Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ1986 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1986 fltoKgpisttMiiMfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið. Fátækt og frelsi einstaklingsins Fátækt er afstætt hugtak eins og kemur betur í ljós því meira, sem um hana er rætt. Fyrir hveija kynslóð er nauðsynlegt að líta í eigin barm og huga að því, hvort nóg sé að gert fyrir þá, sem eiga undir högg að sækja í lífsbaráttunni. Leiðin til lausnar fínnst ekki með því að skella skuldinni á aðra, stofna til flokkadrátta eða slá sjálfan sig til riddara með lofí um eigin umhyggju- semi. Hræsni af þessu tagi á ekki við í umræðum um þetta alvörumál, þó bryddir fljótt á henni í opinberum umræðum. Almennur skortur er skammt að baki í þjóðarsög- unni. Fátækt í velmegunarríki eins og okkar er bundin við hópa, sem á að vera unnt að fínna og aðstoða. Þeir, sem fróðastir eru, telja, að hér á landi séu kjör þeirra bágust, sem búa við örkuml eða standa einir í lífsbaráttunni. Og í Reykjavík er til dæmis talið, að á 200 heimilum ellilífeyris- þega ríki fátækt og að þriðj- ungur allra einstæðra mæðra njóti fjárhagsaðstoðar borgar- innar. Þeir eru verst settir, sem eiga ekki þak yfír höfuðið og þurfa að greiða háa húsalegu af lágum tekjum. Eigið hús- næði er einhver mesta trygging fyrir velferð. Að skilgreina fá- tækt með þeim hætti, að hún nái til tugþúsunda íslendinga, er út í hött. Þeir, sem það gera, eru að drepa málinu á dreif. Óðaverðbólga, sem hér hófst í byijun síðastliðins áratugar og náði hámarki í 130% verð- bólgu á fyrsta ársfjórðungi 1983, lék enga verr en hina lægst launuðu. Engir töluðu meira um það en ábyrgir sfjómmálamenn, að verðbólg- an gerði hina ríku ríkari en fátæku fátækari. Þrátt fyrir það völdust þeir til forystu í landstjóminni, sem gátu ekki komið neinum böndum á verð- bólguna. Hin herfilega sóun, sem er fylgifískur verðbólgu, veldur því að íslenska þjóðar- búinu hefur ekki enn tekizt að greiða Iaun, sem veita öllum mannsæmandi lífskjör. En eins og áður sagði á að vera unnt að fínna þá, sem verst eru staddir, og koma þeim til hjálp- ar með félagslegum aðgerðum. í þessu efni hvílir rík skylda á öllum, sem hafa tekið að sér að gegna störfum í almanna- þágu, jafnt stjómmálamönnum sem forystumönnum launþega. Þegar komist hefur verið að niðurstöðu, þurfa þessir menn og fulltrúar atvinnurekenda að sameinast um aðgerðir með sama sáttahug og réð ferðinni í nýgerðum kjarasamningum. Það kerfí almannatrygg- inga, sem við búum við, hefur reynst vel um flest. Þetta kerfí hefur þróast í tímans rás í samstarfi stjómmálaflokka, sem um margt hafa ólíka stefnu. Enginn einn flokkur getur eignað sér allt það, sem vel hefur verið gert á þessu sviði, og engum einum er það að kenna, sem miður hefur farið. Nú á tímum hefur enginn stjómmálaflokkur það á stefnuskrá sinni, að afnema það öryggisnet, sem felst í almannatryggingum eða fé- lagslegri aðstoð við þá, sem minna mega sín. Engir stjóm- málamenn hafa það á orði, að fi*á þessu kerfí skuli horfíð. Hinu hefur verið hreyft af fólki í fleiri en einum flokki, að þetta kerfí þurfí að endurskoða eins og önnur. Ef umræðum um fátækt á íslandi á árinu 1986 er haldið innan málefnalegra marka, kynnu þær ekki aðeins að leiða til þess, að menn komi sér saman um það, hveijir þurfí helst á aðstoð að halda, heldur einnig hitt, hvemig það verði best gert með þeim fjármun- um, sem þegar er veitt til þessa kerfís, en þeir skipta nokkmm milljörðum. Þeir miklu fjár- munir, sem renna