Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 44
Hvað er fátækt? eftir Pál Skúlason Hér fer á eftir erindi, sem Páll Skúlason, prófessor, flutti á mál- þingi um fátækt 14. marz sl. Hvað er fátækt? Með hvað hætti á að takast á við hana? Hvernig á að vinna gegn fátækt? — í þessum lestri ætla ég að glíma við þessar spumingar eins og þær horfa við frá ákveðnum heimspekilegum sjónarhóli. Ég vil því mælast til að þið gangið með mér uppá þennan hól svo að við getum skoðað í sameiningu eitt og annað sem þaðan blasir við. Ég treysti því að þið séuð reiðubúin að leggja upp með mér í slíka skoðunarferð. Fyrst ætla ég að fjalla um hug- takið „fátækt" og lýsa almennu viðhorfí til þess. því næst verður fjallað um verðmætin, það sem skiptir mennina máli, og síðan kemur að þeim veruleika sem við mótum í sameiginlegri viðleitni og nefnum í daglegu tali þjóðfélag eða samfélag. Höfuðáfangastaðir okkar verða sem sagt lífsgæðin og mannfélagið. Ég mun vetja tvær kennisetningar: 1. Til eru ákveðnir flokkar verðmæta og í ljósi þeirra verður fátæktin skiljanleg. Með öðrum orðum: Fátækt ber að skoða með hliðsjón af ákveðnum lífsgæðum, sem unnt er að komast að, vega og meta. 2. Öll helstu vandamál fátækt- ar eru í eðli sínu siðferðileg. Með öðrum orðum: Vandamál, sem gjarnan eru rakin til fátæktar, stafa fyrst og fremst af því hvernig samskiptum manna er háttað í mannfélaginu. Erfiðleikar vegna fátæktar tiltekins hóps fólks eru afleiðing af stöðu þessa hóps í mannfélaginu. (M.ö.o. það er ekki skorturinn einn sem veldur fátækt, heldur stafar hún af því hvemig tengslum manna er háttað: Það skortir í reynd ekki verðmæti í heiminum!) I. Vandamál o g ríkjandi viðhorf Nú skulum við staldra smástund við hugtakið „fátækt" og ríkjandi viðhorf til þess. Hvað kemur okkur í hug þegar við heynim fátækt nefnda? Eflaust eru það margar og ólíkar myndir sem koma í hugann. Fátæktin er ekki ein, heldur mörg. Hún tekur á sig margvísleg gervi. Meira að segja dulargervi. Hún kann að blasa við án þess að við sjáum hana, bregða sér í líki felu- mynda í veruleikanum umhverfis okkur. Við erum þá svo bundin ákveðnum formum, reglum eða myndum, að okkur er ókleift að koma auga á hana. Til að geta það yrðum við að læra að skynja og skoða heiminn á nýjan leik, frá allt öðrum sjónarhóli en við erum vön. Slíkt kann að reynast erfitt, sumum jafnvel ógerlegt. Fátt er mönnum þó hollara en að hressa upp á skynj- un sína, læra að beita skilningarvit- uni m á sem skarpastan hátt til að nr/r.a veruleikann. Franski tithöf- undurinn, Michel Tournier, sem var bér á fe*-ð fyrir nokkrutn vikum, lýsti í sjónvarpsviðtali áhyggjum •sínum af aukinni mynd- eða sjón- menningu og þá jafnframt hvemig lv ktarskyn manna væri heft, jafnvel skipulega útilokað: Allt ætti að vera lyktarlaust. Um leið yrðum við stór- um fátækari: Hreinlega svipt mikil- vægri lífsnautn og ættum ekki lengur kost á að kynnast ákveðnum staðreyndum lífsins. Þetta er dæmi um fátækt. Það kann að virðast órafjarri öðrum og átakanlegri dæmum, örbirgð, hung- ursneyð, sulti og seyru. Munurinn er þó ekki eins mikill og sýnist. Fátækt er ævinlega skortur á gæðum. Nú virðist lyktarfátæktin hálf hjákátleg miðað við fátækt sem birtist í örbirgð eða hungursneyð. Skýringin á þessu ,er ofureinföld: Fátækt í efnahagslegum skilning' hefur haft sérstöðu og þokað til hliðar annars konar fátækt. Sam- kvæmt viðteknu viðhorfi — sem fordómar, hleypidómar og sleggju- dómar standa dyggilega vörð um — liggja efnaleg gæði til grundvallar velferð fólks í mannfélaginu. Þetta viðhorf er og hefur verið grunn- forsenda allrar umræðu um vanda- mál fátæktar. Höfuðvandinn er annars vegar öflun lífsgæðanna og hins vegar dreifing þeirra eða skipt- ing á milli hópa mannfélagsins. Meginrök þessa rótgróna viðhorfs eru skýr: Éfnahagsgæðin og hlut- deild fólks í þeim ræður úrslitum um hlutdeild fólks í öðrum lífs- gæðum. M.