Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ1986 Flugfélagið Emir fær sérleyfi milli Suðureyr- ar og Reykjavíkur fsafirði. SAMGÖNGURÁÐHERRA Matthísa Bjarnason hefur nú veitt flug- félaginu Ernir á ísafirði áætlunarfiugleyfi á leiðinni Suðureyri/ Reykjavik. Flugfélagið Arnarflug hefur haft þetta flugleyfi undan- farin ár, en ekki flogið þangað sl. mánuði. Emis, tjáðí fréttaritara Morgun- blaðsins á ísafirði í dag, að hann væri mjög ánægður með þessa ákvörðun samgönguráðherra og væri hann nú þegar byijaður að undirbúa flugið sem hæfíst innan fárra daga. Verið er að semja við umboðsmann á Suðureyri en Flug- leiðir í Reykjavík munu sjá um þjón- ustu og bókanir þar. Flugleiðin verð- ur þá Ísafjörður/Suðureyri/Reykja- vík/Suðureyri/ísafjörður og verður í fyrstu notast Piper Aztec-flugvél félagsins, en hún tekur fimm far- þega. Þá hefur þegar verið hafist handa við að fá stærri flugvél til nota á flugleiðinni, en tíu sæta flug- vél af Islander-gerð varð félagið að selja fyrir fáum árum vegna verk- efnaskorts. Hörður sagðist alltaf hafa átt gott samstarf við Súgfirð- inga og liti björtum augum til fram- tíðarinnar og þessarar auknu þjón- ustu við það ágæta fólk. Úlfar Sveitarstjóm Suðureyrarhrepps mælti eindregið með að Emir fengju flugleyfið í stað Amarflugs. Flug- félagið Emir hefur haldið uppi áætl- unarflugi milli ísaflarðar og Suður- eyrar, Flateyrar, Þingeyrar, Bfldu- dals og PatreksQarðar undanfarin ár með góðum árangri og mun þetta flug styrkja mjög stöðu félagsins og bæta þjónustunet þess. Hörður Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri og yfírflugmaður Leit haldið áfram á Sel- ijarnarnesi LEITARMENN úr Björgunar- sveitinni Albert á Seltjamames hafa gengið daglega á fjörur í leit að skipveija af vélbátnum Sigurði Þórðarsyni GK 91, sem fórst út af Skerjafirði á fimmtu- dagskvöldið. Leitin hafði ekki borið árangur er Morgunblaðið leitaði upplýsinga þar að lútandi siðdegis í gær. Eins og greint var frá í frétt Morgunblaðsins á þriðjudag sl. fannst lík í Qörunni við Seltjöm á Seltjamamesi á mánudag. Talið var líklegt að það væri af öðmm hvomm manninum af Sigurði Þórðarsjmi, en ekki fékkst staðfesting á að svo væri síðdegis í gær. John P. Sigvalda- son látinn LÁTINN er í Kanada John P. Sigvaldason, fyrrverandi sendi- herra Kanada á íslandi og Noregi. Hann lézt hinn 22. febrúar síðast- liðinn. John P. Sigvaldason var sendi- herra á íslandi á árunum 1964 til 1968 og hafði aðsetur í Osló. Hann var af íslenzku bergi brot- inn. Nýtt ráðstefnuhótel Morgunblaðið/Ami Sæberg Samþykkt hefur verið í skipulagsnefnd og í I brautar. Veitingaaðstaða hótelsins miðast ein- borgarráði heimild til Guðbjöras Guðmundsson- I göngu við þarfir hótelsins og ráðstefnur sem ar forstjóra um að hann reisi 100 herbergja þar verður hægt að halda, tvær til þijár í einu. ráðstefnuhótel á horni Sigtúns og Kringlumýrar- I Tilkynningarþjónusta fyr- ir ferðafólk um páskana - góður útbúnaður skiptir höfuð- máli fyrir ferðalanga innanlands „FIMM menn í hrakningum á Mosfellsheiði", „Fjögurra leitað á Austfjörðum“. Þannig hljóðuðu tvær fyrirsagnir i Morgunblaðinu í vikunni. Þar sem mikil ferða- helgi er framundan og veðurútlit sæmilegt hafði blaðið samband við fulltrúa tveggja ferðaskrif- stofa sem skipuleggja hópferðir innanlands, Ferðafélag íslands og Ferðafélagið Útivist, Landsam- band hjálparsveitar skáta og Slysavaraafélagið og bað um góð ráð fyrir ferðafólk. Hannes