Morgunblaðið - 08.04.1986, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 08.04.1986, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 1986 39 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Heilsubyltingin Áhugamenn um stjömuspeki hafa oft haldið því fram að stjömuspeki sé hluti af stærri vakningu sem átt hefur sér stað á Vesturlöndum undan- farna áratugi. Með vakningu er vísað tii heilsubyltingarinnar svokölluðu. Ég ætla í dag að íjalla örlítið um þessa byltingu. ErfiÖleikar Margir Vesturlandabúar hafa á undanfömum ámm orðið sér meðvitaðir um það að hamingja og vellíðan er ekki einungis fólgin í þróuðum tækniundrum og veraldlegum gæðum. Þeir hafa séð að fleira þarf að koma til. Atómsprengjan og mengun hafa sýnt fram á hættur sem fylgja tækninni. Eigin vitn- eskja um veraldleg gæði og „Dallasþættir“ hafa sýnt leið einhæfrar peningasóunar. Á jörðinni geisa stríð og margs konar hörmungar hijá mann- kynið. Menn sem eru alvarlega þenkjandi, sem vilja bæta ástandið og eiga sér framtíð, hafa því spurt: Hvað er til ráða? Þríþcett lausn Við höfum alltaf vitað að góð heilsa er mikilvæg en kannski höfum við ekki gert okkur grein fyrir því að það er í okkar eigin höndum að viðhalda heilsu okkar. Eitt aðaleinkenni heilsubyltingarinnar er einmitt vakning um það að með réttum aðgerðum getum við haft áhrif á eigin heilsu. Athygli manna hefur einkum beinst að þrem þáttum. Likamsrækt I fyrsta lagi má nefna hreyf- ingu, íþróttir og líkamsrækt. Við sjáum að rétt hreyfing getur aukið okkur þol og úthald og komið í veg fyrir marga sjúkdóma. Holl hreyfmg eykur afköst okkar og er jákvæð fyrir þjóðarheildina. Þaið sem ekki skiptir síður máli er að almenn vellíðan okkar eykst. Dæmi um þennan þátt má sjá í auknum áhuga á sundi, skokki og þeim líkamsræktarstöðvum sem víða hafa sprottið upp. Nœring Hreyfing ein sér leysir ekki allan vanda. Við höfum séð að bein tengsl eru milli þeirrar fæðu sem við neitum og sjúk- dóma. Helstu skaðvaldar eru sagðir fíta og sykur, en marg- rar fæðutegundir, t.d. græn- meti og trefjarík fæða, er sögð holl. I vaxandi mæli er fólk því farið að huga að neyslu- venjum sínum. Líkt og líkams- rækt er rétt næring undirstaða góðrar heilsu og jákvæð hvað varðar almenna orku, vellíðan og afköst. Stjörnuspeki Hvernig tengjast líkamsrækt og næringarfræði stjömu- speki? Svarið er einfalt. Stjömuspeki er hluti af þriðja þætti þessarar byltingar. Hún stefnir að því að auka skilning okkar og hefur einna helst með andlega og sálræna þætti að gera. Maðurinn er meira en hold og blóð. Hann hefur sálar- líf, tilfinningar og skapsmuni. Menn hafa vaknað til meðvit- unar um það að einnig er hægt að vinna með þá þætti. Til að geta búið með öðru fólki, til að vera góðir uppalendur, til að geta unnið með öðrum þannig að vel fari og verði öllum til hagsbóta, verðum við að skilja annað fólk, skilja það að við erum ólík og höfum ólik- ar þarfír. Slíkur skilningur er forsenda þess að við getum lifað í sátt og samlyndi á þess- arijörð. X-9 A&t/Un P/j/Zs eraðrtrJa ie/c/nn af&ZíurJiinyt/s/, ná/fLyt aá't///r/örrítsAí)iui. ^qiapouma/ sAsrs/p/isr f/Ze/Z/s/Ar S //*/.