um almanna- tryggingakerfíð, mega að ósekju renna í ríkara mæli til þeirra, sem verst em settir. Sérfræðingum, sem lagt hafa stund á fræði, er miða að því að létta neyð þeirra, sem verst em settir, hefur fjölgað mikið hér á landi undanfarin ár. Það eitt er til marks um viðleitni samfélagsins til að bregðast við meini, sem allir vilja, að unnt sé að uppræta. Abyrgð þessara sérfræðinga er mikil, ekki aðeins gagnvart þeim, sem þeir em ráðnir til að veita þjónustu, heldur einnig gagnvart þeim, sem borga brúsann, skattgreiðendum. Þótt ekki sé unnt að krefja þá um lýsingu á högum einstakl- inga, er sjálfsagt að krelja sér- fræðingana um hlutlægar upplýsingar um vandann, upp- lýsingar, sem byggja á stað- rejmdum og taka mið af þróun og framkvæmd um langan tíma, en em ekki settar fram með þeim hætti, að þær verða tilefni flokkadrátta eða upp- hrópana á fölskum forsendum. í engu sveitarfélagi hér á landi er veitt víðtækari og betri félagsleg þjónusta en í Reykja- vík. Þetta á ekki síst við um fyrirgreiðslu við aldrað fólk, heimahjúkmn og heimilshjálp, sem hefur það að meginmark- miði, að aldraðir geti búið sem lengst á eigin heimilum. Fjöl- margt má að vísu betur fara í öldmnarþjónustu, bæði hjá ríki og borg, en þar miðar til réttrar áttar. Reykjavíkurborg hefur dijúgt forskot fram yfír önnur sveitarfélög í þessu efni; hefur raunar verið brautryðjandi í öldmnarþjónustu hér á landi. Stjómendur höfuðborgarinnar geta verið stoltir af því, að þangað leita þeir helst, sem telja sig þurfa á félagslegri aðstoð að halda. Vegna þess að samsteypu- stjómir fara að jafnaði með stjóm landsmála er oft erfítt að eigna einhveijum einum flokki þau mál, sem afgreidd em á Alþingi. Þar ná þau ekki fram nema margir flokkar taki sig saman um afgreiðsluna. Hið sama verður ekki sagt um stjóm Reykjavíkur. Á þeim áratugum sem það hefur tekið að byggja upp velferðarkerfí borgarinnar hafa sjálfstæðis- menn einir farið með stjóm hennar, að undanskildum fjór- um ámm, sem engu skipta í þessu samhengi. Sá flokkur, sem þannig hefur staðið að verki, verður ekki sakaður um mannvonsku eða grimmd. Heldur ber að fagna því, að borgaraleg mannúðarstefna hans hefur fengið að njóta sín og borið jafn ríkulegan ávöxt og raun ber vitni. Það væri öðm vísi umhorfs í stjóm ís- lenskra landsmála, ef þjóðin hefði borið gæfu til að vera jafn samhent um val á forystu- mönnum og Reykvíkingar. Efnaleg velferð þjóðar og borgaranna skiptir vissulega miklu máli. Engin þjóð er full- valda í raun, ef hún er í skulda- íjötmm. Enginn einstaklingur er fijáls í raun ef ijárhagsgetu hans er ofboðið. En maðurinn lifír ekki á brauði einu saman. Sá einn höndlar hamingjuna sem fær notið þeirrar fegurðar og „fyllingar" sem umhverfí okkar, náttúra landsins, fjar- lægar slóðir, menntun, þekking og ekki sízt fjölþættar listir bjóða. Þó er enn ótalin kóróna persónulegrar velferðar hvers einstaklings. Hún verður að- eins sótt til þess boðskapar sem tengist komandi páskum; í kenningu þess meistara, sem gekk píslargöngu sína okkar vegna. Hann hefur sáð vonar- og trúameista í bijóst flestra okkar. Það er síðan hvers og eins að hlú að þessum neista og gera hann að leiðarljósi á vegferðinni. Sú borgaralega mannúðar- stefiia, sem mestu varðar í samfélagi okkar, á rætur í kristinni kenningu. Þangað sækir hún ekki sízt næringu sína, forskrift og markmið. í þeirri von að vegur hennar megi enn vaxa bæði í hugum fólks og að áhrifum í þjóðfélagi okkar óskar Morgunblaðið les- endum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra páska. Eitt er nauðsynlegt í Lúkasarguðspjalli 10. kapítula er að fínna þessa frásögn: „Á ferð þeirra kom Jesús í þorp nokkurt og kona að nafni Marta bauð honum heim. Hún átti systur, er María hét, og settist hún við fætur Drottins og hlýddi á orð hans. En Marta hafði allan hug á að veita sem mesta þjónustu. Og hún gekk til hans og mælti: „Herra, hirðir þú eigi um það, að systir mín lætur mig eina um að þjóna gestum? Seg þú henni að hjálpa mér.