Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 29
OMUTia! '! <finu[H/umív MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1986 hemaðarumsvif. Við hljótum að stefna að því samhliða að byggja upp traust og fækka herafla til þess að minnka líkumar á skyndi- árás. Einmitt þetta er hlutverk samn- ingamanna okkar í Stokkhólmi og Vínarborg. Þó svo að takmarkið með þessum viðræðum sé sjaldan forsíðuefni dagblaða em þær ekki síður mikilvægar en samningavið- ræður um kjarnorkuvopn. Kjarnorkuvopnin Þessi síðasta fullyrðing kann að hljóma einkennilega ekki síst í ljósi þess að kjamorkuvopnaandstæð- ingar telja það nauðsynlegt og í senn nægilegt skilyrði fyrir friði að stórveldin eyðileggi þau kjamorku- vopn, sem þau ráða nú yfir. Hins vegar er mun rökréttara að álykta að brytist stríð út í Evrópu myndi það mjög líklega hefjast með því að hefðbundnum vopnum væri beitt. Þá er einnig líklegt að sá hildarleik- ur myndi hafa áður óþekktar hörm- ungar í för með sér jafnvel þótt hefðbundnum vopnum væri ein- göngu beitt. Þannig getur hættan á átökum aukist í stað þess að fara minnkandi ef menn einblína um of á kjamorkuvopnin en huga ekki að hefðbundnum vopnum og efnavopn- um. Með þessu er ekki verið að færa rök gegn hugmyndum um afvopn- un. Hins vegar er verið að færa rök gegn því að menn beini sjónum sín- um eingöngu að kjamorkuvopnum í vopnabúrum stórveldanna en leiði hjá sér hefðbundin vopn og hefð- bundinn hemað. Mér sýnist mönn- um hætta nokkuð til að leggja megináherslu á samningaviðræður risaveldanna í Genf á kostnað við- ræðnanna í Stokkhólmi og Vínar- borg. Þetta er ekki raunsönn mynd af stöðu mála og ég tel að við ættum að gera hvað við getum til að leið- rétta þennan misskilning, sem getur haft ýmsar hættur í för með sér. Nýtum tækifærin Eg yrði óumræðanlega ham- ingjusamur ef okkur tækist að ná samkomulagi á einhverjum þeirra samningafunda, sem fulltrúar okk- ar sitja. Það væri mikið ábyrgðar- leysi að ganga ekki til samninga vegna þess að sambærilegur árang- ur væri ekki í sjónmáli á einhveiju öðru tilteknu sviði. Slíkt hugarfar býður heim stöðnun og það er ein- mitt stöðnun sem við Vestur- landabúar reynum að forðast í lengstu lög. Við skulum því fyrir alla muni nýta okkur þau tækifæri sem gef- ast. Við skulum jafnframt hafa í huga að markmið okkar er að ná sem víðtækustum árangri og að skapa grundvöll til þess að unnt sé að tryggja öiyggi heimsbyggðar- innar og bæta líf fólks. Þetta er ekki síður hagsmunamál Sovétmanna en okkar og ég er sannfærður um að okkur tekst að skapa umræðugrundvöll. Vissulega er sú tilhneiging fyrir hendi að fara geyst og ná skjótum árangri, en við verðum að gæta þess að vel skal til þess vanda sem lengi skal standa. Við verðum að læra af reynslu undanfarinna tíu ára, sem kennir okkur að meta samninga þegar af þeim hefur fengist nokkur reynsla, en ekki eftir þeim vonum sem við þá eru bundnar. Tvíræðni Sovétmanna Sérhvert samkomulag um af- vopnun eða takmörkun vígbúnaðar verður að innihalda grein þar sem kveðið er á um eftirlit og með hveijum hætti verði sannreynt að báðir aðilar virði ákvæði samkomu- lagsins. Ásakanir um að ekki væri farið eftir ákvæðum tiltekins sam- komulags myndu verða til þess að spilla fyrir raunverulegum árangri á sviði afvopnunar og raska jafn- vægiogöryggi. Aðeins á þessum forsendum er unnt að leggja heiðarlegt mat á afvopnunartillögur Gorbachevs, leiðtoga Sovétríkjanna. Hingað til hefur gætt nokkurs misræmis í málflutningi hans. Annars vegar lætur hann í það skína að Sovét- menn séu nú tilbúnir til að fallast á eftirlit og viðurkenni mikilvægi þess að unnt sé að sannreyna að ákvaíði gerðra samninga séu virt. Á hinn bóginn hafa samningamenn ríkja Varsjárbandalagsins í Vínar- borg brugðist á einstaklega nei- kvæðan hátt við tilraunum okkar til að bijóta ísinn. Á þetta