&/> /M/pei/s&rr £///</'' £rr/p ZZ/rs/fX-yró/ / \§yb//s Sueyr/D' 7Á/f/t>///}m//f4 King Fealures Syndicale. Inc World righls reserved. * nÝRAGI CMC 1 nMVXLCIiO Tl/Vll TlL (CO/VMNN AP *TALAU S\J0- LiTiP\/lPNyJA KRAKKANN1 LJÓSKA iiiinmiiimiiiiiiiiiminiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinnniMjUjjjjnjjjjnjnijjj TOMMI OG JENNI ( AF WEFTV ErA OOU- or? ? e/sxAe eku 'Tlf- Il^ x 1 *\r iX' \ J 0I5T tOITORS PRESS SERVICt INC ll)/3 ||, | |, ::l!:!!!!!!:!::!::i:““uill!11“lllllllllllillll‘llllllfl,l,i”lllllllu‘|iuimi.nimimiiinmiiiiiiimmiitmnmiiii SMAFOLK HOW COULD VOU NOT KNOU) LUHEN HALLEV'S COMET 15 COMINS ? VOU PIP A KEPORT ON IT IN SCHOOL JUSTTUIO UIEEKS A60. YOU READ the report TO THE UJHOLE CLASS' I ONLV REAP THE^ REPORT..I PIPN'T LISTEN TO IT., Hvemig stóð á því að þú Þú skrifaðir ritgerð um hana Þú last ritgerðina fyrir allan Ég bara las ritgerðina . vissir ekki að Halley-hala- í skólanum fyrir aðeins bekkinn! hlustaði ekki á hana ... stjarnan væri að koma? tveimur vikum ... ég BRIDS Baldur Ámason í sveit Magn- úsar Torfasonar missti af fal- legri vörn gegn sex laufum Vaffi*' Sigurðssonar í sveit Samvinnu- ferða á íslandsmótinu um pásk- ana: Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ Á10754 ¥3 ♦ 82 + KD1098 Vestur Austur ♦ D863 + K92 ¥G108 + Kd642 ♦ D654 ♦ 10 *G4 + 7653 Suður + G + Á975 ♦ ÁKG973 ♦ Á2 Þetta var fyrsta spilið í leikn- um og gaf tóninn fyrir fram- haldið. í N/S voru Jón Baldurs- son og Valur Sigurðsson, en Baldur Ámason og Sveinn Sig- urgeirsson sátu í A/V. Sagnir gengu: Vestur Norður Austur Suður — Pass Pass 1 lauf Pass 1 spaði Pass 2 tíglar Pass 3 lauf Pass 3grönd Pass 4 lauf Pass 4 tígiar Pass 4 hjörtu Dobl Redobl Pass 4 spaðar Pass 4 grönd Pass 6 lauf Allir pass Valur er lítið gefinn fyrir eðlileg kerfi og þegar hann spilar við Jón verður því Precision fyrir valinu. Engar spumarsagnir koma þó við sögu í þessari sagnröð, Jón sýnir spaða og lauf og Valur tígul. Síðan taka við fyrirstöðusagnir. Kannski hefði Valur átt að breyta sex laufum í sex tígla, en slíkar vangaveltur skiptu hann ekki máli þegar hann fékk út hjartagosa gegn sex laufum. Valur hugsaði sig aldrei þessu * vant lengi um, en ákvað svo að spila spilið beint af augum: drap á hjartaás og fór í trompið. Eftir að hafa spilað trompi fjórum sinnum spilaði hann litlum tígli og lét gosann duga á tíu Sveins í austur. Og nú brást Baldri bogalistin. Hann drap strax á tíguldrottningu og Valur gat lagt upp. Ef hann gefur geldir hann tígullitinn og Valur getur aldrei fengið fleiri en 11 slagi. Samvinnuferðir unnu leikinn sannfærandi, eða 25-2, og það var eini leikurinn sem þeir unnu hreint. SKAK Á minningarmóti um Kotov sem fram fór í Tífjis í Sovétríkjunum sl. haust kom þessi staða upp í viðureign Sovétmannanna M. Gurevich, sem hafði hvítt og átti leik og stórmeistarans Georg- adze: 20. Rxf7! - Kxf7, 21. Dxg6+ - Kf8, 22. e4! (Hvítur þarf að opna Hnur til að gera menn sina virka í sókninni) 22,— dxe4, 23. Bb3 — Rd6, 24. f3 - e3, 25. Rc4! _ e2? (Gín við agninu en 24. — Rc4 gaf einhveija möguleika á að veijast) 26. Dg8+ — Ke7, 27, Dh7+ - Kf8, 28. Rxd6 - Bg7,* 29. Dg8+ og svartur gafst upp. Gurevich þessi sigraði á mótinu. Hann er með betri skákmönnum Rússa, þótt ekki fái hann að spreyta sig á Vesturlöndum. Gurevich átti t.d. sæti á milli- svæðamótinu í Mexíkó í sumar en forföll voru boðuð á síðustu stundu. —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.