Morgunblaðið - 08.04.1986, Qupperneq 19
„Við viljum ekki, að
innra öryggi okkar sé
ógnað af erlendum eða
innlendum undirróð-
urs- og hryðjuverka-
mönnum, sem geta vals-
að hér um án eftirlits.
En við viljum ekki held-
ur eftirlitskerfi, sem
misbýður frelsi okkar
og hinu lýðræðislega
samfélagi á íslandi.
andi árum. Vel er hugsanlegt að
óvandaðir aðilar, innlendir eða er-
lendir, nái að bijótast inn í gagna-
söfnin og hagnýta sér þau.
Tölvunjósnir eru vaxandi neðan-
jarðarstarfsemi víða erlendis. Nú
þegar hafa verið sett lög um kerfís-
bundna skráningu á upplýsingum
er varða einkamál, þar sem þriggja
manna nefnd, skipuð af dómsmála-
ráðherra, sér um að hafa eftirlit
með framkvæmd laganna. Þetta
bendir okkur á ný atriði í gæslu
innra öryggis íslenska ríkisins sem
taka þarfa alvarlegt tillit til.
Frelsi og lýðræði
Ef það er eitthvað sem við getum
lært af aðgerðum hryðjuverka-
manna þá er það, að þeir vilja að
ríkisstjómir svari aðgerðum þeirra
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986
19
á þann veg, að þær tapi trausti
þegna sinna og falli þar með.
Við íslendingar, eins og önnur
lýðræðisþjóðfélög, metum mest
frelsi einstaklingsins, frelsi til
einkalífs, frelsi til ferða og ekki síst
frelsi til að tjá okkur um hvað sem
er. Það þjóðskipulag sem gerir
okkur þetta fært er okkur kærast.
En það er engan veginn auðvelt að
gæta þeirra grundvallarréttinda
lýðræðisins að fá að vera í friði og
fá að vera ömggur og öjáls. Það
viðkvæma jafnvægi sem tryggir
annars vegar réttindi einstaklings-
ins og hins vegar öiyggi þegnanna
almennt er vandfundið. Það jafn-
vægi hvílir ekki síst á löggæslunni.
Rösum ekki að neinu
Það er viðurkennd staðrejmd að
íslendingar em mjög meðvitaðir um
ógnir sem steðja að landinu á sviði
efnahags- og menningarmála. Ógn-
un við innra öryggi íslenska ríkisins
er að sama skapi ekki svo skýr í
vitund almennings og margra ráða-
manna. Þó hefur morðið á Olof
Palme ömgglega valdið umtals-
verðum breytingum á því.
Athafnir fálkaþjófa hér á landi
undanfarin ár, sem vart em alvar-
leg ógnum við innra öryggi Islands,
sýna svo ekki verður um villst að
óæskilegir einstaklingar geta laum-
ast inn í landið.
Það liggur í hlutarins eðli að
smáríki eins og ísland getur ekki
alfaríð hermt eftir stærri ríkjum í
þessum efnum. Önnur smáríki hafa
her sem gegna þessu hlutverki að
miklu leyti og nægir hér að nefna
þijú dæmi: Möltu, með 380.000
íbúa sem hefur 775 manna herlið;
Grænhöfðaeyjar með 360.000 íbúa,
sem hefur 1.185 manna herlið;
Costa Rica, sem hefur verið nefnt
í sömu andrá og ísland sem land án
hers, hefur öryggissveitir, sem telja
8.000 manns.
Er þetta leiðin sem við viljum
fara? Rösum ekki að neinu og látum
ekki erlenda atburði, þó válegir séu
trufla dómgreind okkar. Þessi mál
þarf að skoða vel, eins og vilji
utanríkisráðherra sýnir. í þessum
málum þarf örugglega að taka til
hendinni. Samræma þarf skilmerki-
lega þá starfsemi sem nú þegar
snertir okkar innra öryggi og annað
sem þar þarf til að koma.
Helst þarf að setja allt starf er
snertir innri öryggisgæslu undir
einn hatt til að forðast árekstra og
pólitískar deilur um yfirráð. Að
forsætisráðuneyti, samgönguráðu-
neyti, dómsmálaráðuneyti og utan-
ríkisráðuneyti séu öll að vasast í
þessum málum kann ekki góðri
lukku að stýra er fram í sækir.
