Morgunblaðið - 08.04.1986, Blaðsíða 23
LANDSEANKINN
BÝÐUR ÖRUGG
SKULDABRÉF
Hjá öllum afgreiðslum bankans eru til sölu:
kuldabréf Mjólkursamsölunnar,
skuldari Ríkissjóður íslands.
Bréfin eru að upphæð kr. 100.000.- og
200.000.- til 7 ára, með 13 afborgunum.
Arsávöxtun umfram vísitölu er 10,5%.
kuldabréf Sambands íslenskra
samvinnufélaga. Bréfin eru til
5 ára að upphæð kr. 10.000.-, 50.000.- og
100.000.-. Arsávöxtun er 10% umfram
vísitölu. Vegna endursölutryggingar
Landsbankans er ávallt hægt að innleysa
bréfin með mánaðar fyrirvara.
Hjá fjármálasviði bankans að Laugavegi 7
eru til sölu:
kuldabréf Sveins Egilssonar hf.
s> að upphæð kr. 100.000.- til 2ja
og 3ja ára með 11-11,3% ársávöxtun
umfram vísitölu. Vegna endursölu-
tryggingar Landsbankans er ávallt hægt að
innleysa bréfin með mánaðar fyrirvara.
pariskírteini Ríkissjóðs í
gegnum Verðbréfaþing íslands.
Nánari upplýsingar veita verðbréfadeildir
bankans um land allt og fjármálasvið
Laugavegi 7, símar 621244 og 20825.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986
Morgunblaðið/Július
Sameiginleg leitarstjóm í stjórnstöðinni á Vegamótum. F.v. Eðvarð Jónsson yfirlögregluþjónn i Stykkis-
hólmi; Pétur Einarsson flugmáiastjóri; Engelhart Björnsson í leitarstjórn fyrir Slysavamafélag íslands;
Jón Grétar Sigurðsson í leitarstjóm fyrir hjálparsveitir skáta; Amgrímur Hermannsson í leitarstjóra
fyrir Flugbjörgunarsveitina og Karl Eiríksson formaður Rannsóknaraefndar flugslysa.
Eina leiðin að brjótast
upp fjallið á snjóbílum
*
- segir Engelhart Björnsson í leitarstjórn fyrir SVFI
„í grófum dráttum held ég að það hafi ekki verið hægt að vinna
þetta verk á betri máta. Það gekk eins vel og við var að búast við
þessar slæmu aðstæður. Það varð fljótlega ljóst að þyrlur yrðu að
litlu gagni á fjallinu vegna veðurhæðar og slæms skyggnis, svo eina
leiðin var að bijótast þetta á snjóbílum. Vélsleðar komu að engu
gagni við þessar aðstæður og það verður að segjast eins og er að
þótt gangandi menn hefðu fundið flakið hefðu þeir ekki gert stóra
hluti í þessu veðri,“ sagði Engelhart Björasson, sem stjórnaði leitinni
fyrir hönd Slysavarnafélags Islands, þegar hann var spurður hvort
stytta hefði mátt þann tíma sem það tók björgunarmenn að komast
á slysstaðinn.
Engelhart sagði að við venjulegar
aðstæður tæki 3 V2 tíma að keyra
frá Reykjavík vestur á Snæfellsnes
og síðan hefði ferðin upp í fjallið
var reynst geysilega seinleg þótt
vegalengdin væri ekki nema fáeinir
kílómetrar. „Það eru engir bílar til
á Snæfellsnesi sem höfðu mögu-
leika á að fara upp 'fjallið, svo það
það hlaut að fara tími í að koma
bílum af Reykjavíkursvæðinu vest-
ur. Og við fjallið voru aðstæður
voru hrikalegar. Neðst í því var
þykkt lag af blautum jarðvegi, þar
á eftir tók við nokkur hundruð
metra krapabelti og síðan blautur
snjór. Þegar veðurhæðin bættist við
var þetta nánast ófært fyrir bílana,
enda eru þeir allir mjög skemmdir.
Það tók tvo tíma að keyra frá vegi
upp í snjóbeltið. Ófærðin var svo
mikil að það nánast þurfti að ganga
á undan bílunum til að leita að
leið,“ sagði hann.
Engelhart sagði að miklu hefði
skipt að bílamir voru nýir og allur
búnaður góður: „Loran-staðsetn-
ingarbúnaðurinn breytti miklu. Án
hans hefði bíll Flugbjörgunarsveit-
arinnar varla ratað ratað rétta leið
svo fljótt," sagði hann.
Þegar stjómarmenn Slysavama-
félagsins vom komnir upp að Vega-
mótum á laugardagskvöldið höfðu
leitarflokkar gangandi manna lagt
af stað upp í fjöllin bæði að sunnan-
og norðanverðu. „Það vom strax
sendir flokkar frá þremur stöðum
með snjóbílum og gangandi. Fyrst
vom sendir úrvals skíðamenn, aðal-
lega að sunnanverðu, og höfðu
meðferðis tvo snjóbíla til styrktar.
Þeir höfðu mjög skýr fyrirmæli um
að brjótast þama upp hvemig sem
gengi, en aðstæður vom geysierfið-
ar, ekkert skjól, 8-10 vindstig og
skyggni í lágmarki. Nokkm síðar
tókum við þá ákvörðun senda bfla
norður á nesið, því allt benti til að
vélin væri norðarlega á nesinu og
því var lögð meiri áhersla á að senda
fleiri tæki þangað. Við sendum því
fjóra snjóbíla á það svæði. Þrátt
fyrir hrikalega færð þræluðu sér
allir upp, og bíll Flugbjörgunar-
sveitarinnar koma á slysstaðinn rétt
fyrir miðnætti," sagði Engelhart
Björnsson.
, NÝRSKOOA
FRAKR.139.900
JÖFUR HF
NÝBÝLAVECI 2 • SÍMI 42600 ,
/ l'
( P/íi
Þóra Dal, auglýsingastofa