Morgunblaðið - 05.04.1986, Side 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK
STOFNAÐ 1913
74. tbl. 72. árg.
LAUGARDAGUR 5. APRIL1986
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Danmörk:
Fólk varað
við ítölskum
víntegundum
Tréspíritus finnst 1 innfluttum Vermouth
Kaupmannahöfn, AP.
DANSKIR víninnflytjendur hafa
fundið tréspíritus i ítölsku
Vermouth-víni og af þeim sökum
hefur danska heilbrigðismála-
ráðuneytið sent út tilkynningar
í útvarpi og sjónvarpi þar sem
fólk er varað við þvi að drekka
ítölsk vin af öllum tegundum. Á
Ítalíu hafa nokkrir menn látist
af því að drekka eitruð vin.
Italski Vermouth-inn var fluttur
til Danmerkur í tankskipum og átti
að setjast á flöskur þar en sem
betur fer fannst tréspíritusinn áður
enafþvívarð.
Danska heilbrigðismálaráðuneyt-
ið brást við með því að hvetja fólk
til að drekka ekki ítölsk vín, hverrar
tegundar sem væri og bannaði jafn-
framt sölu þeirra.
Landamæraverðir í Sviss lögðu á
miðvikudag hald á 40.000 lítra af
Sprengingin í
TWA-þotunni:
Grunaða kon-
an þekkt fyr-
ir hryðjuverk,
segja ítölsk yfirvöld
Aþenu. AP.
TALSMAÐUR TWA-flugfélags-
ins sagði í dag, að líbönsk kona,
May Elias Mansur, sem kom flug-
leiðis til Aþenu frá Kaíró á mið-
vikudag, væri grunuð um að vera
höfuðpaurinn að baki sprenging-
unni í farþegaþotu félagsins, þar
sem fjórir Bandarikjamenn
týndu lífi.
ítöisk yfirvöld segjast hafa stað-
festingu fyrir því að konan sé
þekktur hiyðjuverkamaður. Henni
er lýst sem konu um þrítugt, sem
sé aðeins hölt. Talsmaður TWA
sagði í dag, að það færi ekki á
milli mála, að sprengjunni hefði
verið komið fyrir undir eða nærri
sæti 10-F, en þar hefði líbanska
konan setið á leiðinni til Aþenu frá
Kaíró.
Fréttastofnun í borginni Tripoli
í Norður-Líbanon birti í gær yfírlýs-
ingu, sem sögð var undirrituð af
May Elias Mansur. Þar var því
harðneitað að hún væri á nokkum
hátt viðriðin sprenginguna og sagt,
að hún myndi „lögsækja hvem
þann, sem bæri á hana rangar
sakir".
ítölsku rauðvíni, sem reyndist inni-
halda tréspíritus en ekki hefur verið
skýrt frá um hvaða víntegund var
aðræða.
Tréspíritus getur valdið blindu,
dái og dauða og ljóst er að sumir
ítalskir vínkaupmenn hafa notað
hann til að auka áfengismagnið f
víninu. í síðasta mánuði létust 15
menn á Norður-ftalíu eftir að hafa
drukkið þessa ólyfjan og um 50
manns eru á sjúkrahúsi.
Egon Susset, næringarsérfræð-
ingur og ráðgjafí Kristilega demó-
krataflokksins í Vestur-Þýskalandi,
hvatti til þess í gær í viðtali í Köln-
arblaðinu Express, að sala ítalskra
vína yrði bönnuð þar í landi þar til
ljóst væri hvaða tegundir væri um
aðræða.
Heilbrigðismálaráðuneytið í
Bonn bætti í gær flórum ítölskum
víntegundum við listann yfír eitmðu
vínin. Voru þau þessi: 1984 Barbera
D’Asti Doc Pippione; Vino Friz-
zantino Gassifícate; Weisser Tafel-
wein og Vino Da Tavola Bianco.
Waldheim ber af sér sakir
AP/Sfmamynd
KURT Waldheim, fyrrum aðalritari Sameinuðu
þjóðanna, sem nú sækist eftir forsetaembættinu
i Austurríki, hefur verið sakaður um stríðsglæpi
í síðari heimsstyijöldinni er hann gegndi her-
þjónustu á Balkanskaga. I gær fór ísrael form-
lega fram á það við Sameinuðu þjóðirnar að fá
aðgang að skýrslu Stríðsglæpanefndar samtak-
anna um Waldheim. Waldheim hélt blaðamanna-
fund í gær i austurrísku borginni Linz, þar sem
hann vísaði ásökunum um að hann hefði verið
nasisti á bug og sagðist hafa verið fórnarlamb
striðsins eins og svo margir aðrir. Myndin sýnir
hann á blaðamannafundinum. Honum til vinstri
handar situr Josef Ratzenboeck, sem er fylkis-
sljóri í þessum hluta Austurrikis.
Sjá ennfremur „Er sjálfur fórnarlamb ...“ á
bls. 20.
Gjaldeyrismarkaðir lokaðir í Evrópu í gær:
Gengislækkun yfirvofandi
í Frakklandi og á Ítalíu
Briissel. AP. ^
Briissel, AP.