Hafstein framkvæmda- stjóri Slysavamafélagsins sagði nauðsynlegt að brýna fyrir fólki að kynna sér veðurútlit, og gera ráð fyrir breytingum þó lagt sé upp í góðu veðri, þar sem veður skipast oft fijótt í lofti á þessum árstíma. Auðvelt væri að fá upplýsingar um veður á veðurstofunni. Þá benti hann á nauðsyn góðs klæðnaðar, fólk ætti að vera í hlýjum fatnaði yst sem innst, og litríkum hlífðarfatnaði. Nauðsynlegt væri að gera ferðaáætl- un fyrir aðstandendur heima við og standa við hana. Ef farartæki bila, vera þá í nágrenni við þau þar sem leit hefst fyrst að þeim. Þá benti hann á að Bakkus væri óheill og óhollur ferðafélagi, gott væri að taka með sér neyðarbúnað svo sem álpoka og sjúkrakassa, því óhöpp geta alltaf átt sér stað. Þórunn Lárusdóttir, fram- kvæmdastjóri Ferðafélags íslands, sagði, að fólk ætti tæpast erindi upp í óbyggðir í litlum hóp, nema það MINNISBLAÐ LESENDA Morgunblaðið veitir lesendum sínum að venju upplýsingar um ýmsa þjónustu yfir bænadaga og páska. Slysadeild Slysadeild og sjúkravakt Borg- arspítalans er opin allan sólar- hringinn og er síminn þar 681200. Læknaþjónusta Helgarvakt lækna hófst kl. 17 í gær og stendur til kl. 8 á þriðju- dagsmorgun. Síminn er 21230. Heimilislæknaþjónusta er í gangi á göngudeild Landspítalans í dag og 2. páskadag kl. 14-15. Síminn er 29000. Sjálfvirkur símsvari Læknafé- lags Reykjavíkur er 18888. Tannlæknavarsla Neyðarvakt tannlækna er alla daga frá kl. 10 til 11 í Heilsu- vemdarstöðinni við Barónsstíg. Síminn er 22417. Slökkvilið Slökkviliðið í Reykjavik hefur símann 11100, slökkviliðið í Hafn- arfirði 51100 og slökkviliðið á Akureyri 22222. Lögreg’la Lögreglan í Reykjavík hefur símann 10200. Neyðarsími er 11166 og upplýsingasími er 11110. Lögreglan á Akureyri er í síma 23222, í Kópavogi 41200 og í Hafnarfírði 51166. Sjúkrabílar Sjúkrabflar í Reykjavík hafa sím- ann 11100, í Hafnarfírði 51100 og á Akureyri 22222. Lyfjavarsla Borgarapótek er opið í dag og nótt til 10 í fyrramálið, þá verður opnað í Holtsápóteki og er varsla þar allan sólarhringinn til 1. aprfl. Á laugardag er auk þess opið I Laugavegsapóteki til 22 um kvöidið. Guðsþjónustur Tilkynningar um guðsþjónustur eru á bls. B22 og B23 í blaðinu í dag og fermingar á bls. 52 til 54. Útvarp-sjónvarp Dagskrá útvarps og sjónvarps ásamt efnisútdráttum nokkurra dagskrárliða er að finna á bls. 6 og 58 og 59. Hvað er að gerast um helgina? Upplýsingar um menningarvið- burði helgarinnar birtist á bls. 42 og 43. Bilanir Hitaveitu og vatnsveitubilanir tilkynnast til Vélamiðstöðvar Reylqavíkur í síma 27311. Síma- bilanir er hægt að tilkynna í síma 05 frá kl. 8-24 alla dagana. Við- gerðir fara þó ekki fram fyrr en eftir helgi, nema í neyðartilfellum. Söluturnar og verslanir Verslunum er heimilt að hafa opið kl. 9-16 á laugardag. Sölu- tumar verða opnir frá kl. 9-23.30 í dag, laugardag og annan í pásk- um, en lokaðir á föstudaginn langa og páskadag. Bensínafgreiðslur Bensínafgreiðslur verða opnar frá kf. 9.30-11.30 og 13-16 I dag og annan páskadag. Föstudaginn langa og páskadag eru allar bens- ínafgreiðsiur lokaðar en á laugar- dag opna þær kl. 7.30 og em opnartil kl. 21.15. Bensínafgreiðsla á Umferðar- miðstöðinni er opin sem hér segir: í kvöld er opið kl. 20-24. Föstu- daginn _ langa og páskadag er lokað. Á laugardagskvöld opnar afgreiðslan kl. 21 og er opin til miðnættis, en á annan paákadag opnar hún kl. 20 og er opin til kl. 01. Strætisvagnar