Morgunblaðið - 08.04.1986, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986
21
ig endast þeir ekki nema í vissan
árafjölda og ekki hjálpar það upp
á kostnaðarhliðina. Geimskutlan
Challenger átti að koma bandarísku
DBS-hnöttunum á braut, en eyði-
legging hennar hefur að sjálfsögðu
tafið allar framkvæmdir sem áætl-
aðar voru á þessu ári. Þó er talið
að tafir verði ekki eins miklar og
áætlað var í fyrstu.
Ýmis Evrópulönd hafa eigin
áætlanir í sambandi við DBS-gervi-
hnetti. Þjóðveijar og Frakkar eru
þar framarlega í flokki og ætla
mætti að íslendingar hefðu mestan
áhuga á þeim framkvæmdum.
Væntanlega eru ýmsir nú þegar
famir að hugsa um þá möguleika
sem gervihnötturinn Olympus býð-
ur upp á, en evrópska geimferða-
stofnunin hyggst senda hann upp
á næsta ári. Sá hnöttur verður út-
búinn DBS-sendum.
Lega íslands gerir það að verkum
að tiltölulega stóra móttökudiska
þarf til að ná merkjum frá þeim
DBS-sjónvarpshnöttum sem á döf-
inni eru í Evrópu. Framfarir á
þessum vettvangi eru þó svo örar
að innan fárra ára verða eflaust
komnir fram smáir og ódýrir diskar
sem verður á færi flestra að eignast.
Eignarréttur á því efni sem fer
í gegnum DBS-hnettina er einnig
viðkvæmt mál sem verður að leysa
áður en langt um líður. Hver á að
borga hveijum og hvað mikið .fyrir
það efni sem sent verður í gegnum
DBS-hnetti á milli landa? Ef engar
reglugerðir ríkja í þessum efnum
þá Ieiðir það til öngþveitis. Slíkt
hefur einmitt skeð í Bandaríkjunum
Mannleg
tengsl til
umræðu
í Bern
Bern.
Island er meðal ríkja sem hófu
undirbúningsfund fyrir sérfræð-
ingafund um mannleg tengsl í
Bern i Sviss á miðvikudag. Undir-
búningsfundurinn mun standa í
tvær vikur. Hann á að skipu-
leggja málefnaskrá og dagskrá
fyrir sérfræðingafundinn sem
hefst 15. apríl og stendur í sex
vikur. Gunnar Snorri Gunnars-
son, sendiráðunautur í íslenska
sendiráðinu í París, situr fundinn
fyrstu vikuna, Gunnar Pálsson,
sendiráðsritari í utanríkisráðu-
neytinu, situr hann 9. til 24.
apríl en Hjálmar W. Hannesson,
sendifulltrúi í utanríkisráðuneyt-
inu, mun sitja sérfræðingafund-
inn allan.
Svisslendingar buðu til sérfræð-
ingafundarins í Bem á Ráðstefn-
unni um öryggi og samvinnu í
Evrópu í Madrid 1983. Þeir vilja
aukna umræðu um mannréttindi í
anda Helsinki-sáttmálans og stuðla
að því að fá því framgengt sem
aðildarlönd sattmálans sættust á í
Helsinki. Sérfræðingafundurinn í
Bem mun leita leiða til að auðvelda
mannleg tengsl milli þjóða í austri
og vestri og undirbúa umræður um
mannréttindamál á þriðju Ráðstefn-
unni um öryggi og samvinnu í
Evrópu sem hefst í Vínarborg 4.
nóvember nk.
Bandaríkin, Kanada og 33 Evr-
ópulönd taka þátt í Bemarfundin-
um. Fulltrúar frá öllum ríkjum
nema Malta voru mættir í Bem í
dag. Gunnar Snorri sagði að ísland
tæki þátt í fundinum frá upphafi
til að sýna áhuga þjóðarinnar á
fijálsari og auðveldari mannlegum
tengslum milli þjóða, en þau felast
m.a. í ferðafrelsi einstaklinga og
hópa. Hann sagði að erfitt væri að
spá nokkra um árangur af fundin-
um en Edouard Brunner, aðstoðar-
utanríkisráðherra Sviss, sagði á
blaðamannafundi á þriðjudag að
hann vonaðist til að þjóðimar
myndu ganga lengra í lokasam-
þykkt sinni í Bem en þær gerðu í
Helsinki.
Hrafnkell Alexandersson í verzlun sinni, Húsinu í Stykkishólmi.
á síðustu áram. Almenningur hefur
í auknum mæli sett upp eigin mót-
tökudiska og náð efni frá gervi-
hnöttum; efni sem er í eigu dreifing-
arfyrirtækja fyrir kapalkerfí. Þetta
hefur leitt til þess að Qársterkustu
fyrirtækin, s.s. Cinemax og Home
Box Offíce, hafa lagt út í mikinn
kostnað við að brengla útsendingar-
merkin, þannig að einungis sjálf
kaplakerfin geti náð þeim.