VIÐSKIPTI með átta evrópska
gjaldmiðla féllu næstum niður í
gær, eftir að tilkynnt hafði verið,
að fjármálaráðherrar aðildar-
rikja Evrópubandalagsins (EB)
myndu halda fund um helgina
og semja um nýja samræmingu
á gjaldmiðlum þeirra innbyrðis.
Fundur þessi verður haldinn að
beiðni Frakka og er talinn undan-
fari að minnsta kosti 5% gengis-
fellingar franska frankans gagn-
vart vestur-þýzka markinu og
sumum öðrum gjaldmiðlum í Vest-
ur-Evrópu. Þá er talið, að gengi
ítölsku lírunnar verði einnig fellt.
Það var ljóst strax í gærmorgun,
að mikið var á seyði í fjármálaheim-
inum, er franski seðlabankinn til-
kynnti, að bæði hann og seðlabank-
ar þeirra ríkja, sem aðilar væru að
evrópska peningakerfinu (EMS),
hefðu fellt niður þær reglur, sem
verið hafa í gildi um skráningu á
gjaldmiðlum þeirra.
„ Aðgerðir Frakka nú koma okkur
á óvart, þar sem spennan á peninga-
mörkuðum Evrópu vegna frönsku
þingkosninganna var hjöðnuð,"
sagði Mark Eyskens, Qármálaráð-
þerra Belgíu, í dag. Sagði hann
engin haldbær rök fyrir gengis-
lækkun franska frankans vera fyrir
hendi nú.
Uffe Ellemann-Jensen, utanríkis-
ráðherra Danmerkur, lýsti því yfír
í gær, að það væri ekki ætlunin að
lækka gengi dönsku krónunnar.
„Danska krónan mun standa traust
áfram,“ sagði Ellemann-Jensen í
gær, er hann var spurður að því,
hvort gengi dönsku krónunnar yrði
fellt í hlutfalli við hækkun á vestur-
þýzka markinu. Ekki þótti hins
vegar ijóst af umælum hans, hvort
danska kronan yrði hækkuð í sam-
ræmi við væntanlega hækkun á
markinu.
Samræmingaraðgerðir á EMS
hafa átt sér stað níu sinnum áður,
en þetta kerfí var sett á fót í marz
1979. Var það þáttur í þeirri við-
leitni Evrópubandalagsins að
treysta gengi gjaldmiðla þeirra
ríkja, sem aðild eiga að EMS, en
þau eru Frakkland, Lúxemborg,
Danmörk, írland, Vestur-Þýzka-
land, Ítalía og Holland. Af 12 ríkj-
um Efnahagsbandalagsins nú eiga
Bretland, Portúgal, Grikkland og
Spánn ekki aðild að EMS.
Óvissan í gengismálum olli ferða-
mönnum miklum erfíðleikum á Ital-
íu í gær. Bankar opnuðu á venjuleg-
um tíma, en lokuðu síðan fljótlega
aftur og var eftir það hvergi hægt
að skipta erlendum peningum og
ferðatékkum.
Vegna yfirvofandi gengislækk-
unar á frankanum og lírunni snar-
hækkaði Bandaríkadollar gagnvart
báðum þessum gjaldmiðlum í gær.
Sjá gengi gjaldmiðla á bls. 20.
Bretland:
Dótturdóttur Stalíns
veitt vegabréfsáritun
Hoskvu, AP.
BREZKA sendiráðið í Moskvu lét
í gær Olgn Peters, 14 ára gamalli
dótturdóttur Josefs Stalín, í té
vegabréfsáritun til Bretlands.
Var þetta gert samkvæmt ósk
sovézkra stjórnvalda. Skýrði tals-
maður sendiráðsins frá þessu í
dag.
Olga er dóttir Svetlönu Alliluyevu,
dóttur Stalíns, og bandarísks arki-
tekts, William Peters. Hún er fædd
í Bandaríkjunum, en var við nám í
heimavistarskóla í Bretlandi, er móð-
ir hennar tók hana með sér til Sovét-
ríkjanna í október 1984.
Haft var eftir brezkum embættis-
manni í dag, að telja mætti víst, að
móðir Olgu hefði samþykkt umsókn-
ina, þar sem hún væri enn undir
lögaldri og þyrfti því samþykki lög-
ráðanda síns. Engin umsókn hefði
hins vegar borizt frá Svetlönu sjálfri
um vegabréfsáritun til Bretlands.
Orðrómur hefur verið á kreiki um
að Olga Peters væri óánægð með
dvöl sína í Sovétríkjunum og vildi
fara þaðan. Gert er ráð fyrir að hún
muni halda áfram námi sínu í Saffr-
on Walden í grennd við Cambridge
í Englandi, en þar hafði hún verið
við nám í 18 mánuði áður en hún
fór með móður sinni til Sovétríkj-
Samkvæmt vegabréfsárituninni
fær Olga 12 mánaða dvalarleyfi í
Bretlandi, en ekkert er því til fyrir-
stöðu að það verði framlengt eftir
þörfum, þegar sá tími er liðinn.