR SIWN HUAAAR'" Fáránleg- kjarabót Ég get ekki orða bundist um hina miklu „kjarabót" sem við launþegar og aðrir landsmenn höfum fengið. Það að lækka verð á bflum um 30% kemur aðeins þeim að gagni sem eiga hvað mest af peningum. Þetta rökstyð ég þannig: Ef ég væri svo heppinn að eiga peninga fyrir nýjum bfl og segjum að ég færi og fengi mér einn á góða verðinu. Þokkaleg bifreið kostar nú í kringum 300 þúsund. Hafí ég átt bfl á því verði fyrir lækkun kostar hann nú um 210 þúsund. Hafi ég greitt 290 þúsund fyrir gripinn fyrir ári tapa ég um 80 þúsundum á lækkuninni. Útvegi ég mér 80-90 þúsund króna lán til að kaupa mér nýjan þokkalegan bfl eyði ég um efni fram næstu 2-3 árin, því ég verð að sjálfsögðu að standa í skil- um með þannan 80 þúsund króna mismun frá því ég kaupi nýjan bíl og þar til ég sel þann gamla. Samtals er þvf kominn 160 þúsund króna skerðing á mín lágu laun sem ég hef fyrir. Þess vegna ætla ég bara að vera áfram á mínum gamla bfl og greiða niður lánið sem ég fékk fyrir ári til að kaupa hann. Verð Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til - eða hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga til föstu- daga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þcgið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrir- spumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimil- isföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborg- arsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér I dálkunum. hans fæ ég líklega aldrei greitt aftur. Tökum annað dæmi. Ég er náms- maður sem keypti mér bfl fyrir þá peninga sem ég aflaði mér með sumarvinnu og annarri aukavinnu með skóla. Þá peninga festi ég í bifreið til að geta losað þá síðar við íbúðakaup. Bfllinn minn er nú orð- inn verðlaus og enn seinkar því að ég eignist þak yfír höfuðið. Miðað við flárhag almennra laun- þega, þá duga launin kannski fyrir leigu á húsnæði og fæði. Hefði ekki verið skynsamlegra að lækka: Bensín í meira mæli (þá get ég farið í fleiri ökuferðir), tryggingar svo ég geti farið með ökutækið í skoðun; gjald fyrir umskráningu og eigendaskipti svo ég geti seinna keypt mér annan bfl; mat og allar þær nauðsynjavörur sem við öll, rfldr sem fátækir, verðum að nota. Framhjá þessu litu hinu háu herrar í samningaviðræðunum en þetta ekki í fyrsta skipti sem hinir ríku hagnast á samningum sem ætlaðir voru til að bæta kjör þeirra lægst launuðu. Með vinsemd og virðingu, Þórður Ragnarsson Heiðrum flugstjórann Kæri Velvakandi. Nú á dögum tækninýjunga og aukins hraða eykst að sjálfsögðu slysahættan. Óhappið sem átti sér stað á Reykjavflcurflugvelli 10. mars sl. sýndi okkur að aðbúnaður flugfólks og -flota okkar er fyrir neðan allar hellur. Hefði það ekki verið fyrir örugg handtök og snar- ræði flugstjórans væri stórt skarð höggvið í okkar fámennu þjóð. Hvað ef hann hefði ekki skeytt um hugboð sitt og farið í loftið? Er björgun jafti giftusamleg eftir nauð- lendingu úti á rúmsjó? Nei, almenn- ingur hlýtur að gera sér ljóst að hér var á ferðinni flugstjóri sem vissi hvað hann var að gera. Fengi ég að ráða yrði þessi maður heiðraður. Menn hafa fengið orðu fyrir minna en að bjarga mannslíf- um! Flughræðsla hefur háð mér tölu- vert en eftir þetta flýg ég óhrædd- urö Ólafur Þ. Guðbrandsson Öskureiðri móður svarað Kæra öskureiða móðir. Við viljum spyija þig hvemig þú þykist vita hveijir tóku hjól drengs- ins þíns? Ef þú er örugg hlýtur þú að hafa séð þjófana og það þykir mérósennilegt. Þú ræðst á 13-16 ára unglinga, sem eru ekkert líklegri til að stela hjólum en rónar og fullorðið fólk sem hefur lítið fé á milli handanna. Þegar svo er ástatt hjá fólki gerir það hvað sem er. Þú ættir að vera fegin að ekki var brotist