Morgunblaðið - 18.03.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.03.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR18. MARZ1986 to&tnsMitMfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakiö. Ný stjórn í Frakklandi Milli 7 og 800 manns stofnfund Félags ald í Reykjavík og nágr Francois Mitterrand, Frakk- landsforseti, er slyngur stjórn- málamaður. Hann hefur verið leið- togi franskra sósíalista í rúma tvo áratugi. Hann barðist við Charles de Gaulle, Georges Pompidou og Valery Giscard d’Estaing um for- setaembættið og vann sigur að lokum. Þá einsetti hann sér að gera flokk sósíalista að öflugustu stjómmálafylkingu vinstri manna í Frakklandi og ýta kommúnistum til hliðar. Úrslit kosninganna á sunnudag staðfesta, að forsetinn hefur náð þessu markmiði. Franski kommúnistaflokkurinn, sem hefur að jafnaði notið stuðnings milli 20 og 30% kjósenda frá stríðslokum, fær nú um 10% atkvæða og á jafn marga menn á þingi og nýr flokkur öfgamanna til hægri, Þjóðemis- fylkingin. Sósíalistar skipa fjölmennasta þingflokkinn á hinu nýkjöma þingi. Á hinn bóginn unnu hægrimenn nauman meirihluta í kosningunum og það kemur í hlut Lýðveldissam- bandsins (RPR) undir forystu ný- gaullistans Jacques Chirac og Lýð- ræðisbandalagsins (UDF) undir forystu Valery Giscard d’Estaing, fyrrum forseta, að standa að baki nýrri ríkisstjóm. í fyrsta sinn síðan 1958, þegar de Gaulle fékk sam- þykkta stjómarskrá fímmta lýð- veldisins, þar sem forsetanum er veitt meira framkvæmdavald en tíðkanlegt er um evrópska þjóð- höfðingja, nýtur forsetinn ekki meirihlutastuðnings á þingi. Reyn- ir nú í senn á innviðina í stjóm- kerfí fímmta lýðveldisins og hæfni manna á vinstri og hægri væng franskra stjómmála til að starfa saman, en tvö ár eru eftir af kjör- tímabili Mitterrands. Frakklandsforseti felur þeim, sem hann velur, umboð til að mynda ríkisstjórn. Fyrir kosningar var því haldið á loft, að Jacques Chirac, borgarstjóri í París, yrði fyrir valinu, ef hægrimenn ynnu verulegan sigur. Færi svo, að þeir rétt merðu að ná meirihluta, kynni forsetinn að velja forsætisráðherra úr röðum þeirra, sem ekki hafa verið jafn hatrammir og Chirac. Mitterrand gaf ótvírætt til kynna í kosningabaráttunni, að hann liti svo á, að hann hefði frjálsar hendur við val á forsætisráðherra. Það kæmi ekki á óvart, að forsetinn veitti þeim umboð til að mynda ríkisstjóm, sem hægrimenn sætta sig ekki alls kostar við en verða þó að þola. Á meðan óráðið er, hver verður forsætisráðherra, er vandasamt að segja fyrir um breytingar á stjóm- arstefnunni í Frakklandi. Utan- ríkisstefnan breytist ekki. Francois Mitterrand hefúr að ýmsu leyti fylgt skýrari og afdráttarlausari utanríkisstefnu en fyrirrennarar hans. Chirac er talsmaður þess, að Frakkar taki þátt í geimvam- aráætlun Bandaríkjamanna, sem Mitterrand hefur ekki viljað. I innanlandsmálum vilja hægrimenn hverfa frá ríkisafskiptum og ríkis- rekstri. Þeir fylgja einarðari stefnu í því efni nú heldur en þegar þeir fóm með völd í Frakklandi frá 1958 til 1981. Framgangur Þjóðemisfylking- arinnar, er byggir á stefnu, sem mótast að verulegu leyti af andúð á útlendingum og