Morgunblaðið - 18.03.1986, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR
STOFNAÐ 1913
63. tbl. 72. árg.
ÞRIÐJUDAGUR18. MARZ 1986
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Hægriflokkarnir ná meirihluta í Frakklandi:
„Signrinn er naumur -
en hann er staðreynd“
viðurkenndi Mitterrand
París, 17. mars. AP.
FRÖNSKU hægriflokkarnir komu með nauman meirihluta út úr
kosningunum á sunnudag, en þeir höfðu hröð handtök um að gefa
Francois Mitterrand, forseta, sem minnst svigrúm til að skipa næsta
forsætisráðherra. Mitterrand lýsti yfir því í franska sjónvarpinu í
kvöld að hann myndi velja nýjan forsætisráðherra úr röðum hægri
manna á morgun, þriðjudag.
„Hægri flokkamir hafa náð
meirihluta. Sigurinn er naumur, en
hann er staðreynd," sagði Mitter-
rand.
Urslit kosninganna liggja nokk-
um veginn fyrir og hlutu Lýðveldis-
sambandið (RPR) og Lýðræðis-
bandalagið (UDF) ásamt nokkrum
þingmönnum samtaka óháðra
hægrisinna 291 þingsæti af 577,
eða aðeins þriggja sæta meirihluta.
Skoðanakannanir fyrir kosningam-
ar spáðu því að hægri flokkarnir
myndu fá allt að 15 sæta meirihluta.
Sigur hægriflokkanna er þó nógu
stór til þess að þeir geta myndað
ríkisstjóm án stuðnings Þjóðemis-
fylkingarinnar (Front National),
Nicaragua:
Reagan
ásakar
sem hlaut 9,8 prósent fylgi og 35
þingsæti. RPR hlaut 23 þingsætum
fleiri en UDF, sem hefur engan
augljósan leiðtoga. Það er því lík-
legt að Mitterrand tilnefni Jaques
Chirac, leiðtoga RPR, til stjórnar-
myndunar.
Kommúnistaflokkurinn heldur
áfram að tapa fylgi rétt að metja
meira fylgi en Þjóðemisfylkingin.
Ef litið er á kosningamar í heild
er tap vinstri manna stórt. Þegar
allt pólitíska litrófið er skoðað frá
vinstri öfgamönnum til hægri öfga-
manna, þá hlutu vinstrimenn 46
prósent fylgi, en hægrimenn 54
prósent.
En Mitterrand kveðst ákveðinn í
að sitja út kjörtímabil sitt, sem lýk-
ur 1988, og reyna allt hvað hann
getur til að koma í veg fyrir að
hægri menn rífi niður það sem Sós-
íalistar hafa gert á fimm ára valda-
ferli. Sósíalistaflokkurinn er stærsti
flokkurinn á franska þinginu og
hefur 205 sæti. Flokkurinn getur
tafið fyrir lagafrumvörpum með
því að leggja fram breytingartillög-
Jaques Chirac (t.v.), leiðtogi Lýð-
veldissambandsins, gat ekki varist
brosi þegar hann svaraði spum-
ingum blaðamanna eftir að úrslit
kosninganna á sunnudag höfðu
verið kunngerð og Ijóst var orðið
að flokkur hans, ásamt Lýðræðis-
bandalaginu og Samtökum óháðra
hægri manna, hafði náð þriggja
sæta meirihluta á þjóðþingi
Frakka. Francois Mitterrand, for-
seti, var óræður á svip þegar hann
greiddi atkvæði sitt á sunnudag.
AP/Símamynd
„Maðurinn er hugsan-
legur morðingi Palme“
— segir ríkissaksóknari Svía
stjórnina
Washington, 17. mars. AP.
RONALD Reagan, Bandaríkja-
forseti, sagði í ræðu á sunnu-
dagskvöld að vinstri stjóm
Sandinista í Nicaragua væri við-
riðin eiturlyfjasmygl og morð á
fjórum bandarískum sjóliðum.
Reagan vantar stuðning þingsins
til að samþykkja að veita skæra-
liðum 100 milljóna dollara fjár-
veitingu í formi hergagna og
annars stuðnings, sem ekki lýtur
að vopnum.
Greidd verða atkvæði um það á
þinginu á föstudag hvort skærulið-
ar, sem kallaðir eru „Contrar", fái
fjárveitingu.
