Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1986 það menn eitt máli sem þeim sjálf- um finnst í það og það skiptið. Menn sem þannig hugsa eru fóm- arlömb eigin geðþótta. Leyfið mér að skýra þetta ofurlít- ið nánar. Miðað við reynslu manna eru til þrenns konar staðreyndir í heiminum og þar af leiðandi þrenns konar dómar um staðreyndir. í fyrsta lagi er til aragrúi staðreynda sem aldrei verða hluti af reynslu- heimi mínum: Ýmiss konar upplýs- ingar eru til sem ég fæ ekki séð að hafi nein áhrif á líf mitt og ég er hlutlaus gagnvart. Þessar stað- reyndir era ekki verðmæti. Síðan era tvenns konar staðreyndir þar sem verðmæti koma við sögu: Það era annars vegar staðreyndir varð- andi heiminn sem skipta mig máli og ég er knúinn til að taka afstöðu til, vegna þess að þær koma mér við. Hins vegar era það staðreyndir sem snerta líðan mína, hvað mér finnst, langanir mínar, óskir, til- fínningar, vilja. Milli þessara tveggja síðustu flokka era náin tengsl. Það er óhugsandi að greina þetta tvennt algjörlega í sundur. Huglægt ástand mitt er líka hlutlæg staðreynd í heiminum. Oft geta aðrir dæmt betur en ég sjálfur um líðan mín eða tilfinningar; og ég get sagt satt eða ósatt um hvað mér finnst eða hvernig mér líður. Allt þetta styður enn frekar þá kenningu, sem ég hef áður nefnt, að til era mælikvarðar á verðmæti sem ekki era ofurseldir geðþótta manna. Þetta skiptir höfuðmáli fyrir umræðu okkar um fátæktina. Fátækt er skortur á gæðum. Til að hægt sé að meta fátækt verður að vera til mælikvarði á hvað era gæði eða verðmæti. Og með hjálp hans getum við fellt öragga dóma um hvar þessi gæði raunverulega skorti hvetju sinni. Ef og þegar við eram i vafa og eigum erfítt með að komast að niðurstöðu um fátækt tiltekins manns eða tiltekins hóps þá kemur tvennt til: Annaðhvort höfum við ekki lagt okkur nægilega vel eftir að skýra mælikvarða okkar eða að við höfum ekki rannsakað aðstæðumar nægilega vel — nema hvort tveggja sé. Þetta er höfuðverkefni allra þeirra sem fást við vandamál fá- tæktar og helga störf sín og líf baráttunni gegn fátækt. Þeir verða sífellt að vinna að því að bæta mælikvarða sína á verðmæti (og þar með skilning á eðli verðmæta) og að rannsaka aðstæður fólks í mannfélaginu. Þetta tvennt verður að haldast í hendur. Mælikvarðanir ákvarða fyrirfram hvað það er sem rannsóknin beinist að (með sama hætti og rannsóknir á náttúranni byggjast á ákveðnum tilgátum og kenningum sem era mótaðar í samfélagi vísindamanna). III. Mannfélagið Snúum okkur nú að mannfélag- inu. Mannfélagið er ákveðinn vera- leiki sem orðið hefur til vegna þess að til era manneskjur sem hafa tiltekin samskipti sín á milli og framlejða eða skapa hluti af ýmsu tagi. Ur hvetju er þessi veraleiki gerður og hvernig er hann samsett- ur? Hann verður til úr því sem mannfólkið gerir sem ein heild. Sem ein heild gerir mannfólkið þrennt: (1) Það hugsar, tjáir sig og breytir hvert gagnvart öðra. (2) Það ræður ráðum sínum og tekur sameiginleg- ar ákvarðanir. (3) Það aflar sér lífs- viðurværis sameiginlega og skiptir því á milli sín. Þannig verða til í mannfélaginu þrenns konar svið eða kerfi, sem skarast á ýmsa vegu og orka hvert á annað: (1) Svið menningar í þröngum skilningi þess orðs: Undir það falla lífsskoðanir og trú, tungan og önnur boðskipti, breytni og sið- ferði. (2) Svið stjórnmála og þeirra leiða