En hvað sem öllu líður þá er
almenningur í Bandaríkjunum þeg-
ar farinn að skreyta garða sína með
móttökudiskum; slíkt er varla langt
undan á íslandi heldur. Reglugerðir
í þessum efnum virðast almennt
vera á undanhaldi. Þannig að jafn-
vel þó að sjónvarpsstöðvum á ís-
landi fjölgi kannski ekki, þá er að
öllum líkindum skammt í að erlend-
ar stöðvar fari að berast inn fyrir
landsteinana.
Höfundur er nemi i fjölmiðlafræði
við Minnesota-háskóla.
Verslunin Hús-
ið í Stykkis-
hólmi f lytur
í ný húsakynni
Stykkishólmi.
Um páskana opnaði Hrafnkell
Alexandersson verslun sína Hús-
ið í nýjum húsakynnum við Aðal-
götuna í Stykkishólmi, þar sem
áður var bensínstöð Olíufélag-
anna. Hrafnkell varð fyrir 9
árum verslunarstjóri hjá JL hús-
inu, er JL í Reykjavík opnaði hér
verslun með húsgögn, rafmagns-
vörur o.fl. Síðar keypti Hrafnkell
verslunina og hefir rekið hana
fram til þessa í húsakynnum JL.
Hrafnkell heldur áfram verslun
með gjafavörar, blóm, rafmagns-
vörar o.fl., en húsnæðið leyfir ekki
að hafa húsgögn á boðstólum enda
fyrirferðamikil. Hinsvegar sagði
Hrafnkell fréttaritara Mbl. er hann
leit þar inn að hann myndi áfram
aðstoða menn í kaupum á hús-
gögnum, hann héldi umboðunum
og hefði myndir til sýnis ásamt
upplýsingum um verð. Hann sagðist
vera mjög ánægður með að vera
kominn með verslunina við aðalgötu
bæjarins, því hún hefði áður verið
á stað þar sem erfiðara hefði verið
fyrir viðskiptavini að komast að.
—Árni
Urval býður nú
frábæran barna-
afsláttá3ja vikna
sólarferðum til
sumarleyfisstað-
arins Cap d’Agde
á Miðjarðarhafs-
strönd Frakk-
lands
Verð fyrir fullorðna er frá
kr. 30.800.- Börn 0-1 árs
greiða aðeins 10% af því
verði. Börn 2-11 ára
greiða 50% og 12-15
ára krakkar greiða 75%
af fullorðinsverði. Þannig
geta hjón með tvö börn
2-11 ára sparað heilt
fargjald.
Aukavika kostar aðeins
frá kr. 3.000.-
Innifalið í þessu verði
er flugfar; Keflavík -
Montpellier - Keflavík,
akstur milli flugvallar og
gististaðar við komu og
brottför, gisting án fæðis
og íslenskur fararstjóri.
Cap d’Agde
Sumarleyfisbærinn Cap
d’Agde er mikið ævin-
týraland. Þar er frábær
aðstaða fyrir alla fjölskyld-
una að njóta iífsins í
sólinni: Falleg strönd,
volgur sjór, endalausar
vatnsrennibrautir og
öldusundlaugar, tennis,
„gokart“-braut, torfæru-
hjólarall, mini-golf, frá-
bærir lygilega ódýrir
matsölustaðir, verslanir,
ísbarir, hringekjur, diskó-
tek, næturklúbbar og
einstaklega sjarmerandi
nágrannabyggðir.
Brottfarir -
gisting - París
Úrvalsfarþegar gista á
glæsilegu íbúðahóteli á
besta stað. Brottfarir eru
11. júnf, 2. júlí, 23. júlíog
13. ágúst. Hægt er að
hafa viðdvöl í París á
heimleið.
Lágt verðlag -
engirtungumála-
erfiðleikar.
Verðlag í Frakklandi er
mjög hagstætt. Þar ert.d.
sérlega ódýrt að snæða
konunglega veislurétti.
í Cap d’Agde tala flestir
eitthvað í ensku og
jafnvel heyrist hrafl á
íslensku með áberandi
frönskum hreimi! Þaul-
kunnugur íslenskur
fararstjóri er þér innan-
handar.
Allar nánari upplýsingar
veita sölu- og umboðsmenn
um land allt. Munið að panta
tímanlega. Það borgar sig
að bóka sem fyrst.
* Miðað við hjón með tvö
börn 2-11 ára.
FERMSKRIFSTOFAN ÚRVAL
GOTT FÚLK / SÍA