Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 28
28, ,MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ1986 ■■ Semjum um afvopnun á grundvelli eftirlits — krefjumst sömu festu af Gorbachev í afvopnunarmálum og ef nahagsmálum Carrington lávarður, framkvæmdastjórí Atlantshafsbandalagsins, flytur rœðu sína á fundi SUS og Varðbcrgs eftir Carrington lávarð Heimsóknir framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins til aðildar- ríkja þess eru mikilvægur og sér- lega ánægjulegur þáttur í starfi hans. Ég gleðst mjög yfir því að vera aftur kominn til Reykjavíkur. í heimsókn sem þessari þykir við hæfi að halda ræður og má deila um hversu ánægjulegur sá hluti starfsins er. Þar sem ég er ensku- mælandi og á sæti í lávarðadeild enska þingsins er ekki að undra að ég skuli vera örlítið smeykur að koma hingað og halda ræðu, ef haft er í huga að þingræðisskipu- lagið er upprunnið hér á landi auk þess sem Islendingar segjast og það með nokkrum sanni, hafa haft mótandi áhrif á tungu okkar Eng- lendinga. Umræðuefni mitt — Atlantshafs- bandalagið og samskipti austurs og vesturs — er vandasamt og um- fangsmikið, ekki síst ef takast á að gera því skil í hæfilega langri ræðu. Þessi orð eru ekki sögð til að réttlæta allt of langa ræðu held- ur til þess að undirstrika að hér verður einungis stiklað á stóru í þeim tilgangi að veita almennt yfir- lit. I vissum skilningi er það hlutverk tækninnar að veita mönnum yfir- sýn. I sögubókum klöngrast menn upp á háan hói í miðju ríkinu til að fá yfírsýn yfir konungdæmið. Galdrakarlar nútímans skjóta á loft gervitunglum í sama tilgangi. Auðvitað fá menn góðar yfirlits- myndir með þeim hætti, en þar með er ekki sagt að hin foma aðferð að kaga ofan af hól sé með öllu úr gildi fallin. Með henni öðlast menn yfirsýn sem einkennist af raunsæi. Það er vel við hæfi að gefa slíkt almennt yfirlit hér í Reykjavík. Atlantshafsbandalagið teygir sig frá vesturströnd Norður-Ameríku til austurlandamæra Tyrklands. ís- land er eins konar kögunarhóll í miðju þessa svæðis. Enginn vafí leikur heldur á raunsæi íslendinga, þið hafið lagt ykkar skref af mörk- um til þess að þetta bandalag, sem er grundvallað á lýðræði, geti þjón- að tilgangi sínum. Styrkur bandalagsins er undir því kominn að Atlantshafíð sé eins konar brú á milli Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu. ísland er einn hluti þessarar brúar. Á sama hátt og nágrannar íslendinga beggja megin Atlantsála tryggja öryggi landsins, leggja íslendingar sitt af mörkum með þátttöku sinni og þeirri aðstöðu sem þeir hafa veitt til þess að unnt sé að tryggja öryggi allra aðildarríkjanna. Öryggi allra ríkjanna byggist á því að ávallt sé fært að senda sveit- ir hermanna sjóleiðina yfir Atlants- hafið. Því skiptir öllu að siglinga- leiðimar séu alltaf opnar. Sérhver röskun á því ástandi væri mikið alvörumál. Því verður seint lögð nógu mikil áhersla á gildi fullkom- ins viðvaranakerfís. Hið sama má segja um loftvamir og kafbátaleit. Önnur aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins þakka framlag fslend- inga til þess að unnt er að halda uppi virku eftirliti á hafínu. Markmið og leiðir En ég sagðist ætla að veita almennt yfirlit. Enskan