Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 27. MARZ1986
UM PÁSKANA
Við höfum opið alla páskahelgina
frá kl. 11 til 23.30 daglega
og bjóðum aldeilis frábæra kjúklingabita frá ísfugl.
Chk/c^tÚnq
Kjúklingastaðurinn Stigahlíð 45, Sími 38890
Gunnar Kristinsson
Tónrænt
táknmál
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
í Ásmundarsal hanga þessa
dagana uppi myndir eftir unga lista-
spíru með óvenjulegan og marg-
breytilegan námsferil að baki.
Gunnar Kristinsson hélt utan til
Vínarborgin eftir stúdentspróf og
lagði stund á tónlsekningar (músik-
terapíu) auk þess sem hann nam
seinna orgelleik um tveggja ára
skeið í Basel. Síðan tók við mynd-
listamám í sömu borg í fjögur og
hálft ár ásamt vinnu við tónlækn-
ingar á geðsjúkrahúsi þar. Þá tók
við áhugi á slagverkstónlist og
hefur hann m.a. haldið tónleika í
Norræna húsinu og víðar. Og nú
heldur þessi ungi maður, sem er
liðlega þrftugur að aldri, sýningu á
málverkum og skúlptúmm er hann
hefur gert frá því á síðastliðnu
hausti.
Nöfnin á myndverkunum eru
mjög tónræn — vísa á eitt og annað
úr heimi tónlistarinnar og vafalítið
munu þau vera máluð undir áhrifum
frá hinni margvíslegustu tónlist. Ég
gæti hér ímyndað mér slaghljóðfæri
öðru fremur því gerandinn viðhefur
nokkuð hörð vinnubrögð í útfærslu
mynda sinna. Myndimar eru flestar
í fáum tónum, hvítu, svörtu, gráu
og einum eða tveimur litum öðrum,
en áherslan er ekki lögð á blæ-
brigðaríkidóm innan þessara marka
og þannig er líkast sem að háir og
myrkir tónar höfði helst til geran-
dans. Tvær myndir skera sig úr um
skynrænt og heillegt myndmál og
eru það myndimar „ísland" (9) og
„Stefnumót“ (10). Báðar eru þær
stemmningaríkar og þokkafullar í
útfærslu. Annars er myndmálið sem
Gunnar notar frekar einhæft og
fáskrúðugt og ber ekki vott um
mikil átök né tilfinningahita. Hér
er þó myndin „Svif“ (18) nokkur
undantekning því hún er flestum
öðrum rammari og kröftugri í lit
og formi auk þess sem formin vinna
vel saman.
Stór frístandandi ryðgaður
skúlptúr á miðju gólfi er máski líf-
rænasta verkið á sýningunni, því
hann býr yfir formrænni fegurð og
markvissri hrynjandi.
Öll sýningin ber vott um bein og
óbein áhrif frá þýsku nýbylgjumál-
urunum, sem má vera eðlilegt sé
tekið mið af námi Gunnars og að
hann á að hluta til heimili í Freiburg
í Þýskalandi. Svo virðist sem Gunn-
ar hafi ekki ennþá fundið samsemd
sína við fslenzkan veruleika og fs-
lenzkt svið og máli frekar út frá
fjarrænum áhrifum. ISðli nýbylgju-
málverksins er einmitt að lýsa
hughrifum nánasta umhverfisins á
hráan og umbúðalausan hátt, vera
virkur í tíma og rúmi.
iiiiiiiiiiiiiiiiiiii iiiiiiiiuiinr
1111 ■ ■ ■ ■■ ■ ■ ■ 1
■ ■ ■ ■ ■ ■
SMYRIL-LINE
í HORRÖHA <
Sielina meö Norrænu er
ævintýri útaf fyrir sig
FÆREYJAR,HJALTLAND, NOREGUR OG DANMÖRK
FRI
Ferðaskrifetofa Ríkisins
Skógarblíð 6.101 Reykjavik. sími 91-25855
Frímerkja-
safnarar með
skiptimarkað
FÉLAG frímerkjasafnara gengst
fyrir skiptimarkaði laugardag-
inn 29. marz nk. í Síðumúla 17.
Hefst hann klukkan 13 og stend-
ur til klukkan 16.30.
í fréttatilkjmningu frá félaginu
segir, að félagar úr Félagi frí-
merkjasafnara, Samtökum korta-
safnara og Félagi myntsafnara
muni koma á markaðinn og hafa
meðferðis fHmerki, mynt, peninga-
seðla, barmmerki alls konar, póst-
kort, landakort, vindlamerki og
margt fleira. Almenningi er boðið
að koma á markaðinn og er aðgang-
ur ókeypis, en þátttakendur geta
fengið leigð borð fyrir vaming sinn.
Stjóm Félags frímerkjasafnara
skipa nú: Formaður Páll. H. Ás-
geirsson, varaformaður Sverrir
Einarsson, gjaldkeri Guðni Gunn-
arsson, ritari Jón Egilsson, með-
stjómendur Hjalti Jóhannesson og
Hlöðver B. Jónsson og varamenn
Aðalsteinn Michaelsen og Guð-
mundur Kr. Guðmundsson.