“ En Drottinn svaraði henni: „Marta, Marta, þú ert áhyggjufull og mæðist í mörgu, en eitt er nauðsynlegt. María valdi góða hlutskiptið. Það verður ekki frá henni tekið." Þessi orð Jesú eru ein þeirra, sem okkur fínnst víst flestum bijóta í bága við daglega reynslu og vera í andstöðu við það, sem bæði skynsemi og tilfínningar segja okkur. Sýndi ekki Marta hug sinn til Drottins í verkum sín- um? Var það ekki hún, sem hafði boðið honum heim? Bar henni ekki að sinna þörfum hans? Hvemig færi, ef enginn vildi gefa sig að dagleg- um verkum? Og hvemig má það vera, að það eitt sé nauðsynlegt, sem sálina varðar? Þurfum við ekki fæði, klæði og húsaskjól? Eru ekki á meðal okkar, jafnvel á þessum tima og í þessu landi, þeir sem líða skort? Eru ekki í öðmm heimsálfum milljónir og aftur milljónir manna, sem ekki eiga fæði né skæði, ekki þak yfír höfuðið og sjá böm sín deyja í bemsku hvert á fætur öðm? Er ekki ástæða til að vera áhyggjufullur yfir slíku? Er ekki nauðsynlegt, að á þessu sé ráðin sú bót, sem tök em á? Og hvemig verður það gert nema með framkvæmd- um og starfí, þeirri þjónustu, sem Marta lagði fram með því að mæðast í mörgu? En orð Jesú em afdráttarlaus og þessi frá- sögn er síður en svo eini staður guðspjallanna þar sem þessari skoðun er lýst. Hún er, satt að segja, gmndvallaratriði í kenningu Krists. í Mattheusarguðspjalli er að fínna líkinguna við liljur vallarins. „Hvorki vinna þær né spinna. Eln ég segi við yður. Jafnvel Salómon í allri Prédikun í Dómkirkjunni íReykjavík 16. marz 1986 sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þeirra. Fyrst Guð skrýðir svo gras vallarins, sem í dag stendur en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér trúlitlir: Segið því ekki áhyggjufullir: Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hveiju eigum vér að klæðast? Allt þetta stunda heið- ingjamir og yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.“ Þessi orð Jesú ganga enn lengra en þau, sem við áður vitnuðum til, og bijóta, að því er virð- ist, enn meira í bága við reynslu okkar og skilning. Okkur er sagt, að við þörfnumst þess, sem líkamann varðar, en við skulum ekki hafa áhyggjur af þeim þörfum. Fyrir þeim muni séð, leitum við fyrst ríkis föður okkar og réttlætis. Eigum við þá að sitja með hendur í skauti og treysta guðlegri forsjón? I einni þekktustu smásögu Einars Hjörleifs- sonar Kvaran, Þurrki, er sagt frá fátækum bamamanni í íslenzku sjávarþorpi, Þórði í Króki. Hann liggur fárveikur þegar loksins kemur þurrkdagur eftir langvarandi rigningar. Hann er ekki fær um að hjáipa konu sinni og bömum við heyannimar og kemur í hálfgerðu óráði til læknisins í þorpinu. Læknirinn getur ekkert fyrir hann gert og segir í vandræðum, þegar Þórður lýsir umkomuleysi sínu: „Yður leggst eitthvað til.“ Svarið, sem felur í sér inntak sögunnar, em sár og bitur orð: „Mér hefur aldrei lagst neitt til.