Morgunblaðið - 18.03.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 18.03.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1986 53 Steinunn B. Hinriks- dóttir — Minning Fædd 16. febrúar 1896 < Dáin 7. mars 1986 í dag, þridjudaginn 18. mars, verður Steinunn Björg jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Hún lést 7. mars á Sólvangi í Hafnarfírði þar sem hún hafði dvalið í um 26 ár, lömuð eftir áfall er hún hafði orðið fyrir. Með henni er gengin merk og góð kona. Þar kynntist ég henni fyrst fyrir 5 árum, en ekki var að fínna í viðmóti að hún hefði legið rúmföst í allan þennan tíma, og tók hún mér opnum örmum. Hún var sterk kona þó veikbyggð væri. En hún var ekki ein því öll ijolskyldan lagðist á eitt til að gera henni lífíð eins létt og hægt var við þessar aðstæður og hún var heim- sótt reglulega enda samheldni mikil í íjölskyldunni, þó að enginn hefði verið eins natinn við hana og eigin- maður hennar, Siguijón Jörunds- son. Það er að öllum lfkindum eins- dæmi, og það vita allir sem til þekkja, að ekki leið einn einasti dagur í öll þessi ár að ekki kæmi hann í heimsókn, nema ef hann fór með vinnufélögum sínum í dagsferð einu sinni að sumri og þá hafði hann samband við fjölskylduna og lagði áherslu á að Björg yrði ekki ein þann dag. Björg var afar þakk- lát við hveija heimsókn sem hún fékk og lagði áherslu á þakklæti sitt er hún kvaddi gesti sína. Björg fæddist í Reykjavík 16. febrúar 1896 og var því rétt 90 ára er hún lést. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Þorsteinsdóttur frá Fitj- um í Krísuvík og Hinriks Halldórs- sonar frá Þúfukoti í Kjós. Hún hóf ung að aldri störf og vann lengst af á straustofu á Spít- alastíg 4. Hún var mjög eftirsóttur vinnukraftur enda samviskusöm og starfsöm með afbrigðum. Á þessum tíma kynntist hún verðandi eiginmanni sínum, Sigur- jóni Jörundssyni, rennismið, ættuð- um frá Ingjaldssandi. Þau gengu í hjónaband 1929 og bjuggu lengi á Ráðagerði við Sólvallagötu og var Sigurjón í vinnu á Bifreiðaverkstæði Steindórs Einarssonar. Síðar byggðu þau eigið hús á Skipasundi 71, þar sem þau hafa átt heimili síðan og þó að Björg hafi verið á Sólvangi lengst af sótti Siguijón hana flestar helgar til þess að hún fengi notið heimilisins og flölskyldunnar og var þar þá alltaf ijölmenni. Þau hjón eignuðust þijú böm. Guðmund Helga d. 1981, Sigrúnu og Jónu Grétu. Eina dóttur átti Björg fyrir, Þuríði Hildi. Ég votta Siguijóni og fjölskyldu mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja þau og blessa. Sigurður T. Magnússon Björg fæddist í Reykjavík skömmu fyrir aldamót í Pálsbæ vestur á Bráðræðisholti. Þá var borgin ekki stór; bara smá bær og Ameríkuflótti í algleymingi. Móðir Bjargar flutti til Kanada, en hún varð eftir. Hún sagði mér einu sinni, að hún hafí verið svo þtjósk og stíf að ekki nokkm tauti hafí verið við hana komið. Eitt er rétt, að hún var dálítið þijósk. En ég veit að annað og meira kom til. Þuríður Erlingsdóttir hét kona, gift sjómanni er Guðmundur hét. Arið 1901 drukknaði Guðmundur hér úti á höfninni, að þeim er ég held Þuríði og Björgu ásjándi. Þetta atvik tengdi þær svo saman, að Þuríður fékk því framgengt að telp- an varð eftir þegar móðir hennar flutti til Kanada. Þuríður ól sfðan Bjöigu upp sem sína eigin dóttir, og var einkar kært með þeim alla tíð. Saman unnu þær og fylgdust með bænum sinum verða að borg. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við þetta hægiáta alþýðufólk sem lagði homsteininn að þeirri borg sem við erum svo stolt af. Árið 1929 var merkisár í lífí Bjargar. Þá kvæntist hún Siguijóni Jörundssjmi, ættuðum frá Ingjalds- sandi að vestan. Það varð hennar stóra lífshamingja. Ég held að það hafí ekki verið mjög álitlegt að byija búskap á þeim tíma. Kreppan mikla þegar í augsýn. En með harðfylgi og dugnaði og umfram allt sparsemi tókst þeim að klífa brattann og gera böm sín að nýtum og glöðum borgurum. Þau eignuðust þijú böm, en áður átti Björg eina dóttur, Þuríði Hildu fædda 1921. En böm þeirra em Guðmundur Helgi fæddur 1929 dáinn 1981, Sigrún fædd 1933 og Jóna Gréta fædd 1935. Ámi K. Kjartans- son á Seli—Minning Fæddur 17. febrúar 1910 Dáinn 27. desember 1985 Það er venja í Grímsnesi eins og í flestum öðmm sveitum landsins að rita nokkur minningarorð um látið bændafólk. Sá sem hér skal skrifa um nokkur orð hét Ámi Kristinn Kjartansson á Seli í Grímsnesi. Foreidrar Áma vom Þómnn Bjömsdóttir og maður hennar, Kjartan Vigfússon. Kjartan og Þómnn byijuðu búskap á Seli 1902 og bjuggu þar til 1937, er Ámi tók þar við búi og byijaði búskap með móður sinni sem ráðs- konu. Árið 1928 fór Ámi í Laugar- vatnsskóla og var þar í 2 vetur, en heima við bústörf á sumrin hjá foreldmm sínum. Ami vann oft á haustin hjá Sláturfélagi Suður- lands, og á vorin vann hann einnig á dráttarvélum við jarðvinnslu hjá Búnaðarfélagi Grímsnesinga. Árið 1938 giftist Ámi Halldóm Sveinbjömsdóttur frá Heiðarbæ í Þingvallasveit. Halldóra átti eina dóttur frá fyrra hjónabandi, Sig- rúnu, og kom hún með hana með sér 7 ára gamla. Ámi og Halldóra áttu saman eina dóttur, er fædd var í júlí 1939 og Þómnn heitir. Báðar dætur Halldóm ólust upp á Seli hjá Áma. Þess má og geta, að 2 bræður Áma hafa ávallt verið á Seli og em þar enn. Hafa þeir stutt að búskap Áma og áttu kindur sér til ánægju. Þess má geta, að riðuveikin kom að Seli fyrir nokkr- um ámm, og var þá öllu fé þar slátr- að, en í haust sem leið fékk Ámi austan úr Öræfasveit lömb, sem em mjög falleg og vel alin, svo að af ber. — Haustið 1972 seldi Ámi allar kýmar og hætti þar með allri mjólk- ursölu, en flölgaði þá fénu allmikið, og áttu þeir bræður um tíma 400-500 §ár. Ámi missti fyrri konu sína árið 1944 og bjó þá áfram með móður sinni og ráðskonum til 1950. Þá breyttist aðstaða hjá Ama er til hans kom hámenntuð bóndadóttir frá Þýskalandi, Ellinor von Zit- zewitz, ættuð frá Pommem. Með þeim tókust ástir, og giftu þau sig 3. nóvember 1950. Þau hafa ekki átt böm saman, en dætur fyrri konu Áma hafa alist þar upp í góðu atlæti. Þær em nú famar að heim- an, en em oft á Seli um tíma á sumrin Áma og seinni konu hans til ánægju. Bærinn Sel í Grímsnesi stendur austan við fyallið Mosfell í sömu sveit, og er þar fallegt útsýni til suðurs, austurs og norðurs, en Mosfell skyggir á útsýn til vesturs. — Selsland er fremur stórt og liggur að Brúará á samtals 4—5 km löng- um kafla. í Brúará er talsverð sil- ungsveiði og nokkur laxveiði, sem leigð hefur verið sumargestum hin síðari ár. — Þess skal getið, að Ámi var mjög duglegur til allra verka. Hann ræktaði mikið á fyrri búskap- aráram sínum frá 1950 til 1970. Eftir að hann seldi kýmar 1972, hætti hann að mestu leyti við jarð- rækt, enda túnin orðin nógu stór. Eftir að skurðgröfumar komu til landsins 1947, gróf hann mýrina neðan og norðan við bæinn allmikið. Túnin á Seli em ca 50 ha. Árið 1951 keypti Ámi fyrst dráttarvél og síðar hinar nauðsynlegustu heyvinnuvélar og fleiri dráttarvélar. Öllum þessum vélum var haldið vel við og entust lengi. Einnig keypti hann jeppa og ýmis áhöld, sem tré- smiðir þurfa á að halda. Eftir að Ami giftist Ellinor, ferð- uðust þau til útlanda, oft til Þýska- lands og einnig til Afríku og Amer- íku. Ámi naut þessara ferða í ríkum mæli, m.a. vegna þess að Ellinor talar Norðurlandamálin, þýsku og ensku ágæta vel. — Gripahús byggði Ami vel og vandlega og oftar en einu sinni. Einnig byggðu þau hjónin ibúðarhús 1958, kjallara og hæð með risi, sem í em 4 svefn- herbergi. Rafmagn kom þangað 1959, og er allt íbúðarhúsið hitað upp með