Morgunblaðið - 08.04.1986, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986
nlÐNTÆKNISTOFNUN
ÍSLÆNDS
Staðallinn sem beðið hefur verið eftir:
ÍST 117 raftækni-
tákn
ÍST 117, íslenskur staðall fyrir raftæknitákn, er
kominn út hjá Staðladeild Iðntæknistofnunar ís-
lands.
Staðallinn skiptist í 16 efnishluta á sviði raf-,
rafeinda-, síma- og radíótækni auk formála og
efnisyfirlits. Einnig fylgja atriðaskrár, ensk-
íslensk og íslensk-ensk, og millivísanahlutar til
ogfrástaðlinum IEC617.
Staðallinn er til sölu hjá Iðntæknistofnun íslands,
Keldnaholti, 112, Reykjavík, sími (91)—68-7000
og hjá Byggingaþjónustunni, Hallveigarstíg 1,
Reykjavík.
Bladburöarfólk
óskast!
AUSTURBÆR ÚTHVERFI
Þingholtsstræti Birkihlíð.
fHfttguilI’laftfö
Metsölublað á hvetjum degi!
Tækniframfarir og
íslenskt sjónvarp
eftirKarl
Garðarsson
Umræðan um ftjálsar útvarps-
og sjónvarpsstöðvar hefur verið
hávær síðustu árin. Eins og alltaf
þá hafa verið skiptar skoðanir. í
kjölfar nýrra útvarpslaga hafa
sprottið upp fjöldi fyrirtækja sem
hyggjast reyna fyrir sér í fjölmiðlun.
Flest þeirra eru einungis til á papp-
írunum og mörg þeirra munu
eflaust aldrei komast lengra. Fram-
haldið byggist á ýmsu, ekki síst á
útvarpsréttamefnd. Þó er það fjár-
málahliðin sem eflaust sér til þess
að mörg hinna nýstofnuðu fyrir-
tækja verða skammlíf.
Ætla mætti að hægt væri að
reka útvarpsstöðvar með tiltölulega
litlum kostnaði. Margar erlendar
útvarpsstöðvar, sem byggja t.d.
dagskrá sína á tónlist, eru starf-
ræktar með litlum mannafla og lág-
marks tækjakosti. Mikið af efninu
er aðkeypt í pökkum frá fyrirtækj-
um sem sérhæfa sig í framleiðslu
efnis fyrir útvarp. Flestar þessara
stöðva byggja afkomu sína á aug-
lýsingum.
Þrátt fyrir að útvarpsstöðvar á
íslandi muni hvorki geta. nýtt sér
aðkeypt pakkaefni eða treyst á
auglýsingatekjur, þá er ekki ólík-
legt að ríkisútvarpið muni fá ein-
hverja samkeppni á næstunni.
Vafalaust munu flestar þær út-
varpsstöðvar sem koma upp byggja
dagskrá sína á tónlist og stuttum
fréttum, svipað og rás 2 gerir núna.
Flestar munu eflaust verða stað-
bundnar við ákveðin héruð, eða
byggðalög. Þær stöðvar sem hafa
fjársterka aðiia á bak við sig eiga
möguleika á að spjara sig, fleiri
munu eflaust ekki gera það.
Starfræksla sjónvarpsstöðva er
annað mál. Stofnkostnaður er mik-
ill, ekki síst vegna þess að tækja-
búnaður er afar dýr. Jafnvel þó að
sú hindrun sé yfirstigin þá er erfítt
að koma auga á hvernig hægt sé
að treysta fjármagnsgrundvöll sjón-
varpsstöðva á íslandi. Flestir eru
sammála um að auglýsingamarkað-
urinn muni stækka afar lítið á
næstu árum. Komandi útvarps- og
sjónvarpsstöðvar munu því slást um
þá bita sem fyrir eru. Niðurstaðan
verður óhjákvæmilega sú að það
verður harla lítið sem kemur í hvers
hlut. ísland er lítill markaður og
það er takmarkað hvað hægt er að
treysta á auglýsingar í fjáröflunar-
skyni.
Áskriftargjöld er annar mögu-
leiki sem nefndur hefur verið. Til
að geta safnað áskrifendum yrðu
komandi sjónvarpsstöðvar að fjár-
festa í afar dýrum brenglunarút-
búnaði. Sá búnaður er svo dýr að
eigendur þess efnis sem fer í gegn-
um gervihnetti Evrópu og Banda-
ríkjanna hafa hingað til veigrað sér
við slíkri Qárfestinu.
Sú spuming vaknar óhjákvæmi-
lega hvort ekki sé hægt að bjarga
málinu með kapalkerfum. Kapal-
Karl Garðarsson
„Stofnkostnaður er
mikill, ekki síst vegna
þess að tækjabúnaður
er afar dýr. Jafnvel þó
að sú hindrun sé yfir-
stigin þá er erfitt að
koma auga á hvernig
hægt sé að treysta fjár-
hagsgrundvöUsjón-
varpsstöðva á Islandi.“
kerfí opna möguleika á áskrifend-
um, ekki ósvipað og Videosón gerði
um árið í Breiðholtinu. Vegna
kostnaðar yrðu slíkir kaplar að vera
fjölrása, þ.e.a.s. að áskrifendum
yrði boðið upp á fleiri en eina rás.
Kaplar með aðeins einni rás yrðu
afar óhagkvæmir í rekstri.
