Morgunblaðið - 18.03.1986, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR18. MARZ1986
6
UTVARP / SJONVARP
Nýr dagnr
Jarðarför Olof Palme setti mik-
inn svip á dagskrá ríkisfjölmiðl-
anna þessa helgi eins og vera ber,
þvi ég held að flestir geti verið
sammála um að Olof Palme hafi
verið ókrýndur talsmaður hinna
hófsamari afla í heimi hér. Þannig
hefir Olof Palme tekist að sigla
Svíþjóð einhversstaðar mitt á milli
freigáta risaveldanna og það með
fullri reisn. Hann hefir beitt sér
fyrir samfélagi sem er þróttmikið á
efnahagssviðinu án þess þó að
auðnum sé jafn átakanlega misskipt
og sums staðar í hinum vestræna
heimi ogþessarijöfnun lífskjaranna
hefir hann komið á án þess að læsa
samfélagið í greipar hinnar aust-
rænu miðstýringar.
Frásögn sænska sjónvarpsins af
hinstu kveðjustundinni var í senn
áhrifarik og virðuleg. Rauðu rósim-
ar er fólkið kastaði í braut líkfylgd-
arinnar bera vott um ást þess. Orð
Willy Brandt er hann frétti af dauða
Olof Palme eiga hér vel við: Hversu
fátækari er ekki veröld þyrst f frið
og réttlæti. Hafi íslenska sjónvarpið
þökk fyrir beinu útsendinguna að
þessu sinni.
Söngvakeppnin
Úrslit fslensku söngvakeppninn-
ar voru á skjánum síðastliðið laug-
ardagskveld. Þar var vel að verki
staðið, sviðsmyndin að visu gamal-
kunnug og búningar allir en Bobby-
socks-stúlkumar léðu húllumhæinu
lit. Reyndar varð mér ljóst er ég
sá búninga stúlknanna að sennilega
væru svona sjóræningjabúningar
einsog hann Eiríkur Hauksson var
keyrður í í tísku þessa stundina,
vantaði bara sverðið og svarta lepp-
inn. Ég ætla ekki að leggja hér
persónulegt mat á sigurlag keppn-
innar, en tek undir áskomn kynnis-
ins Jónasar R. Jónssonar. Og nú
verðum við öll að sameinast um
sigurlagið. En þá er bara að finna
söngfugla til að kyija lagið vestur
í Björgvin.
Ófögnuður
Sá er hér stýrir penna er mjög
óhress með fréttaflutning útvarps-
ins af „unglingasýningum"
skemmtistaðanna en í útvarpinu
hafa þessar sýningar nánast hlotið
blessun fréttamanna. Fréttamenn
útvarpsins virðast ekki skilja alvöru
málsins, þá staðreynd að sólböð
húsmæðra á sólarströndu eiga
ekkert skylt við „náttfatasýningar"
og „blautbolskeppni" stelpukrakka.
Mannorðið verður trauðla endur-
heimt glatist það á annað borð og
ég er ansi hraeddur um að mannorð
sumra stelpukrakka er gírugir
kaupahéðnar hafa ginnt í „nátt-
fatasýningar" og „blautbolskeppni"
sé í bráðri hættu. Við sem stundum
kennslu á framhaldsskólastigi finn-
um fyrir þeim þrýstingi sem stelpu-
krakkamir eru beittir af kaupa-
héðnunum. Þannig er algengt að
skólanemar vinni langt fram á
nætur á börum borgarinnar. En
hvers megna kennarar og foreldrar
gegn þessu gíruga valdi? Ef menn
vilja spyma við fótum og bjarga
mannorði krakkanna þá er jafnvel
spýtt lygasögum í blöðin. Hvemig
stendur á því að löggjafinn hefst
ekkert að til vamar æskulýð þessa
lands eða er hægt að horfa öllu
lengur uppá kaupahéðnana misnota
sakleysi krakkanna? Ríkisfjölmiðl-
amir mættu að ósekju taka þessi
mál til gagngerðrar endurskoðunar.
Minnumst þess að fréttamenn
ávinna sér ekki traust þjóðarinnar
nema þeir sýni siðferðilegan styrk
og sjái í gegnum vélabrögð hrapp-
anna.
