Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 24
24__________MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ1986_ Japanir i i gefa framtíðartóiiinn ____________Bílar_______________ Þórhallur Jósepsson Nú skora Japanir hvert mark- ið af öðru í leiknum um athygli heimsins á bíla- markaðnum. Og það eru ekki lengur nein jöfnunarmörk, heldur hrein og klár forystumörk. Á helstu bílasýningum síðustu missera hafa t.d. Nissan, Subaru og Mitsubishi sýnt bíla sem slá flesta ef ekki alla aðra út í tæknilegu tilliti. Það er að vísu ekki nýtt að slíkir bílar séu sýndir á meiriháttar bílasýn- ingum, þar hafa menn lengi leikið sér að hugmyndum að framtíðar- bílnum. Það sem er nýtt núna er það, að þessir bílar eru nánast orðnir að söluvöru, ekki einungis sýningar- hlutir. Einkum á þetta við um Nissan, sem setur sinn „framtíðarbíl", MID 4, á markað með haustinu. Subaru sýnir tvo slíka bíla og er nokkuð lengra í að þeir komi á markað. Þá eru Mitsubishi-verksmiðjurnar með ótrúlegan bíl á leiðinni og áætla að hann verði til í slaginn um 1990, hann er reyndar nú þegar kominn á reynsluakstursstigið. „Ekkert er nýtt undir sólinni“ Þessa fomu speki má að nokkru leyti hafa fyrir sanna þegar bílar eiga í hlut. Flest það mekaníska dót sem þessir nýju bílar eru gerðir með hefur sést áður, ýmist í sérsmíðuðum bílum eða keppnisbílum, sumt aðeins á teikningum. Nú eru útfærslur aðrar og það sem mikilsverðast er, það er komið í bíla sem verða fjöldafram- leiddir. Það byltingarkenndasta í þessum bílum er þó á sviði örtölvu- og raf- eindatækni. Þar er um að ræða annars vegar allskyns stýribúnað sem stjórnar hinum ýmsu hlutum bílsins, t.d. kveikjukerfi og hemlum. Hins vegar er (í Mitsubishi og Sub- aru) fullkomið fjarskipta- og stað- setningarkerfi sem hagnýtir gervi- hnattarsambönd til fjarskipta og staðarákvörðunar og getur vísað bestu leiðina til ákvörðunarstaðar. Til að byrja með verður öll þessi nýja tækni einungis í sportbílum, en ætla má að þróunin verði nú sem fyrr sú, að smám saman muni al- menningsbílar njóta góðs af, þ.e. þegar kleift verður að framleiða þá með þessum útbúnaði á viðráðanlegu verði. Eins og fyrr segir er Nissan MID 4 lengst kominn af þessum bílum, kemur á markað í haust. Nú munu vera til 20—30 eintök af honum og einn þeirra er einmitt hér á landi nú um páskana. Ekki er vitað um verðið á þessum bíl, en giskað er á að það verði undir tveimur milljónum króna sem þykir lítið. Evrópskir keppinaut- ar eru á margföldu því verði. Enn á ný hafa Japanir sýnt að hægt er að framleiða fullkomna bíla á góðu verði. Tæknin er uppi í skýjunum — verðið heldur sig við jörðina. NISSAN MID4- yfirlætislaus heimsmeistari Heimsmeistari? í hveiju? Jú — í tæknihönnun! Framleiðendur full- yrða að hér sé kominn fullkomnasti sportbíll í heimi og ég fæ ekki betur séð en þeir hafi nokkuð til síns máls, í bili a.m.k. í útliti er hann nánast klassískur sportbíll, minnir nokkuð á Ferrari. Það sem helst má að þessum bíl fínna er einmitt að hann hefur ekki nógu afgerandi séreinkenni í útlit- inu eins og „forfeður" hans frá Nissan, Z- og ZX- bílarnir, höfðu vissulega. En það er e.t.v. með þeim ásetningi gert að vinna markaðinn af hinum hefðbundnu evrópsku sportbílum með því að blanda sér einfaldlega í hópinn. Það er þegar skoðuð er hin innri „líffærastarfsemi" bílsins sem í ljós kemur hvað hann hefur fram yfír keppinautana. 4x4x4x4 Fjórhjóladrif. Að sjálfsögðu, hvað annað! Það tryggir betra veggrip og öruggari akstur. 