Morgunblaðið - 08.04.1986, Qupperneq 22
m
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986
Flugslysið í Ljósufjöllum
Morgunblaðið/JúIIua
Slösuðu mennirnir fluttir úr þyrlu Landheigisgæslunnar um borð i sjúkraflugvél Leiguflugs Sverris Þóroddssonar á Stykkishólmsflug-
velli. Benóný Ásgrímsson, flugsfjóri TF-SIF, er á innfelldu myndinni.
Hitamyndsjáin réð úrslit-
um um að hægt var að lenda
- segir Benóný Ásgrímsson, flugstjóri á þyrlu Landhelgisgæslunnar
BENÓNÝ Ásgrímsson flugstjóri
á nýju þyrlu Landhelgisgæslunn-
ar telur að hitamyndsjáin sem
Gæslan eignaðist nýlega hafi
ráðið úrslitum um það að þyrlan
gat lent á fjallinu um nóttina og
tekið upp farþegana tvo sem
komust lífs af úr flugslysinu.
bands hjálparsveitar skáta.
Tryggvi sagðist meta það svo að
leitin og björgunin hefði gengið eins
hratt og vel og kostur var á. Skipu-
iagið hafi verið gott, sett var á
laggimar svæðisstjóm með full-
trúum leitaraðila, Slysavamafélags
íslands, Landsambands hjálpar-
sveita skáta og Flugbjörgunarsveit-
arinnar. „Slíkt skipulag er iðulega
viðhaft þegar um flugslys er að
„Þótt veður hafi verið orðið
þokkalegt um nóttina var svarta-
myrkur og útilokað að sjá fjöllin
í Álftafirði án myndavélarinnar.
Ég tel þvi að hún hafi gert útslag-
ið,“ sagði Benóný í samtali við
Morgunblaðið. Benóný segir að
þetta hafi verið erfiðasta flug
ræða,“ sagði Tryggvi. „Samkvæmt
lögum er það Flugmálastjóm sem
er ábyrg fyrir svona aðgerðum, og
hún hefúr alltaf sett á laggimar
heildarstjóm þessara aðila. En yfir-
stjómin er að sjálfsögðu í flugtum-
inum.“
Sex snjóbflar voru notaðir við
ieitina, allir nýir utan einn. Tveir
sem hann hafi lent í. í áhöfn
þyrlunnar voru ásamt Benóný
Hermann Sigurðsson flugmaður
og Sigurður Steinar Ketilsson og
Kristján Þ. Jónsson stýrimenn,
sem unnu við siglingafræði og
hitamyndsjána.
Benóný lýsti ferðum þyrlunnar
fóru sunnanmegin og komust ekki
á leiðarenda, en fjórir komu að
fjöllunum norðanmegin. „Það verð-
ur að segja þá sögu eins og hún
er, að bílamir björguðu okkur í
þessu tilfelli. Þetta hefði varla tekist
á gömlu bflunum, sem hvorki eru
búnir eins og góðum ieitartækjum,
né geta ekið á grjóti og möl, eins
og þeir nýju. Aðstæður voru slíkar
að það var engin Ieið að koma við
bflum sem aðeins geta ekið á snjó,"
sagði Tryggvi. Að sögn Tryggva
eru snjóbflamir, sem heita Flex-
mobile, á sérstökum gúmmíbeltum,
sem gerir það að verkum að þeir
geta ekið á möl og gijóti, sem snjó.
slysdaginn svo: „Við lögðum af stað
úr Reykjavík um þijúleytið eftir
hádegi á laugardeginum og stefnd-
um á slysstaðinn. En það var ljóst
strax og við komum að Haffjarðará
að við myndum ekki eiga möguleika
á að komast upp í fjallgarðinn. Við
vomm með lækni með okkur og
björgunarsveitarmann með miðun-
artæki fyrir neyðarsendi svo við
ákváðum að setja þá út við Vega-
mót og snúa svo aftur til Reykjavík-
ur til að sækja fleiri sérþjálfaða
ijallamenn. Við fórum í tvær slíkar
ferðir, en lentum svo á Vegamótum
og bíðum átekta ef veður skyldi
eitthvað lagast. Það rofaði aðeins
til rétt fyrir níu um kvöldið og þá
fórum við í loftið aftur og komumst
upp í 800 feta hæð við Kerlinga-
skarð, en þá lokaðist allt og við
urðum að snúa við aftur.
Við biðum við Vegamót næsta
klukkutímann og töldum þá ráðleg-
ast að snúa aftur til Reykjavíkur
til að hvfla áhöfnina, þar eð ljóst
var að við gætum ekki gert meira
að svo komnu máli. Við kömum til
Reykjavíkur um hálf tólfleytið, en
20 mínútum síðar er hringt í okkur
og við fáum þær fréttir að fundist
hafi fólk með lífsmarki. Áhöfnin var
ræst út og við vorum komnir í loftið
aftur klukkan eitt eftir miðnætti.