“ Ekki hafði guðleg forsjón komið til liðs við þennan mann og er þó ekki annað af sögunni að skilja en að hann hafi gengið Guðs vegi í svipuðum mæli og menn gera flestir. í einni af prédikunum sínum segir þýzki guðfræðingurinn Paul Tillich frá viðræðum sín- um við hermenn á vígstöðvum fyrri heimsstyij- aldar. Þeir afneituðu kristnum boðskap á for- sendum þeirra skelfíngar og þeirra hörmunga, sem þeir lifðu, og ekki gátu verið í samræmi við þá forsjá, sem þeir töldu fyrirheit hafa verið gefín um. Tillich bætir því við, að tilfínning þessara óbreyttu hermanna hafi ekki verið önnur en sú tilfínning, sem hann síðar fann hjá snillingnum Einstein, sem hafnaði guðshug- myndinni í ljósi veruleika, sem honum virtist andstæða skynsemi og réttlætis. Það er kunn- ara en frá þurfí að segja, að þær fjöldahreyfing- ar þessarar aldar, sem mest hafa látið til sín taka, hafa nærzt á þessum sömu vonbrigðum, að voldug þjóðríki hafa verið efld í þeirri trú, að það eina nauðsynlega væri valdið, jarðneskt vald, sem kæmi í stað guðlegrar forsjónar. Jónas H. Haralz En það hafa ekki allir frá þessari reynslu að segja. Frá námsárum mínum í Svíþjóð er mér minnisstæð frásögn prests, sem vegna trú- arreynslu sinnar hafði yfírgefíð þjóðkirkjuna og gerzt prédikari hjá hvítasunnumönnum. Við höfðum það verkefni um vetrartíma, stúdentar í þjóðfélagsfræðum, að ræða við fulltrúa ýmissa sértrúarsafnaða, kynna okkur skoðanir þeirra og sjónarmið og reyna að gera okkur grein fyrir áhrifum þessara trúarhreyfinga á þróun þjóðfélags og efnahags. Margt reyndist athygl- isvert í þessari skoðun, en minnisstæðust er mér frásögn þessa hvítasunnumanns. Hann var spurður að því, hvort það hefði ekki verið erfítt fyrir ungan fíölskyldumann að hverfa undan efnahagsforsjá sænsku þjóðkirkjunnar í óvissu fijálsra safnaða. Hann sagði, að slíkar áhyggjur hefðu aldrei verið sér þungar. Hann hefði fylgt þeirri köllun, sem hann hefði fengið. Hann hefði að sjálfsögðui ekki haft úr miklu að spila og oft ekki vitað, hvemig hann gæti séð sér og sínum farborða næsta dag. En sér hefði alltaf lagzt eitthvað til, stundum með óvæntum hætti. _________________________________________33 Á þessum manni höfðu sannarlega rætzt orð Páls í Rómveijabréfinu, „að þeim; sem Guð elska, samverkar allt til góðs“. En ekki hefði þetta getað orðið nema með aðstoð annarra manna, sem líkt og Marta voru fúsir að veita sem mesta þjónustu. Engin María getur verið án Mörtu. Það sem máli skiptir er hins vegar skilningurinn á því, að þær nauðsynjar, sem þjónustan sér fyrir, eru ekki aðalatriðið. Það, sem er lífsnauðsyn, er samband mannsins við upphaf sitt og tilgang, vitund hans um eilífðina. Þetta er hið eina nauðsynlega, góða hlutskiptið, sem María valdi. En þeir, sem þjónustuna inna af hendi, þjóna Guði en ekki Mammon svo lengi sem þessi skilningur býr í bijósti þeirra. Það sem máli skiptir í lífí einstaklinga, er einnig nauðsyn í lífí þjóðar. Eins og einstakling- ur getur orðið viðskila við upphaf sitt og tilgang geta þetta orðið örlög heilla þjóða um lengri eða skemmri tíma. Þetta er sjaldnast að eigin vali, heldur verk manna, sem hafa talið sér trú um, að þeir viti betur en allur fjöldinn og þröngva sjónarmiðum sínum á aðra. En niður- staðan verður aldrei sú, sem til var ætlazt og eftir sótzt. Valdið skilar ekki einu sinni árangri í veraldlegum gæðum. Ekkert samverkar mönnum til góðs, þar til smátt og smátt sann- leikurinn um eðli mannsins brýtur sér braut á nýjan leik. Upp af skíðalöndum Reykvíkinga í Bláfjöllum er heiði, sem nefnist Heiðin há. Þar liggur nú orðið leið margra á góðviðrisdögum um helgar. Á sunnudegi fyrir nokkrum vikum gekk ég um þessar slóðir eins og