Morgunblaðið - 08.04.1986, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 08.04.1986, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986 29 Hrikalesur samdráttur á sölu uílarvöru Rætt við Yngva Guðmundsson, ráðgjafa hjá Iðntækni- stofnun, sem var nýlega á ferð í Bandaríkjunum New York. Frá Jóni Ásgeiri Sigurössyni, fréttaritara Morgunblaðsins. YNGVI Guðmundsson, prjónatæknir, hefur um árabil starfað í ullar- iðnaðinum, en síðustu fjögur árin sem ráðgjafi hjá Iðntæknistofnun. Hann hefur ferðast víða um landið og liðsinnt mönnum við hönnun á nýjum litum og efnum. Eitt af verkefnum hans hjá Iðntæknistofnun var vöruhönnun fyrir ptjónastofuna Vöku á Sauðárkróki. Yngvi kynnti sér stöðu ullarinnflutnings til Bandaríkjanna, þegar hann var á ferð hér í marsbyrjun og hafði fréttaritari tal af honum í New York. „Ég skoðaði óhemjumikið fram- boð af peysum og ullarvörum frá fjölmörgum þjóðum á PRET- sýningunni, sem gefur tóninn fyrir ullarverslunina í Bandaríkjunum í haust. Langmest af þessum ullar- vörum fellur vel að annarri tísku samtímans, en jafnframt mátti sjá þama menn sem enn reyna að stæla íslenska ullarvöru. A sýningunni voru Skotar, írar og Austurríkismenn áberandi með handprjónaðar, sérhannaðar og dýrar flíkur. Það sáust líka flíkur handpijónaðar í Kanada og Banda- ríkjunum úr íslensku bandi og þær seljast á rokverði. Júgóslavar voru með frábæra hönnun að því mér fannst, margt af þeirra vöru er úr íslensku bandi. Ég tel að við íslendingar séum að dragast aftur úr. Við stöndum á vendipunkti í ullariðnaðinum núna, annaðhvort tökum við okkur á, og missum ekki það sem áunnist hefur, eða þróunin verður á verri veg. Mér fannst líka athyglisvert á PRET-sýningunni, að þar tvinnuðu menn saman ýmis efni í sömu peysunni, fjóra grófleika af gami, sumt glansandi, sumt hnökrótt og sumt eins og silki. Þetta gerði peysumar, sem vom bæði handunn- ar og vélprjónaðar, mjög léttar og skemmtilegar. Við emm vel búnir tækjum heima og getum keppt við þá sem standa framarlega, hvað snertir sjálfa framleiðsluna. En það vantar meiri fjölbreytni í hráefninu. Við emm staðnaðir í úrvali á gamtegundum, bæði litum og sverleika á gami. Við höfum alltof mikið takmarkað okkur við þykkar flíkur og utanjrfir- flíkur. Á sýningunni var einn íslenskur aðili, Lesprjón, all_s ekki með verri vöm en tíðkast á íslandi, en miðað við hinar peysumar og ullarvömna á PRET, virtist þetta hreinlega púkaleg vara.“ — Er sala á ullarvamingi að dragast saman? „Mér sýnist það á öllu. Við Úlfur Sigurmundsson fómm til Princeton og ræddum við Robert Landau, sem margir Islendingar þekkja, sérstak- lega þeir sem em í ullariðnaðinum. Þar var það sama sagan, Landau segir að íslenska varan sé að drag- ast hrikalega aftur úr, verslun hans við ísland hefur dregist stórkost- lega saman í ár. Hann verslar með sama magn og áður en skiptir við aðra sem bjóða seljanlegri, fallegri vöm. Til dæmis sagði hann okkur að mesta salan hjá honum væri núna í júgóslavneskum peysum. Hann sagði að sala á íslenskum treflum hefði hmnið, en í staðinn hefði hann fengið kasmírtrefla frá Skotlandi. Islensku teppin em því miður alltaf eins, sagði hann. íslenskir framleiðendur hafa ekki aðlagað sig tískunni og tekið nægi- legt tillit til óska neytenda og markaðar, sagði Robert Landau. Hann telur ekkert athugavert við íslensku vömna, annað en það, að hún hefur ekki rétta útlitið. Litir, snið og a nnað em ekki í takt við tímann." — Hversvegna drögumst við aftur úr? „Það er engin þróun í peysum hjá okkur, sömu munstrin notuð aftur og aftur. Nú er komið meira af svonefndum