Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 27. MARZ 1986 13 Ronja ræningjadóttir á íslensku Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Halló krakkar! Ég heiti Ronja ræningjadóttir og er orðinn 11 ára. Pabbi minn heitir Matthías og hann er ræn- ingjaforingi en mamma heitir Lovísa og hún er sko kjamakona og voða mikið skotin í pabba. Við búum í Matthíasarborg. Það er kastalinn hans pabba og með okkur búa 12 ræningjar, sem allir em miklir vinir mínir. Þeir em sífellt að éta og drekka og hlæja og skemmta sér. Skalla-Pétur er þeirra bestur. Hann er hundgam- all og skemmtilegur karl, sem öllum þykir vænt um. En mest er ég þó skotin í honum pabba mínum. Og honum þykir líka alveg ógurlega vænt um mig. Það gekk sko ekkert smáræði á þegar ég fæddist, maður. Þmm- ur og eldingar geystust um kol- svartan himininn, pabbi varð al- veg skrítinn úr spenningi og loks- ins klofnaði Matthíasarborg í tvennt. Það vom nú meiri lætin, en auðvitað man ég ekkert eftir þessu. Mest þykir mér gaman að leika úti í skógi. Þar búa ýmsar furðu- vemr einsog grádvergamir, sem maður má ekki vera hræddur við því þá ráðast þeir á mann, og fuglanomimar, sem reyna að hremma mann með sér og svo em litlu sætu vemrnar sem era alltaf að spyija akkum, akkum, akkum og em sauðmeinlaus. Mesti óvinur hans pabba heitir Borki og hann er fluttur með ræningjahyski sitt yfir í hinn helminginn á Matthíasarborg. Pabbi þolir það ekki. Pabbi þolir ekkert sem tengist Borka. Ekki heldur Birki son hans. Það versta er að ég er bálskotin í Birki og nú ætlum við Birkir að flýja full- orðna fólkið og lifa úti í skógi. Pabbi segist ekki eiga neina dótt- ur lengur. Svona er sagan í sænsku bama- mjmdinni Ronja ræningjadóttir, sem sýnd er í Nýja bíói. Þetta er ekta bamamynd er segir frá vin- áttu þeirra Ronju og Birkis og baráttu þeirra við fullorðna fólkið og hvemig þeim tekst að lifa úti í skógi alveg ein. Það gengur ekki átakalaust fyrir sig en allt fer þó vel að lokum eins og í öllum góðum ævintýmm. Sagan er eftir einn fremsta bamabókahöfund Norðurlanda, Astrid Lindgren, en leikstjóri myndarinnar er Tage Danielsson. Myndin var gerð árið 1984 og hefur verið sýnd héma áður á kvikmyndahátíð í fyrra. Sænska stúlkan Hanna Zetter- berg leikur Ronju. En þá var hún auðvitað ekki með íslensku tali. Það gerir gæfu- muninn. Það er virðingarvert framtak hjá Hinu leikhúsinu að fá íslenska leikara til að tala inná þessa hugljúfu bamamynd og mjög vel tilfundið því það gefur krökkunum tækifæri til að fylgj- ast glöggt með atburðarásinni og lifa sig betur inní söguna og persónur hennar og missa ekki af neinu sem máii skiptir. Það er ekki of mikið gert fyrir minnstu bíógestina og Ronja ræningjadótt- ir með íslensku tali er kærkomin tilbreyting frá því. Raddir þeirra Bessa Bjamason- ar (Matthías), Guðrúnar Gísla- dóttur (Lovísa) og Gísla Halldórs- sonar (Skalla-Pétur), svo nokkrar séu nefndar, er þrælskemmtilegar og falla sérlega vel að þeim per- sónum, sem þær tala fyrir. Og stundum falla þær svo vel inní myndina að erfitt er að greina að talað sé inná hana. Leikstjóri ís- lensku hljóðgerðarinnar var Þór- hallur Sigurðsson en Anna Þor- steinsdóttir talar fyrir Ronju og gerir það ágætlega. Ronja ræningjadóttir er löng mynd og stundum langdregin en ef þið hafið gaman af ævintýra- myndum, sem bjóða uppá meira af mannlegum tilfinningum en stjömustríðum og