Morgunblaðið - 08.04.1986, Page 9
MORGUNÖLAÐIÐ, ÞRIÐJUDÁGUR 8: APRÍL1986
9
Terylenebuxur nýkomnar. Mittismál
80—120 cm kr. 1.195,- Einnig margar
aðrar gerðir af buxum fyrirliggjandi. Bíl-
jakkar kr. 1.150,- Skyrtur, nærföt o.fl.
ódýrt.
Andrés, Skólavörðustíg 22a,
sími 18250.
Framhalds -
aðalfundur
verður haldinn i félagsheimilinu að Vfði-
völlum fimmtudaginn 13. aprfl og hefst
kl.21.00.
Dagskrá:
Lagabreytingar.
Önnur mál.
Stjórnin
0DEXIDN
Höfum ávallt fyrirliggjandi
Dexion hilluefni.
Pöntum eftir óskum þunga-
vöruhillur, færibönd o.fl.
Nýtt fyrirtœki á traustum grunni
LANDSSMIÐJAN HF.
SÍMI91-20680
„Óhjákvæmi-
legtaðleita
annarra
leiða“.
Ásmundur Stefánsson,
forseti ASÍ, situr fyrir
svörum sem „samtíðar-
maður“ í nýjasta hefti
Frjálsrar verzlunar.
Hann segir þar in.a.:
„Ég hef sjálfur notað
þau orð að þessir samn-
ingar séu tilraun en ég
hef lagt áherzlu á að
þetta sé tilraun sem verð-
ur að takast. Við erum
búnir að reyna ýmsar
aðferðir i kjarasamning-
um. Þegar við gengum
til samningaviðræðna í
janúar lá fyrir að ef við
ætluðum að vinna út frá
sömu forsendum og áður
yrðum við að keppa við
30-35% verðbólgu til þess
eins að halda kaupmætti
óbreyttum og þaðan af
meira ætluðum við að
auka kaupmátt.
Við töldum þvf óhjá-
kvæmilegt að leita ann-
arra leiða. Það var gert
með því að vinna samn-
inginn út frá báðum
endum, það er að leggja
jafna áherzlu á að ná
niður verðlagi og hækka
kaupið. Þegar heildar-
niðurstaðan er skoðuð og
ef allar forsendur stand-
ast ætti að takast að
hækka kaupmáttinn á
samningstímabilinu stig
af stigi frá því að verða
að meðaltali 4% lægri en
hann var á siðasta ári í
það að vera, 3,5% hærri
en hann var að meðaltali
á síðasta ári. Samhliða
þessu ætti að takast að
koma verðbólgunni niður
í það að vera hálft pró-
sent á mánuði síðari
hluta ársins.
Þama er verið að gera
tilraun til að ná árangi
með aðgerðum í verð-
lagsmálum. Þar með
gerum við tilkall til þess
að þannig sé staðið að
málum af hálfu allra
þeirra sem áhrif hafa á
verðlagið að tilraunin
takist. Það leggur skyld-
ur á herðar ríkisvaldsins,
sem ræður miklu um
verðlag í landinu, en það
Frjáls verslun
Samtíðarmaður
„Frjálsrar verzlunar11
Ásmundur Stefánsson er „samtíðar-
maður" í síðasta hefti Frjálsrar verzlunar. Þar
gerir hann meðal annars grein fyrir viðhorfum
sínum til síðustu kjarasamninga og þröng-
sýnna viðhorfa Þjóðviljans. Forseti ASÍ „úti-
lokar ekki" að hann hafi hug á þingmennsku.
Staksteinar staldra lítiliega við þetta efni í
dag.
leggur líka skyldur á
fyrirtækin sem taka
beinar ákvarðanir um
varðlag á flestum svið-
um“.
‘Misjafnlega
róstursamur
friður“
Ásmundur Stefánsson,
forseti ASÍ, er flokks-
bundinn í Alþýðubanda-
lagi. Hann hefur þrátt
fyrir það sætt síbylju
spjótalaga frá Þjóðviljan-
um. Hann er hinsvegar
hógvær i orðum þegar
hann svarar fyrirspurn-
um tímaritsins um þetta
efni:
„Það er hinsvegar al-
veg Ijóst að afstaða min
til mála og afstaða helztu
forystumanna Alþýðu-
bandalagsins hefur ekki
alltaf verið sú sama og
það er einfaldlega mál
sem við búum við í
sæmilegum friði.“
Tímaritið: „Var sá
friður saminn eða hefur
hann alltaf verið fyrir
hendi?“
Ásmundur: „Við get-
um sagt að sá friður hafi
verið misjafnlega róstur-
samur."
Tímaritið: „Þjóðvilj-
inn, sem blað verkalýðs
og stundum málgagn
Alþýðubandlagsins, hef-
ur þá ekki staðið við
þennan frið eftir síðustu
samninga."
