Morgunblaðið - 18.03.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.03.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR18. MARZ1986 3 Gróðursetur tré í Afríku og á Islandi RKÍ fær allan ágóða af frumsýningu myndarinnar um Karen Blixen KVIKMYNDIN „Jörð í Afríku“, gerð af leikstjóranum Sidney Pollack með Robert Redford og Meryl Streep í aðalhlutverkum, verður frumsýnd i Laugarásbíói á laugardaginn kl. 17. Ágóði frum- sýningarinnar rennur til Rauða krossins á íslandi, vegna nýs verk- efnis i Afríku, en Rauði krossinn hyggst standa að gróðursetning- arherferð þar í landi. „Við höfum ákveðið að bjóða til kaups sérstakar páskagreinar nú um páskana til að afla flár í þetta verk- efni," sagði Jón Ásgeirsson fram- kvæmdastjóri á fundi með blaða- mönnum. Hann sagðist vona að páskagrein tilheyrði páskum í fram- tíðinni, líkt ogjólatré jólunum. „Takmark okkar er að gróðursetja 250 þúsund tré hér og í Afríku, fyrir hvert tré sem gróðursett verður hér á landi mun annað gróðursett í Afr- íku.“ Gróðureyðing jarðar á stóran þátt í því hve fólk á erfitt með að sjá sér farborða í Afiríku, einkum þar sem eyðimörkin hefur náð yfirhönd- inni. Gróðursetning sem þessi hefur farið fram á vegum hinna Norður- landanna, Norðmenn byijuðu að gróðursetja fyrir tveimur árum og munu íslendingar taka þátt í sam- starfi við hinar Norðurlandaþjóðim- ar. Jón Ásgeirsson sagði unga fólkið í Rauða krossinum tilbúið til að fara til Afríku og gróðursetja þar tré í samvinnu við ungt fólk i Rauða krossfélögum Afríku. Kvikmyndin „Jörð í Afríku" er gerð eftir sögu Karenar Blixen, en hún dvaldi í rúman áratug í Afrfku og skrifaði bók um dvöl sína þar eftir að hún kom aftur til heimalands- ins. Kvikmyndin hefur vakið mikla athygli og er m.a. tilnefnd til 11 óskarsverðlauna. Unga fólkið, sem ætlar að fara til Afríku og gróðursetja þar tré, ásamt framkvæmdastjóra Rauða krossins. Frá vinstrí: Einar Karl Friðriksson, Ágústa Siguijónsdóttir, Jón Ásgeirsson framkvæmda- stjóri, Guðmunda Lijja Grétarsdóttir og Jósep Gfslason. Meryl Streep f hlutverki Karenar Blixen i kvikmyndinni Jörð f Afríku. Vestmannaeyjar: Herjólfur í gagn- ið fyrir helgi Vestmamiaeyjum, 17. mara. Vonir standa til þess að við- gerð á aðalvél Herjólfs, sem bil- aði fyrir helgina þegar andvægi við sveifarás aðalvélar brotnaði, verði lokið á föstudaginn og skipið taki þá aftur upp áætlun- arferðir sinar milli Eyja og Þorlákshafnar. Varahlutir eru komnir til landsins, en ekki tókst að koma þeim út f Eyjar í dag, þar sem ekki gaf veður til flugs. Skipið verður tekið upp f Skipalyftuna á morgun ef veður leyfir, en þá verða varahlutimir komnirtil Eyja. Frátafír Heijólfs munu ekki hafa í för með sér nein teljanleg vand- kvæði að því best verður séð. Detti- foss kom hingað í morgun með mjólk og vörur, og Laxfoss fer annað kvöld frá Reykjavík, sömuleiðis með mjólk og vörur, þannig að ekki er fyrirsjá- anlegur neinn vöruskortur í Eyjum. Flugleiðir flugu samkvæmt áætlun, föstudag, laugardag og sunnudag, en ófært var til flugs í dag. Eyjabúar verða að treysta á að veðurguðimir verði þeim hagstæðir næstu dagana, því ekki verður um annan ferðamáta að ræða en flugið, þar til Heijólfur kemst aftur í áætlun. Hkj. Stórhertoga- hjónin af Lúxem- borg í heimsókn JEAN, stórhertogi af Lúxemborg og kona hans, Josephine Charlotte stórhertogafrú, em væntanleg í opinbera heimsókn til íslands dag- ana 9. til 12. júní næstkomandi. (Fréttatílkynning frá skrifstofu foraeta íslands.) Ert þú að lelta að sparneytnum, liprum og rúmgóðum fjölskyldubíl? Taktu þá ekki ákvörðun um kaup, fyrr en þú hefur reynsluekið nýjum Verð frá kr. 279.500.- (3d. GL) (gengi 11.3. '86 eftirverðlækkun) SVEINN EGILSSON HF. Skeifunni 17. Sími 685100 PAV Eyðsla frá 3,8 Itr. pr. 100 km (sparakstur BÍKR). SUZUKI Rauði kross íslands:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.