Morgunblaðið - 08.04.1986, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986
17
„A fæðingardegi
sínum gátu íbúarnir
búist við að verða
70 ára en þeir ein-
staklingar sem eru
nú 45 ára og halda
fast við slæmar
matarvenjur, reyk-
ingar og áfengis-
neyslu og fást ekki
til að stunda líkams-
rækt, mega búast
við skemmri ævi-
degi.“
segja að fólk greiði atkvæði með
fótunum." Þetta kemur í rauninni
heim og saman við það sem fólk
segir, þegar það ræðir um daglegar
gönguferðir eða líkamsrækt, sem
það segir bæta líðan sína og telur
sig ekki geta verið án. Milljónir
manna hlaupa á hveijum morgni; í
Kalkútta má sjá húsmæður skokka
og í Central Park i New York
skokka skrifstofumenn. Það má
því með sanni segja að það sem nú
er sagt um líkamsrækt sé aðeins
það sem sagt var forðum á latínu:
„Mens sana in corpore sano“, eða
„Heilbrigð sál í heilbrigðum lfk-
ama“. Við höfum fundið gömul
sannindi.
Við verðum að varast að halda
að heilsa sé bundin við vöðvamikinn
líkama eða þá tegund líkamsrækt-
ar, sem krefst mikils erfiðis eða
álags. Skrifstofumaðurinn getur
gert teygjuæfingar, farið í jóga í
fimm mínútur eða stundað júdó einn
eða með öðrum. Hér er um að ræða
að bæta vellíðan sína með því að
hagnýta sér eins og hægt er líkam-
lega og andlega getu og möguleika.
Enginn skyldi heldur gleyma því
að sú hreyfing sem manninum er
hvað eðlilegust, gangan, getur orðið
grundvöllur góðrar heilsu og komið
í veg fyrir offitu. Það eru meira
að segja til sérstakar líkamsæfingar
fyrir fólk sem er í hjólastólum. Þeir
sem teknir eru að reskjast geta
komið í veg fyrir stirðleika og við-
haldið sjálfstæði sinu innan og utan
fjölskyldunnar með skynsamlegum
æfingum og allir skyldu hafa í huga
að slæmur matur og of miklar
æfingar draga úr styrk og þoli og
gera menn móttækilegri fyrir sjúk-
dómum en annars væri.
Skynsamlegar
ákvardanir
Það má oft ná takmarkinu án
mikils erfiðis. Heilsurækt og fyrir-
byggjandi aðgerðir eru þess eðlis
að unglingar geta kjmnt þær bæði
heima og að heiman. Skólar ættu
hins vegar að kenna bæði verklegu
og bóklegu hliðina. í indverska hér-
aðinu Kerala var gerð heilsuáætlun
fyrir þorpin og var markmiðið sjö-
falt. Eitt af því sem börnum var
falið að gera var að fá hvert um
sig 10 önnur börn til að láta bólu-
setja sig; annað var að koma upp
matjurtagarði hjá fimm fjölskyldum
sem engan áttu; og það þriðja að
kynna tannhirðu hjá 10 fjölskyld-
um. Bætt heilsa átti að gera lífið
ánægjulegra og betra. Árangurinn
varð ótrúlega góður og flest bömin
gerðu meira en ætlast hafði verið
tilafþeim.
í löndunum 35 sem eru á Evr-
ópusvæði Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar, hafa verið sett
sameiginleg markmið, þar sem ekki
er aðeins stefnt að einstaklings-
framtaki heldur hópátaki. Meðal
annars er stefnt að því að útrýma
mengun og að fá tekin úr matvæl-
um skaðleg aukaefni; jafnframt var
ákveðið að vinna að því að allir
geti fengið menntun og störf sem
eru þjóðfélaginu mikilvæg. f öllum
þessum áætlunum er leitast við að
tryggja velmegun einstaklingsins.
Sá sem vaknar til vitundar um góða
heilsu er fljótur að skynja þau svið,
sem koma heilsurækt við. Þannig
má nefna, að löngunin í góða heilsu
og andlegan og líkamlegan styrk
er eitt beittasta vopnið í baráttunni
við tóbak og áfengi. Geri einstakl-
ingurinn áætlun um heilsurækt, þá
getur hann fundið mótvægi við því
fargi og þeirri streitu sem kann að
íþyngja honum bæði í einkalífinu
og á vinnustað. Daley Thompson
sem vann til gullverðlauna í tug-
þraut á Ólympíuleikunum segin
„ÞEGAR ÞU ERT EKKIVEIKUR
GEFÐU ÞÁ LÍKAMANUM
AÐEINS ÞAÐ SEM HANN
ÞARFNAST.
HANN ÞARFNAST EKK3 ÁFENGIS.
HANN ÞARFNAST EKKITÓBAKS:
HANN ÞARFNAST EKKI
VERKJADEYFANDILYFJA.
ÞAÐ ER AÐ RENNA UPP NÝR
DAGUR í HEILSURÆKT OG
ÁHERSLAN ER LÖGÐ Á:
AÐ LÁTA SÉR LÍÐA VEL OG
VERA HRAUSTUR."
ósvikinn íslenskur matur sem
eflirættjardarástina
-bregstaldrei!
gæðanm wgna!
• • • • • •* •
Ókeypis
SUMARLISTinrt i
riY SEriDING AF LISTUM
MÚ KR. 190 + BURÐARGJALD
YEIR 1000 SÍÐUR AF
nÝJUSTU SUMARTÍSKUnni rA
ULUR OG FERSKJULITIRmR) '^
OSiTc Ho3I§)© taiiFagfl
BUSAHÖLD
LEIKFÖNG
VERKFÆRI
5
■■•I
r.t
22.4% U-BIX VERÐLÆKKUN
U-BIX 120 Ijósritunarvélin ereinstök í sinni röö-fjölhæf, ódýr og
tekur lítið pláss. U-BIX120 er þurrduftsvél, Ijósritar á allan
venjulegan pappír og glærur, tekur allt að B4 frumrit, skilar 12 A4
Ijósritum á mínútu og fullnægir öllum þeim kröfum sem gerðar eru til
góðrar Ijósritunarvélar.
Kynntu þér U-BIX 120 - og gerðu reyfarakaup á meðan tækifærið gefst!
yWJtHf.
'P v
%
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
Hverfisgötu 33 - Sími 91 -20560
nýjum samningum hefur okkur tekist að lækka verðið á U-BIX 120 um
Kr 9fí tfífí