Kostnaðarhliðin er helsta vanda-
málið við kapalkerfín. Það er
óhemju dýrt að leggja kaplana og
mikinn íjölda áskrifenda þarf til að
kerfín geti borið sig. Einnig er
hætt við að hljóð heyrðist úr horni
ef fara ætti að grafa upp all höfuð-
borgarsvæðið til að leggja kapla.
Kapalsjónvarp virðist þó eiga
framtíð fyrir sér víða um heim.
Eigendur kapalstöðva hafa í aukn-
um mæli tekið gervihnetti í þjónustu
sína. Risamir á bandaríska mark-
aðnum nota t.d. slíka hnetti til að
senda efni á milli þeirra kapalkerfa
sem þeir eiga víðsvegar um landið.
Einn meginkosturinn við kapalsjón-
varp virðist vera fjölbreytni í efnis-
vali sem fjölrása kapalkerfí bjóða
upp á. Áskrifendur geta keypt þær
rásir sem bjóða efni sem höfðar
mest til þeirra. Það nýjasta í þessum
efnum em fréttarásir sem bjóða upp
á stanslausar fréttir allan sólar-
hringinn. NBC-sjónvarpsstöðin í
Bandaríkjunum hugðist svara í
sömu mynt með eigin fréttarás, en
gafst upp á öllu saman er ljóst varð
að þeir þyrftu 13 milljónir áskrif-
enda til að slíkar fréttasendingar
stæðu undir sér.
Möguleg lausn á kostnaðar-
vandamáli kapalsjónvarpsins er
svokallað MMDS-kerfi (Multi-
ehannel Multipoint Distribution
Systems). Munirinn á því og venju-
legum kapalkerfum er að merkið
er ekki sent í gegnum kapal, heldur
með örbylgju á hárri tíðni. Hægt
er að senda nokkrar rásir í einu og
hægt er að brengla sendinguna, þó
nokkur kostnaður sé því samfara.
Á MMDS-kerfmu em viss vand-
kvæði. Það helsta er að aðeins er
hægt að senda merkið stuttar vega-
lengdir, eða um 25 kílómetra. Einn-
ig er það afar viðkvæmt fyrir tmfl-
unum. Jafnvel tré sem em í sjónlínu
milli sendis og viðtakanda geta
valdið truflunum. MMDS-kerfíð
hefur þó vakið athygli í Bandaríkj-
unum og nokkrir aðilar hafa ýmist
bytjað slíkar útsendingar eða hafa
þær í undirbúningi. MMDS-kerfí
em vissulega möguleiki á íslandi
líka.
Málið er að í raun er ríkjandi
mikil óreiða í sjónvarps- og útvarps-
málum í heiminum í dag. Fram-
þróunin er gífurlega ör og ný kerfí
em sífellt að koma fram á sjónar-
sviðið. Flest þessara kerfa eiga það
sameiginlegt að vera gífurlega
kostnaðarsöm og aðeins á færi
auðugra vestrænna ríkja. Undan-
tekningalítið tengjast þau notkun
gervihnatta.
Hvað viðvíkur sjónvarpsdag-
skrám frá öðmm löndum þá er hið
svokallaða DBS-kerfi (Direct Bro-
adcast Satellites) sennilega það sem
koma mun, jafnt á íslandi sem
annars staðar. í stuttu máli er DBS
ekkert annað en beinar sendingar
frá gervihnöttum til heimahúsa.
Sjónvarpsstöðvar senda merkið upp
til svokallaðra DBS-sjónvarps-
hnatta, sem breyta tíðni merkisins,
magna það og senda síðan beint til
heimahúsa. Til að slíkt sé mögulegt
þarf almenningur að fjárfesta í
móttökudiskum, sem kæmu í stað
þeirra sjónvarpsloftneta sem við
emm vön. Stærð móttökudiskanna
fer eftir styrkleika DBS-hnattanna.
Því sterkari sem þeir em þeim mun
minni diska þarf. Vandamálið er
að því sterkari sem hnettimir em
því dýrari em þeir.
Hönnuðir DBS-hnattanna full-
yrða að myndgæði þeirra séu mun
betri en þau sem sjónvarpseigendur
eigi að venjast. í sambandi við
DBShnettina hafa átt sér stað til-
raunir með nýjar myndupplausnir
sem gætu tekið við af þeim litakerf-
um sem em við lýði í dag. Tækni-
menn CBS hafa t.d. gert tilraunir
með að fjölga línunum sem em á
venjulegum sjónvarpsskermi úr 525
(625 á PAL-kerfínu sem notað er
á íslandi) í 1125. Sony-fyrirtækið
hefur einnig gert slíkar tilraunir.
Niðurstaðan hefur verið mun betri
myndgæði en við eigum að venjast.
Eins og með flest annað hefur
íjármálahliðin verið helsti þrándur
í götu DBS-gervihnattanna. Kostn-
aðurínn við að koma þeim á loft
hefur tafíð framþróun þeirra. Einn-
mothercare
BARNAFATAVERSLUN KERRU- 0G VAGNAVERSLUN LEIKFANGAVERSLUN RÚMFATAVERSLUN BARNAÖRYGGISBÚNAÐARVERSLUN
TÆKIFÆRISFATNAÐARVERSLUN MOTHERCARE ERÁ LAUGAVEGI 13 SÍMI 26560 ----------------