Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 36
335 t'fiíi 3 oíti 'jyiiíft
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR27. MARZ1986
Leikhópurinn: (f.v.) Helga Steffensen, Hallveig Thorlacius, Bryndís
Gunnarsdóttir og Þórhallur Sigurðsson.
„Fer 1 safn minna
uppáhaldsverka“
Sýning Leikbrúðulands í Austur-
ríki fær lofsamlegar umsagnir
handrit. Einfaldur stíll þeirra var
áhrifamikill og fullur gamansemi;
oft og tíðum jarðbundinn, en jafn-
framt barmafullur viðkvæmni og
frumleika."
Segir að fjórði einþáttungurinn,
eftir Helgu Steffensen, hafi hrundið
öllum efasemdum um ágæti Leik-
brúðulands. í honum segir af blíð-
lynda risanum, sem á vængjum
ímjmdunaraflsins finnur sér leik-
félaga í hversdagslegum búsáhöld-
um og öðrum lífvana hlutum.
Vargatítunni, konu risans, þykir
háttemi hans bera einfeldni órækt
vitni og þegar risinn magnar fram
vörpulega stúlku úr kjól á snúru
rústar eiginkonan hugarfíkju hans.
Risinn breytir eiginkonunni i orm.
„Þátturinn var leikinn af við-
kvæmni og sviðsettur af hugvits-
semi. Fögnuður áhorfenda var
mikill. Þessi þáttur fer í safn minna
uppáhaldsverka," segir gagnrýn-
andinn.
í SMÁÞORPINU Mistelbach í
Austurríki voru í október haldnir
leikbrúðudagar og sýndi Leik-
brúðuland þar „Tröllaleiki“. Sýn-
ingin fékk lofsamlega dóma i
breska blaðinu Animation. Hér á
eftir fer samantekt úr umsögn-
inni.
„Leikbrúðuland vann listrænan
sigur og aflaði sér mikilla vinsælda
með sýningu sinni á Qórum ein-
þáttungum, sem byggja á íslensk-
um þjóðsögum. Leikhópurinn kom
fram fyrsta sinni á brúðuleikhús-
hátíðum og auðgaði alla, bæði á
sviðinu og utan þess.
Leikbrúðuland uppistendur af
fjórmenningunum Þórhalli Sigurðs-
syni, leikstjóra, sem einnig stjómaði
einni brúðunni, Bryndísi Gunnars-
dóttur, kennara, Hallveigu Thorlac-
ius og Helgu Steffensen. Konumar
em glæsilegt þríeyki: þær búa til
brúðumar, stjóma þeim og skrifa
Sýning á íslenzk-
um búningum
Heimilisiðnaðarf élag íslands
efnir til sýningar á íslenzkum
þjóðbúningum í verzlun félagsins
í Hafnarstræti 3. Sýningin er
helguð 200 ára afmæli Reykja-
víkurborgar og stendur frá 1.
apríl til 14. aprO og er opin á
venjulegum verzlunartíma.
Auk þess að sýna mismunandi
kven- og telpnabúninga og kvensilf-
ur, verður sýnd baldýring á skaut-
búning, sem frú Unnur Olafsdóttir
gerði, frábær listsaumur, sem fáir
leika eftir í dag.
Sýningardagana munu einstaka
þættir verða sérstaklega kynntir:
Elínbjört Jónsdóttir mun sýna bald-
ýringu, Anna Sigurðardóttir knippl,
Elsa Guðjónsson mun kynna bún-
ingana sem em á sýningunni og
Vilborg Stephensen mun aðstoða
við efnisval. Þessar kynningar
verða væntanlega til skiptis daglega
og þá auglýstar jafnóðum.
Myndband sem samstarfsnefnd
um þjóðbúninga hefir gert verður
sýnt í verzluninni alla sýningardag-
ana og er fólk hvatt til þess að líta
inn og sjá hvemig nútíma íslenzkir
kvenbúningar em og hvemig á að
klæðast þeim.
Heimilisiðnaðarfélagið vonar að
þessi sýning verði konum hvatning
til þess að klæðast þjóðbúningi á
hátíðastundum.
Gömlu kempumar Bobby Elliott, Allan Clarke og Tony Hicks, sem hafa verið í The Hollies frá
upphafi.
Meistarar
Popp-rokksins
— Stiklað á stóru í sögn The Hollies,
sem væntanleg er hingað til lands
„THE HOLLIES eru meistarar popp-rokksins. Svo einfalt er það.
Þeir uppfylla enn ailar gæðakröfur, - eftir öll þessi ár.“ Þannig
skrifaði bandaríski tónlistargagnrýnandinn Billy Altman í tíma-
ritið „The Press“, um bresku hljómsveitína The Hollies eftir
hljómleikaferð þeirra um Ameriku fyrir nokkru. Það fer ágætlega
á að rifja upp þessi ummæli nú, þegar Hollies eru væntanlegir
hingað til lands, enda sjálfsagt margir sem velkjast í vafa um
ágæti hljómsveitarinnar eftir misjafna frammistöðu breskra
„skallapoppara“ hér á landi að undanfömu. Og vissulega má
flokka þá félaga undir þetta hugljúfa uppnefni, Bobby Elliott er
til dæmis sköllóttur og hefur verið það lengi. Það þarf þó ekki
endilega að þýða að Hollies séu búnir að vera. Þvert á mótí benda
allar umsagnir til að þeir standi enn fyllilega fyrir sinu og í New
York Post hafði einn gagnrýnandinn á orði að margir i hópi
áheyrenda hefðu verið sannfærðir um að þeir þættust bara syngja
með plötu á bak við. „En sú var ekki raunin. Þeir em bara svona
góðir," skrifaði hann.