er um margt merkilegt tungumál en í því er ekki að finna neitt einstakt orð sem tjáir sömu hugsun í heilli setn- ingu á ensku. Englendingar eru ekki sterkir á hugtakasviðinu. Þeir myndu flestir telja það ærið verk- efni að koma samskiptum austurs og vesturs eða starfsemi NATO ef því er að skipta, í gott horf og myndu álíta alla kenningasmíði aðeins til þess að flækja málin. Ég verð að játa að sjálfur er ég nokkuð hallur undir þetta viðhorf en ég viðurkenni að þar með er ekki öll sagan sögð. Éf samstarf sextán fijálsra og fullvalda þjóða á að bera árangur getur komið sér vel að rígbinda sig ekki við fast- mótaðar kennisetningar. Á hinn bóginn þarf að liggja fyrir sam- komulag þjóðanna um tilgang, markmið og leiðir. Atlantshafssáttmálinn veitir nokkur svör við þessum vangavelt- um. Aðildarríkin skuldbinda sig til að virða leikreglur lýðræðisins, frelsi einstaklingsins og lög og rétt. Texti sáttmálans er hins vegar stuttur og segir lítið um starfsemi NATO. Hvað varðar samskipti austurs og vesturs verður að leita til Harmel-skýrslunnar svonefndu sem samin var tveimur áratugum á eftir sáttmálanum til að finna sígilda lýsingu á grundvelli þeirra samskipta. í Harmel-skýrslunni eru tvö meginmarkmið Atlantshafsbanda- lagsins skilgreind á eftirfarandi hátt: — I fyrsta lagi að viðhalda nægi- legum herafla til að koma í veg fyrir árás og þrýsting í hvaða mynd sem er gegn einhveiju aðildarríkjanna og veija land- svæði viðkomandi ríkja ef til ófriðardregur; og — í öðru iagi að leita leiða til að tryggja stöðugleika í samskipt- um þjóða í þeim tilgangi að unnt reynist að leysa ágrein- ingsmál. Nægilegur herstyrkur Bæði eru þetta mikilvæg atriði og vert er að benda á hversu oft þau hafa sannað gildi sitt í gegnum tíðina. Raunar haldast þessi tvö markmið í hendur. Stjómkænska eða hemaðarstyrkur dugir ekki ein sér og verkefnið er ekki einungis að halda friðinn heldur einnig að bæta ástand heimsmála. Þessi hugsun liggur til grundvall- ar allri stefnumótun Atlantshafs- bandalagsins bæði á sviði hemaðar og stjómmála en þar með er bjöm- inn ekki unninn. Á sviði hemaðar er ekki kveðið á um hvenær aðildar- ríkin ráða yfir nægílegum herstyrk. Þá liggur heldur ekki fyrir hvaða samningar verða til þess að bæta samskipti austurs og vesturs og hveijir ekki. Ef stefna okkar á að teljast vel grundvölluð verðum við, sem vam- arbandalag, að hafa svör við þess- um spumingum á reiðum höndum. Þessi svör verðum við síðan að geta skýrt fyrir almenningi. Aðeins á þann hátt fær stefna okkar þann stuðning sem hún þarf til þess að geta þjónað tilgangi sínum. í sjálfu sér væri þetta tiltölulega létt verk ef svörin væru þess eðlis að þeirra mætti leita f eitt skipti fyrír öll. En í raunveruleikanum er málum ekki þannig háttað. Her- styrkur Sovétmanna fer vaxandi. Sífellt fleiri og fullkomnari vopn og hergögn erti tekin í notkun. Þessar breytingar ráða auðvitað miklu um hvenær við teljum styrk okkar nægilegan. Þær hafa einnig áhrif á stjómmálalegt mat okkar. Állt liggur þetta nokkuð í augum uppi, en þótt ástand mála breytist er ekki þar með sagt að ekki megi finna nein fastmótuð grundvallarat- riði sem varða samskipti austurs og vesturs. Þegar menn ráða ráðum sínum