Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27, MARZ1986
Guðbjörn Jónsson tekur við verðlaununum úr hendi Grétars Haralds-
sonar markaðsstjóra Kreditkorta hf. en með á myndinni eru Helgi
Jóhannsson framkvæmdastjóri Samvinnuferða-Landsýnar og Fanný
Clausen eiginkona Guðbjörns og dóttir þeirra hjóna.
Kreditkort og Samvinnuferðir:
V er ðlaunasamkeppni
fyrir skilvísa korthafa
KREDITKORT og Samvinnuferðir-Landsýn efna um þessar mundir
til verðlaunasamkeppni fyrir skilvísa korthafa Eurocard-kreditkorta.
Keppnin er með því fyrirkomu-
lagi, að allir þeir sem á tímabilinu
febrúar til maí greiða staðfestingar-
gjald ferðar með Samvinnuferðum-
Landsýn með Eurocard-kreditkorti,
eru sjálfkrafa með í keppni um 20
þúsund króna verðlaun, sem dregin
eru út um hver mánaðamót og eiga
að ganga til greiðslu ferðarinnar.
Aðeins þeir sem staðið hafa full-
komlega í skilum við Kreditkort hf.
eru gjaldgengir verðlaunahafar.
Fyrsti verðlaunahafinn tók við
verðlaunum sínum á dögunum en
hann heitir Guðbjöm Jónsson og
gengur verðlaunaupphæðin sem
hann hlaut, til greiðslu ferðar sem
hann og kona hans Fanný Clausen
hyggjast fara með Samvinnuferð-
um-Landsýn til Mallorca í sumar
ásamt dætmm sínum tveim, þriggja
og sex ára.
í lok næsta mánaðar verður svo
dreginn út annar verðlaunahafi í
þessari verðlaunasamkeppni Kred-
itkorta hf. og Samvinnuferða-
Landsýnar.
(Fréttatilkynning.)
íbúðir fyrir aldraða:
BHM gefinn
kostur á lóð
við Suðurgötu
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að
tillögu Bygginganefndar að gefa
Bandalagi háskólamanna kost á lóð
við Suðurgötu undir íbúðir fyrir
aldraða. Þá var ennfremur sam-
þykkt að gefa Samtökum aldraðra
og Armannsfelli kost á lóð á homi
Dalbrautar og Sundlaugavegar
undir íbúðir fyrir aldraðra.
Rey kj avíkurborg-
rekstraraðili að
Sædýrasafninu?
BORGARRÁÐI hefur borist fyrir-
spum um hvort Reykjavíkurborg
gæti hugsanlega orðið rekstrar- og
eignaraðili að Sædýrasafninu. Fyr-
irspumin barst frá nefiid, sem
menntamálaráðherra skipaði á sín-
um tíma til að endurskoða rekstur
safnsins, sem gengið hefur illa á
undanfömum ámm.
Fyrirspumin var iögð fyrir fund
borgarráðs á þriðjudag sl. en af-
greiðslu málsins frestað.
Málþing um
siðfræði
MÁLÞING um siðfræði verður
haldið á annan í páskum á vegum
Félags áhugamanna um heim-
speki. Málþingið verður í Lög-
bergi, stofu 101, og hefst klukk-
an 10 og lýkur með umræðum,
sem hefjast klukkan 16.
Á málþinginu flylja erindi Atli
Harðarson MA, Jörandur Guð-
mundsson MA og Michael Lessnoff
lektor við háskólann f Glasgow.
Henson framleiðir
f öt fyrir Inntak
Ný fatalína sem nefnist Bourbon
INNTAK sf. og Henson hf. hafa stofnað til samstarfs um fram-
leiðslu og markaðssetningu á nýrri línu sportfatnaðar undir
vöruheitinu Bourbon. Tilgangurinn með þessu samstarfi er að
bjóða sportvöruverslunum upp
og börn.
Inntak sf. sem rekur verslanim-
ar Sportval og Bikarinn hefur
undanfarin ár flutt inn töluvert
magn af sportfatnaði. Nú verður
blaðinu snúið við og veðjað á ís-
lenska hönnun og framleiðslu.
Henson hefur í meira en áratug
sannað tilvemrétt sinn á íslenska
markaðnum með fallegri og vand-
aðri framleiðslu. Viðtökur við
nyja gerð fatnaðar á fullorðna
Bourbon-línunni hafa verið góðar.