Ásmundur: „t>jóðvilj-
inn litur á málin út frá
þröngu pólitísku sjónar-
miði, svipað og Frjáls
verzlun... Við erum
ekki í aðstöðu til þess í
verkalýðshreyfingunni
að horfa á heiminn í
gegnum Utuð gleraugu.
Við verðum að taka mið
af þeirri aðstöðu sem við
búum við á hveijum tíma.
Við verðum að vinna út
frá þeim forsendum sem
við stöndum frammi fyr-
ir og verðum að ná því
bezta út úr hverri stöðu.
Það er alveg ljóst að það
sem gerist er ekki alltaf
í samræmi við óskir
þeirra sem ráða stefn-
unni á Þjóðvifjanum."
Þingframboð
- ekki útilokað
Tímaritið: „Hefur þú
áhuga á því að beita þér
fyrir hagsmunum verka-
lýðsins innan sala Al-
þingis?":
Asmundun „Ég er
ekki viss um það væri
skynsandegt. Starf for-
seta ASÍ er nýög mikið
og tímafrekt. Hins vegar
vil ég ekki útiloka að það
gæti komið til greina.
Það geta verið ýmsir
kostir þvi samfara að
hafa aðgang að sölum
Alþingis ti) þess að hafa
frumkvæði að umræðum
um mál og koma sjónar-
miðum á framfæri. En
málið hefur ekki veríð til
umræðu á þeim forsend-
um“.
Ekki útilokað, segir
Ásmundur Stefánsson.
Það yrðu aldeilis rassa-
köst hjá Þjóðviljanum,
„málgagni sósialisma og
verkalýðshreyfingar", ef
„erkióvinurinn", forseti
ASÍ, setti stefnuna á
Alþingishúsið við Austur-
I völl!
T3L&aniatíadutinn
^■luttisgötu 12-18
Suzuki Fox pickup 1985
Blár með plasthúsi, 5 gira meö staerri
vélinni (413). Ekinn 22 þús. km fallegur
jeppi. Verð 385 þús.
M.Bens 280 SE1983
Einn með öllu, sóllúga, ABS-bremsur
O.H., o.fl. Ekinn aðeins 32 þús. km.
Verð 1250 þús.
Nissan Pulsar 1.51985
Ekinn 6 þús. km, sem nýr. Verð 310 þús.
Range Rover1983
Drapplitur 4ra dyra, ekinn 36 þús. km.
Ýmsir aukahlútir. Verð 1050 þús.
V.W. Golf C1985
Rauður, ekinn 17 þús. km. Útvarp,
segulband o.fl. Verö 355 þús.
M.Bens 280 E 1980
Leöurklæddur m/öllu. Verð 650
þús.
Ford Fiesta 1982
Ekinn 54 þús. km. Verð 190 þús.
Fiat Argenta 1982
Beinskiptur m/aflstýri. Verð 300
RangeRover1985
4ra dyra. Ekinn 18 þús. km. Verö
1450 þús.
Toyota Hilux yfirb. 1982
Diesel vél. Verö 550 þús.
Honda Civic1983
Ekinn 51 þ. km. Verö 270 þús.
W.V. Jwetta 1982
Ekinn 51 þús. km. Verð 230 þús.
Mitsubishi Tredia 1983
Ekinn 32 þús. km. Verð 290 þús.
Jeep Renegate 1976
Gullfallegur jeppi. Verö 285 þús.
Toyota Tercel 1982
4ra dyra. Verð 230 þús.
Suzuki bitabox 1985
Ekinn 9 þús. km. Verð 260 þús.
Fiat Uno 45 S1985
Hvitur, ekinn 6 þús. km.
Pajero stuttur 1984
Gullfallegur bill.
Toyota Tercel 1984
5 dyra, 5 gíra. Verö 315 þús.
Brortco IIXLT1984
Brúnn tvílitur. Verö 980 þús.
Mikil sala
Vantar nýlega bila á staöinn.
*
Islensk Listmiðlun
Suðurlandsbraut 4,108 Reykjavík.
Umboðssala — uppboðshald — sérfræðiráðgjöf.
Höfum í umboðssölu listaverk eftir:
Einar Hákonarson,
Gunnlaug Blöndal,
Gunnlaug Scheving,
Helga Þorgils,
Jóhannes Kjarval,
Jón Engilberts,
Karl Kvaran,
Kjartan Ólason,
Kristján Davíðsson,
Masson,
Matta,
Vasarély,
Venet.
íslensk Listmiðlun er opin daglega frá kl. 16-18 og á laugardögum frá kl. 14-16.
Upplýsingar eru gefnar í síma 688884 og 688885 á sama tíma.
Gunnar B. Kvaran listfr., HallgrímurGeirsson hrl.,
Haraldur Johannessen lögfr., Ólafur Kvaran listfr.