inn til þín og að bfllinn þinn stóð óhreyfður. Einnig minnum við á heimilistiygg- ingu sem er talinn hluti af dagleg- um rekstri á flestum heimilum. Það er engin afsökun þó þú sért einstæð móðir. í lokin spyijum við hvað þú vilt að lögreglan geri í þessu máli? Hvemig getur hún gætt allra reið- hjóla í bænum? Hvemig á hún að hfa upp á fólki sem gengur að næsta hjóli og tekur það? Hún hefur engar vísbendingar. Tvær flórtán ára. Víkveiji skrifar Ok á eftir fólksbíl sem hafði verið skipt í tvennt, ef svo mætti orða það, eftir endilöngu með málningunni. Hann var öðru megin og upp á mitt þakið nær- fatableikur og hinum megin og aftur upp á mitt þak dúndrandi fjólublár. Látum vera með litavalið — ftjálsir menn í fijálsu landi, heitir það jú — en þetta uppátæki gæti samt komið mönnum í bobba ef bfllinn lenti í havaríi og vitni þyrftu að lýsa honum. Þeir sem hefðu séð á honum bakborðshlið- ina væru reiðubúnir að leggja að því eið að hann væri bleikur, þeir sem séð hefðu fákinn frá hinni hliðinni væru jafnsannfærðir um að hann væri fjólublár. Sá sem í þetta skiptið stjómaði þessu skrautlega farartæki var eftir á að hyggja einn af þessum flogaveiku íslensku bflstjórum — maður á eiginlega ekki annað orð yfír þetta — sem eira ekki sekúnd- unni lengur á sömu akreininni. Raunar hafa þeir tíðast sáralítið uppúr þessum svigkúnstum sín- um; maður dregur þá tíðast uppi við næsta umferðarljós eins og að drekka vatn. En ætli þeir þykist ekki kaldari kallar fyrir vikið eða eitthvað álíka bamalegt? XXX Sá til annars ökumanns á dögunum — það var eftir nótt- ina sem hann snjóaði loksins í vikunni leið — sem hafði ekkert verið að hafa fyrir því að ijarlægja snjóinn af rúðunum hjá sér áður en hann hélt út í umferðina, ekki einu sinni af framrúðunni. Jú, hann hafði að vísu krafsað örlítið gat á fannbreiðuna sem hann gat kíkt útum þar sem hann teygði sig fram á stýrið. Þetta var einn af þessum organdi skriðdrekum sem em orðnar þvflíkar druslur í föðurlandi sínu vestra að það er annaðhvort að aka þeim beint á haugana eða prakka þeim inn á einhvem íslendinginn með ólækn- andi bfladellu. En meðal annarra orða: Getur ekki verið að við héma heima einblínum kannski um of á öku- hraðann? Það er stundum eins og allur áróður okkar fyrir bættri „umferðarmenningu" beinist að þessu eina atriði. Þetta gæti jafn- vel byijað að orka slævandi. Menn geta ósjálfrátt farið að hugsa sem svo að hraðinn sé það eina sem skipti máli. Hvað er auðvitað eintóm vitleysa. Hraðinn er þegar allt kemur til alls aðeins einn angi af vandanum. XXX Svigmennimir sem fyrr eru nefndir em ekki síður háska- legir. Þá má nefna allan þann urmul áf fólki sem getur ómögu- lega verið að leggja það á sig að nota stefnuljósin. Sumir nota þau nánast aldrei, aðrir stundum og stundum ekki, svona eftir því hvemig skapið er þann daginn sýnist manni. Jaftivel á þeim krossgötum þar sem umferðarþunginn er mestur er ekkert að treysta á það þó að garpurinn í skræpótta drekanum hinum megin við umferðarljósin sýni þess engin merki að hann þurfí að beygja þvert fyrir þig. Hann sýnir engin stefnuljós svo að hann ætlar samkvæmt reglun- um augljóslega að aka beint áfram. En bíðum við. Jú, kannski í útlandinu, satt er það, en ekki hér uppi á íslandi. Þessi náungi getur bara verið að klóra sér eða svona upptekinn af poppinu sem poppar útúr útvarpinu hans eða einfaldlega bara verið einn af þessum undarlegu löndum okkar sem þykjast langt yfír það hafnir að haga sér eins og leiðindaskar- famir sem em að basla við að halda leikreglumar. Einn af þessum svölu með öðmm orðum. Einn af þessum bamalegu sem halda að þeir séu „töff“ ef þeir séu bara nógu þjösnalegir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.