Morgunblaðið - 08.04.1986, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRlL 1986
Nauðsyn endurskoðunar á þjón-
ustu ríkis- og’ s veitarfélaga
eftir Arna
Sigfússon
Endurskoðun á þjónustumark-
miðum og rekstrarhlutverki opin-
berra stofnana er löngu orðin tíma-
bær hér á landi. í fyrri grein minni
benti ég á tæknilegar, efnahagsleg-
ar og atvinnulegar forsendur sem
nú þegar, eða innan skamms, munu
knýja á um uppstokkun á þjónustu-
hlutverki ríkis og sveitarfélaga.
^ Nauðsynlegt er að bæta nokkrum
breytingarvöldum við þá mynd sem
áður var gefin, í von um að brot
þessi stuðli að því að knúið verði á
um endurskoðun.
Lýðfræðilegar
breytingar
Töífræðilegar upplýsingar um
þróun íbúafjölda, aldursskiptingu,
og flutninga í samfélagi okkar geta
m.a. gefíð okkur glögga vísbend-
ingu um þætti sem munu hafa
veruleg áhrif á þjónustumarkmið
og rekstrarfyrirkomulag hins opin-
bera. Hér skulu neftid nokkur
umhugsunarverð atriði:
íslendingum flölgar ekki eins ört
og áður. Til fróðleiks má nefna að
á árunum 1955—64 var árleg aukn-
ing um 2%. Næstu tíu ár þar á
eftir, til 1974, var árleg fólksfjölda-
aukning aðeins um 1,3% og frá
þeim tíma til áramóta 1984, aðeins
rúmlega 1% að meðaltali.
Hlutfall aldraðra eykst stöðugt.
Árið 1920 voru íbúar, 70 ára og
eldri, 4,3% af íbúafjölda. Nú munu
þeir vera nær 7% og verða um 8%
um næstu aldamót, ef að líkum
Y lætur. Reyndar er þetta hlutfall
þegar komið yfir 9% í Reykjavfk.
Á sama tíma mun ungu fólki
hlutfallslega fækka. Nú munu 24
ára og yngri vera um 45% Isiend-
inga en verða um 38% eftir tæplega
14 ár, þ.e. um næstu aldamót. Það
er því sjálfgefíð að fólki á vinnualdri
mun hlutfallslega fækka í nánustu
framtíð. Unga fólkið leitar í aukn-
um mæli í langskólanám. Fyrir tíu
árum leitaði tæplega fimmti hluti
tvítugra íslendinga í háskólanám,
en nú leitar um þriðjungur í þessa
átt, þótt reyndar hafí þeim hlut-
fallslega fækkað sem ljúka námi.
Þá má gera ráð fyrir frekari
aukningu einstæðra foreldra og
^ einhleypra, í framtíðarþjóðfélaginu,
ef fram fer sem horfír. Því fylgir
hlutfallsleg fjölgun heimila, miðað
við íbúafjölda, og mjög líklega
breyttar þjónustukröfur þessa hópa
miðað við hið hefðbundna §öl-
skylduform þ.e. hjón með böm sem
nú er undir 50% heimila í Reykja-
vík. í árslok 1984 voru yfír þrjú
þúsund einstæðir foreldrar búsettir
í Reykjavík og heildartala ein-
hleypra í borginni er yfír 28 þúsund.
Þessi tala gefur þó fremur villandi
lýsingu þar sem sambúðarfólk er
mun fleira en þessar tölur gefa til
kynna. Reglur fyrir dagvistarheim-
ili, námslán, og ýmiskonar fjár-
hagslegan stuðning opinberra aðila
> hvetja til þessarar þróunar.
Félagslegar breytingar
Af atvinnulegum breytingum má
ráða að fólki gefst aukinn tími til
tómstundaiðkunar. Þessi breyting
mun mjög líklega kalla á aukið
stjómunarhlutverk ríkis og sveitar-
félaga. Slíkt er þó ekkert sjálfgefið,
þar sem samtök einstaklinga munu
geta leyst flest tómstundaverkefni
betur af hólmi. Af reynslu má þó
ráða að ýmsir þættir koma væntan-
lega í hlut hins opinbera. Má þar
nefna skipulagsgerð og útivistar-
svæði, auk ýmissa félagslegra þátta
og vandamála sem skapast geta af
auknum frítíma fólks.
