Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ1986
í tómarúmi
r
Ahrif fjölmiðlanna eru vissu-
lega yfirþyrmandi á stundum.
Þannig hafa skömmtunarseðlamir
nú horfið eins og dögg fyrir sólu
af félagsmálastofnun, sennilega
vegna ábendinga Sonju B. Jóns-
dóttur í Kastljósi. En þannig geta
fjölmiðlamir í fijálsu samfélagi bent
yfirvöldunum á ýmsar misfellur sem
hinir æðstu menn hafa jafnvel_ ekki
komið auga á í dagsins önn. í ein-
ræðis- og alræðissamfélögunum
njóta yflrvöld ekki slíks aðhalds.
Þannig er næsta árviss viðburður
að nýr leiðtogi { Sovétríkjunum
kenni þeim er fyrr sat á valdastóli
um allt er miður hefír farið í stjóm
efnahagsmála, eða er ekki Gorbac-
hev nýbúinn að skamma Brezhnev
er á sínum tíma skammaði Kijúsjeff
og ekki gleymdi Krúsjeff að
skamma forverann Stalfn á leyni-
fundi sovéska kommúnistaflokksins
í febrúar 1956. Á Vesturlöndum er
þessu þveröfugt farið. Þar eru
valdsmenn gjaman í hálfgerðu
stríði við fjölmiðlana og það á líð-
andi stundu. Sumir valdsmenn
kveinka sér undan aðgangshörku
Qölmiðlanna, en er það ekki einmitt
þessi aðgangsharka fjölmiðlanna er
heldur vestrænum valdsmönnum á
mottunni og hindrar þá í að mis-
beita valdi? Þá má einnig líta svo
á að fjölmiðlamir upplýsi valds-
menn um áhrif valdboðsins á líf
hins almenna borgara. Hinir vest-
rænu valdsmenn eru því gjaman
neyddir til að horfast í augu við
raunvemleika núsins ffemur en að
þeir geti velt ábyrgðinni á því er
miður fer yfír á forverana.
Hin hliÖin:
Hin hliðin á þessu máli er nátt-
úrulega sú að um leið og fjölmiðla-
menn eru famir að hafa jafn mikil
áhrif á gang veraldarinnar og raun
ber vitni eru þeir sjálfír sestir á
valdastóla. En hver agar þá þessa
nýju valdastétt? Sá er hér ritar
hefir af veikum mætti reynt að
fylgjast með framgangi þeirra er
standa í ffemstu fylkingu í ríkis-
fjölmiðlunum, það er fréttamann-
anna. Ekki get ég sagt að ég hafí
séð mikinn árangur af þessu púli
mínu. Þó virðast sumir fréttamenn
ekki alveg ónæmir fýrir gagnrýni
til dæmis hann Ómar Ragnarsson.
En mér virðist að til dæmis á frétta-
stofu Ríkisútvarpsins ríki stundum
máski svolítið svipað andrúmsloft
og á flokksþingunum í Moskva, þar
sem nútíðin er heilög og fortíðin
hráeftii handa sagnariturum flokks-
ins. Ég á erfítt með að rökstyðja
þessa skoðun mína því gjaman
gustar frísklega af einstökum
fréttamönnum, þannig að myndi
skekkist ætíð nokkuð. En koma tím-
ar og koma ráð.
E.B. White:
Einn færasti dálkahöfundur og
ritgerðasmiður Bandaríkjanna,
E.B. White, ritaði eitt sinn bréf til
W.B. Jones yfírmanns almanna-
tengsla Xerox-risafýrirtækisins í
tiiefni af því að Xerox hafði greitt
ónefndum rithöfundi 55.000 dali
fyrir að rita 23 síðna grein í Es-
quire um ferðamál. í þessu ffæga
bréfí er stöðvaði frekari greinakaup
Xerox segir White meðal annars:
Blöðin í landi okkar eru áreiðanleg
og nytsöm, ekki vegna þess að þau
séu í eðli sínu góðviljuð heldur
vegna þess hversu Qölþætt þau eru.