á vegum Atlantshafsbanda- lagsins taka þeir mið af þessum atriðum við stefnumótun. Ef til vill ættum við að kynna þessi atriði betur fyrir almenningi í aðildarríkj- unum og í ríkjum Austur-Evrópu. Fyrsta atriðið varðar heraflann. Sem vamarbandalag þarf NATO ekki að ráða yfir nákvæmlega sama fjölda vopna og hermanna og Var- sjárbandalagsríkin. Við höfum margoft lýst því yfir að við munum aðeins grípa til vopna til að veijast árás. Hemaðaráætlanir og stefna okkar svo og fiöldi og slagkraftur þeirra vopna, sem við ráðum yfir, verða hér eftir sem hingað til ákveð- in í samræmi við þessa skuldbind- ingu okkar. Af þessu leiðir að skipulag vama okkar verður að taka mið bæði af kjamorkuvopnum og hefðbundnum herafla Sovétmanna. Hefðbundinn herafli fengi harla litlu áorkað í átökum við andstæðing sem réði yfir kjamorkuvopnum og hótaði að beita þeim. Þriðja atriðið snertir bæði stjóm- málalega og hemaðarlega hlið málsins. Við leitumst ekki við að tryggja öryggi okkar á kostnað Sovétmanna eða annarra ríkja. Þetta á bæði við um hinar eiginlegu vamir og fælingarstefnu okkar og þær tillögur, sem við höfum lagt fram varðandi afvopnun og tak- mörkun vígbúnaðar. Við óskum ekki eftir hemaðaryfirburðum og við leitumst ekki við að raska öryggi annarra þjóða þegar sest er við samningaborðið. Af vopnun og takmörk- un vígbúnaöar Almennt lítum við ekki á af- vopnun og takmörkun vígbúnaðar sem andstæðu við stefnu okkar í öryggismálum, heldur teljum við þessa málaflokka einn lið í þeirri stefnu sem við fylgjum. Af þessum sökum emm við ákveðnir að ná árangri á samningafundunum í Genf, Stokkhólmi og Vínarborg. Á þennan hátt gefst okkur einnig tækifæri til að leggja mat á hvað getur talist raunvemlegur árangur. Ekki skiptir öllu hversu fljótt við komumst að samkomulagi eða hversu margir samningar em undir- ritaðir. Mikilvægast er að samning- ar þessi treysti og viðhaldi öryggi okkar. Ef hugað er að þeim tillögum sem við í vestri höfum lagt fram sést að það fylgir hugur máli. Ef Sovét- menn brygðust við tillögum okkar með jákvæðum og opnum huga væri unnt að ná vemlegum árangri á tiltölulega stuttum tíma. Með til- lögum okkar mætti fækka strateg- iskum vopnum um helming í vopna- búmm stórveldanna. Þá höfum við einnig lagt til að fjöldi meðaldrægra kjamorkuflauga verði takmarkaður við það sem telja má nauðsynlegt lágmark. Við teljum löngu tímabært að efnavopn verði bönnuð. Við höfum einnig lagt til að sett verði þak á herlið beggja aðila á þeim svæðum Mið-Evrópu sem viðræður stórveldanna um jafna og gagn- kvæma fækkun herafla ná til. Að síðustu má nefna hagnýtar tillögur sem miða að því að draga úr þeirri leynd sem hvílir yfír hemaðamm- svifum stórveldanna í Evrópu. Þetta em róttækar tillögur, ekki síst ef litið er til samningaviðræðna stórveldanna undanfarinn áratug. Hins vegar telur Atlantshafsbanda- lagið ekki að með þeim sé unnt að leysa allan vandann. Þvert á móti teljum við að með þeim væri stigið mikilvægt skref í rétta átt og að >d aðrar og róttækari aðgerðir gætu 1 fylgt í kjölfarið. ><l Fyllum tómið milii aust- urs og vesturs I þessu samhengi er vert að benda á eitt mikilvægt atriði — raunar hef ég ekki lengur tölu á öllum þeim mikilvægu atriðum