Morgunblaðið - 18.03.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.03.1986, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR18. MARZ1986 Leit og björgun: Fyrstu klukkustundirnar skipta yfirleitt sköpum eftir Sighvat BlöndaJ Furðuleg tilsvör Hermanns Vals- sonar, annars tveggja manna er týndust í Botnssúlum á dögunum, eru tilefni þessara skrifa. Eftir að tugir björgunarsveitamanna höfðu verið við leit um hálfan sólarhring var það eina sem Hermann „vinur" minn hafði að segja, að þetta væri nú meiri vitleysan. Björgunarsveitir æddu út til að leita að þaulvönum Qallamönnum, sem ekkert amaði að. Er málið svona einfalt? Hermann var ásamt þremur félögum sínum á ferð í Botnssúlum. Líða tók á kvöld og tveir félaganna höfðu verið talsverðan tíma við bílinn og veður var farið að versna verulega, auk þess sem veruleg snjóflóðahætta var í Qöllunum. Hermann og félagi hans, Stefán, komu ekki fram. Ekki vissu björgunarsveitimar neitt um það. Það voru hins vegar félagar þeirra Hermanns og Stefáns sem settu sig í samband við lögregluna á Selfossi ásamt aðstandendum þeirra félaga. í kjölfar þess var haft samband við björgunarsveitir, sem að sjálfsögðu brugðu skjótt við og héldu til íjalla. Það þarf enginn að láta sér detta í hug, að björgun- arsveitamenn æði upp í fjöll í vit- lausu veðri sér til skemmtunar eins og í þessu tilviki. Þeir héldu til leitar að beiðni aðstandenda og lögreglu. Mat leitarstjómar í þessu tilviki var, að þrír möguleikar væru sterk- astir í þessu tilviki. í fyrsta lagi gætu þeir félagar hafa komið sér í skála íslenska alpaklúbbsins, sem sem betur fer reyndist vera stað- reynd málsins. í öðru lagi var sá möguleiki sterklega fyrir hendi, að þeir félagamir hefðu hreinlega hrapað í klettum við klifur og slasað sig, eða jafnvel týnt lífi. Þriðrji möguleikinn var síðan sá, að þeir hefðu lent í snjóflóði, en hætta var veruleg á slíku á þessum tíma. Ef þessir hlutir em skoðaðir í réttu ljósi má það vera öllum ljóst, að full þörf var á því að kalla út björgunarsveitir, sérstaklega vel þjálfaða Qallamenn, sem hefðu auk þess sérþekkingu á snjóflóðum. Allt tal Hermanns og reyndar fleiri sem tjáð hafa sig um málið um að allt of fljótt hefði verið bmgðið við af hálfu björgunarsveitanna og alltof margir menn hefðu verið dregnir inn í dæmið af þeirra hálfu er því út í hött. Ef litið er á fyrsta möguleikann, það er að þeir félagámir hefðu komist í skálann eins og raunin var, má segja að ekki hefði þurft að senda tugi manna til leitar, en slíkt gátu menn að sjálfsögðu ekki séð fyrir og því óþarfi að ræða um það frekar. Annar möguleikinn var sá, að mennimir hefðu hrapað við klifur í klettabelti í Botnssúlum. í því dæmi skipti auðvitað mestu máli, að finna mennina, sem hugsanlega væm illa slasaðir og koma þeim undir læknishendur. Sem sagt full ástæða til að senda tugi manna til leitar. Fyrstu mínútur og klukku- stundir eftir að slysið skeður em auðvitað mikilvægastir. Aðstæður vom slíkar, að ekki sást út úr augum og björgunarsveitarmenn máttu hafa sig alla við að komast áfram og hefði ekki veitt af vemleg- um fjölda til leitar. Þriðji möguleikinn í þessu dæmi var síðan sá að mennimir hefðu lent í snjóflóði. Það þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi þess að komast sem fyrst á staðinn í slíku tilviki. Fýrstu tveir klukkutímamir eftir að menn lenda í snjóflóði skipta sköpum um hvort tekst að bjarga mönnum. í snjóflóðum er ennfrem- Sighvatur Blöndal „Það þarf enginn að láta sér detta í hug, að bj örgunar s veitar menn æði upp á fjöll í vitlausu veðri sér til skemmtun- ar...