oft áður. Veður var stillt, en dimmt yfír undir lágum skýjum. Þegar kom á háheiðina, þar sem útsýni opnast mót austri, blasti við augum mér sjón, sem ég hafði aldrei áður séð líka á þessum slóðum, né raunar með sama hætti á öðrum slóðum. Lág skýin teygðu sig yfir Suðurland og námu við hæstu tinda austurfjallanna, Heklu, Tindfialla og Eyjafíalla. En undir dimmum skýjunum ljómuðu snæviþak- in fjöllin í skínandi birtu sólar, sem var hulin bak við skýin. Við eigum öll þær stundir í lífí okkar, og sumir eflaust margar, þegar dimm ský grúfa í kringum okkur, þegar okkur fínnst við vera einmana og yfírgefin af Guði og mönnum, þegar ekkert leggst okkur til og öll von er úti. En einnig á þeim stundum og einmitt þá getum við skynjað ljóma þeirrar sólar, sem við sjáum ekki, yl þess kærleika, sem enginn mun gera oss viðskila við, ekki þjáning eða þrenging, ofsókn, hungur eða nekt, házki eða sverð. A þeim stundum vitum við hvað það eina er, sem er nauðsynlegt, góði hlutinn, sem verður ekki fráokkurtekinn. Amen. OPEC-ráðherrar kýta og olíuverð lækkar enn Níu daga neyðarfundur olíumálaráðherra Samtaka olíuútflutn- ingsríkja, OPEC, leystist upp á mánudagseftirmiðdag án samkomu- lags og nokkrir ráðherranna laumuðust út um bakdyr Intercontin- ental hótelsins í Genf til að forðast spurningar fréttamanna. Fundur- inn var haldinn í von um að olíuframleiðslulönd, jafnt innan OPEC sem utan, myndu ná samkomulagi um takmörkun olíuframleiðslu til að draga úr framboði, stöðva verðfall og stuðla að hærra olíuverði. Ráðherrar OPEC-ríkjanna Olíumálaráðherrarnir voru á einu máli um að það bæri að draga úr framleiðslunni en vantraust og öfund komu í veg fyrir að þeir gætu sæst á fram- leiðslukvóta fyrir einstök ríki. Þeir ætla að hittast aftur 15. apríl og halda viðræðum sínum áfram. Olíuverð hefur lækkað úr 30 til 35 dölum fyrir olíufatið í 12 til 15 dali á fjórum mánuðum. Það féll í 11 dali í New York daginn sem ráðherrarnir ákváðu að gera þriggja vikna hlé á fundi sínum. Stefna OPEC varðandi framleiðslukvóta og verðlag breyttist í desember þegar sam- tökin ákváðu að heyja baráttu við aðrar olíuþjóðir um markaðs- hluta á heimsmarkaði í olíu burt- séð frá áhrifunum sem það hefði á olíuverð. Það stuðlaði að of- framboði á olíu og jók hraða verðfallsins. Skuldafen blasir við olíuríkjunum Verðlækkun á olíu kemur inn- flutningsríkjum á olíu vel en hún eykur efnahagserfiðleika smærri olíuframleiðsluríkja og gæti leitt til vandræða á alþjóðapeningamarkaði ef ríkin geta ekki staðið í skilum við erlendar lánastofnanir. Útflutn- ingstekjur meðalstórra olíuútflytj- enda, eins og Mexíkó og Indónesíu, lækka um 500 milljón dali á ári þegar verð á olíufati lækkar um 1 dal, samkvæmt útreikningum sér- fræðinga. Sama verðlækkun veldur OPEC-ríkjunum 400 milljón dala tekjumissi á mánuði. Verðlækkunin heftir einnig valdið erfiðleikum í olíuríkjum Bandaríkjanna en hvert smáolíufyrirtækið á fætur öðru verður nú gjaldþrota f Texas. Efnahagsvandi ríkja eins og Níg- eríu, Venezúela, Mexíkó, Indónesíu, Alsír og Egyptaiands hefur marg- faldast síðan olíuverð lækkaði en þau komust af undanfarin ár vegna góðra útflutningstekna af olíu. Rík- isstjóm Mexíkó varaði við þvf strax og olfuverð fór að lækka að þjóðin þyrfti að auka meira við 100 millj- arða dala skuldabirgði sfna á þessu ári en reiknað var með þegar olíu- verð hélst hátt. Verðlækkunin hefur einnig valdið vanda í efnuðum olíuríkjum. Oman tók t.d. erlend lán til að fjármagna stórframkvæmdir í landinu þegar best gekk en nú