Þá höfðum við fengið fréttir af
skárra veðri og ætluðum að reyna
að komast yfir Heydali yfir í
Hvammsflörðinn. En þegar við
komum uppundir Mýrar sáum við
að það var ófært ennþá, svo við
ákváðum að fara útfyrir nesið. Við
fórum því út fyrir Malarrif og
Öndverðames, og síðan inn Breiða-
fjörðinn. Þá höfðum við sett upp
vegakerfi með Loran-tæki til að
fara eftir inn Álftafjörðinn. Við
sveimuðum aðeins í Álftafirðinum
til að kanna útbúnaðinn og sjá
hvemig myndavélin kæmi út. Þegar
við vorum vissir um að tækin væru
í góðu lagi, og í ljósi þess að snjóbfl-
amir höfðu staðnæmst til að valda
þeim slösuðu sem minnstu hnjaski,
ákváðum við að fara upp á fjall.
Björgunarmenn á landi voru búnir
velja góðan lendingarstað og lýsa
hann vel upp. Við lendum þama í
1500 feta hæð, um tveimur kfló-
metrum frá slysstaðnum, og tókum
upp sjúklingana. Síðan var flogið
til Stykkishólms, þar sem vélar
Sverris Þóroddssonar biðu tilbúnar
til að fljúga með þá til Reykjavík-
ur,“ sagði Benóný Ásgrímsson og
bætti því við að leitin öll og björgun-
arstörfín hefðu að sínum dómi tekist
eins vel og hægt var að búast við
miðað við aðstæður.
Aðstæður til f lugs
mjög slæmar yfir
Ljósufjöllum:
Hávaðarok,
geysilegt nið-
urstreymi og
mikil ísing
— segir Sigurjón
Einarsson, flug-
sljóri flugvélar
Flugmálastj órnar
BEECHCRAFT King-flugvél
Flugmálastjórnar gegndi þýðing-
armiklu hlutverki við leitina í
Ljósufjöllum. Rúmum 20 mínút-
um eftir að flugvélin TF-ORM
hvarf út af ratsjárskermi að-
flugsstjórnar á Keflavíkurflug-
velli var Beechcraft-vélin komin
út yfir Snæfellsnes og tókst að
miða út slysstaðinn með svo
mikilli nákvæmni að það skeikaði
aðeins rúmum 500 metrum. Og
allan tímann meðan á leit og
björgim stóð flaug vélin yfir
Ljósufjöllum og aðstoðaði við
fjarskipti, og var samtals í um
13 klukkustundir á flugi.
Flugstjóri á flugvél Flugmála-
stjómar var Siguijón Einarsson, en
með honum var Snæbjöm Guð-
bjömsson flugmaður. Siguijón
sagði í samtali við Morgunblaðið
að aðstæður til flugs hefðu verið
mjög slæmar yfír fjöllunum, háv-
aðarok, geysilegt niðurstreymi og
mikil ising. „Þetta er stutt flug, og
ég giska á að það hafí liðið svona
20-25 mínútur frá því við lögðum
af stað frá Reykjavík þar til við
heymm fyrst í neyðarsendinum,"
sagði Siguijón. „Þessi miðunartæki
sem við emm með em mjög ná-
kvæm undir eðlilegum kringum-
stæðum, en í fjalllendi geta frávikin
orðið meiri vegna endurkasts fjall-
anna. Því er betra að geta verið sem
lægst við miðunina, en vegna geysi-
legs niðurstreymis urðum við að
vera í 12.000 fetum, og ísing var
einnig mjög mikil."
Siguijón sagði að öll skilyrði til
myndunar niðurstreymis og ísingar
hefðu verið fyrir hendi: „Þegar
. vindur blæs yfír fjallgarð myndast
niðurstreymi hlémegin. Isingar-
Siguijón Einarsson flugstjórí á
TF-DCA.
hætta er hins vegar mest þegar
rakt er í lofti og hitastigið í kringum
5 gráður undir frostmarki. Það má
segja að öll þessi skilyrði hafí verið
til staðan mikill vindur og raki í
lofti, en ekki mjög kalt.“
Eftir að hafa miðað út vélina var
flugvél Flugmálastjómar send aftur
til Reykjavíkur til að sækja endur-
varpstæki til að auðvelda fjarskipti
á landi. Þetta endurvarpstæki er
nokkurs konar „fljúgandi fjar-
skiptahnöttur", að sögn Siguijóns.
Þeir flugu síðan yfír fjöllunum í um
það bil 7 V* tíma, sóttu einu sinni
eldsneyti í millitíðinni og lentu svo
loks í Reykjavík um hálf fjögurleyt-
ið um nóttina, skömmu á eftir
sjúkravélinni.
Morgunblaðið/Júlíus
Frá slysstað TF-ORM í Sóldýjadal. Flugvélin stefndi á klettana í Botna-Skyrtunnu og hefði væntanlega
lent í þeim ef hún hefði náð að komast 200 metrum lengra. SnjóbUl Flugbjörgunarsveitarínnar er fjær.
Ekki að sjá að hægt hefði
verið að flýta björguninni
— segir Tryggvi Páll Friðriksson, framkvæmdastjóri hjálparsveita skáta
„Maður hefur veríð að fara yfir skipulag leitarínar i huganum eft-
irá til að kanna hvort hún hefði getað tekið skemmri tíma en raun
bar vitni, en það er ekki að sjá. Menn gerðu sér strax grein fyrir
því að þetta værí verk sem leystist ekki öðruvísi en með snjóbílum,
og það voru gerðar allar ráðstafanir til að koma þeim á staðinn sem
fyrst,“ sagði Tryggvi Páll Friðríksson framkvæmdastjóri Landsam-