Morgunblaðið - 27.03.1986, Page 2

Morgunblaðið - 27.03.1986, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ1986 Samið í álverinu ^ í anda ASÍ og VSÍ SAMNINGAR tókust í fyrrinótt milli íslenska álfélagsins hf. og samninganefndar verkalýðsfélaganna tíu, sem starfsmenn í álverinu í Straumsvík eru félagar í. Samningurinn gildir frá 26. febrúar til áramóta. Að sögn Jakobs Möller, formanns samninganefndar álversins, eru samningamir samhljóða nýgerðum kjarasamningum ASÍ og vinnuveit- enda. Auk þess var samið um lag- færingar á einstökum atriðum gild- andi kjarasamninga starfsmanna og lokið var við endurskoðun á launakerfisbreytingu, serti hafist var handa við á síðasta ári. „Ekkert af þessu breytir heildamiðurstöð- unni,“ sagði Jakob. Ekki tókst að jafna ágreining álversins og verkalýðsfélaganna um fjölda starfsmanna á næturvöktum í steypuskála en um það stóð deilan alllengi, eins og fram kom í blaðinu í fyrri viku. Verkalýðsfélögin munu bera samningana undir starfsmenn í ál- verinu næstkomandi þriðjudag, 1. apríl. Saltfiskfram- leiðslan aukin Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson FRAMLEIÐSLA á saltfiski það sem af er árinu hefur gengið vel og er meiri en á sama tíma í fyrra, meðal annars vegna verk- falls sjómanna á síðasta ári. Ennfremur hefur gengið vel að selja á aðra markaði en á Spáni, þar sem Evrópubandalagið hefur úthlutað Spánverjum fremur litl- um innflutningskvóta. Vonir standa til að úr því rætist innan tíðar og eru söluhorfur fyrir saltfisk taldar góðar út árið. í upphafi árs var samið um sölu á 25.000 lestum af saltfiski til Portúgals, en auk þess hefur verið samið um sölu á 5.000 þangað. Ennfremur hafa um 2.000 lestir verið seldar til Ítalíu og nokkurt magn hefur farið til Spánar. Magn- ús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sölusambands íslenzkra fiskfram- leiðenda, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að Evrópubandalagið hefði úthlutað Spánveijum litlum innflutningskvóta og ylli það tíma- bundnum erfiðleikum við útflutning þangað. Tekizt hefði að selja þá farma, sem komnir hefðu verið til Spánar, og lítilsháttar farið að auki. Unnið væri að lausn þessa máls og vonir stæðu til að hún fyndist í Slysið á Álf hólsvegi: Stúlkan lést á slysadeild Stúlkan, sem varð fyrir bifreið á Álfhólsvegi í Kópavogi í fyrra- kvöld lést eftir að komið var með hana á slysadeild. Hún var 19 ára gömul. Ekki er unnt að birta nafn hennar að svo stöddu. næsta mánuði. Innflutningskvóti Portúgala væri mun stærri og fram- leiðendum því óhætt að framleiða á aðra markaði en Spán um þessar mundir. Biðu rólegarmeð beltin spennt Lada-bill valt eftir árekstur við Mazda-bíl á horni Suðurgötu og Fálkagötu. Nærstaddir réttu bílinn við, rúmri mínútu eftir óhappið, og eldri konur, sem í bílnum voru, sátu hinar rólegustu með beltin spennt. Þær sluppu ómeiddar. Óskiljanlegt samræmi er á milli verðbólguspár og vaxtalækkunar - segir Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur VSÍ og VSI og samvinnufé- ÓSKILJANLEGT ósamræmi er á milli boðaðrar vaxtalækkunar Seðlabanka íslands og verðbólguspár