Við viljum ekki, að innra öryggi
okkar sé ógnað af erlendum eða
innlendum undirróðurs- og hryðju-
verkamönnum, sem geta valsað hér
um án eftirlits.
En við viljum ekki heldur eftirlits-
kerfí, sem misbýður frelsi okkar og
hinu lýðræðislega samfélagi á ís-
landi. Þar höfum við víti til að
varast, eins og Sovétríkin, þar sem
ekki minni áhersla er lögð á að
fínna, beija niður og uppræta þá
sem setja sig upp á móti alræðis-
valdi kerfísins en að kljást við
„óvini" utan landamæranna.
Innri öryggisgæsla er ný hug-
mynd í vitund flestra íslendinga og
því ríður á að fara að öllu með gát.
Aðgerða er tvímælalaust þörf og
það fyrr en seinna. Það má benda
á margt sem betur má fara í þessum
málum. í þessum málum er ekki til
hið fullkoma kerfi, en markvissar
fyrirbyggjandi aðgerðir hljóta að
verða okkur öllum til góðs í óvissri
framtíð. Verum á varðbergi.
Höfundur er stjórnmálafræðing-
ur. Greinin erað meginstofni
erindi sem hann flutti A ráðstefna
Varðbergs ogSUS um innra ör-
yggi 19. mars sl.
Ný íslenzk
barnabók
Kóngar i riki sinu heitir barna-
bók eftir Hrafnhildi Valgarðs-
dóttur sem Mál og menning
hefur gefíð út. Þetta er fyrsta
bók Hrafnhildar en áður hefur
hún birt smásögur og greinar i
blöðum og tímaritum.
„í fréttatilkynningu frá útgef-
anda segir m.a.:
„Sagan segir frá tveim strákum
í íslensku sjávarþorpi og ýmsu sem
þeir taka sér fýrir hendur í sum-
arfríinu sínu. Þeir eru bestu vinir í
heimi og báðir níu ára en þó eru
þeir ólíkir eins og dagur og nótt.
Lalli er alltaf hreinn og strokinn,
en Jói er óttalegur drullusokkur
eins og hann segir sjálfur. Samt
er það Jói sem fær allar bestu
hugmyndimar, hann má líka oftast
gera það sem hann langar til. Lalli
getur ekki hugsað sér neitt
skemmtilegra en vera með Jóa allan
daginn, hugsa um villikettlinga,
veiða fisk, byggja kofa og slást við
Hrafnhildur Valgarðsdóttir
stóm strákana. Þetta er ævintýra-
legt sumar.“
Kóngar í ríki sínu er 104 bls.
kilja myndskreytt af Brian Pilkinton
sem einnig teiknaði kápumjmd.
Prentstofa G. Benediktssonar
prentaði bókina en Bókfell sá um
kiljuband.
Lamb fæðist
á Kálfsstöðum
Áin Þríla bar
tveimur lömbum
öllum að óvörum
20. mars sl. á
bænum Kálfs-
stöðum, Vestur-
Landeyjum í
Rangárvalla-
sýslu. Annað
lambið fæddist
dautt en hitt
lambið er gimb-
ur. Kindin, sem
er þrevetla, bar
tveimur lömbum
sl. vor. Á mjmd-
innier Þríla
ásamt nýfæddu
afkvæmi sinu.
Moi^unblaðið/Guðmundur Gfslason
Ný svínalæri 245 kr. kg
Nýr svínabógur 247 kr. kg
Svínakótilettur 490 kr. kg
Svínahamborgarhryggur 508 kr. kg
Úrb. svínahamb.hnakki 455 kr. kg
Svínahamborgarbógur 295 kr. kg
Svínahnakkafillet 420 kr. kg
Svínalundir 666 kr. kg
Svínagullasch 475 kr. kg
Svínasnitchel 525 kr. kg
Frí úrbeining á öllu
ŒTraMi
Viðtökum við
pöntunum og
sendum hvert
á land sem er
Verið velkomin
Sjáumst
JE,
r KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2.s. 686SII