“ ur mjög mikilvægt að hafa stóran vel þjálfaðan hóp manna. Af þvi sem hér að framan hefur verið rakið má það vera ljóst, að fullyrðingar Hermanns og fleiri um að björgunarsveitir hafi bmgðið of slqótt við og alltof margir menn hafí verið kallaðir til leitar eiga sér enga stoð í veruleikanum og em reyndar útí hött sé það haft í huga að Hermann er vanur fjallamaður og reyndar fyrrverandi björgunar- sveitarmaður og veit mjög vel hvað það skiptir miklu máli að bregða skjótt og vel við, þegar óhöpp verða. Þá má líka skjóta því að, að þetta var ekki í fyrsta sinn sem björgun- arsveitir hafa þurft að bregðast við vegna þessara tveggja manna. Spumingin hlýtur þvi að vera sú hvort þeir þurfí ekki að fara að hugsa sinn gang og temja sér meiri varkámi í ferðum sínUm. Björgunarsveitir leggja út mikinn kostnað við leitir sem þessar, auk þess sem menn hlaupa úr vinnu og leggja sig jafnvel í mikla hættu eins og í þessu tilviki þar sem um vem- lega snjóflóðahættu var að ræða í fjöllunum. Það er því alveg furðu- legt þegar fólki getur dottið í hug að orða þetta við leikaraskap eins og Hermann og fleiri sem hafa tjáð sig í fjölmiðlum að undanfömu. Björgunarsveitarmenn leggja á sig vemlega vinnu á hveiju einasta ári við æfingar og leitir. Innan vébanda þeirra er að fínna mjög vel þjálfaða sérfræðinga á öllum sviðum björg- unarsveitarstarfs, sem er í raun nauðsynlegt þegar óhöppin verða. Það skyldi enginn halda að björgun- arsveitarmenn litu á það sem skemmtun að fara út í vitlausu veðri um miðjar nætur til að aðstoða fólk í neyð. Hins vegar líta allir björgunarsveitarmenn á það sem skyldu sína og velta því alis ekkert fyrir sér þegar kallið berst. Menn taka sig einfaldlega til og leggja af stað. Höfundur er stjómarmaður í Flugbjörgunarsveitinm íReykja- vík. Leit og gikksháttur eftir Smára Olason Allnokkrar umræður hafa verið undanfarið vegna leitar að tveimur félögum úr Alpaklúbbnum þann 10. mars sl., ekki síst með tilliti til þess sem annar þeirra, Hermann Valsson, lét hafa eftir sér í fjölmiðlum. Sem faðir hins félagans, Stefáns Steinars Smárasonar, vil ég árétta nokkur atriði í sambandi við þetta mál, í þeirri von að umræður um það megi vera aðeins máleftialegri. Laugardaginn 8. mars ætluðu þeir félagar Hermann og Stefán að fara upp í Botnssúlur og dvelja þar yfir helgina. Þeir urðu þó að snúa frá vegna slæmrar færðar og fóru þeir því ekki fyrr en á sunnudagsmorgun ásamt tveim öðrum félögum úr Alpa- klúbbnum og héldu þeir í skála klúbb- sins í Súlnadal í Botnssúlum. Félagar þeirra héldu niður aftur um eftirmið- daginn en Hermann og Stefán fóru út í kletta í klifur til þess að fá sem mest út úr deginum. Hér er það sem þeir gerðu mistökin, þeir uggðu ekki að sér og fyrirvaralítið skall á þá mjög slæmt veður. Þeir gera þá það eina rétta sem þeir geta gert, en það er að fara í skálann og láta þar fyrir- berast um nóttina. Félagar þeirra biðu við bílinn niðri í Svartagili, en þegar komið er verulega fram yfír umsaminn komutíma þeirra niður gera þeir það eina sem rétt er í stöðunni, þeir fara til byggða og tilkynna það, að félagar þeirra hafi ekki komið á umsömdum tíma til byggða, ekki sé vitað hvar þeir séu niðurkomnir og hið versta veður sé skollið á. Tilkynning um þetta berst lögreglunni á Selfossi rétt eftir miðnætti. Þeir félagar eru báðir reynd- ir fjallamenn og klifurmenn, Hermann er vel þekktur fyrir harðfylgni og dugnað og þó Stefán sé enn ungur að árum heftir hann þjálfað sig á síð- ustu 5—6 árum af miklu kappi í þess- ari grein. Ábyrgir björgunaraðilar geta þó ekki við þessar aðstæður brugðist öðruvísi við en að kalla út til leitar, því hvað EF eitthvað hefði komiðfyrir, slys og óhöpp geta alltaf hent. Ákvörðun leitarstjómar að kalla út björgunarsveitir var því það eina sem hægt var að gera í þessari stöðu. í þessari leit sannaðist það, að ekki er alltaf hægt að treysta á tæknina og tækin. Vélsleðar voru nær algjör- lega gagnsiausir, fullkomnustu snjó- bílar komust illa áfram og ekki var hægt að koma því við að beita flugvél- um eða þyrlu. Það eina sem dugði við þessar aðstæður var harðsnúið lið fiallgöngumanna á fjallaskíðum, en þeir sýndu enn einu snni af sér mikið harðfylgni og dugnað. Leitarmenn reyndu að komast að skálanum úr þrem áttum en þeir sem fóru lengstu leiðina, sem reyndist vera eina færa leiðin að honum, komust að lokum rétt fyrir klukkan hálf tólf um morguninn, en þá höfðu þeir verið á ferðinni frá því klukkan hálf fímm um nóttina. Eins og áður sagði verður leitar- stjóm að taka alla möguleika með í reikninginn þegar hún skipuleggur leit. í stuttu máli má segja sem svo að möguleikamir hafí verið þessin 1. Félagamir sjá sér ekki fært að komast til byggða er veðrið skellur á og þeir snúa til baka í skálann. 