Sportvömverslanir í Reykjavík
hafa þegar lagt inn pantanir,
einnig Sporthlaðan á ísafirði,
Sfwrtbær á Selfossi, Sportbúð
Óskars í Keflavík, Sporthúsið á
Akureyri og fleiri hafa sýnt
áhuga.
(Fréttatílkynmngf.)
Sýnishom af hinni nýju fatalínu Henson, sem framleidd er
fyrir Inntak.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrfmsson
Þeir standa fyrir sýningunni í Bjargi, frá vinstri: Kristján Pétur Sigurðsson, Jón Laxdal Halldórsson
og Haraldur Ingi Haraldsson.
Akureyri:
Myndlistarsýning í Bjargi
Eitt verka Halldórs.
Halldór Björn
Runólfsson sýnir
í Nýlistasafninu
Á MORGUN, 28. mars, kl.
20.00, opnar Halldór Bjöm
Runólfsson sýningu í Nýlista-
safninu, Vatnsstíg 3b. Á sýning-
unni verða málverk og vatnslita-
myndir, að mestu frá síðasta ári.
Sýningin er opin virka daga
frá kl. 16.00-20.00 og um helg-
ar og helgidaga frá kl. 14-20.
Henni lýkur sunnudaginn 6.
aprfl.
Dómkirkjan:
Messa án
predikunar
Um allmörg undanfarin ár
hefur í annarri messunni í Dóm-
kirkjunni á föstudaginn langa
verið bragðið út af hinu hefð-
bundna messuformi. Stólræða
hefur þá engin verið, aðeins
örstutt hugleiðing flutt frá altari
eftir að lesin hafa verið lok pisl-
arsögunnar. Þeim mun meiri
áhersla hefur verið lögð á flutn-
ing fagurrar tónlistar.
Þessi háttur verður enn á hafður.
í messunni kl. 2 á langafijádag
syngur Svala Nielsen ópemsöng-
kona einsöng. Dómkórinn leiðir
safnaðarsöng í sálmunum Ég kveiki
á kertum mínum, sem þennan dag
er ætíð sunginn við lag Páls ísólfs-
sonar, Ó, höfuð dreyra drifið við lag
Hazlers og Vístu ertu Jesús kóngur
klár. Einnig flytur kórinn hið fagra
verk Mozarts, Ave vemm corpus.
Loks verður litanían sungin.
Þennan dag em engin ljós tendr-
uð í kirkjunni, hvorki á altari né
annars staðar. I hljóðri bæn er
sameinast í tilbeiðslu og þökk vegna
hinnar eilífu fómar Krists, sem með
því er gerðist á Golgata, opnaði
augu mannkynsins fyrir ófullkom-
leik þess annars vegar og óendan-
legum kærleika Guðs hins vegar.
Á það skal messa þessi öll minna.
Þórir Stephensen
Akureyri.
HARALDUR Ingi Haraldsson,
Jón Laxdal Halldórsson og
Kristján Pétur Sigurðsson opna
myndlistarsýningu i Bjargi, húsi
Sjálfsbjargar á Akureyri, í dag
fimmtudag 27. marz. kl. 15. Sýn-
ingin stendur til 6. aprU og verð-
ur opin helgidaga frá kl. 14 til
19, en aðra daga þann tíma sem
Bjarg er opið.
KI. 14 í dag verður opnunarat-
höfn í kjallara hússins. Þar mun
Jón Laxdal lesa ljóð, Haraldur Ingi
flytja geming og Kristján Pétur
syngja nokkur lög. Sjálf sýningin
verður svo opnuð kl. 15.
Kristján Pétur Sigurðsson hefur
lengstum lagt stund á rokk og ról.
Hann söng með Kamarorghestun-
um en hefur lagt stund á grafík
og málverk nú um skeið og sýnir
nú þannig verk.
Jón Laxdal hefur undanfarið
fengist við skáldskap og myndlist
jöfnum höndum. Hann var einn
stofnenda Rauða hússins á Akur-
eyri sem hýsti listviðburði af ýmsu
tagi. Jón sýnir í þetta sinn smá-
myndir mitt á milli klippimynda og
málverks.
Haraldur Ingi útskrifaðist úr
MHÍ 1981 og stundaði framhalds-
nám í Hollandi á ámnum 1982-
1985. Hann starfaði með Rauða-
húshópnum og hefur haldið einka-
og samsýningar á íslandi og í
Hollandi. Haraldur sýnir málverk
og litlar höggmyndir úr tré og leir.
Þeir félagar tóku fram í samtali við
blaðamann að engin boðskort yrðu
send út f tilefni sýningarinnar en
allir væm velkomnir.