sem mótast hafa í mannfélag- inu til að taka ákvarðanir í sameig- inlegum málum. (3) Svið efnahags- lífsins þar sem mótast hafa ákveðn- ar leiðir til að afla lífsgæða og skipta þeim milli hópa mannfélags- ins, þ.e. efnahagskerfi greinist í framleiðslukerfi og viðskiptakerfi. Ef við lítum nú á þetta líkan af mannfélaginu virðist blasa við að vandamál fátæktar falla undir svið efnahagslífsins, þ.e. öflun og dreif- ingu lífsgæða. Þetta er svo augljóst að allt tal um fátækt menningar- gæða eða siðferðisgæða virkar ankannalegt. Hver er skýringin á þessu? Hún er að mínu viti sú að þröngsýn efnahagshyggju — sem eins mætti nefna auðhyggju eða 45 peningahyggju — hefur náð að gegnsýra lífsmat fólks á Vestur- löndum með þeirri hrikalegu afleið- ingu að fólk hefur iðulega engar forsendur til að meta eiginleg menningar- og siðferðisverðmæti. Hvcmig hefur þetta mátt verða? Rætur peninga- eða auðhyggju liggja víða. í Biblíunni, ritum Plat- óns og ýmsum íslendingasögum má finna skýr dæmi um fólk sem er haldið peningahyggju. Spuming- in er hvemig hún hefur náð þeirri útbreiðslu sem raun ber vitni. Eg ætla að nefna eitt atriði. Kennimark efnahagsverðmæta er að á þeim má skipta: Þau geta orðið liðir í þeim samskiptum manna sem falla undir viðskipti. Ýmis menningar- eða siðferðisverðmæti era hins vegar af því tagi að á þeim verður ekki skipt. Við getum ekki verslað með íslenska tungu, þó að hún sé dýrmætasta eign íslensku þjóðar- innar. það er einnig álitamál að hve miklu leyti verðmæti tengd siðferði og stjómarfari • geta orðið liðir í viðskiptum. Mörkin á mill hinna ólíku flokka verðmæta eða lífsgæða era þó engan veginn mjög skýr. Svo dæmi sé tekið þá virðist hugs- anlegt að vísindakenningar gangi kaupum og sölum. Og það má vissu- lega selja fólki námskeið sem bæta siðferði þess, ef rétt er að staðið. Þess vegna er freistandi að fara að skoða öll hugsanleg_ verðmæti sem liði f viðskiptum. Átakanleg- ustu dæmin um þetta er að finna í ótal sögum um það hvemig menn hafa selt sál sína, farið að versla með það sem gerir þá að því sem þeir era. Gegn þessari villu er að mínum dómi ekki nema eitt ráð: Beijast fyrir því með öllum tiltækum ráðum að menn læri að virða menningar- og siðferðisverðmæti. Fólk þarf að skilja að mannfélagið er reist á þeim ekki síður en efnahagsgæðum. Þetta er augljóst svo fremi menn átti sig á því að öll viðskipti með efnaleg gaeði byggjast á samskipt- um sem ráðast af menningu og siðferði. Ein og sér skipta efnahagsgæði bókstaflega engu máli, ef þau eru slitin úr tenglsum við menningu og siðferði. Manneslqa, sem ekki fær notið menningar- jog siðferðisgæða, Dagskrá Samhjálpar um páskana: Skírdagur, 27. mars: Almenn samkoma í Þrí- búðum kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá. Ræðu- maður Kristinn Ólason. Laugardagur, 29. mars: Opið hús í Þríbúðum kl. 14.—17. Unglingakór Fíladelfíu kemur í heimsókn og syngur. Páskadagur, 30. mars: Samhjálparsamkoma í Kirkjulækjarkoti, Fljótshlíð. Fjölbreytt dag- skrá. Allir eru velkomnir. Gleðilega hátíð. Samhjálp. 29. mars 1986 Kl. 21.30 Miðasala GRAMMINU og í Austurbæjarbíói -'í t I j i i 1 I f l | < NÚERKOMIÐAÐ AÐALVINNINGIARSINS Vmningur til íbúðarkaupa eftir vali 2.500.000kr. HAPPDRÆTTI verðurdreginnút il2.flokki3.apnl •J Dvalarheimilis aldraöra sjómanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.