Svo lengi sem til staðar eru margir
útgefendur er hver um sig leitar
að sínum eigin sannleika þá á hinn
almenni lesandi þess kost að leita
að sannleikanum.
Eiga þessi orð E.B. White ekki
vel við um fréttastofur ríkisfjölmiðl-
anna er senn verða að horfast í
augu við þá staðreynd að sannleik-
urinn er ekki bara þeirra megin?
Kannski veita þær ffétastofur er
senn spretta hér í krafti nýju út-
varpslaganna fréttamönnum ríkis-
fjölmiðlanna það aðhald sem er
nauðsynlegt hveijum valdsmanni,
jafnvel þótt sá sé góðviljaður og
sannleiksleitandi ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP / SJÓNVARP
Útvarps-
messa á
skírdag
Á skírdag verð-
nOO ur útvarpað
“* guðsþjónustu í
Kristskirkju, Landakoti, á
vegum samstarfsnefndar
kristinna trúfélaga. Séra
Hjalti Guðmundsson sókn-
arprestur við Dómkirlq’una
í Reykjavík þjónar fyrir
altari og séra Hjalti Þor-
kelsson dómkirkjuprestur
við Dómkirkju Krists kon-
ungs í Reykjavík predikar.
Orgelleikari er David
Knowles. í upphafí guðs-
þjónustu flytur ávarp séra
Kristján Búason formaður
samstarfsnefndar kristinna
trúfélaga.
Óskar Jónsson kapteinn
í Hjálpræðishemum f
Reykjavík, Erling Snorra-
son forstöðumaður safnað-
ar aðventista í Reykjavík
og Sam Daniel Glad að-
stoðarforstöðumaður safn-
aðar hvítasunnumanna í
Reykjavík lesa úr ritning-
unni.
Skólakór Kársness
syngur undir stjóm Þór-
unnar Bjömsdóttur „Heyr
Kristskirkja í Landakoti.
himna smiður" eftir Kol-
bein Tumason, lag eftir
Þorkel Sigurbjömsson, og
„Lofsöngurinn hljómi" eftir
Max Reger. Marín Geirs-
dóttir og Jeanette Snorra-
son syngja saman „Kær-
leikur guðs“ eftir G.E.
Bonney.
Fyrir predikun verður
sunginn sálmurinn „Ó
iausnarsól, ó líknar son“
eftir Stefán frá Hvítadal
en eftir predikun „Tunga
mín af hjarta hljóði" og
„Víst ertu Jesús kóngur
klár“.
Utvarp á skírdag:
„Katrín o g
Skvetta í Morgun-
stundinni
IHHH á skírdagsmorg-
9 05 un byijar Einar
Bragi lestur
þýðingar sinnar á bama-
sögunni „Katrín og
Skvetta" eftir Katarinu
Taikon.
Katarina Taikon fæddist
í Svíþjóð 1932 og skrifar á
sænsku, en er sígauni í
báðar ættir og ólst upp í
sígaunabúðum við sömu
aðstæður og önnur sí-
gaunaböm. Hún lærði ekki
að lesa og skrifa fyrr en á
fullorðinsaldri en kleif þrít-
ugan hamarinn til að afla
sér menntunar og hefur í
aldarfjórðung verið þekkt-
asti rithöfundur sígauna á
Norðurlöndum. Kunnastar
af verkum hennar eru
bamabækumar um Katitzi
(Katrínu), átta að tölu,
byggðar á bemskuminn-
ingum hennar sjálfrar. Þær
lýsa af nærfæmi lífí sí-
gauna í gleði og sorg, sí-
felldri baráttu þeirra við
fordóma og fyrir fullum
mannréttindum. Fyrsta
bókin í þessum flokki,
„Katrín", var lesin í Morg-
unstund bamanna fyrir
rúmum tveimur ámm í
þýðingu Einars Braga.