bankans, að sögn Vilhjálms Egilssonar, hagfræðings Vinnuveitendasambands íslands. „Ef þeir Seðlabankamenn trúa á verðbólguspá sina er ekki heil brú i ákvörð- un þeirra um vaxtalækkun," sagði Vilhjálmur í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. „Standist þeirra spá jafngildir það því, að þeir hafi ákveðið að raunvextir af sparisjóðsreikningum skuli vera mínus 5-6%, raunvextir af óverðtryggðum lánum skuli vera um núll og vextir af verðtryggðum lánum 4-5%,“ sagði hann. í verðbólguspá Seðlabankans fyrir mars og apríl er gert ráð fyrir að vísitala framfærslukostnaðar fari hinn 1. maí um hálft prósent yfir þau mörk, sem miðað var við í nýgerðum samningum Alþýðu- sambands íslands og vinnuveitenda með þátttöku ríkisvaldsins. Vil- hjálmur Egilsson sagði að Þjóð- hagsstofnun gerði ráð fyrir, í sínum útreikningum, að verðbólga yrði við þessi mörk. „Mér sýnist því augljóst að það sé mikið ósamræmi milli vaxtaákvörðunar Seðlabankans (um að lækka vexti almennt um 4,5 prósentustig) og verðbólguspár þeirra. Það vaknar því sú spuming hvort vaxtaákvörðun þeirra hafi verið tekin á faglegum grundvelli eða hvort þeir hafi áttað sig á þessu misræmi," sagði hann. „Ef spá þeirra er rétt þá verður verðbólguhraðinn í mars og apríl 14-15%. Það þýðir að sparisjóðs- vextir verða stórlega neikvæðir á þessum tíma og önnur inn- og útlán bera raunvexti, sem eru innan við eitt prósent. Vaxtastefna bankans virðist því ekki vera í neinu sam- ræmi við það, sem þeir tala um á öðrum sviðum," sagði hagfræðing- ur Vinnuveitendasambandsins. Hann benti á, að spár Þjóðhags- stofnunar og ASÍ og VSÍ gerðu ráð fyrir að verðbólguhraðinn þessa tvo mánuði, mars og apríl, yrði um 10% og samkvæmt henni gæti vaxta- lækkunin staðist. „Hvemig á þessu stendur veit ég ekki,“ sagði hann, „en ef þeir hafa rétt fyrir sér og við ekki, þá þarf launanefnd okkar og verkalýðshreyfingarinnar að koma saman strax eftir 1. maí og þá er allt komið í óvissu." í samningum ASÍ og vinnuveit- enda er gert ráð fyrir launanefnd, skipuð jafnt af ASÍ Vinnumálasambandi laganna, skuli fylgjast með breyt- ingum verðlags og kaupmáttar. Hún skal meta ástæður til launa- hækkana fari verðlagshækkanir fram úr viðmiðunarmörkum (sem gera ráð fyrir að hækkun fram- færsluvísitölu frá áramótum til 1. maí verði innan við 2,5%) og telji hún ástæðu til kauphækkana skal niðurstaða hennar liggja fyrir eigi síðar en 25. dag útreikningsmánað- arins, þ.e. 25. maí, verði hækkun vísitölunnar 1. maí orðin meiri en 2,5%. Fjórar óskarsverðlauna- myndir þegar verið sýndar FJÓRAR þeirra kvikmynda sem unnu til verðlauna á 58. Óskars- verðlaunahátíðinni hafa verið eða eru sýndar í kvikmyndahús- um í Reykjavik. Besta kvikmyndin, „Jörð í Afr- íku“, er sýnd í Laugarásbíói um Myndbandstæki rennaút eins og heitar lummur Margf öld meðalsala og leigurnar anna ekki eftirspurn Myndbandaæði virðist hafa runnið á Reykvíkinga í kjölfar truflana á sjónvarpsdagskránni vegna uppsagna tæknimanna. Morgunblaðið fékk þær upplýsingar hjá nokkrum verslunum, sem selja myndbönd, að salan væri óvenju mikil um þessar mundir, Jafnvel áttfalt eða tífalt