2. Veðrið kemur þeim á óvart í klett- unum, þeir lenda í vandræðum, annað- hvort festast þeir í miðju bjargi eða þeir hrapa. 3. Þeir eru komnir af stað til byggða og komnir of langt þegar veðrið skell- ur á til þess að snúa til baka í skálann. Þeir geta látið fyrirberast þar sem þeir eru, enda vel búnir, þó ekki til næturdvalar, eða þeir geta reynt að halda áfram. Þar sem oftast er farið niður úr Súlnadal er erfíð leið í góðu færi og veðri og þeir gæðu hafa hrapað í klettunum í niðurgöngu. 4. Þeir gætu hafa lent í snjóskriðu, en við þessa snöggu veðrabreytingu skapaðist allmikil snjóskriðuhætta á svæðinu. Leitarstjóm boðar út til leitar miðað við alla möguleika, það er ekki hægt að fara að kalla út t.d. hunda og leitar- menn með tæki til snjóflóðaleitar þegar komið er að snjóflóðinu. Höf- uðáhersla var lögð á það að leitarmenn „Það er ekki hægt að lýsa þeim létti sem greip okkur öll þegar þau skilaboð bárust í gegnum talstöðina að þeir félagar væru við besta yfirlæti í skála Alpaklúbbsins.“ kæmust sem fyrst i skálann til þess að ganga úr skugga um það hvort þeir félagamir væru ekki þar í góðu yfirlæti. Við bárum allan tímann þá von í brjósti, en að sjálfsögðu getur maður aldrei verið viss, og ráðstafanir verður að gera miðað við það versta þó svo að maður voni það besta. Aðstæður á leitarsvæðinu voru nær ólýsanlega slæmar eins og sjá má út frá því, að við gerðum ráð fyrir því að leitarmenn yrðu komnir að skálan- um um sexleytið um morguninn, en þeir komu ekki fyrr en rétt fyrir klukk- an hálf tólf eins og áður sagði. Um sjöleytið um morguninn var ekki um neitt annað að gera fyrir leitarstjóm en að boða út meira lið, menn eru að fara að tygja sig til vinnu og erfíðara að ná í þá aftur fyrr en eftir kl. 9 til þess að boða þá út. Það lið, sem þá var boðað út, var haft í viðbragðsstöðu í bækistöðvum þjörg- unarsveitanna, en ekki beint inn á svæðið fyrr en fullvissa fengist fyrir því að þeir félagar væru EKKI í skál- anum, en þá hefði leit virkilega hafíst að fullri alvöru, þá væri ljóst að eitt- hvað alvarlegt hefði komið fyrir. Það er ekki hægt að lýsa þeim létti sem greip okkur öll þegar þau skilaboð bámst í gegnum talstöðina að þeir félagamir væm við besta yfirlæti í skála Alpaklúbbsins. Efst í hugum okkar aðstandenda var þakklæti til allra þeirra aðila sem hvenær sem er og við hvaða aðstæður sem er em alltaf tilbúnir til þess að leggja á sig ómældan tíma og erfíði til þess að koma til hjálpar, sé þess óskað. Þegar þessu er öllu giftusamlega lokið er tímabært að setjast niður og velta því fyrir sér hvað betur hefði getað farið og hvað ekki var í lagi. Eins og áður sagði em það mistök þeirra félaga, að þeir ætla sér að fá sem mest út úr deginum og veðrið kemur þeim á óvart. Þeir fara ekki nógu varlega að því leyti að þeir tefla á tæpasta vað með það að hafa ekki nógan tíma. Varkámi er höfuðdyggð ferðamennskunnar og það má hafa í huga þá reglu sem ég hef heyrt að einn íslenskur kafari hafi, en það er það að þegar ■/« af súrefnismagni kútsins er eftir fer hann upp, sama hvernig á stendur, hann teflir ekki á tæpasta vaðið. Að öðm leyti höguðu þeir félagar sér alveg hárrétt og bmgðust rétt við. Þetta atvik leiðir óhjákvæmilega hugann að því hvemig búið er að fjarskiptamálum á íslandi. Jafn sjálf- sagður öryggisbúnaður