tölvuleikjum, ættuð þið að drífa ykkur í Nýja bíó og sjá og heyra í Ronju. Stjömugjöf: ★ ★ ★ Ráðstefna um Háskóla Islands og atvinnulífið í TILEFNI 115 ára afmælis Stúdentafélags Reykjavíkur og 75 ára afmælis Háskóla Islands, g’engst félagið fyrir eins dags ráðstefnu 4. apríl nk. um málefnið Háskóli íslands og atvinnulífið. Félagið gefur jafnframt út veglegt af- mælisrit um sama efni, sem kemur út nú um mánaðamótin. Utsýn af hendir vinn- inga í spumingaleik í TENGSLUM við nýjar sjónvarpsauglýsingar efndi Ferðaskrifstofan Útsýn hf. til spurningaleiks sem staðið hefur yfir sl. 4 vikur. Mörg þúsund lausnir hafa borist og voru flest svörin rétt. Dregið hefur verið úr réttum lausnum, sem bámst fyrstu 3 vik- umar og birtist hér mynd af 2 hinna heppnu, Maríu Haraldsdóttur, 15 ára, Deildarási 22, Reykjavík, t.v. og Bryndísi Bjömsdóttur, Háuhlíð 20, Reykjavík, t.h. Þriðji vinnings- hafinn er Eyrún Baldursdóttir, Grýtubakka 32, Reykjavík, sem vantar á myndina. Allar fá þær ferð eftir eigin vali til Portúgals eða Ítalíu með Útsýn að verðmæti kr. 25 þúsund hver. Þá er eftir aðalvinningurinn — sumarleyfisferð fyrir 4, en svör fyrir síðustu spumingaviku em nú að berast inn. Vegna þess að sjónvarp féll niður þriðjudaginn 18. mars verður spuming þess dags ekki talin með, enda mglaðist röð auglýsinga í sjónvarpi, þegar útsending féll einnig niður sl. sunnudag, og ekki birtist sú auglýsing mánudaginn 24., sem spurning átti við. Þess vegna eru 5 rétt svör frá vikunni 16.—22. mars talin fullgild til úr- slita, og er þess nú beðið með eftir- væntingu, hver fær ókeypis sumar- leyfí fyrir alla fjölskylduna. (Frcttatilkynning) Ráðstefnan verður í Kristalssal Hótels Loftleiða frá klukkan 10.00—17.00. FVamsögumenn á ráðstefnunni flalla allir um tengsl Háskólans við atvinnulíf þjóðarinn- ar. Dagskrá ráðstefnunnar verður þessi: Sigmundur Guðbjarnason, rektor, setur ráðstefnuna og ræðir um: Háskóla íslands og atvinnulífíð. Brynjólfur Bjamason, fram- kvæmdastjóri Granda hf. talar um: Þróun sjávarútvegs og tengsl hans við menntun og rannsóknir. Jón Bragi Bjarnason prófessor fjallar um: Líftækni; horft til fram- tíðar. Valur Arnþórsson, kaupfélags- stjóri KEA, ræðir um: Háskóli og atvinnulíf em ekki andstæður. Sverrir Hermannsson, mennta- málaráðherra, flytur ávarp. Víglundur Þorsteinsson, for- maður Félags ísl. iðnrekenda, talar um: Rannsóknir í þágu atvinnuveg- anna. Rögnvaldur Ólafsson, dósent og hönnunarstjóri Marels hf. talar um: Hlutverk HÍ í þjóðlífinu. Markús Öra Antonsson, út- varpsstjóri, ræðir um: Tengsl Ríkis- útvarpsins við atvinnulífið og menntastofnanir. Magnús L. Sveinssonm, for- maður atvinnumálanefndar Reykja- víkur, ræðir um: Samstarf HÍ og Reykj avíkurborgar. Ráðstefnustjóri er Friðrik Páls- son, forstjóri Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna. Í afmælisritinu „Háskóli íslands og atvinnulífið" verða yfir 20 grein- ar um einstakar deildir og stofnanir HÍ og einstök mikilvæg rannsókn- arverkefni sem þar em unnin. Greinamar em flestar eftir fræði- menn og kennara Háskólans, sem hafa sýnt þessu verki áhuga. Stjóm Stúdentafélags Reykjavík- ur vonast til þess að félagsmenn, fulltrúar atvinnulífsins, háskóla- menn og aðrir áhugamenn um tengsl Háskóla íslands við atvinnu- lífið sæki ráðstefnuna. (Fréttatilkynning) TIMKEN keilulegur SUÐURLANDSBRAUT 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.