Ólafur M.
Jóhannesson
Fjársjóðsleitarfólkið glaðbeitta.
Börní
fjársjóðsleit
■■■■ í dag les Ragn-
9 05 heiður Stein-
““ dórsdóttir ann-
an lestur bamasögunnar
„Beta, heimsmeistarinn"
eftir Vigfús Bjömsson.
Þetta er saga af fimm ára
telpu, Betu, sem varð að
fara á hæli fárveik af berkl-
um. Hún þráði að komast
heim og greip til sinna ráða
með stórkostlegum
árangri. Þegar hún yfírgaf
berklahælið veitti yfirlækn-
irinn henni sæmdarheitið
„heimsmeistari í bata“.
Þótt berklaveikin hafí
verið þjóðarböl á íslandi
fram undir miðja þessa öld
er ekki víst að ungt að
ungt fólk viti almennt
mikið um þessa veiki, sem
lagðist oft á böm og fólk
í blóma lífsins. Berklamir
heijuðu um allt land. Heilu
Qölskyldumar urðu fóm-
arlömb veikinnar og þá
helst þeir sem bjuggu við
bágust kjörin.
Bach-tónleikar
Á dagskrá útvarpsins í
kvöld verður útvarp frá
tónleikum Bach-akadem-
íunnar í Stuttgart sl. sum-
ar. Fluttir verða þættir úr
Lúkasar-passíunni eftir
eiginhandamótnahandriti
Johanns Sebastians Bach.
Flytjendur eru Edith
Wiens, Mechtild Georg,
Christa Palmer, David
Gordon, Andreas Schmidt,
Bach-kórinn í Marburg og
Bach-collegium-kammer-
sveitin í Stuttgart undir
stjóm Wolframs Wehnert.
Ekkert sjónvarp 1 kvöld
Sjónvarp fellur niður í
kvöld, þriðjudagskvöld,
vegna uppsagna tækni-
manna hjá ríkisútvarpinu.
Búast má við tmflunum á
áður auglýstri dagskrá
sjónvarpsins meðan þetta
ástand varir. T.d. er reikn-
að með að þátturinn „Á líð-
andi stundu" falli niður
annað kvöld, miðvikudags-
kvöld. Að öðru leyti verður
reynt að sjónvarpa sam-
kvæmt áætlun fram á laug-
ardag, en búast má við að
útsendingar falli niður á
sunnudag að óbreyttu
ástandi.
Meðan ekki fást tækni-
menn til starfa fellur Morg-
unvakt rásar 1 niður en
morgunþulir munu fylla
upp í þær eyður af þjóð-
kunnri snilld. Pétur Péturs-
son mun sjá um fjörið þessa
viku.
Barið að dyrum á Reyðará
Á dagskrá útvarpsins,
rásar 1, í dag, er þátturinn
„Barið að dyrum". Einar
Georg Einarsson kennari í
Mosfellssveit flytur efni frá
Austurlandi. Einar var í
mörg ár kennari á Hall-
ormsstað og einnig um
UTVARP
skeið á Homafírði og gaf
þar út blaðið Eystra-Hom.
„Þetta er nokkurs konar
vísir að svæðisútvarpi,"
sagði Einar. „Þættimir em
vikulega og ég sé um
annan hvera. Að þessu
sinni var ég á leið frá
Homafírði til Djúpavogs.
Ég kom við á Reyðará í
Lóni og spjallaði við Þor-
stein bónda Geirsson þar
um sveitina hans,“ sagði
Einar Georg.
ÞRIÐJUDAGUR
18. mars
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
7.15 Morgunvaktin
7.20 Morguntrimm.
7.30 Fréttir. Tilkynningar.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
8.15 Veöurfregnir.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barn-
anna: „Beta, heimsmeistar-
inn" eftir Vigfús Björnsson.
Ragnheiður Steindórsdóttir
les (2).
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar. Tónleikar, þulur velur
og kynnir.
9.45 Þingfréttir
10.00 Fréttir.
10.05 Daglegt mál. Endurtek-
inn þáttur frá kvöldinu áður
sem örn Ólafsson flytur.
10.10 Veðurfregnir.
10.25 Lesið úr forystugreinum
dagblaöanna.