rafmagni. Snyrtimennska hefur ávallt fylgt Áma og Ellinor, og í kringum íbúðarhús þeirra er stór og fallegur trjágarður. Ámi var síðustu æviár sín fremur heilsuveill. Mjmdin sem fylgir þess- um línum er af Áma sextugum. Ámi sóttist ekki eftir neinum veg- tyllum, en þó var hann í sóknar- nefnd Mosfellskirkju í mörg ár. Honum var mjög annt um kirkju sína og hlúði oft að henni og umhverfi hennar. Ámi varð bráðkvaddur 27. des- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Skálholtskirkju 7. janúar að viðstöddu miklu Qölmenni, en jarðsettur var hann á Mosfelli. Ámi var frábærlega vandaður og traust- ur maður í hvívetna, einstakt prúð- menni og mikils metinn af öllum sem honum kjmntust. Eftirlifandi eiginkonu Áma, dótt- ur hans og fósturdóttur votta ég dýpstusamúð. Grimur Ögmundsson Ég er vissulega stoltur og lán- samur að hafa fengið að tengjast þessum hjónum. Ávallt verðum við hljóð, hversu mjög sem við vitum um hið óum- flýjanlega. Sú kona er við nú kveðj- um, var ósköp venjuleg fslensk hús- móðir, sem umfram allt bar hag sinna nánustu fyrir bijósti öllu öðm fremur. Mér er enn og verður ávallt í fersku minni fyrstu kynni okkar. Ég var svo hjartanlega velkominn á heimilið og þar bar húsmóðurina hæst, miðdepil alls. Þessi tígulega granna og hvika kona. Oft gleymd- ust staður og stund er hún tók að segja frá og leika gömlu góðu dagana, sérstaklega frá straustof- unni góðu. En svo sjmtir yfír. Fjrrir réttum 23 ámm verður hún fyrir því að lamast og er bundin við hjólastól upp frá því. Þetta var mikið áfall. Hún sem aldrei hafði kennt sér meins og var allra manna léttust á fæti. En það var hennar lán að eiga samhenta fjölskyldu, þar sem hver rejmdi eftir bestu getu að létta henni bjrðina, einkan- lega sonur hennar Guðmundur og kona hans Anna, á meðan hans naut við. Já hún átti eiginmann, sem af fádæma ósérplægni bókstaflega bar hana á höndum sér. í öll þessi ár féll ekki dagur úr hjá honum, að heimsækja konu sína suður að Sólvangi í Hafnarfirði. Ég get ekki látið hjá líða að flytja kærar kveðjur og þakkir til stairfs- fólks Sólvangs, fyrir frábæra umönnun og þolinmæði. Ég trúi því og veit, að nú þegar hún er komin til æðri heima, sam- einast hún og biður með sjmi sínum fyrir sfyrk og huggun eiginmanni sínum til handa. Guð blessi hana Tengdasonur t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEFANÍA ÓSK JÓSAFATSDÓTTIR, Grenimel 17, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 20. mars kl. 13.30. Gunnar Oddsson, Guðrún Ólafsdóttir, Kristinn Oddsson, Hansina Bjarnadóttir, Þórir Oddsson, Guðrún Ósk Sigurðardóttir, Hafsteinn Oddsson, Anna Fanney Reinhardsdóttir, Evy Britta Kristinsdóttir, Ottó Sturluson, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför móður okkar, KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR OLSEN, áður búsett I Bergholti, Vestmannaeyjum, fer fram frá Aðventukirkjunni i Reykjavík, miðvikudaginn 19. mars kl. 15.00. Börn hinnar látnu. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KJARTAN BJÖRNSSON, Hringbraut 52, Keflavik, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 19. mars kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Giktarfélag íslands. Katrfn Kristjánsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför GEIRLAUGAR KONRÁÐSDÓTTUR frá Bragholti. Jenný Jónsdóttir, Sveinn Þórðarson, Margrét Þórðardóttir, Grettir Frímannsson, Jóna Þórðardóttir, Steindór Kárason. t Þökkum auösýnda samúð viö andlát og útför SALVARS F. EINARSSONAR, sem lést í Borgarspitalanum 6. mars sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Þ. Salvarsdóttir, Gunnar Salvarsson, Sigurður Þ. Salvarsson. Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð og með góðu línubili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.