sem ég hef fjallað um — sem mun ekki glata mikilvægi sínu hvort sem afvopnunarviðræðum miðar hægt jj eða hratt áfram. Samskipti austurs og vesturs ná einfaldlega til fleiri málaflokka en takmörkunar víg- búnaðar og afvopnunar. Við þurfum að fylla það tóm sem hefur skapast á milli austurs og vesturs og það verður ekki eingöngu gert með því að senda. ballettdansflokka eða opinberar sendinefndir í vináttu- heimsóknir. I þessu tilliti getum við einnig lagt ákveðna samþykkt til grund- vallar en að þessu sinni kemur hún ekki frá Atlantshafsbandalaginu. Lokasamþykktin frá Helsinki getur verið mikilvægur vegvísir í sam- skiptum austurs og vesturs. Sam- þykktin er ekki aðeins upptalning á því sem ber að gera heldur hafa þjóðir þær sem undirrituðu hana skuldbundið sig til_ að virða ávallt ákveðnar reglur. í yfirlýsingunni eru settar fram skýrar hugmyndir um hvernig tryggja megi öryggi og samvinnu í Evrópu stjórnvöldum og almenningi öllum til heilla. Yfirlýs- ingin snertir hag alls þess fólks, sem býr austan og vestan járntjaldsins. Ég sagðist ætla að stikla á stóru en ég geri mér grein fyrir að ég hef farið á þvílíku hundavaði yfir allt frá herfræði til mannréttinda- mála að það er líkast því sem ég sé ieiðsögumaður með hóp ferða- manna í skoðunarferð. Hætt er við að þetta valdi ástæðulausum rugl- ingi á meðal áheyrenda. Ég vil einfaldlega undirstrika að á Vest- urlöndum telja menn að allir þeir málaflokkar sem ég hef tæpt á snerti öryggismálin og samskipti austurs og vesturs. Afstaða Atl- antshafsbandalagsins einkennist einmitt af vitundinni um innbyrðis tengsl þessara málaflokka. Traust milli ríkja Tengsl þessara málaflokka eru enginn tilbúningur. Þegar Atlants- y hafsbandalagið lætur sig ekki leng- ur varða hag fólks, sem fær ekki að fara fijálst ferða sinna eða kaupa dagblöð, hefur það færst langt frá þeirri stefnu sem mörkuð var í upphafi. Kjami málsins er sá að batnandi samskipti austurs og vest- urs eru undir því komin að takast megi að byggja upp traust. Að þessu gefnu er um mun víð- tækari hugmyndir að ræða en þær sem fjallað er um á Stokkhólmsráð- stefnunni um öryggi, traustvekjandi aðgerðir í samskiptum ríkja og afvopnun í Evrópu. En í Stokkhólmi gefst tækifæri til að færa hug- myndir í það horf að unnt reynist að hrinda þeim í framkvæmd. í Helsinki var stigið spor í þá átt að auka traust á milli stórveld- anna á hemaðarsviðinu. Vissulega var ekki um örlagarík umskipti að ræða, en Stokkhólmsráðstefnan var skipulögð til þess að fulltrúar stór- veldanna gætu komist að sameigin- legum niðurstöðum um varfæmis- legar aðgerðir, sem gætu aftur leitt til víðtækara samkomulags. Ef leggja á mat á þessar viðræð- ur verður að líta á öryggismála- vandann í heild, en ekki einstök atriði eða aðgerðir, þótt þær þurfi vitaskuld að vera vel ígrundaðar. í stuttu máli er vandinn sá að þeir sem skipuleggja vamir ríkja Atl- antshafsbandalagsins verða að * horfast í augu við þá staðreynd að Sovétmenn hafa hemaðaryfirburði á tilteknum svæðum og gætu því skipulagt skyndiárás með stuttum fyrirvara. Ef takast á að byggja upp traust verða stórveldin að hafa aukið jSamráð sín á milli hvað varðar öll j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.