Þjónusta sjálfboðaliða er veiga-
mikill þáttur í rekstri rfkja og bæja
á flestum Vesturlandanna. Nokkuð
er um þennan þátt hér, þótt að
öllum líkindum sé hann minni en
hjá flestum öðrum Vesturlanda-
þjóðum. Gera má ráð fyrir að hann
muni fara vaxandi hér líkt og þró-
unin hefur verið annars staðar.
Þannig má telja líklegt að foreldra-
félög í skólum eflist, hverfasamtök
eflist, svo og margvíslegir sjálf-
boðaliðahópar til aðstoðar öldruðum
og sjúkum, auk annarra menning-
ar- og mannúðarmálahópa. Það sem
hér skiptir máli, gagnvart breyting-
um í opinberri þjónustu, er sú stað-
reynd að slíkir hópar munu leitast
við að ná beinni og sterkari áhrifum
á ákvörðun um meðferð þess flár
sem til áhugamálsins er varið.
Hvemig getur hið opinbera nýtt sér
áhuga þessara hópa á sem hag-
kvæmastan hátt? Hvemig getur það
virkjað hópana til beinnar hluttekn-
ingar þannig að þjónustumarkmið
haldist en kostnaður minnki? Hér
eru vissulega til leiðir, en þær munu
allar minnka beina rekstrarlega
þáttöku hins opinbera og því breyta
þjónustunni að einhverju leyti.
Breytingar á formgerð
Þótt ekki sé líklegt að hlutverk
ríkisins sem fjárveitingaraðila
breytist með byltingarkenndum
hraða, má víst telja að áframhald-
andi rekstrarþrengingar muni knýja
hið opinbera til þess að flytja verk-
efni yfír til sveitarfélaga. Þótt að
undanförnu hafí verið mikið rætt
um aukið sjálfstæði sveitarfélaga,
hefur löggjafarvaldið sýnt málinu
ákveðinn tvískinnungshátt.
í orði hefur það talið aukið vald
sveitarfélaga æskilegt, en á borði
gert harða atlögu að rekstrartekjum
sveitarfélaga, líkt og nærri tókst
með jöfnunarsjóðsgjaldið. Engu að
síður má telja að þróunin sé hægt
og sígandi í áttina til aukins valds
sveitarfélaga, verksvið þéirra
lýmki, og hlutverk ríkisins verði
fremur að setja grunnreglur en að
vasast í eiginlegum rekstri margvís-
legrar þjónustu.
Þeir breytingarvaldar sem hér
hafa verið nefndir munu vissulega
stuðla að formgerðarbreytingu, sem
aðallega verður fólgin í minnkandi
hlut hins opinbera sem rekstrarein-
ingar á fjölbreytilegum þjónustu-
sviðum. Ég ítreka að hér á ég þó
ekki við að ríkið muni skerða lög-
Árni Sigfússon
„Ekki er ólíklegt að um
þessar mundir sé hin
pólitíska þraut að snú-
ast að einhveiju leyti
upp í rekstrarlega
þraut við að skapa að-
stæður er framkvæmi
ákveðna þjónustu með
sem mestum gæðum og
minnstum tilkostnaði.“
SÍÐARIGREIN
gjafarhlutverk sitt. En reksturinn
verður eftir faglegum rekstrar-
fræðilegum leiðum sem glíma við
að uppfylla hin stjómmálalegu
markmið sem löggjafínn hefur sett
í þjóðfélagi okkar.
í raun er rekstrarleg formgerð
ríkisins best lýst með orðinu „einok-
un“. Sú formgerð stenst hvorki
reynslu okkar af bestu rekstrarleið,
né kröfur almennings um aukið val.
Barátta íslenskra
stjórnmálamanna
Þótt ekki sé nema af hinni grófu
lýsingu á þeim breytingarþáttum
sem ég hef gefið í tveimur greinum,
er Ijóst að íslenskir stjómmálamenn
em ekki öfundsverðir af hlutskipti
sínu. í þessu harða umhverfi munu
þeir kljást við kröfur og þarfir fólks
varðandi þjónustu, um leið og þeir
horfa fram á minnkandi tekjustofna
ríkisins.
