Morgunblaðið - 18.03.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.03.1986, Blaðsíða 45
Hann ávarpaði sýslumann, sem þá var Einar Oddsson, svo og fyrrver- andi meðnefndarmenn sína. Gísli þakkaði samveruna, sem mér er ekki grunlaust um að hann hefði viljað að yrði lengri. Mælti hann til fundarmanna, en af óvenjulegum myndugleik og hvatti til dáða. Ekki hafði komumaður uppi langar orð- ræður, en kvaddi og þakkaði fyrir sig. Ég varð þess var að koma hans hafði mikil áhrif á fundarmenn, en ég var á þessum tíma nær með öllu ókunnugur um menn og málefni héraðsins. Það kom og á daginn að Gísli naut trausts allra og á hann hlóðust áfram trúnaðarstörf fyrir sýslufélagið, þó hann hyrfi úr sýslunefnd. Á þessum sýslufundi 1974 var Gísli kjörinn endurskoð- andi sýslu- og hreppareikninga, skipaður í fyrstu stjóm elli- og hjúk- runarheimilis er sýslan var að setja á stofn, svo og gegndi hann áfram starfi skjalavarðar og forsvars- manns hérðasskjalasafnsins, en til þeirrar stjómar var kosið í sýslu- nefnd. Ég var ásamt Gísla og Margréti H. Gísladóttur kosinn í fyrstu stjóm elliheimilisins. Þar fann ég gjörla hversu mikill kjark- og framfaramaður Gísli Bjömsson er. Aldrei hikaði hann við að ráðast í stórræði á þessum vettvangi og lét sé vei líka allt er til vaxtar og viðgangs var gert, þó greiðslugetan virtist á stundum undir öllu „raun- sæisplani". Gísli var það framsýnn að hann skildi að ekkirt gerðist á þessum tímum, nema með því að taka áhættu. Þetta var jú fyrir tíma verðtryggingar á lánum, og verð- bólgan vann með þeim sem fram- kvæmdu. Skjalasafn Austur-Skaftafells- sýsiu er eins manns verk, Gísla Bjömssonar. Hafa tjáð mér fag- menn, að skráning þess, uppsetning ÍÉ> og fyrirkomulag allt hafí verið með sérstökum ágætum. Því miður varð safnið að flytja úr góðu húsnæði 1978 og var á miklum hrakhólum um árabil. Þetta veit ég að Gísla sámaði og var að vonum. Hann sleppti þó ekki hendinni af safninu fyrr en 1984. Nú er unnið að því að fá þessari stofnun samastað og ráðinn hefur verið háskólamenntað- ur safnvörður. Honum og öðmm sem um safnið hafa fjallað er ljóst að það mun alla tíð búa að braut- ryðjendastarfi Gísla, sem honum verður aldrei fullþakkað. Allt þetta starf, sem stóð á annan áratug, vann Gísli af hugsjón og einstakri alúð. Má heita að verklaun hafi mestan tímann verð nær engin. Mest vom samskipti okkar Gísla varðandi endurskoðun hreppa- og sýslureikninga. Gísli er glöggur talnamaður og kastar ekki höndum til verka. Þó stundum drægist fram undir sýslufund að einstaka hrepps- reikningur bærist, var allt endur- skoðað og tilbúið á fundinum. Mun vinnudagurinn oft hafa verið langur hjá endurskoðandanum í júníbyij- un. Áritaðir reikningar frá Gísla Björnssyni vom réttir, um það þurfti ekki að véla. Síðustu tvö árin naut Gísli aðstoðar varaendurskoð- enda vegna lasleika og fjarvera. Gísli er tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Ambjörgu Amgrímsdóttur, missti hann 1935. Með henni átti hann tvo syni, Arngrím, vélstjóra, og Bjöm, rafvirkjameistara, búsett- ir á Höfn. Báðir traustleikamenn og fagmenn ágætir, svo sem þeir eiga kyn til. Síðari kona Gísla er Regína Stefánsdóttir frá Kálfafelli í Suðursveit, f. 5/9 1912. Þau gengu í hjúskap 19/4 1945. Böm þeirra em Kristín, kennari í Nesj- um, og Baldur, kennari í Reykjavík. Mesta ágætis- og myndarfólk í hví- vetna. Það em sérstök forréttindi og lærdómsríkt að kynnast manni eins og Gísla Bjömssyni, fyrir það þakka ég, um leið og ég óska afmælisbarninu allra heilla og góðra ára framundan. Regínu, þeirri sómakonu, þakka ég kynnin, allt var það mannbæt- andi. Friðjón Guðröðarson Pennavinir Franskur piltur með margvísleg áhugamál, skrifar á ítölsku, spænsku ogensku auk frönsku: Antoine Lorenzi, M.A. 13 rue Notre Darae, 20200 Bastia, France. Sjötug dönsk kona vill skrifast á við konur á svipuðu reki: Frieda Andresen, Skeldevej 67, Skelde, DK-6310 Broager, Danmark. Frá Japan skrifar 38 ára japönsk kona, sem gift er Norðmanni. Bjó lengi í Noregi. Hefur áhuga á handavinnu, ferðalögum, tónlist o.fl.: Toyoko Enberg, 803 Tano-Ue, Kurashiki, Okayama, Japan. Tvítug stúlka skrifar frá Ghana. Hefúr áhuga á íþróttum, ljósmynd- un, dansi o.fl., safnar póstkortum: Harlena Nkoom, P.O.Box 98, Agona-Swedru, Ghana. Náiarstungueyrnalokkuiinn • Hjálp í baráttunni við aukakflóin og reykingarnar. • Hefur einnig reynst vel við margvísleg- um verkjum. • Hannað og prófað af lækni. NeBra bak, mjaBmir Mjobak Ktagi Lungu reykingar Streita reyk- NeBra ngar mjaömir Mjobak Tannverkur og bolgur Lfra bak, herBar, háls, migrene, höfuBverkur Deyfandi tannverkur migrene, höfuS- verkur Astma, ofnæmi Lifur, migrenc, g»gt • Algerlega hættulaust og auðvelt í notkun. Bara þrýsta með fingurgómnum. • Leiðbeiningar á íslensku fylgja. • Má setja íog taka úrað vild. Leitið uppiýsinga isíma 622323. Sendum ípóstkröfu. Heilsumarkaðurinn Hafnarstræti 11. Einkaumboð á íslandi: Heilsumarkaðurinn Hafnarstræti 11. VIÐEIGUM 25 ÁRA AFMÆLI ÍDAG og bjóðum viðskiptavinum okkar til fagnaðar! Frá kl. 9 til 17 bjóðum við uppá ýmsar veitingar á skrifstofu okkar að Lágmúla 5 í anda hins nýja lífsstíls heilbrigðis og hollustu, svo sem ljúffenga ávaxta- diykki, ferska ávexti og fleira ljúfmeti. VERIÐ HJARTANLEGA VELKOMIN! Míele uppþvottavél G562I Verð fyrir kjarasamninga Verð eftir kjarasamninga kr. 60.590.- kr. 48.385.- Mismunur kr. 12.205 ÞETTA DÆMI SÝNIR AÐ EINMITT NÚNA ER TÆKIFÆRIÐ TIL AÐ EIGNAST HIN HEIMSÞEKKTU MIELE HEIMILISTÆKI i Veldu Míele- annað er málamiðlun. ffi JÓHANN ÓLAFSS0N & C0 k—A 43 Sundaborg 104 Reykjavík. S: 688588.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.