Reagan bar fram ásakanimar I
ræðu í beinni sjónvarpsútsendingu
á sunnudag þar sem hann bað um
stuðning bæði þjóðarinnar og þings-
ins.
James Sasser, öldungadeildar-
þingmaður Demókrata, sagði að
Reagan gripi til hemaðarráðstafana
áður en fullreynt væri hvort frið-
samlegri leiðir væm færar. Tals-
maður sendiráðs Nicaragua í Wash-
ington sagði að stuðningur Reagans
við skæruliðana gæti leitt til blóð-
ugs stríðs í Mið-Ameríku.
Reagan sagði í ræðu sinni að
hjálp við skæruliðana væri nauðsyn-
leg til að veija landamæri Banda-
ríkjanna til suðurs og leiðtogar
Nicaragua væru að gera landið að
griðastað og höfuðstöðvum alþjóð-
legra hryðjuverkamanna.
ur.
Laurent Fabius, forsætisráð-
herra, lagði fram afsögn sína í dag.
Sjá einnig forystugrein á
miðopnu: Ný stjórn í Frakk-
landi, og frásögn á bls. 28.
Stokkhólmi, 17. mars. AP.
K.G. SVENSSON, rfkissaksókn-
ari, sótti í dag um leyfi hjá dóms-
yfirvöldum til að fá að halda 32
ára gömlum Svia áfram i gæslu-
varðhaldi.
Svensson sagði að þær sannanir,
sem fyrir hendi lægju, væru nægar
til að segja mætti að maðurinn
væri „hugsanlegur morðingi
Palme".
Hans Holmer, lögreglustjóri,
sagði á fundi með blaðamönnum í
dag að ýmislegt benti til þess að
maðurinn væri bendlaður við morð-
ið á Palme og hann hefði hegðað
sér grunsamlega skammt frá morð-
staðnum skömmu eftir að Palme
var myrtur.
Að sögn Holmers er nú verið að
rannsaka í höfuðstöðvum vestur-
þýsku lögreglunnar í Wiesbaden
hvort merki ieynist í fötum manns-
ins um að skotum hafí verið hleypt
af. Sagði Svensson, saksóknari, að
maðurinn hefði verið í fötum, sem
gætu átt við lýsingar sjónarvotta
að morðinu af klæðnaði morðingj-
ans.
Svensson sagði að tíu mínútum
eftir morðið hefði maðurinn verið
staddur rétt hjá morðstaðnum og
uppvægur reynt að fá far í burtu,
að því er ökumaður nokkur hefur
borið vitni um.
Holmer sagði að maðurinn hefði
skotið upp kollinum í kvikmynda-
húsi skammt frá morðstaðnum eftir
að sýning var löngu hafín.
„Allt bendir til þess að maðurinn
hafí verið að reyna að flýja," sagði
Holmer. Maðurinn neitar enn að
eiga aðild að morðinu.
Svensson sagði að hinn grunaði
hefði að sögn vitnis látið þau orð
falla í símtali snemma í febrúar að
„Palme væri á morðlistanum" og
„blóð mjmdi streyma eftir götum
Stokkhólms".
Að sögn Holmers hefur maðurinn
orðið ber að lygum í yfírheyrslum.
Júgóslavía:
Hagnast á
falli dollars
Belgrad, 17. mars. AP.
FALL Bandaríkjadals á gjald-
eyrismörkuðum undanfarið
ár hefur minnkað erlendar
skuldir Júgóslavíu um 1,09
milljarða dala, að sögn dag-
blaðsins Politika.
Um 60% af erlendum skuldum
Júgóslava, sem nema um 19
milljörðum dala, eru í Banda-
ríkjadölum. Þó Evrópugjald-
miðlar hafí styrkst gagnvart
dal, eru heildaráhrifin samt þau
að Júgóslavar hafa hagnast um
fyrmefnda upphæð. Lækkun
vaxta í kjölfar lækkunar dalsins
gera það einnig að verkum að
vaxtakostnaður Júgóslava verð-
ur 190 milljónum dala minni en
búist hafði verið við.
AP/Símamynd
Palme fylgl til grafar
Lisbet Palme, ekkja hins vegna leiðtoga, ásamt syni sínum Jóak-
im, og tengdaóttur, Anne Sofie, eftir útför Olofs Palme á laugar-
Sjánánar fráútför Pahneásíðu31.