Fíkn valdsins mun áfram knýja
marga stjómmálamenn til þess að
halda úti einokunarþjónustu uns
kostnaður fíknarinnar verður þeim
um megn. En þá reynist oftast um
seinan að snúa við án þess að djúp
ör sitji eftir. Hér er ég að sjálfsögðu
ekki að væna einstaka stjómmála-
menn um misgjörðir, aðeins að
benda á þá staðreynd að vald er
líklega það fíkniefni sem er hvað
mest vanabindandi. Stjómmála-
menn era eðli málsins samkvæmt
neytendur valds.
Ekki er ólíklegt að um þessar
mundir sé hin pólitíska þraut að
snúast að einhveiju leyti upp í
rekstrarlega þraut við að skapa
aðstæður er framkvæmi ákveðna
þjónustu með sem mestum gæðum
og minnstum tilkostnaði. Eg hef
áður minnst á það í nokkuð ítarleg-
um greinum hér í Morgunblaðinu,
að megi eitthvað læra af þeim
aragrúa upplýsinga um þjónustu
opinberra stofnana á þessum ára-
tug, þá sé það, að einokunarrekstur,
einkenni opinbers reksturs og blóð-
gjafí margra einkafyrirtækja, boðar
aldrei bestu rekstrarleið. Enn fírem-
ur má af þeim upplýsingum ráða
að þar sem stofnað hefur verið til
þjónustu, þannig að þjónustugæði
og verð séu afrakstur samkeppni,
hlaust af umtalsverður spamaður.
Á það ber hins vegar að líta að í
orðinu „samkeppni" er ekki aðeins
fólgið orðið „einkarekstur". Til era
skýr dæmi um opinberan rekstur,
sem fyrir tilstuðlan samkeppni við
einkarekstur eða jafnvel við aðra
ríkiseiningu, stórbætti þjónustu
sína og lækkaði kostnað við hana.
En hvemig mun hið pólitíska
umhverfí bregðast við þessum stað-
reyndum? Era stjómmálamenn til-
búnir til þess að opna fyrir sam-
keppni t.d. með útboðsfyrirkomu-
lagi á margvíslegri opinberri þjón-
ustu? Ætti þeim ekki a.m.k. að
bera skylda til þess að kanna hvort
unnt sé að lækka kostnað fyrir
umrædda þjónustu?
Hvort sem stjómmálamenn era
sammála um að samkeppni sé sterk
leið til kostnaðarlækkunar eða ekki,
er ljóst að þeir munu þurfa að glíma
við að ná tökum á umræddum
breytingarvöldum. Þeir munu neyð-
ast til að endurskoða þjónustuhlut-
verk hins opinbera, skilgreina það
betur og leita betri rekstrarleiða.
Og hvað er svo fólgið í endur-
skoðuninni? Hvaða leiðir koma til
greina?
Ríkið getur að sjálfsögðu ekki
alfarið lagt frá sér vemdarhlutverk-
ið þótt það geti skýrgreint það og
takmarkað betur. í takmörkun mun
m.a. felast tilfærsla á þjónustu frá
ríki til sveitarfélaga. í þeim tilvikum
munu stjómendur í héraði fást við
rekstrarþrautina.
Áður en til afnáms á þjónustu-
hlutverkinu kæmi, þyrfti að hafa
átt sér stað leit að betri rekstrarleið-
um í hendi hins opinbera.
Mér er ómögulegt að skilja annað
en að um þetta hljóti allir stjóm-
málamenn að vera sammála.
Samkeppnisrekstur
Rétt eins og ný tækni hefur gert
eldri vinnslubúnað úreltan á mörg-
um sviðum, krefjast nýjar stjómun-
arleiðir í opinberam rekstri að ein-
okunárrekstur verði iagður niður.
Þeir breytingavaldar sem ég hef
nefnt í tveimur greinum era enn
ríkari ástæða til þess að gefa nýjum
rekstrarleiðum gaum. Einokunar-
rekstur mun aldrei geta mætt
auknum kröfum um fjölbreytni í
þjónustu, hagkvæmni og gæði.