innflytjendum til Frakklands, er hvorki gleðiefni fyrir þá sem eiga eftir að sitja með fulltrúum hennar á þingi né aðra. Frönsku efnahagslífí verður ekki bjargað með pennastriki gegn innflytjendum. Hins vegar stuðlar málflutningur Jean-Marie le Pen, formanns Þjóðemisfylkingarinnar, að öfgum og spennu í frönskum stjómmáium, sem oft em undan- fari stjórnleysis og ófamaðar. Eins og Mitterrand hefur tekist að vængstýfa öfgaflokkinn til vinstri, kommúnistana, þurfa hægrimenn að setja le Pen og félögum hans stólinn fyrir dymar. Hafna Sameinuðu þjóðunum Yfírgnæfandi meirihluti Sviss- lendinga hafnaði því í þjóðar- atkvæðagreiðslu á sunnudag, að land þeirra gerðist aðili að Samein- uðu þjóðunum (SÞ). Ríkisstjóm landsins og báðar deildir þingsins höfðu eindregið hvatt til aðildar- innar. Helstu röksemdir andstæð- inga aðildar vom þær, að það samrýmdist ekki hlutleysisstefn- unni, sem mótuð var 1815, að taka þátt í SÞ; öryggisráðið gæti skipað aðildarríkjum að taka hlutdræga afstöðu til annarra ríkja og jafnvel beita þau valdi. Þá var því einnig haldið fram, að enginn ávinningur væri að aðild að SÞ, þær væm ekki annað en „kjaftaþing", sem kostaði stórfé að sækja. Einangmnarhyggjan að baki hlutleysisstefnu Svisslendinga, sem þó em í hjarta Evrópu, kemur okkur jafnvel á óvart, er búum fjarri meginálfum. Svissneska rík- isstjómin lítur á þessa niðurstöðu þjóðarinnar sem áfall. Til marks um viðleitni hennar til að útiloka misskilning af þessu tilefni má nefna skeyti, sem sendiráð Sviss í Osló sendi Morgunblaðinu þegar úrslitin lágu fyrir síðdegis á sunnu- dag. Þar harmar svissneska ríkis- stjómin niðurstöðuna, sem hún segist virða. Á hinn bóginn telur stjómin varla unnt að bæta óhag- ræðið af því að standa utan SÞ upp með nokkm öðm. Fyrir Sameinuðu þjóðimar er það vissulega álitshnekkir, að hin dugmikla svissneska þjóð skuli hafna aðild. STOFNFUNDUR félags aldr- aðra borgara í Reykjavík og ná- grenni var haldinn á Hótel Sögu í Súlnasal á laugardaginn. Milli 7 og 800 manns sóttu fundinn og fylltu húsakynnin, þannig að menn urðu frá að hverfa. Snorri Jónsson, nýkjörinn for- maður félagsins og jafnframt einn hvatamaðurinn að stoftiun þess, sagði í samtali við Morgunblaðið að fundurinn hefði sýnt að áhugi á þessu máli væri mikill. Sagði hann um 20 þúsund einstaklinga vera á aldrinum 60 ára og eldri á Stór- Reykjavíkursvæðinu en það er sá hópur fólks sem félagið nær til. Hlutverk félagsins er að gæta hagsmuna eldra fólks, meðal annars með því að vinna að auknu efna- hagslegu öryggi þess, koma upp vinnu og félagsaðstöðu fyrir það og leitast við að hafa aukin áhrif á ákvarðanir og lagasetningar sem varða aldraða. Það kom fram í máli Snorra Jóns- sonar á fundinum, að ekki væri óalgengt að fólk sem væri farið að nálgast eftirlaunaaldurinn eða komið á hann vissi hreinlega ekki, hvað því stæði til boða og því væri stofnun félags af þessu tagi mjög brýn. Hann vitnaði einnig til skoð- anakönnunar sem Verzlunarfélag Reykjavíkur lét gera meðal félags- manna sinna 60 ára og eldri fyrir tveimur árum. Þar kom fram að tæplega helmingur þeirra kviði eftirlaunaaldrinum og flestir yrðu fyrir