Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1986 7 íbúðakaup á Spáni: Ibúðir á Benal Beach uppseldar „íslendingar brugðust of seint við,“ segir Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Utsýnar „ÍSLENDINGAR bregðast of seint við þegar einstök tækifæri bjóðast eins og var í þessu til- felli,“ sagði Ingólfur Guðbrands- son, forstjóri Útsýnar, vegna fréttar í Morgunblaðinu um leyfi til kaupa á orlofshúsum á Spáni. í fréttinni er haft eftir Sigurði Jóhannssyni hjá gjaldeyriseftir- liti Seðlabankans að svo virtist Spánar nú um páskana til að kanna hvort nokkur kaup muni ganga til baka hjá öðrum, sem íslendingar gætu þá ef til vill gengið inn í. „Það ætti að vera kostur fyrir væntanlega kaupendur að Útsýn er með starfsmann á Cosjta Del Sol og ódýrar ferðir á milli íslands og Spánar allt árið um kring," sagði Ingólfur Guðbrandsson. Morgunblaðið/Eggert Snemmborið íFljótshlíð ^ Kirkjulæk, Fljótshlíð. Á TORFASTÖÐUM í Fljótshlíð hjá Rúnari bónda Ólafssyni var borin á miðvikudagsmorguninn síðasta tvílembd ær, með tveim- ur fallegum hrútlömbum. Bæði lömbin voru hraust og faUeg, þó kuldalegt væri úti og mikill snjór, mesti sqjór sem komið hefur í vetur. Pétur Einars- son leikhús- sljóri LA? STJÓRN Leikfélags Akureyrar ákvað á fundi sínum í gær að ganga til samstarfs við Pétur Einarsson leikara og fyrrverandi skólastjóra Leiklistarskóla ís- lands um að hann taki að sér leikhússtjórn við Leikfélag Ak- ureyrar frá 1. maí næstkomandi að telja til næstu 2ja ára. Verði af ráðningu Péturs í starf leikhússstjóra LA, tekur hann við af Signýju Pálsdóttur, sem verið hefur leikhússtjóri að undanfömu, en hún hefur sagt starfi sínu lausu. sem dregið hefði úr áhuga fyrir húsakaupunum, eftir að leyfi fékkst fyrir gjaldeyrisyfir- færslu. Ingólfur sagði að Útsýn hefði um síðustu áramót auglýst íbúðir í íbúða- og þjónustumiðstöðinni á Benal Beach á Costa Del Sol. Þá hefði Útsýn, sem umboðsaðili, tekið frá nokkrar íbúðir, en frestur var fjórar vikur. „Fjöldi fyrirspuma barst, en allir frestuðu ákvörðun með þeim afleiðingum að nú em allar íbúðimar seldar öðmm,“ sagði Ingólfur. „Aðeins sjö var óráðstafað síðastliðinn föstudag, af 1041 íbúð. Seinustu dagana hefur fjöldi beiðna borist Útsýn, frá félagasamtökum og stofnunum hér á landi um fyrir- greiðslu við kaup á íbúðum á Benal Beach, en því miður of seint." Ingólfur kvaðst vera á fömm til Landsvirkjun greiðir 44 millj. í arð STJÓRN Landsvirkjunar ákvað á fundi sinum 16. mars síðastlið- inn að greiða eigendum fyrirtæk- isins arð með hliðsjón af góðri rekstrarafkomu árið 1985. Arð- greiðslumar nema samtals rúm- um 44 milljónum króna. Arðgreiðslumar miðast við 6% af eigin fjárframlögum eigenda til Landsvirkjunar framreiknuð til árs- loka 1985. Þannig reiknaðar em arðgreiðslumar að fjárhæð alls 44.987.211 krónur sem sundurlið- ast þannig milli eigenda: Ríkissjóð- ur 22.493.000, Reykjavíkurborg 20.030.000 krónur og Akureyrar- bær 2.463.000 krónur. Þetta mun vera í annað skipti sem Landsvirkj- un greiðir arð vegna góðrar rekstr- arafkomu. Rannsóknir á Rockall-svæðinu: Danir koma til viðræðna HINN 10. aprfl nk. er væntanleg til Reykjavíkur sendinefnd frá Danmörku til viðræðna við ís- lendinga um visindarannsóknir á Rockall-svæðinu. Að sögn Ingva S. Ingvarssonar ráðuneytisstjóra í utannkisráðu- neytinu lögðu íslendingar fram á fundi í Kaupmannahöfn í september sl. tillögu um sameiginlegar rann- sóknir Dana og íslendinga á jarð- lögum á Rockall-svæðinu og verður fundurinn í Reykjavík í apríl í fram- haldi af Kaupmannahafnarfundin- um. Verður farið yfir rannsókna- áætlunina á fundinum hér, sagði Ingvi S. Ingvarsson. I íslensku viðræðunefndinni eiga sæti Hans G. Andersen sendiherra íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og Eyjólfur Konráð Jónsson for- maður utanríkismálanefndar Al- þingis. Ekki hefur verið tilkynnt hveijir kortia M Danmörku til þessara viðræðna. Þú finnur allt á þessum sólríku skemmtistöðum; frábærar baðstrendur • fjölbreytta og vandaða hótel- og íbúðargistingu • stóra og litla veitingastaði • aragrúa verslana • fjölda diskóteka • stórkostlega möguleika á lengri og styttri skoðunarferðum • þrautreynda fararstjóm • sérstaka bamafararstjóm og bamaklúbb • endalausa möguleika á leikjumog fjöri •vatnsrennibraut og tennisvelli • bowling- og kappakstursbrautir • hijómleika og leiksýningar • sirkus og sædýrasafn • innfædda borgarbúa • ítalskaferðamenn • erlendaferðamenn •—allt. Adriatic Riviern of Emilia - Romagnn (Italy ) Rimini Riccionc Cattolica Cesenatico Gatteo a Mare San Mauro a Mare Misano Adriatico Udi di CÓmacchio Savignano a Mare Bellaria • Igea Marina Cervia - Mllano Marittima Ravenna e le Sue Marine Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.