strúktúrmynstmm, það má segja að það sé prjónað af fingmm fram. Best seldu peysumar í dag em handprjónaðar peysur frá Júgóslavíu — úr íslenskum lopa! Strúktúrprjón er ekki ákveðið munstur, heldur svona afstrakt. Þetta er í mörgum björtum litum úr handpijónabandi frá Álafossi. Ég fór ennfremur í heimsókn til Alþjóða ullarstofnunarinnar ásamt Jóhanni Scheving hjá Álafossi og Úlfi Sigurmundssyni verslunarfull- trúa. Þar hittum við einn af for- svarsmönnunum, herra Goldsmith, og hans álit er hreint út sagt að við séum staðnaðir. Hann var alveg ' hissa á hvað okkur hefur gengið vel hingað til. Hann orðaði það sem svo að það væri vel skiljanlegt, einmitt vegna þess hve okkur hefði gengið vel, hversu illa okkur gengur að breyta til. Við séum fangar fyrri velgengni. Við skoðuðum tæknideild Ullar- stofnunarinnar. Þar vom menn sama sinnis og Goldsmith, þeim fannst aðdáunarvert hve vel okkur hafði tekist með þessa ull. Tækni- deildarmenn mæltu með því að við legðum meiri áherslu á tilraunir með þróun á ullarbandinu, og not- uðum lítil tæki, sem reyndar em ekki til heima enn. Þannig væri hægt að gera tilraunir með fram- leiðslu á nokkmm kílóum af gami í einu. Þeir bentu á að flokka mætti ullina betur og skilja þelið frá tog- inu, taka grófu hárin frá og fá þannig mýkra band. Allt bendir til þess að núna verði voðin þynnri og þeir bentu okkur á að við þyrftum að eignast fíngerðari pijónavélar. Þetta gengur í bylgjum, undanfarin ár hefur grófa pijónið haldið velli en núna stefnir allt í fínlegri pijóna- vöm, hún er orðin vinsælust. Við getum vel nýtt þau tæki sem búið er að fjárfesta í heima, en þá verðum við að breyta gaminu í takt við tískuna og óskir neytenda. ís- lenska ullin er sem slík þekkt og vel metin í Bandaríkjunum. Samt megum við ekki leggja alla áherslu á hefðbundna íslenska peysu- munstrið sem raunar er sígilt, við verðum að selja íslenskt hugvit og hönnun. Halda áfram. Ég vil að lokum ráðleggja mönn- um að hafa vaðið fyrir neðan sig áður en þeir stefna inn á Banda- ríkjamarkað og hafa samráð við Úlf Sigurmundsson viðskiptafull- trúa, hann hefur mjög góða yfírsýn yfír stöðu mála hér," sagði Yngvi Guðmundsson. Morgunblaðið/JÁS allar? Hann telur að ævinlega hljóti að vera ákveðin spenna á milli frelsis og valds, valdi verði að beita til að tryggja frelsið, hann leggur mikla áherslu á, að það hvíli sú skylda á samfélaginu að útrýma fátækt. í þessu viðtali er Popper kallaður sveigjanlegur frálshyggjumaður. En Popper er sérkennilegur maður, sem sjá má víða af því, sem hann segir sjálfur um sjálfan sig og af því, sem aðrir hafa sagt um hann. Úr ævisögu Poppers er fræg sagan af viðureign hans og Witt- gengsteins á fundi heimspekifélags í Cambridge, sem lyktaði með því að Wittgenstein gekk af fundi. Ýmis slík atvik hefði verið fróðlegt að spyija Popper út í. Einnig hefði ég gjaman vilja sjá svar hans við einni ráðgátunni í kenningu hans um vís- indin. Hún byggist á því, að ein afleiðing kenningar hans er sú, að eina gilda ályktunaraðferðin er af- leiðsla og að við getum aldrei sagt í bókstaflegum skilningi, að við vitum eitthvað. Þessu virðist fylgja, að allar skoðanir, sem ekki styðjast við afleiðslu, séujafngildarogengin Karl Popper leið að gera upp á milli þeirra eins og heilbrigð skynsemi virðist þó segja okkur að sé eðlilegt og sjálf- sagt. En um þetta er ekki fjallað. Hannes spyr Popper einu sinni, hvort hann hafí ekki ofmetið fá- tæktina meðal almennings eftir iðnbyltinguna. Viðbrögð Poppers eru þessi: „Popper gerði hlé á samtali okkar, stóð upp, seildist í bókaskápinn, náði í nokkrar skáld- sögur frá nítjándu öldinni eftir lítt kunnan breskan rithöfund, frú El- isabet C. Gaskell, og sýndi mér. Ein bókin hét „North and South" og hafði fyrst komið út 1855, önnur „Mary Barton" og var frá 1847. 