ö.o.: Efnahagurinn ávarðar að endingu þróun mála á sviði menningar og sjtómmála. Þetta er kjaminn í kenningu Karls Marx og jafnframt gmnnviðhorfíð í flestum ef ekki öllum helstu stjóm- málastefnum samtímans. Þeir sem hafa undirtökin á efnahagssviðinu hafa jafnframt undirtökin á sviði menningar og stjórnmála. Þetta styðst við svo augljósar staðreyndir að það virðist Qarstæða að draga þetta í efa. Og þetta viðhorf ákvarð- ar jafnframt hvemig staðið er að baráttunni gegn fátækt í vestræn- um velferðarríkjum og einnig í þriðja heiminum. Baráttan miðar að því að flytja efnaleg gæði til þeírra sem hafa lent utangarðs eða orðið undir í stríðinu um slík gæði. Þetta endurspeglast á sviði stjómmála. Stjómmál samtímans beinast nær eingöngu að vandamál- um sem tengjast dreifíngu og skipt- ingu efnahagsgæða. Raunar má segja að þau snúist ekki um neitt annað. Mikilvægustu viðfangsefni stjómmálamanna eru vandamál efnahagskerfísins sem ekki verða leyst með sjálfu efnahagskerfínu, og þau vandamál snúast fyrst og fremst um réttláta dreifingu efna- legra gæða. Ef aðilar efnahagslífs- ins leystu að öllu leyti sín vanda- mál sjálfír, mætti ætla að stjórn- málamennirnir verði verkefnalaus- ir, nema þeir snúi sér eingöngu að vandamálum í rekstri ríkisfyrir- tækja. Hlutskipti velferðaríkisins hefur orðið það að reka fyrirtæki sem ekki skila arði, en eru þó talin æskileg eða nauðsynleg fyrir sam- félagið. Þar á meðai fátækrahjálp af ýmsu tagi, aðstoð við ótal ólíka hópa fólks sem tekst ekki að verða <>ða geta ekki orðið sjálfl)jarga við þau skilyrði sem þeim em búin í þjóðfélaginu. Nú hef ég lýst almennu viðhorfí til fátæktar. Að mínum dómi er ekki hægt að móta heilsteypta kenningu um fátækt á grundvelli þessa rótgróna viðhorfs. Með þess- ari staðhæfíngu er ég ekki að gera lítið úr fátækt í efnahagslegum skilningi. Öðm nær. Ég tel þó að ríkjandi peningaviðhorf til fátæktar gefí okkur ekki færi á að skoða höfuðþætti efnahagslegrar fátækt- ar. Þetta peningaviðhorf einkennist af skammsýni. Það nær ekki til þeirra siðferðilegu og stjómmála- legu þátta sem liggja fátækt til gmndvallar. Til þess að takast á við vandann og reyna að sigrast á ríkjandi við- horfí verður fyrst að draga upp skýra mynd af því sem gefur lífínu gildi. Síðan verður að tengja verð- mætin eða lífsgæðin við mannfélag- ið sjálft. II. Verðmætin Fátæktin er skortur á verðmæt- um. Undir verðmæti fellur allt það sem skiptir mannfólkið máli, gefur lífí þess gildi. Fyrirbæri heimsins em verðmæt að svo miklu leyti sem þau gera mönnum gott og em eftir- sóknarverð. (Önnur fyrirbæri heimsins em til ills og skaðleg. Þriðji hópur fyrirbæra varðar menn í sjálfu sér engu, er hlutlaus með tilliti til góðs og ills.) Hvað má rétti- lega telja til verðmæta? Slík fyrir- bæri er algengt að fella í þrjá flokka og skal það gert hér. Efnahagsleg verðmæti í fyrsta lagi telst til verðmæta það sem fólk