33% aflsins fara á framhjólin og 67% á aftur- hjólin. Mismunadrif er á milli fram- og afturdrifs og er að sjálfsögðu ekki læst heldur er það svokölluð seigjukúpling eins og þekkt er frá Volkswagen undir nafninu Syncro. Þessi kúpling byggist á eiginleikum silikonvökva sem í henni er og hefur þá náttúru að gefa vel eftir þegar lítið reynir á mismunadrifíð, en veitir aukið viðnám eftir því sem meiri mismunur er á hraða drif- anna. Þannig virkar mismunadrifíð ólæst í öllum venjulegum akstri, en læst þegar á reynir, t.d. ef annað hvort drifíð missir grip. Fjórhjólastýri. Já — loksins. Ekki aðeins að bíllinn stýri með öllum fjórum hjólum, það fer eftir hraðan- um í hvora áttina afturhjólin beygja! A litlum hraða vísa þau í gagnstæða átt við framhjólin og næst með því meiri lipurð þar sem þröngt er. En á miklum hraða vísa afturhjólin lítillega til sömu áttar og framhjólin og halda bílnum þannig á réttri braut. Fjórir ventlar á hverjum strokki. — Tvívirk soggrein, þar sem sog- loftið fer sitt hvora leiðina eftir því hvort vélin snýst hratt eða eða hægt. — Háspennukefli er við hvert kerti þannig að lágspenna er á rafkerfínu þar til að í kertið er komið. — Inngjöf er stýrt með rafmagns- þræði, en ekki með teinum eða barka eins og venja er, sparar pláss og er öruggt. Síðan er kannski ein mesta nýj- ungin i þessum bíl, miðað við að um sportbíl er að ræða, sú að hann er jafn ljúfur og auðveldur í akstri og venjulegur fólksbíll. Það byggist á því að stjómtæki eins og t.d. kúpling og skiptir láta mjög vel að stjóm og eru ekki stirð og stíf eins og algengt er um slíka bíla. Þá er fjöðrunin slaglöng og tiltölulega „þýð“. Að innan er MID 4 leðurklæddur og einkar smekklegur, laus við allt pijál og óþarfa glingur. Vel heppnaður draumabíll Niðurstaða mín er sú að hér sé kominn vel heppnaður og fullkom- inn sportbíll sem ætti að uppfylla allar kröfur um eiginleika slíks bíls. Það besta við hann er þó að hann verður á verði sem fleiri en auðkýf- ingar einir geta ráðið við. MID 4 að innan. Allt í leðri og í senn töff og smekk- legt. Ekki er plássið eins og í amerískum stórvögn- um, það er eins og að klæða sig í gallabuxur að setjast inn í hann enda jafngott að vera ekki laus við þegar mest gengur á. Nissan MID 4 á fslandi. Renni- legur og fullkominn alvöru- sportbfll frá Japan. Engin nýjung að vísu, en ekki verra fyrir það. Fjórir kambásar, tveir á hvom heddi. Þetta er svosem ekki neinir venjulegir kambásar, þessir eru þeirra náttúm að þeir að flýta opnun sogventlanna á lágsnúningi þannig að betri togkraftur fæst út úr vélinni og um leið betri eldsneyt- isnýting. Nýjungapakki Þessi bíll er einn nýjungapakki og í viðbót við það sem að framan er talið er m.a. eftirfarandi að fínna í honum: Nissan MID4 Nokkrar staðreyndir Helstu mál Þyngd kg .............. 1.230 Hjólhafmm ............. 2.435 Lengdmm ............... 4.150 Breidd mm ............. 1.770 Hæðmm ................. 1.200 Tankurl .................. 65 Vél og kram Vól ......... v6, dohc, 24 ventla Slagrúmmólcm .......... 2.960 Þjöppunarhlutf.......... 10:1 Afl SAE/kW/sn.mín... 195/145/ 6000 Girkassi ........... 5girabeinsk. Undirvagn og boddý Hönnun ...... þverstæð vél í miðju, fjórhj.dr. Boddýoggrind ...... trefjaplastog stálgrind Hemlar ...... kældirdiskaraftanog framan, ABS Dekk ... Pirelli P600, 205/60VR-15 Stýri ... hjálparafl, aftan og framan Fjöðrun . MacPherson sjálfstæö á öllum hjólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.