„Katrín og Skvetta" er
beint framhald hennar.
Þess má geta að Katar-
ina Taikon hefur komið til
íslands, sat hér þing nor-
rænna barnabókahöfunda
fyrir allmörgum árum.
Systir hennar, Rósa Tai-
kon, sem kemur mjög við
sögu í bókunum, er víð-
frægur gullsmiður. sýning
á verkum hennar var haldin
í Norræna húsinu í Reykja-
vík fyrir hálfu öðm ári og
var hún sjálf viðstödd opn-
un sýningarinnar. Tvær
aðalpersónur sögunnar,
Katrín og Rósa, em því
mörgum íslendingum
kunnar, bæði persónulega
og af verkum sínum.
Fimmtudagsleikrit útvarpsins:
Snjómokstur
■■I Á skírdag verð-
9f\ 00 ur í útvarp-
£Vt"~ inu leikritið
„Snjómokstur" eftir Geir
Kristjánsson. Leikritið var
áður flutt í útvarpi 1970
og 1979. Leikstjóri er Helgi
Skúlason en með hlutverk-
in fara Rúrik Haraldsson
og Þorsteinn Ö. Stephens-
en.
Tveir aldraðir menn,
Baldi og Líkafrón, standa
í snjómokstri uppi á heiði.
Þeir vita í rauninni ekki
hvers vegna þeir em þar.
Þeim hefur bara verið sagt
að moka snjó og að þeir
yrðu sóttir þegar dagsverki
væri lokið. Mennimir tveir
em næsta ólíkir, annar er
lítt skrafhreifinn en hinn
hefur frá mörgu að segja
og lætur álit sitt á hlutun-
um óspart í ljós.
Rúrik Haraldsson
Þorsteinn Ö. Stephensen
UTVARP
FIMMTUDAGUR
skírdagur
27. mars
7.00 Veöurfregnir. Fréttir
Baen.
7.15 Létt morgunlög.
a. Danskir forleikir. Konung-
' lega hljómsveitin í Kaup-
mannahöfn leikur; Johan
Hye-Knudsen stjórnar.
b. Tónlist eftir Fritz Kreisler.
Dálibor Bráxda stjórnar
strengjasveit.
c. Göngulög. •
d. Lög eftir H.C. Lumbye.
Tivoli-hjómsveitin leikur;
Tippe Lumbye stjórnar.
8.00 Fréttir. Dagskrá.
8.15 Veðurfregnir
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barn-
anna: „Kristín og Skvetta"
eftir Katarinu Taikon. Einar
Bragi byrjar lestur þýöingar
sinnar.
9.20 Morguntónleikar: Tón-
list eftir Johan Sebastian
Bach.
a. Partita nr. 1 í h-moll BWV
1002. Gidon Kremer leikur
áfiölu.
b. Konsertí F-dúr BWV 971,
„ítalski konsertinn". Karl
Richter leikur á sembal.
10.00 Fréttir
10.10 Veöurfregnir.
10.25 Lesiö úr forustugreinum
dagblaöanna.
10.40 Fjórhenturorgelleikur
Hans Fagius og David
Sanger leika.
a. Sónata i d-moll op. 30
eftirGustav Merkel
b. Kvartett i Es-dúr eftir
Johann Christoph Kellner.
11.10 Messa i Kristskirkju á
vegum samstarfsnefndar
kristinna trúfélaga.
Séra Hjalti Þorkelsson pre-
dikar og séra Hjalti Guö-
mundsson leiðir bæn. Org-
elleikari: David Knowles.
12.10 Dagskrá. Tónleikar
12.20 Fréttir
12.45 Veöurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
14.00 Miödegissagan: „Áferö
um (sraelvoriö 1985".
Bryndís Víglundsdóttir segir
frá (9).
14.30 Áfrivaktinni
Sigrún Siguröardóttir kynnir
óskalög sjómanna. (Frá
Akureyri.)