þarf sér til lífsviður- væris: Það þarf mat, drykk, húsa- skjól, fatnað og alls kyns muni og tæki til að létta sér lífsbaráttuna eóa til að lífga upp á umhverfi sitt. Verðmæti af þessu tagi skulum við kalla „efnahagsleg" eða einfaldlega „efnaleg"; þau lúta að því sem fólk þarf að oiga eða hafa umráð yfír tii þess að geta lifað í þröngum skiíningi. Þessum gæðum má skipta í tvennt: Raungæði (sem einnig má kalla frumgæði) og svo sýndargæði. Hin fyrrnefndu em lífsnauðsynleg, s.s. fatnaður og húsaskjól, hin síðar- nefndu em þau sem gera fólki kleift að berast á, þau bætast ofan Páll Skúlason „Þegar öllu er á botn- inn hvolft eru það verð- mæti á sviði menningar, siðferðis og stjórnmála sem úrslitum ráða um velferð fólks og far- sæld. Þess vegna ber að skoða fátækt, jafnt efnahagslega sem aðra, út frá mælikvarða menningar og siðferðis og aldrei eingöngu frá efnahagslegu sjónar- miði.“ á fmmgæðin og samtvinnast þeim. — Iðulega finnst okkur vera óskýr mörk milli raungæða og sýndar- gæða. Það ræðst af aðstæðum hverju sinni hvert matið er. Einka- bíl og uppþvottavél má við vissar aðstæður réttilega telja til raun- gæða, við aðrar aðstæður em þetta sýndargæði. Við mat á fátækt fólks skiptir þessi greinarmunur höfuð- máli: Það er ævinlega hægt, svo fremi menn einbeiti sér að því, að gera sér ljóst hvað telst við ákveðn- ar aðstæður til raungæða og hvað til sýndargæða. Svo nútímalegt dæmi sé teki þá telst einkatölva í dag til raungæða við vissar aðstæð- ur, til sýndargæða við aðrar. Menningarverðmæti í öðm lagi em til gæði eða verð- mæti af allt öðmm toga. Þau lúta að því sem fólki finnst gott eða skemmtilegt í þeim skilningi að það skerpir lífsskynjun þess, löngun tii þess að vera til. Þessi verðmæti skulum við kalla „menningarleg": Leikir, vísindi, listir og íþróttir em í þessum flokki, og allir þeir hlutir sem þeim tengjast: listaverk, bæk- ur, myndband, tölvuspil, skíði, hest- ar o.s.frv. Hér er um að ræða fyrir- bæri sem stuðla að aukinni lífsfyll- ingu manna, þekkingu þeirra eða skilningi, veita tilfínningum þeirra útrás, gera þeim kleift að þroskast á marga vegu (huglægt og verk- lægt). Hér má aftur gera greinarmun á fmmgæðum og sýndargæðum. Hver einasta manneskja þarfnast ekki einungis gæða til að lifa af, farast ekki úr hungri eða kulda, heldur gæða sem gera henni kleift að njóta lífsins. Lífið sjálft telst ekki til gæða nema unnt sé að njóta þess, skynja það og nema. Hér höfum við skýra mælikvarða. Til fmmgæða telst það sem styrkir eða þroskar skynjun manna, hugsun og sköpunarmátt, til sýndargæða það sem fólk telur ranglega að sé til lífsfyllingar, en er í reynd hlutlaust (ýmsir leikir) eða e.t.v. skaðlegt (áfengi, hryllingsmyndir, ýmis tölvuspil). I einstökum tilfellum getum við verið í vafa um hvað sé gott eða vont í þessum efnum. T.d. hvað sé góð kvikmynd eða góð vís- indakenning. En verkefni okkar er ævinlega það að reyna að komast að ömggum eða hlutlægum niður- stöðum um hvað er sýnd og hvað reynd, þ.e. hvað skuli teljast til eiginlegra menningarverðmæta’ Siðferðileg verðmæti I þriðja lagi em til verðmæti sem lúta að mannlegum samskiptum, hvemig tengslum manna á milli er háttað, hvemig ákvarðanir em teknar, hvað hver og einn gerir úr lífi sínu og hvemig hann breytir gagnvart öðmm. Hér emm við komin inn á svið siðferðis og stjóm- mála í víðum skilningi þess orð. Verðmætin sem hér em í húfí em