ekki síst við um vandann sem tengist eftir- liti. Fyrirmælin sem samningamenn Sovétmanna fá frá Gorbachev, eru sannarlega ekki til þess fallin að flýta fyrir samningum. Það er augljóslega of snemmt að draga ályktanir af viðbrögðum Sovétmanna. Á þessu sviði mega vestrænar þjóðir ekki sýna óbilgimi. Við megum ekki fara fram á of mikið svo lengi sem trygging fæst fyrir því að staðið verði við gerða samninga. Við eigum ekki heldur að gera okkur ánægða með neitt minna því við viljum freista þess að efla öryggi okkar, en ekki að stefna því í voða. Grundvallarmarkmið okkar hlýt- ur að vera þetta. Það er einfaldlega út í hött að segja það ævagamla rússneska hefð að láta sem minnst uppi. Gorbachev hefur sýnt, að hann er tilbúinn til að takast á við gamlar hefðir sem standa í vegi fyrir nauðsynlegum breytingum á efnahagskerfi Sovétríkjanna. Við getum af sanngirni gert þá kröfu til hans að hann sýni sömu festu þegar um afvopnun er að ræða og hann gangi til samninga sem kveða á um eftirlit í stað þess að beita málaflækjum sem ég get engan veginn faliist á að tryggi gagn- kvæmt öryggi. Orðin „gagnkvæmt öryggi" leiða mig aftur á vit hugtakanna. Leið- togar Sovétríkjanna telja gagn- kvæmt öryggi felast í því að þeim leyfist að ráða yfir sama fjölda til- tekinna vopna og öll heimsbyggðin til samans. Vitaskuld er þessi krafa þeirra með öllu óaðgengileg og til þess eins fallin að spilla fyrir samn- ingaviðræðum. En ef gagnkvæmt öryggi þýðir að almenningur í smáum löndum sem stórum fær að lifa óáreittur og í friði, þá er merking þessa hugtaks mjög í anda vestrænnar hugsunar. I algóðum heimi myndu menn fara eftir ákvæðum stofn- skrár Sameinuðu þjóðanna og al- þjóðalögum. En við lifum í ófull- komnum heimi og hugsjónir og markmið Sameinuðu þjóðanna nást ekki án fyrirhafnar. Með því að áskilja sér þann rétt að snúast sameiginlega og hvert um sig, til vamar leggja aðildarríki Atlants- hafsbandalagsins sitt af mörkum til þess að þær hugsjónir megi rætast. Þetta höfum við gert með góðum árangri í nálægt fjörutíu ár. Þann tíma hafa íslendingar og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins notið ör- yggis og ég trúi að með ykkar stuðningi verði því öryggi ekki raskað. Framkvæmdastjári Atlantshafs- bandalagsins flutti þessa ræðu á fundi samtaka um vestræna sam- vinnu og Varðhergs 25. mars. Á.Sv. sneri á íslensku. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727 Herbi Ókeypishjá íDanmörku • Ókeypis vegakort/bók • Tölvuútskrift meö leiðbeiningum um stystu leiðir til þeirra áfangastaða sem þú hefur valið þér. • Afsláttarbók sem veitir margs konar afslátt á veitingastöðum, gististöðum, skemmtistöö- um, leikhúsum, skemmtigörðum og víðar. Afsláttarbókin getur haeglega sparað þér margar þúsundir króna. • Handhægtaskafyrirléttanfarangur-fram- tíðareign sem alltaf kallar á góðar ferða- minningar. ••• að vera á nýjum eða nýlegum bíl, traustum og skemmtilegum og líða eftir hinum full- komnu akvegum Evrópu. • •• að þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af kílómetragjaldi, lélegum merkingum eða bilunum. • •• að geta skotist á stuttum tíma til spennandi áfangastaða um alla álfuna; borga, bæja, skemmtigarða, veitingastaða, baðstranda - hvert sem er. • •• að skipta um veður, menningu, þjóðtungur, eftir því sem hentar hverju sinni. • •• að vera í Kaupmannahöfn í dag og Rínar- dalnum á morgun. ••• að njóta aðstoðar SL-veganestisins, (Euro- guide bókarinnar) þar sem þú hefur ógrynni upplýsinga um fallegar ökuleiðir og athygl- isverða staði, borgakort, gististaðaskrár og fleira og fleira. • •• að borga aðeins krónur 15.900,- fyrir flug og Ford Escort í 2 vikur, svo dæmi sé tekið. • •• að borga ekkert fyrir þriðju vikuna þegar fjórir eðafimm eru í bílnum. Prófodu flug og bíl íDanmörku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.