er óvíst hvort olíu- þjóðin getur staðið við skulda- greiðslur. Saudi Arabía, ríkasta ol- íuþjóð heims, seinkaði nýlega birt- ingu fíárlaga fyrir árið í ár um fimm mánuði þar sem ríkið þarf að draga úr útgjöldum í samræmi við minnk- andi þjóðartelqur. Fjórðungur olíu- magns í jörðu er í Saudi Arabíu og þjóðin á 70 milljarði dala í vara- sjóði. En sá sjóður mun ekki endast lengur en til 1989 ef verð á olíu helst lágt og ríkið dregur ekki saman seglin. Hátt olíuverð kom þriðjaheims- löndum illa. Framkvæmdimar f ol- íuríkjunum bættu þó bú margra þar sem þær sköpuðu atvinnu fyrir erlent vinnuafl sem sendi stóran hluta tekna sinna heim. Egyptar við störf í löndunum við Persaflóa sendu t.d. 3 milljarði dala á ári heim til Egyptalands, en það er meira en þjóðin hafði í útflutnings- tekjur af olíu á ári. Enginn vill taka á sig skellinn OPEC-ríkin 13 framleiða um þriðjung allrar olíu í heiminum að kommúnistaríkjum frátöldum. Þau framleiða /tíS rúmlega 17 milljón olíuföt á dag en heimseftirspum er í kringum 45 olíuföt á dag. Olíuráð- herramir vom sammála um að OPEC þyrfti að minnka framleiðslu sína niður í 14,5 olíuföt ti! að draga nægilega úr olíuframboði svo að olíuverð hækki. Þeir telja 28 dali ákjósanlegt verð fyrir fatið en þeir gátu ekki náð samkomulagi um hvemig ríkin innan OPEC geta stuðlað að því takmarki. Zaki Yamani, olfumálaráðherra Saudi Arabíu, sagði bæði fyrir og eftir fundinn að hátt olíuverð yrði ekki tryggt án samvinnu við olíu- þjóðimar utan OPEC. Bretland, Noregur, Sovétríkin og Kína neit- uðu þátttöku í ráðherrafundinum í Genf en olíumálaráðherrar Mexíkó, Egyptalands, Oman, Malaysíu og Angóla áttu viðræður við OPEC. Ráðherrar þessara ríkja tóku undir að það yrði að draga úr olíufram- leiðslu og sögðust vera reiðubúnir að gera það ef OPEC-ríkin gerðu það Ifka en vildu ekki láta binda sig við ákveðna framleiðslutölu. Olíumálaráðherra Indónesíu lagði fram undir lok fundarins út- reikninga sem sýndu hugsanlega framleiðslukvóta einstakra ríkja ef framleiðsla OPEC verður minnkuð í 14,5 olíuföt. Aðeins Qatar, Kuwait og Indónesía gáfu í skyn að þau myndu fallast á þann kvóta sem þeim var úthlutaður, önnur aðildar- ríki kvörtuðu undan að þeirra fram- leiðslukvóti væri of lítill. Saudi Arabía hefði átt að draga úr olíu- framleiðslu um 16%, eða minnka hana niður í 3,76 milljón olíuföt á dag, samkvæmt útreikningum ráð- herrans. OPEC-ríkin telja framleiðslutak- mörkun aðildarríkjanna til einskis ef Saudi Arabía tekur ekki þátt í henni. Yamani sagði að fundinum loknum að takmörkun væri til lítils ef Bretland og Noregur drægju ekki einnig úr framleiðslu og sagði að Saudi Arabía myndi ekki minnka framleiðslu fyrr en þessi lönd gerðu það. Sumir fréttaskýrendur telja að Saudi Arabía vilji að olíuverð lækki enn svo að OPEC-ríkin læri lexíu og standi við framleiðslukvóta sem þau sættast á f framtíðinni, en það hefur oft orðið misbrestur á að þau gerðu það hingað til. Hver höndin var uppá móti ann- arri þegar ráðherrafundurinn leyst- ist upp. Ráðherrar Saudi Arabíu og Venezúela sögðust ekki ætla að draga úr framleiðslu, ráðherra Sameinuðu arabísku furstadæm- anna sagði að framleiðslukvóti þeirra ætti að hækka en ekki lækka og önnur ríki sögðust bíða þess að önnur ríki riðu á vaðið og minnkuðu olíuframleiðslu sína áður en þau gerðu það. Ráðherramir hafa nú tíma til að hugsa ráð sitt betur áður en þeir setjast niður aftur og reyna að fínna leið til að draga úr olíu- framleiðslu. ab
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.