'En í báðum bókunum er mörgum orðum farið um sára fátækt al- mennings á árum iðnbyltingarinn- ar. Popper sagði, að hann hefði lesið þessar bækur ungur og orðið fyrir miklum áhrifum af þeim. Enginn vafí væri á því, að frú Gaskell hefði reynt að segja svo satt og rétt frá sem hún hefði getað.“ Þetta er svarið. Ég skal játa, að ég ætlaði vart að trúa mínum eigin augum, þegar ég hafði lesið þetta. Hitt meginefni þessa heftis er grein Matthíasar Johannessen, sem hann nefnir „Fijálshyggja og vel- ferðarþjóðfélag". Þetta er löng og mikil ritgerð og fjallað er um marga hluti og mikilsverða. Ritgerðin ber svipmót höfundar síns, er prýðilega skrifuð en í henni eru rakin svo mörg efni, að lesandi verður að hafa sig allan við að halda þræðin- um. En það er þráður og hann nokkuð merkilegur. Ef við notum titilinn til að lýsa aðalefni ritgerðar- innar, þá má segja, að Matthías leitist við skýra, hvemig mögulegt er að vera bæði fijálshyggjumaður og styðja velferðarríkið. En eins og kunnugt er, hefur það verið eitt einkenni á málflutningi ftjáls- hyggjumanna, að þeir gagnrýna undirstöður velferðarríkisins. Það þarf að vísu ekki að þýða, að þeir séu mótfallnir velferðarríki í hvaða mynd, sem er, miklu fremur að þeir vilji, að fijáls framlög borga- ranna séu stærri hluti, en nú er, af þeim íjármunum, sem notaðir eru til velferðarmála. Rökin eru þau, að nýtingin á fjármagninu yrði mun betri og það væri líka meir í samræmi við hugmyndir okkar um réttindi einstaklinga, að þeir ráð- stöfuðu stærri hluta af tekjum sín- um sjálfír en nú er vegna þess hlutfalls, sem fer í skatta. Matthías bendir á einn mjög mikilsverðan hlut í þessu sambandi. Hann er sá, að eigi ég að gefa einhveijum öðrum fé til að hann geti lifað mannsæm- andi lífi, þá væri í því fólgin ákveðin lítilsvirðing fyrir hann að þurfa að þiggja fé frá mér eða hvaða öðrum einstaklingi, sem vera skal. Það væri því afturför frá því kerfi, sem nú er. Annað stef í ritgerð Matt- híasar er að fijálshyggjan sé ekki Hönnun, g-arn og litaval geta bjargað ullarvöruút- flutningi, segir Yngvi Guðmundsson, _ sem er þarna ásamt Úlfi Sigur- mundssyni, viðskiptafull- trúa á götu í New York. nein ein kenning heldur miklu frem- ur sú skoðun, að öllum mönnum sé fíjálst að hafa skoðun, sama hver hún er. Hann rekur því nokkuð í sundur ólíkar kenningar fijáls- hyggjumanna, fjallar nokkuð um fjölhyggju og hvað í henni felst. Vikið er að margvíslegum heim- spekilegum efnum í þessu viðfangi. Það, sem kannski þykir fróðlegast í þessari ritgerð eru athugasemdir Matthíasar við ritgerð Þorsteins Gylfasonar um réttlætið. Hann birt- ir langt bréf frá Jónasi Haralz, bankastjóra, sem andmælir í mörg- um meginatriðum hugmyndum Þorsteins. Matthías rekur nokkuð sögu orðsins „óland“, sem Þorsteinn notar um orðið „utopia“. Það væri óskandi, að um þessa ritgerð Matt- híasar sköpuðust umræður, því að hún á það skilið. í inngangsorðum þessa heftis, sem beint er til lesenda segir svo: „Þeir Þorsteinn og Vésteinn hafa líklega aldrei heyrt það, sem segja má, að sé stefíð í þessu hefti — að fíjálshyggjan er ekki ein.“ Ég veit ekkert um hugmyndir Vésteins Lúðvíkssonar um fíjálshyggju, en það ætti öllum lesendum „Rauðs fyrirlesturs" Þorsteins Gylfasonar að vera kunnugt, að hann gerir sér ljósa grein fyrir því. Það er aðalefni þess lesturs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.