margvísleg. Ég nefni sem dæmi frelsi, vináttu ogtrú. Greinarmunur raungæða og sýndargæða er ekki síður mikilvæg- ur á þessu sviði lífsgæða en hinum tveim sem ég hef nefnt. Hvenær njóta menn eiginiegs frelsis, vináttu og trúar? Sannleikurinn er sá að mönnum skjátlast oft um þau verð- mæti sem hér em í húfi, sækjast eftir frelsi sem reynist helsi, vináttu sem reynist óverðug, trú sem reyn- ist tálsýn. Mælikvarðar okkar í þessum efnum em þó ekki síður skýrir en í hinum flokkunum. Þeir koma skýrt fram þegar við emm svipt sjálfræði okkar, vinir bregðast eða trúin glatast. Og iðulega reyn- um við það í daglegu lífí hvers virði frelsi, vinátta og trú em. í reynd virðist illmögulegt að hugsa sér mannlíf að öllu leyti svipt þessum gæðum. Ímyndið ykkur fátækt þessm anns sem er vinalaus með öllu og getur ekki reitt sig á neitt í heiminum. Þessir þrír flokkar verðmæta eða lífsgæða skarast með ýmsu móti; greinarmunurinn er fyrst og fremst gerður til að auðvelda okkur yfírsýn yfír hið margbreytilega svið alls þess sem menn telja til verðmæta, gilda eða lífsgæða, þ.e.a.s. yfír allt það sem kemur þeim við, snertir þá með einum eða öðmm hætti, hefur áhrif á tilfinningar þeirra og líðan og þeir geta fellt dóma um þar sem orðin „góður“ og „illur“ gegna lykilhlutverki. Matur er góð- ur eða vondur, listaverk em góð eða vond, vinir eru góðir eða vond- ir, svo dæmi séu nefnd úr hinum ólíku flokkum. Um leið virðast þeir dómar sem menn fella um verðmæti vera nær eingöngu huglægir, ráðast af smekk eða geðþótta. Það sem einn telur gott, telur annar vont, og þess vegna virðist mat manna á verð- mætum iðulega vera háð því hvað þeim fínnst eða hvað þeir hugsa um það sem verið er að meta. Þetta er rétt að vissu marki og í vissum skilningi. Verðmæt fyrirbæri knýja okkur til afstöðu og við verðum sí- fellt að velja á milli þeirra. Þess er enginn kostur að njóta nema örlítils hluta allra þeirra gæða sem lífið hefur upp á að bjóða. Ennfremur erum við misjafnlega í stakk búin til að njóta hinna ýmsu gæða. Einn kann að fara með peninga, annar að meta tónlist, hinn þriðji skilur gildi trúarinnar. Stundum er það sýndarmennskan ein sem ræðir því hveiju við sækjumst eftir. En hvað sem gildismati okkar sjálfra líður, kunnáttu okkar eða heiiindum, þá eru verðmæti sjálf í vissum skilningi ævinlega afstæð og raunar á tvo vegu. Þau eru annars vegar afstæð miðað við manninn yfirleitt og hins vegar afstæð miðað við einstakling- inn, Pétur eða Pál. Tökum tvö ólík dæmi: Vináttu og náttúrufegurð. Það er óumdeil- anleg staðreynd að það er hveijum manni til góðs að eiga góða vini. Þetta er satt og rétt, þó að í vissum tilfellum geti vinir skaðað menn. Horfum til Esjunnar: Útsýnið til Esjunnar er af hinu góða. Þetta er hlutlæg staðreynd, hvort sem allir kunna að meta þetta eða ekki. Finnskur vinur minn var búinn að dvelja hér í tvær vikur í rigningu, þegar loksins birti og hann fékk að njóta þess útsýnis. Hann var furðu lostinn: „Ég hef verið hér í tvær vikur og hef ekki fengið að sjá þetta fjall!“ Hann hafði farið á mis við eitt höfuðdjásn borgarinnar. Þessi dæmi sýna hversu vara- samt það er að telja verðmæti til huglægra fyrirbæra, komin undir því hvað mönnum finnst eða hvað þeir hugsa. Vinsældir manns ráðast af því hvað mönnum finnst um hann; gæði ráðast ekki af því hvað mönnum finnst. Ef svo væri skinti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.