Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 9
MOKGUNBLAÐIÐ, 'AGUR 27. MARZ1986 » HUGVEKJA Grátíð ekki yfir mér eftir ÓSKAR JÓNSSON Jesús var búinn að þjást mikið þegar hér var komið sögu. Hann hafði háð hið mikla bænastríð í Getsemane-garðinum og þján- ingar hans voru það miklar að sviti hans varð að blóðdropum er féllu á jörðina. Síðan, eftir handtökuna, var honum mis- þyrmt á ýmsan hátt og Pílatus lét húðstrýkja hann, sem þýddi að hann var sleginn fjörutíu högg með svipu á bert bakið. Moody sagði: „Þegar mér varð ljóst hvað húðstrýking var voða- leg lagðist ég niður og grét.“ Hermennirnir skemmtu sér við að hæða Jesúm. Þeir höfðu fært hann í purpurakápu og gerðu þymikórónu er þeir þrýstu niður á höfuðið á honum og sögðu: „Saell þú konungur gyð- inga“ og slógu hann í andlitið. En skemmtunin varð ekki svo mikil því Jesús var þolinmóður og kærleiksríkur. Það rættist það sem Jesaja hafði spáð: „Hann var hijáður, en hann lítil- lækkaði sig og lauk ekki upp munni sínum, eins og lamb, sem leitt er til slátrunar." Líkamlegar þjáningar Jesú voru mjög miklar, en andlegar þjáningar held ég, að hafi verið enn meiri. Hann hugsaði um val mannanna og afstöðu þeirra til sín. Lærisveinarnir höfðu valdið honum vonbrigðum. Þeir flúðu allir þegar Jesús var handtekinn í Grasgarðinumog hann bað stöðuglega fyrir þeim og þá sér- staklega fyrir Pétri, sem rétt áður sagðist vera fús að deyja með honum, en nú sagðist hann ekki þekkja hann og afneitaði honum, en þá gól haninn og Pétur minntist orða Jesú. Það stendur í Biblíunni að þessi sterki sjómaður, sem nú í nokkur ár hafði verið lærisveinn Jesú, hafi farið út fyrir og grátið beisklega vegna þess að hafa brugðist Jesú. Hvemig gat hann, sem var svo viss um að sigra, fallið. Jú, Jesús hafði sagt þeim það rétt áður þegar hann hvatti lærisveinana til að vaka og biðja: „Andinn er að sönnu reiðubúinn en holdið er veikt". Jesús var einnig kærleiksríkur við Júdas, sem sveik hann og hafði selt hann fyrir þijátíu silf- urpeninga. Þegar Júdas kom í Grasgarðinn með hermennina, sem áttu að taka Jesúm fastan, gekk Judas til Jesú og kyssti hann. Jesús agði við hann: „Vin- ur, hví ertu hér?“ Ég held að þama hafi skapast tækifæri fyrir Júdas til að iðrast synda sinna. Það hafði sín áhrif á Júd- as, nú þurfti hann endilega að losna við peningana og játa sekt sína. Hann hljóp til prestanna og sagðist hafa svikið saklaust blóð. Prestamir vildu ekki taka við peningunum, en þá kastaði hann þeim inn til þeirra og fór út og hengdi sig. Það era því miður allt of margir sem í dag í örvæntingu sinni fyrirfara sér. í stað þess ættu þeir að koma til Jesú. „Hann er læknirinn góði sem græðir öll mein. Besti vinur í heimi er hann“. Pflatus vissi að Jesús var saklaus og að það var fyrir öfundar sakir sem hann var framseldur. Hann reyndi marg- sinnis að láta Jesúm lausan og sagðist enga sök fínna hjá hon- um. Þegar Pflatus hélt að það gæti kostað hann vináttu keisar- ans að láta Jesúm lausan, gafst hann upp og spurði lýðinn: „Hvað á ég þá að gjöra við ■ Pílatus spyr: „Hvað á ég þá að gjöra við Jesúm, sem kallast Kristur?" (Lúkas 27,22.) Jesúm?" Mannfjöldinn hrópaði aftur og aftur: „Krossfestu hann“. „Burt með hann, gef oss Barabbas". Pflatus þvoði hendur sínar og sagðist vera sýkn af blóði þessa réttláta manns. Mannfjöldinn sagði þessa ör- lagaríku setningu: „Komi blóð hans yfir oss og yfír böm vor.“ Það er afdrifaríkt að kasta frá sér ljósinu og lífínu og velja myrkrið og dauðann. Jesús var orðinn svo mátt- farinn að hann hné niður undan þunga krossins þegar hann var á leiðinni upp að Golgata. Kon- umar fundu til með honum og margar grétu. Jesús sagði við þær: „Jerúsalemsdætur, grátið ekki yfír mér, en grátið yfir sjálf- um yður og bömum yðar.“ Jesús vildi öllum bjarga. Hann var ekki að hugsa um sjálfan sig þegar hann var negldur á krossinn heldur bað hann fyrir þeim sem negldu hann. „Faðir, fyrirgef þeim því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra.“ Þegar annar ræningjanna, sem var krossfestur með honum, játaði syndir sínar og bað hann að minnast sín, er hann kæmi í ríki sitt, gaf Jesús honum þetta dýr- lega fyrirheit: „í dag skaltu vera með mér í Paradís." Hjalmar Hansen hefur ort marga sálma um fómardauða Jesú og þýðingu hans fyrir mannkynið og í einu versinu úr sálminum „Sjá múgur til Gol- gata gengur", segir hann: „Mig þyrstir"! Hann hrópaði hijáður. 0, hugsa þú maður um það! Hann þyreti eftir endurlausn okkar og um hana fðður sinn bað. Hann hugsaði um heiminn að frelsa, en hugsaði ekki um sig. Ó, Guð minn! Hann gaf sig í dauðann! Hann gerði það allt fyrir mig. Hvað viljum við gjöra við Jesúm? Jesús vill gera okkur ham- ingjusöm og gefa okkur vonar- ríka framtíð. Það er okkar að velja eða hafna. „Ó, þá náð að eiga Jesúm... einkavin í hverri þraut. Ó, það slys því hnossi að hafna.“ i Forskot á vorið, njótið þess í fjögurra vikna ferð ti Benidorm 9. apríl.Verð frá; kr. 23.700. Gist er á hótelum með fæði eða íbúðum. Þessi ferð er kjörin fyrir aldraða, því gó leiðsögumaður og hjúkrunarfræðingur verða þátt- takendum til aðstoðar. Tryggið ykkur far í tíma. FEROA Ce*%ica£ MIDSTODIN Tcauet AÐALSTRÆTI 9 • SÍMI 28133 ■ REYKJAVÍK BJARNI DAGUR/SfA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.