Reykja- víkur, Hafnarfjarðar og- Kópavogs í dag aka strætisvagnar sam- kvæmt sunnudagsáætlun. Föstu- daginn langa hefst akstur kl. 13 og er ekið samkvæmt sunnu- dagsáætlun. Laugardaginn er akstur strætisvagna eins og aðra laugardaga, en á páskadag hefst akstur kl. 13 og er ekið sam- kvæmt sunnudagsáætlun. Annan páskadag er ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. Mosfellsleið í dag er ekið samkvæmt sunnu- dagsáætlun. Föstudaginn langa og páskadag er ekki ekið, á laug- ardag er ekið eins og á öðmm laugardögum og á annan í páska- dag er ekið skv. sunnudagsáætl- un. Sérleyf isbif reiðir Um þessa páska er gert ráð fyrir því að 4-5000 manns ferðist með sérleyfisbifreiðum. Frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík em daglega 40-60 komu- og brottfarir frá klukkan 8 að morgni til klukkan 23 að kvöldi. Á skirdag verður ekið á öllum leiðum samkvæmt áætlun en á föstudaginn langa og páskadag em engar ferðir á lengri leiðum. Þó er ekið á styttri leiðum sam- kvæmt stórhátíðaáætlun. Á ann- an í páskum er ekið samkvæmt sunnudagsáætlun á flestum leið- um. Allar nánari upplýsingar em veittarí síma 91-22300. Vegaeftirlit Vegaeftiriitið hefur upplýs- ingaþjónustu í síma 21000 og 21001. væri þaulvant ferðalögum, mjög vel búið, með kort og áttavita og heist talstöð til að láta vita af sér. „Það em ótrúlega margir sem gera sér ekki grein fyrir því hvað hafa þarf með i slik ferðalög, og ef aðstæður em þannig er nauðsynlegt að snúa við í tima,“ sagði Þómnn. Ferðafé- lagið hyggst m.a. fara í 60-70 manna ferð í Landmannalaugar og sagði Þómnn að mikill viðbúnaður væri meðferðis með tilliti til örygg>s fyrir ferðalangana. Kristján Baldursson hjá Ferðafé- laginu Útivist sagði nauðsynlegt öllum ferðalöngum sem fara eitt- hvert á eigin vegum upp í óbyggðir að gera ferðaáætlun sem skilin er eftir heima, ef eitthvað kemur fynr verður leit mun nákvæmari. í öðn1 lagi þyrfti að huga vel að öllum út- búnaði, menn þurfa að vera vel klæddir, fylgjast vel með veðurútliti, hafa samband við byggð ef eitthvað kemur' fyrir, Kristján sagði að helst þyrfti að koma upp talstöðvum í ferðaskálum. „Menn geta auðvitað verið óheppnir og þá er að bregðast rétt við, menn þurfa að vera vel klæddir og grafa sig í fönn ef ekki vill betur." Hjá Landssambandi hjálparsveita skáta fengust þær upplýsingar að um páskana verður starfrækt til- kynningaþjónusta fyrir ferðafólk innanlands. Þeir sem vilja notfæra sér þessa þjónustu skulu segja ffá ferðatilhögun, fiölda ferðalanga og áætlaða heimkomu, hvemig farar- tæki hópurinn ætlar að ferðast á, hvemig það er á litinn, við hvern á að hafa samband heima við ef hópur- inn skilar sér ekki á réttum tíma, þó er tekið tillit til tafa sem oft eru óhjákvæmilegar og ekki rokið í leit ef hópurinn skilar sér ekki nákvæm- lega á umsömdum tíma. Hjálpar- sveitimar benda á nauðsyn góðs útbúnaðar, þannig að ólíku veðri og mismunandi aðstæðum verði mætt eins vel og hægt er. Þeir benda á nauðsyn hlýrra klæða og litríks skjólfatnaðar, en auk þess skuli ferðalangur hafa með sér landabréf og áttavita, pennabyssu, og rauð neyðarskot, plastflautu, álpoka eða álteppi, súkkulaði, hnetur eða rúsín- ur. Ef farartæki bilar uppi á heiði, skulu ferðalangar bíða átekta við farkostinn en ekki halda af stað fót- gangandi til byggða. Neyðarsími tilkynningaþjónustunnar er 91- 686068 og sólarhringsvakt í höndum Securitas.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.