verulegum tekjulækkunum. Sagði Snorri að því væri ljóst að til yrði að vera félag sem léti sig hagsmunabaráttu aldraðra varða. Fleiri urðu til að taka til máls og þar á meðal voru biskupinn yfír íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson, sr. Sigurður H. Guðmundsson og Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ. Fimmtán manna stjóm var kosin á fundinum og í henni sitja auk Snorra Jónssonar, formanns, og Guðríðar Elíasdóttur, varafor- manns, þau Adda Bára Sigfúsdótt- ir, veðurfræðingur, Aðalheiður Bjamfreðsdóttir, formaður Sóknar, Ámi Jónsson. verkamaður, Barði Hver einasti krókur og kimi Súlnasalarins var þétt setinn. Erfðarannsóknír á íslandi: Mikilvægt að hefja skipu- legar kynbætur á eldisfiski — segir Jónas Jónasson hjá Veiðimálastofnun HÉR Á landi eru miklir mögu- leikar til að ná góðum árangri í kynbótum á laxfiskum i eldis- stöðvum og íslendingar verða að fara út í siíkar kynbætur með skipulegum hættí ef þeir ætla að verða samkeppnisfærir á þessum markaði. Þetta kom meðal ann- ars fram í máli Jónasar Jónas- sonar liffræðings hjá Veiðimála- stofnun í erindi sem hann flutti á ráðstefnu Liffræðifélags fs- lands um erfðarannsóknir á ís- landi sem haldin var í Odda sl. laugardag. Jónas skýrði frá því að Norðmenn hafí stundað kynbætur laxfíska með góðum árangri. Markmið þeirra hafí verið tvíþætt. Annars vegar að auka vaxtarhraða og hins vegar að seinka kynþroska físk- anna, vegna þess að þeir hætta að vaxa er þeir verða kynþroska. Árangurinn hefur orðið sá að vaxt- arhraði hefur aukist um 2,7 til 3,6% á ári eða um 35% á þremur kynslóð- um físka. Með þessum árangri hefðu Norðmenn sýnt fram á að með því að veija 7,5% af árlegu framleiðsluverðmæti í laxeldi þar í landi til kynbóta mundi sú ijárfest- ing skila 20% ársávöxtun. Að sögn Jónasar eru líkur til að ná megi enn betri árangri hér á landi, einkum vegna þess að við getum notað jarðhita við eldið og þannig stytt kynslóðabil fískanna. Hann lagði áherslu á að í upphafí yrði að setja skýr markmikð um, að hveiju væri stefnt með kyn- bótunum. Framkvæmd þeirra yrði siðan með þeim hætti að byggja þyrfti sérstaka kynbótastöð. Þar yrðu u.þ.b. 150—200 hópum systk- ina og hálfsystkina haldið aðgreind- um í keijum. Þessir hópar yrðu notaðir til undaneldis með þeim hætti að seiði yrðu send til hinna ýmsu eldisstöðva og þar yrðu síðan haldnar um þau nákvæmar skýrslur líkt og nú tíðkast við kynbætur á nautgripum og sauðfé. Jónas lagði áherslu á að mikil- vægt væri að ráðast í þessar fram- kvæmdir þó dýrar séu til að tryggja sem bestan árangur í fískeldi hér á landi. Hann varaði þó jafnframt við því að flana að þessu, því hafa verður í huga þá hættu sem skapast þegar eldisfískur blandast við villta stofna í ám landsins. Því sé þörf á ítarlegum rannsóknum á þessu sviði. Fjölmenn ráðstefna Fjöldi fyrirlestra var fluttur á ráðstefnunni, sem var fjölsótt. Meðal annars var greint frá nýjum aðferðum sem farið er að beita við litningarannsóknir á Rannsóknar- stofu Háskólans. Með þeim má sjá litningamynd fósturs þegar á 9,—11. viku meðgöngu, með því að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.