10.40 „Ég man þá tíð." Her-
mann Ragnar Stefánsson
kynnir lög frá liönum árum.
11.10 Úr söguskjóðunni -
Viöhorf til kvenna á 18. og
19. öld. Umsjón: Sigríöur
Jóhannsdóttir. Lesarar: Arni
Snævarr og Sigrún Valgeirs-
dóttir.
11.40 Morguntónleikar
Þjóðleg tónlist frá ýmsum
löhdum.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veöurfregnir. Tilkynn-
ingar.Tónleikar.
13.30 I dagsins önn - Heilsu-
vernd.
Umsjón: Jónina Benedikts-
dóttir.
14.00 Miðdegissagan: „Á ferð
um Israel vorið 1985".
Bryndís Viglundsdóttir segir
frá (2).
14.30 Miðdegistónleikar.
a. Svíta í a—moll op. 10
fyrir fiðlu og hljómsveit eftir
Christian Sinding. Arve Tell-
efsen leikur með Filharmon-
íusveitinni í Osló; Okko
Kamu stjórnar.
b. Píanókonsert i a-moll op.
16 eftir Evard Grieg. Géza
Anda leikur með Filharmon-
íusveit Berlínar; Rafael Kub-
elik stjórnar.
15.15 Bariðaðdyrum
Einar Georg Einarsson sér
um þátt frá Austurlandi.
15.45 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Hlustaðu með mér -
Edvard Fredriksen. (Frá
Akureyri.)
17.00 Barnaútvarpið. Stjórn-
andi: Kristin Helgadóttir.
17.40 Úr atvinnulífinu - lönað-
ur. Umsjón- Sverrir Alberts-
son og Vilborg Harðardóttir.
18.00 Neytendamál. Umsjón:
Sturla Sigurjónsson.
18.15 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.40 Tilkynningar.
19.45 Daglegt mál. Sigurður
G. Tómasson flytur þáttinn.
19.50 Fjölmiðlarabb
Guömundur Heiðar Frí-
mannsson talar. (Frá Akur-
eyri.)
20.00 Vissirðu það? — Þáttur
i léttum dúr fyrir börn á öll-
um aldri. Stjórnandi: Guð-
björg Þórisdóttir. Lesari:
Árni Blandon. (Fyrst útvarp-
aö 1980.)
20.30 Að tafli. Jón Þ. Þór flytur
þáttinn.
20.55 „Gneistartil grips"
Knútur R. Magnússon les úr
nýrri Ijóðabók eftir Kristin
Reyr.
21.05 fslensk tónlist.
a. Prelúdía, sálmalag og
fúga eftir Jón Þórarinsson.
Ragnar Björnsson leikur á
orgel.
b. „Canto" eftir Hjálmar H.
Ragnarsson. Háskólakórinn
syngur; höfundur stjórnar.
21.30 Útvarpssagan: „I fjalla-
skugganum" eftir Guömund
Danielsson. Höfundur les.
(10).
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Lestur Passíusálma (44)
22.30 Frá tónleikum Bach-
akademíunnar í Stuttgart sl.
sumar.
Þættir úr Lúkasar-passiunni
eftir eiginhandar nótna-
handriti Johanns Sebastians
Bach.
Flytjendur: Edith Wiens,
Mechthild Georg, Christa
Palmer, David Gordon,
Andreas Schmidt, Bach-
kórinn i Marburg og Bach-
collegium kammersveitin í
Stuttgart; Wolfram Wehnert
stjórnar.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
árr
10.00 Kátirkrakkar
Dagskrá fyrir yngstu hlust-
endurna í umsjá Guðlaugu
Maríu Bjarnadóttur.
10.30 Morgunþáttur
Stjórnandi: Páll Þorsteins-
son.
12.00 Hlé
14.00 Blöndun á staðnum
Stjórnandi: Sigurður Þór
Salvarsson.
16.00 Söguraf sviðinu
Þorsteinn G. Gunnarsson
kynnir tónlist úr söngleikjum
og kvikmyndum.
17.00 Hringiðan
Þáttur í umsjá Ingibjargar
Ingadóttur.
18.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagðar í þrjár
minútur kl. 11.00, 15.00,
16.00 og 17.00.