og talstöð er ekki í þessum skála frekar en öðmm fjallaskálum, en það er einna helst í björgunarskýlum Slysavamafélagsins sem þær er að fínna. Algengasta gerð af fjarskiptabúnaði í eigu almennings er það sem nefnt er CB (FR-stöðvar), en gallinn er sá að þær em skamm- drægar og ekki er hægt að treysta á þær að fullu sem öryggistæki. Opinber þjónusta í talstöðvamálum á landi er engan veginn eins vel upp byggð eins og á sjó. Á landi er til nokkuð fullkomið kerfí fyrir bílstöðvar (Gufunes), en það hefur algjörlega verið vanrækt að byggja upp hliðstætt kerfí á VHFF, þar sem helst er kostur á meðfærilegum og vönduðum tal- stöðvum fyrir gangandi menn, þeir eiga ekki völ á neinu almennu þjón- ustukerfi. Það vantar tæknilega séð skilyrði fyrir léttar stöðvar, sem gang- andi ferðamenn gætu átt eða t.d. leigt hjá ferðaklúbbum, til þess að hafa með sér þegar farið er á fjöll. { sam- tölum mínum við menn úr fjarskipta- hópum björgunarsveitanna hefur komið fram sú hugmynd, að hugsan- lega væri hægt að rýmka reglur um bflsíma og nota einfaldari tæki fyrir gangandi ferðamenn á þeirri þjónustu- bylgju. Islenski Alpaklúbburinn er víst mjög fjárvana félag og telur sig ekki hafa efni á því að eiga talstöð til þess að setja í skálana. Það er einnig mjög erfitt að fá að hafa slíka hluti í friði, svo fáránlegt sem það nú er. Þessi skáli hefur þó þá sérstöðu að vera fjarri almannabyggð, en það er eins og að það gangi villimenn um landið, jafnvel nauðsynleg öryggistæki fá ekki að vera í friði. Þetta virðingar- leysi gagnvart verðmætum og örygg- isbúnaði er eitt sér alvarlegt áhyggju- efni. Þegar kallað er út til leitar spyr enginn aðili að því hvað það kosti og allir eru tilbúnir til þess að leggja hvað sem er á sig til þess að bjarga því sem bjargað verður, en því miður er eins og fyrirbyggjandi starf standi meir í mönnum, þegar kemur að því að borga fyrir sjálfsögð og nauðsynleg öryggistæki fá ekki að vera í friði. Þetta virðingarleysi gagnvart verð- mætum og öryggisbúnaði er eitt sér alvarlegt áhyggjuefni. Þegar kallað er út til leitar spyr enginn aðili að því hvað það kostar og allir eru til- búnir til þess að leggja hvað sem er á sig til þess að bjarga því sem bjargað verður, en því miður er eins og fyrir- byggjandi starf standi meir í mönnum, þegar kemur að því að borga fyrir sjáífsögð og nauðsynleg öryggistæki er enginn tilbúinn til þess að bera kostnað af því. Eg vil því gera það að tillögu minni að Slysavamafélagið og landssambönd hjálparsveita skáta og flugbjörgunarsveita taki sig saman og reyni að stuðla að fyrirbyggjandi starfí með tilliti til þess að koma fyrir talstöðvum í afskekktum fiallakofum. Eins vil ég gera það að tillögu minni að Póst- og símamálastoftmnin taki reglur um almenn fiarskipti til ræki- legrar endurskoðunar og hætti að líta á notkun almennings á talstöðvum sem leikaraskap en skilji þýðingu þeirra sem öryggistækja. Frá sjónarhóli þeirra félaga Her- manns og Stefáns voru þeir aldrei týndir, en þeir mega ekki gleyma því að þegar ferðaáætlun þeirra fer úr- skeiðis hafa skapast þær aðstæður að ástæða er til þess að gera ráðstafanir til að ieita að þeim. Borginmannleg ummæli Hermanns hafa farið allnokk- uð fyrir bijóstið á mörgum og undrar mig það ekki. Það sem mér fínnst mest miður er það, að þau hafa komið björgunaraðilum í vamarstöðu, en þá er höggvið þar sem síst skyldi. í hvert skipti sem björgunaraðilar eru kallaðir út vonar maður að allt gangi vel og ekki hafí orðið slys, það eru því annar- leg sjónarmið sem komið hafa fram hjá almenningi, að útkall sé tóm vit- lcysa þegar alit hefur farið vel. Það er aldrei hægt að sjá fyrirfram og betra er að gera of miklar ráðstafanir en að naga sig í handarbökin fyrir það að þær hafí ekki verið nógar. Höfundur er yfirkennari, fyrrum félagi í Hjáiparsvcit skáta í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.