Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ1986 —0861 SflAM .fS H*Ji'iAqUTMMFI .fJKIAJQMUUHOM VEITINGAHUSIÐ VTÐ S JÁVARSÍÐUNA ÓSKAR ÖLLUM LANDS- MÖNNUM GLEÐILEGRA PÁSKA Opnunartími um páskana: Skírdagur: Lokað. Föstudagurinn langi: Lokað. Laugardagur: Opið. Páskadagur: Lokað. Annarí páskum: Opiðfrákl. 18.00. Vcilingahnsib Víð Sfáuansíðuna Sími 15520. Listakonan Þorbjörg Höskuldsdóttir f vinnustofu sinni. Agiiarögn Myndlist Bragi Ásgeirsson Hin velkunna myndlistarkona Þorbjörg Höskuldsdóttir hefur sett upp smásýningu í Gallerí Gijót á Skólavörðustíg og stendur hún fram jrfir páska. Eins og nafnið ber með sér eru eingöngu frekar litlar mjmdir á sýn- ingunni, sem samanstendur af nokkrum málverkum og teikning- um, sem flestar eru í lit. Þorbjörg er, svo sem ég hef áður bent á ein af öruggustu listakonum sem við eigummm þessar mundir. Hún hefur þróað með sér mjög fín- legt og svipsterkt myndmál og vinnur af miklu öryggi. Og þrátt fyrir að myndefnið sé ekki ýkja fjölskrúðugt þá bætir hún það upp með fjölþættu tæknisviði. Á þessari sýningu í litla vinalega sýningarsalnum fremst á Skóla- vörðustíg eru það teikningamar lituðu, sem mesta athygli mína vöktu því hér virðist gerandinn stöðugt vera að bæta sig um mark- visst og blæbrigðaríkt myndmál. Þannig á það að vera í myndlist- inni, menn eiga að rækta sinn garð til hlítar en ekki dansa línudans eftir hljómfalli hvers konar lista- spilaverka að utan. Málverkin á sýningunni gera vart meir en að staðfesta fyrri getu auk þess að hún hefur gert hér enn betur. Óþarfí er að fjölyrða um þessa litlu sýningu en gjaman má hvetja fólk til að skoða hana, eink- um aðdáendur listakonunnar, sem hún virðist eiga marga og trygga sé tekið mið af gengi sýningarinnar. Ávallt er uppörvandi að heimsækja þetta litla vinalega gallerí, sem hefur svo margt áhugavert á boð- stólunum þótt húsakynnin séu ekki stór. En yfír einu er rík ástæða til að agnúast og það er, að skrá yfír verk sýningarmanna er sárasjaldan fyrir hendi og er það mikilvægt atriði, sem auðvelt ætti að vera að kippa í lag. Er þetta einkum baga- legt þegar sérsýningar em þar í gangi. Akureyri: Bærínn kaupir húsnæði fyrir iðngarða Akureyrí. BÆJARSTJÓRI, Helgí Bergs, hefur undirritað kaupsamning fyrir hönd Akureyrarbæjar vegna kaupa á húsnæði undir iðngarða. Húsnæðið er keypt af byggingar- fyrirtækinu Aðalgeir og Viðar hf. Hér er um að ræða húsið Fjölnis- götu 4B. Kaupverð _er 7 milljónir 954 þúsund krónur. Á fundi bæjar- ráðs 20. þessa mánaðar var sam- þykkt að leggja til við bæjarstjóm að samþykkja kaupsamninginn og var það gert á fundi bæjarstjómai í gær, þriðjudag. Jafnframt er lagt til að atvinnumálanefnd verði falié að gera tillögur að reglum um nýt- ingu og útleigu húsnæðisins. SUMARBUSTAÐALOND í LANDI MERKIHVOLS í LANDSVEIT Landmannahreppur í Rangárvallasýslu býður þér land undir sumarbústað við Merkihvolsskóg efst í Landsveit. Svæðið liggur við Ytri-Rangá. Útsýni er til Heklu í austri og til Búrfells í norðri. Merki- hvolsskógur er í 150 km fjarlægð frá Reykjavík, 100 km frá Selfossi, 50 km frá He'ilu og 6ö km frá Hvoisveili. Margir vinsælir staðir eru skammt undan. í Þjórsárdal eru 35 km, í Veiðivötn 65 km, í Landmannalaugar 65 km og í Eldgjá 96 km. Allar nánari upplýsingar veitir oddviti Landmannahrepps Sigurþór Ámason, Hrólfsstaðahelli í sima 99-5590. EHONJOHN TÓNLEIKAFERÐ TIL HAMBORGAR 12. -15. APRÍL Núertækifærið til að sjá og heyra meistarann sjálfan á tónleikum og kynnast í leiðinni einhvérri faííegustú og skemmtiiegustu borgÞýskaiandsaf eígín raun. Þessi helgi í Hamborg svíkur engan: Flug og gisting í 3 nætur með morgunverði, ásamt miða á tónleika Eltons John 13. apríl fyrir aðeins BlT. 19.500-. Allar nánari upplýsingar: ÚLFAR JACOBSEN Feröaskrifstofa AUSTURSTRÆTI9. SÍMAR13499 OG 13491. * "' “* 'inopi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.