The Hollies mun koma fram í
veitingahúsinu Broadway dagana
3. til 5. apríl næstkomandi. Þar
verða fremstir í flokki söngvarinn
Allan Clarke, trommarinn Bobby
Elliott og gítarleikarinn Tony
Hicks, en þessir þrír hafa verið í
hljómsveitinni frá upphafi. Auk
þeirra eru í hópnum gítarleikarinn
Alan Coates og bassaleikarinn
Steve Stroud, sem áður léku með
hijómsveitinni Bucks Fizz og svo
hljómborðsleikarinn Dennis Hain-
es sem var í hljómsveit Gary
Numan. Þeir félagar hafa að
undanfömu verið önnum kafnir í
hljóðveri við vinnslu á 12 laga
plötu, sem þeir ætla að fylgja eftir
á 30 daga hljómleikaferð um
England í maí og júní. Hingað
koma þeir volgir úr hljóðverinu
og verða eflaust með eitthvað af
nýju plötunni á efiiisskránni, sem
vonandi kemur þó ekki of mikið
niður á „gömlu góðu“ lögunum.
Flestir koma jú til að hlusta á þau
og til þess er leikurinn gerður.
Saga Hollies hefst í Manchester
þar sem þeir Allan Clarke og
Graham Nash léku sér saman sem
ungir drengir. Þeir sungu fyrst
saman á skólaskemmtun og níu
ára gamlir voru þeir famir að
koma reglulega fram sem söngdú-
ett, undir sterkum áhrifum frá
Everly Brothers, Buddy Holly og
Elvis Presley. Þeir skemmtu
saman öll unglingsárin og foreldr-
ar þeirra studdu þá með því að
skrapa saman fé fyrir einum
magnara og tveimur Guytone-
gítumm, og þeir félagar kölluðu
sig „The Guytones".
Smám saman bættust fleiri í
hópinn og „The Guytones" breytt-
ist í „The Fourtones". Allan og
Graham gengu síðan til liðs við
trommarann Don Rathbone og
bassaleikarann Eric Haydock úr
hljómsveitinni „The Deltas" og
eftir að gítarleikarinn Tony Hicks,
sem leikið hafði með hljómsveit-
inni „The Dolphins", bættist í
hópinn var hljómsveitin The
Hollies komin fram á sjónarsvið-
ið. Bobby Elliott, sem leikið hafði
með Tony í „The Dolphins", tók
fljótlega sæti Rathbone við
trommumar og The Hollies varð
leiðandi popphljómsveit í Manc-
hester.
í janúar 1963 skrifuðu þeir fé-
lagar undir fyrsta hljómplötu-
samninginn og innan sex mánaða
voru þeir komnir á topp-tíu vin-
sældalistann í Englandi. Um leið
hófst mikil sigurganga um vin-
sældalista víða um heim, sem
entist í rúman áratug og voru fáar
hljómsveitir þaulsetnari f efstu
sætum vinsældalistanna á þeim
árum. Af fyrstu þekktu lögunum
má nefna Searchin, Stay, Just
One Look (sem varð fyrsti Amer-
íku-smellurinn), Here I Go Again,
Look Through Any Window ,
We’re Through og I’m Alive.
Árið 1966 gerðu þeir stóra
plötu með bemskuhetjunum,
Everly-bræðrum, en liðsmenn
Hollies voru þá sjálfír orðnir mun
stærra nafn í poppheiminum. Á
plötunni vom lög eftir Clarke,
Hicks og Nash, strákamir léku
undir ásamt gítarleikaranum
Jimmy Page, sem síðar átti eftir
að verða stórstjama með hljóm-
sveitinni Led Zeppelin. Á næstu
ámm hélt Hollies áfram að fram-
leiða smelli á færibandi: Bus Stop,
Stop Stop Stop, On A Carousel,
Carrie-Ann, King Midas In Re-
verse, Jennifer Eccles og mörg
fleiri. Popptónlistin tók breyting-
um og The Hollies fylgdu þeirri
þróun. Þeir vora í hópi brautryðj-
enda við að þróa þá auknu mögu-
leika sem ný tækni í hljóðupptök-
um bauð upp á. Tvær stórar plötur
frá þessu tímabili bera þess glöggt
vitni, Evolution og Dear Eloise/
King Midas in Reverse. Á þessu
tímabili fóru þeir einnig að fást
við kvikmyndatónlist og sömdu
og léku meðal annars titillagið í
kvikmynd Peter Sellers, „After
The Fox“.
Undir lok sjöunda áratugarins
fór að bera á ágreiningi um tón-
listarstefnu sem leiddi til þess að
Graham Nash hætti í hljómsveit-
inni. Hann flutti til Bandaríkjanna
og gerðist liðsmaður hljómsveitar-
innar Crosby, Stills og Nash, sem
átti miklum vinsældum að fagna
upp úr 1970. Terry Sylvester tók
sæti hans í Hollies og skömmu
síðar sendu þeir frá sér lagið Sorry
Suzanne,sem náði miklum vin-
sældum. Því var fylgt eftir með
He Ain’t Heavy, He’s My Brother,
sem komst í fyrsta sæti vinsælda-
lista víða um heim. Lagið varð
einn mesti smellur Hollies frá
upphafi og er nú talið í hópi sí-
gildra verka popptónlistarinnar.
Ekki er ástaeða til að rekja hér
sögu Hollies á sfðustu ámm. Eins
og svo margar aðrar stórstjömur
sjöunda áratugarins lifa þeir fyrst
og fremst á fomri frægð. Þeir
hafa það þó fram yfir marga aðra
að standa enn fyrir sínu og ekki
em nema tvö ár síðan að þeir
komust í toppsæti vinsældalist-
anna með laginu Stop In The
Name Of Love.Og hver veit, nema
nýja platan þeirra eigi eftir að
slá í gegn.