16.16 Hljóöurgrátur. Þórhallur
Vilmundarson les minninga-
þátt eftir Vilmund Jónsson
landlækni. (Áöur útvarpaö
30. nóvembersl.)
15.40 John Williams leikur á
gítar tónlist eftir Villa Lobos,
Dowland, Barrios, Albeniz
og Granados.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veöurfregnir.
16.20 Tónlist tveggja kyn-
slóöa. f þetta sinn velja
Gunnar H. Blöndal banka-
fulltrúi og Haraldur G.
Blöndal bankamaöur sér lög
af hljómplötum og skiptast
á skoöunum. Siguröur Ein-
arsson sér um þáttinn.
17.00 Barnaútvarpiö
Stjórnandi: Vernharöur
Linnet.
17.40 Listagrip. Þáttur um list-
ir og menningarmál. Um-
sjón: Sigrún Björnsdóttir.
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.50 Martin Gunther Förste-
mann leikuráorgel.
a. Prelúdía og fúga í F-dúr
eftir Dietrich Buxtehude.
b. Chaconna í f-moll eftir
Johann Pachelbel.
c. „Ach, wie nich-
ting . . .", sálmpartíta eftir
Georg Böhm.
20.15 Leikrit: „Snjómokstur"
eftir Geir Kristjánsson. Leik-
stjóri: Helgi Skúlason.
Leikendur: Rúrik Haralds-
son og Þorsteinn ö. Steph-
ensen. (Áöur útvarpaö 1970
og 1979.)
21.00 Karlakór Reykjavíkur
syngur
Páll P. Pálsson stjórnar.
Guörún A. Kristinsdóttir leik-
ur á pianó. (Hljóöritun frá
tónleikum í Háskólabiói í
/á
SJÚNVARP
19.60 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir, veöur og dag-
skrárkynning
20.15 Konungaspegill
Bandarisk verölaunateikni-
mynd gerö eftir fornri, aust-
urlenskri dæmisögu.
Þýöandi og þulur Guöni
Kolbeinsson.
20.25 Jesúsfrá Nasaret
Þriöji hluti
Bresk/itölsk sjónvarpsmynd
ífjórum hlutum.
FOSTUDAGUR
28. mars
föstudagurinn langi
Leikstjóri FrancoZeffirelli.
Aöalhlutverk: Robert Pow-
ell.
Niöurlag myndarinnar verð-
ursýntápáskadag.
Þýöandi Veturliöi Guöna-
son.
22.00 Villibarniö
(L’enfant sauvage) s/h
Frönsk bíómynd frá 1970.
Leikstjóri FrancoisTruffaut.
Aöalhlutverk: Jean Daste,
Jean-Pierre Cargol, Fran-
coise Seignor og Francois
Truffaut.
Myndin gerist um aldamótin
1800. (skógi einum í Frakk-
landi finnst tfu til tólf ára
drengur sem alist hefur upp
villturmeöaldýra.
Læknir nokkur tekur dreng-
inn aö sér. Honum leikur
forvitni á hversu til tekst að
siömennta hann.
Þýöandi Ólöf Pétursdóttir.
23.30 Dagskrárlok.
mai í fyrra, fyrri hluti. Síðari
hluta tónleikanna veröur út-
varpaö nk. laugardag kl.
17.30.)
21.40 „Migleiöirnóttinein"
Hjalti Rögnvaldsson les Ijóö
eftir Vitezslaw Nezual i þýö-
ingu HannesarSigfússonar.
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veöurfregnir. Tónleikar.
22.30 Fimmtudagsumræöan
Stjórnandi: Hallgrimur Thor-
steinsson.
23.00 Túlkunítónlist
Rögnvaldur Sigurjónsson
sér um þáttinn.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
FIMMTUDAGUR
27. mars
10.00 Morgunþáttur. Stjóm-
endur: Asgeir Tómasson og
Kristján Sigurjónsson.
12.00 Dagskráriok.
FOSTUDAGUR
28. mars
Engin útsending.