meiri en venjulega". Þá er einnig mikið að gera á myndbandaleigum. „Við höfum orðið áþreifanlega varir við söluaukningu," sagði einn viðmælandi blaðsins. „Það er hægt að tala um ný jól í grein- inni. Við áttum von á aukningu bæði vegna tæknimannadeilunnar og páskanna, en engu í líkingu við þetta. Það minnir mann einna helst á söluna í verkfalli BSRB 1984. Jafnvel fólk, sem aldrei hefur látið sér detta í hug að j kaupámyndband,slær fil.1 Það er eflaust margt sem veld- ur þessum sölukipp — það er löng helgi framundan og fólk treystir ekki á sjónvarpið meðan tækni- menn fást ekki til starfa," sagði þessi viðmælandi. Aðrir myndbandasalar, sem Morgunblaðið hafði samband við, tóku í sama streng. „Æt!i salan hafi ekki átt- eða tífaldast hjá okkur síðastliðna daga,“ sagði einn. „Við fengum þijátíu tækja sendingu í gær og hún er að verða uppseld," sagði annar. Þeir voru sammála um, að óstöðugleiki sjón- varpsdagskrárinnar hefði sitt að segja og einnig hin langa páska- helgi — þeir hefðu heyrt það á fólki sem komið hefði og keypt tæki. „Tækin koma varla inn og fjöldi manns er á biðlista," sagði tals- maður myndbandaleigu, sem einnig leigir út tæki. „Það er bijálað að gera, margfalt meira en á venjulegum fimmtudegi. Eftirspum eftir nýju efni er að sjálfsögðu mest, en ef fólk fær það ekki, tekur það bara það sém' hendi er næst," sagði hann. Sama er upp á teningnum hjá öðrum myndbandaleigum sem leigja tæki. „Nei, því miður, engin tæki,“ var svarið sem blaðamaður fékk I óspurðum fréttum er hann hringdi á eina leiguna. „Það er hátíð hjá okkur. Það liggur við, að borgi sig að greiða tæknimönnum sjónvarpsins pró- sentur svo þeir sitji heima," sagði einn. Af deilu tæknimanna er það að frétta, að í gær var ákveðið að fulltrúar þeirra og fjármála- ráðuneytisins hittust á fundi í næstu viku. Talsmaður tækni- mannanna sagði í gær að nú væri mun meiri líkur á því en áður að samkomulag tækist og tækni- menn snérd aftUrtíl vftírim >‘ r* * ♦ j .V.a þessar mundir, kvikmyndin „Coc- oon“ hefur þegar verið sýnd í Bíó- höllinni en leikarinn Don Ameche hlaut Óskar fyrir bestan leik í aukahlutverki í þeirri mynd. Þá hefur kvikmyndin „Heiður Prizzis", sem leikkonan Anjelica Huston hlaut Óskar fyrir besta leik í auka- hlutverki fyrir, verið sýnd í Bíóhöll- inni og kvikmyndin „Gríman", sem verðlaunuð var fyrir bestu förðun, hefur þegar verið sýnd í Laugarás- bíói. Kvikmyndin „Vitnið", sem sýnd var í Háskólabíói fékk verð- laun fyrir besta frumsamda kvik- myndahandritið. Bíóhöllin mun innan skamms taka til sýningar „Koss kóngulóar- konunnar" en William Hurt sem leikur aðalhlutverkið hlaut Óskars- verðlaun fyrir leik sinn í þeirri mynd. Nýja Hagkaup opnar 13. ágúst 1987 OPNUNARDAGUR hins nýja verzlunarhúss Hagkaups í Kringlumýri hefur verið ákveð- inn. Verzlunarhúsið verður opn- að fimmtudaginn 13. ágúst 1987. Nú stendur yfir samkeppni um nafn á verzlunarhúsið. Eigi færri en rúmlega 5000 tillögur hafa borizt svo það verður ærið verkefni fyrir dómntefhdmá að ■fara-yfir til- t ■■ lögunjfy*:• y(5 í|; |Jt [:■;l\ T

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.