Ríkjandi efnahagsþrengingar
ásamt minnkandi hlutfalli vinnandi
manna í fólksfjölda, auknum sér-
kröfum einstaklinga og hópa, og
tækniþróun sem krefst sveigjan-
legra þjónustustofnana, munu
vissulega knýja á um afnám hins
óhagkvæma og óþægilega einokun-
arkerfís.
Samkeppnishugmyndin er nýj-
ung í opinberam rekstri, þótt hún
hafí verið driffjöður framifara áll-
staðar annars staðar í þjóðfélaginu.
Reynsla lang flestra opinberra þjón-
ustustofnana sem á þessum áratug
hafa opnað fyrir samkeppni, og
ekkert sfður í smáum samfélögum,
er mjög jákvæð. Sú staðreynd, að
samkeppnishugmyndin nær nú
fyrst framkvæmd í opinberam
rekstri er líklega tengd því sjálfs-
trausti og aðgátsskorti sem ein-
kenndi okkur á blómaskeiði velferð-
arþjóðfélagsins. Loksins hafa opin-
berar stofnanir neyðst til að leita
nýrra leiða til að framkvæma þjón-
ustu sína á hentugri hátt. Því hefur
fyrst á þessum áratug safnast
nægilegur fróðleikur til faglegs
samanburðar á rekstrarformum.
Pólitísk þráhyggja hefur orðið að
víkja fyrir tilraunum til þess að lifa
kreppuna af.
Útboðsfyrirkomulagið hefur t.d.
leitt til uppstokkunar á þjónustu-
stofnunum. Sumar ríkiseiningar
hafa verið lagðar niður þar sem
einkafyrirtæki buðu betur. Aðrar
hafa lifað samkeppnina af með því
að stokka upp spilin og bjóða betri
þjónustu en einkafyrirtækjum var
kleift. Löggjafanum hefur þannig
tekist að lækka kostnað við fram-
kvæmd stefnu sinnar. Þjónustu-
markmiðum hefur ekki verið breytt.
Ég hvet stjómmálamenn á þingi
og í héraði til þess að hugleiða þessi
mál af alvöra, og hefja þegar gagn-
rýna leit að nýjum leiðum til þess
að mæta kröfuhörðum tímum í
opinberam rekstri.
Höfundur hefur að undanfömu
stundað nám írekstrar- ogstjórn-
sýslufræðum í Bandaríkjunum.
Hann hlaut 7. sæti í borgarstjóm-
arprófkjöri sjálfstæðismanna í
nóv. sl.
Níræðis-
afmæli í
Höfn
HINN 4. apríl síðastl. varð niræð-
ur Johannes Djörup læknir I
Kaupmannahöfn. Þar var hann
kunnur i starfsgrein sinni um
áratuga skeið.
Hann hóf að starfa í Filostræde
í hjarta Kaupmannahafnar árið
1926. Hann hafði mikil umsvif sem
starfandi læknir í borginni, einkum
á áranum 1933 til ’49. Þegar hann
var ungur var hann læknir í danska
sjóhemum. Var á skipi sem Knútur
Danaprins fór á í heimsókn til
Bretlands hér í eina tíð. Kom þá
til kasta hins unga læknis að skoða
prinsinn er hann veiktist skyndilega
af heiftarlegu botnlangakasti.
Djörap læknir er sagði af ísl.
bergi brotinn. Hafí langamma hans
verið frú Ágústa Svendsen. Faðir
hans og afi vora báðir læknar.
Ekki mun Djörap læknir hafa komið
hingað til lands, svo vitað sé.
Heildverslun — umboðsverslun
Til sölu 50% eignarhluti í góðri heildverslun á besta
stað. „Góð viðskiptasambönd — velta — góðir tekju-
möguleikar." Verðhugmynd: 2,5 millj., sem mega greið-
ast á næstu 3 árum. Tilvalið tækifæri fyrir duglega
konu eða karlmann. Æskilegt að nýr aðili geti séð um
sölu og stjórnun heildverslunarinnar.
Umsóknir merktar: „Góð velta — 033“ sendist Morg-
unblaðinu fyrir 15. apríl 1986.