Morgunblaðið - 08.04.1986, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 1986
41
Út apríl fær
10, hver viðskiptavinur
ÓkeypÍS brúsa af
ULTRA FAST.
Ultra Fast er frábær felguhreinsir,
enda framleitt af sama aðila og
bílabónið
ULTRA GLOSS
G F
SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91-8 47 88
Og nýja bragðið - það svíkur engan!
Sögumar sem hann sagði af æsku
sinni og uppvexti, af stríðsárunum
og árunum milli stríða, baráttu-
Björn Grímsson
Þegar við systkinin ásamt for-
eldrum okkar renndum í hlað í
Aðalstræti 17 hér á Akureyri, stóðu
amma og afí úti á tröppum og tóku
á móti okkur. Það voru hlýjar mót-
tökur. Við vorum föðmuð og leidd
í garðinn þeirra sem var fegursti
garður Akureyrar og hafði að
geyma hin fjölskrúðugustu blóm og
stærsta tré í heimi að því er okkur
fannst.
Þó svo að árin séu orðin allmörg
frá þessum heimsóknum, til ömmu
og afa, er minningin um þær ljóslif-
andi í hugum okkar. Ljúfar minn-
ingar vakna nú er við kveðjum afa,
Bjöm Grímsson, hinstu kveðju, en
elsku ömmu okkar, Vilborgu Soffíu
Lilliendahl, kvöddum við í septem-
ber árið 1974,86 ára gamla.
Þegar við hugsum til afa koma
upp í hugann orð eins og friður,
jöftiuður, réttlæti og manngæska.
Afí var alla tíð einlægur sósíalisti
og baráttumaður og studdi heils-
hugar jafnréttisbaráttu kynjanna.
Þau eru ófá skrefín sem hann steig
í þágu verkalýðsins.
Undanfarin ár áttum við margar
og góðar stundir með afa á sunnu-
dögum á heimili foreldra okkar í
Kópavoginum. Afi var ljóðelskur
maður og kunni ógrynni ijóða sem
við nutum að heyra hann fara með.
Fæddur 15. maí 1891
Dáinn 26. mars 1986
Að kynnast Bimi Grímssyni var
ekki eins og að kynnast gömlum
manni sem var að nálgast nírætt.
Bjöm bar árin vel og reyndar virtust
þau ekki skipta máli. Hann var
síungur og fylgdist með öllu af
áhuga. Hann fylgdist með lífí og
kjömm alþýðunnar um allan heim.
Hann fylgdist með þessu fólki sem
hann var hluti af. Hann hafði þjónað
sinni stétt og hafði áhyggjur af
því hvert stefndi. /
Bjöm var gæddur mikilli skarp-
skyggni og átti auðvelt með að sjá
orsakir féiagslegs ranglætis. Hann
hafði líka ákveðnar hugmyndir um
það hvemig hægt væri að vinna
gegn ranglætinu. Hann skipaði sér
í flokk með baráttuliði verkalýðsins
og ég er sannfærður um að aldrei
hafí hann hvikað eitt augnablik frá
þeirri háleitu hugsjón sem er sam-
eign sósíalisma og verkalýðs um
allan heim — að gera veg vinnandi
manna meiri og betri og að skapa
nýtt og betra þjóðfélag.
Eitt er víst að ekki varð Bjöm
ríkur maður á peninga, enda þótt
hann stundaði kaupmennsku og
síldarsöltun. Það var ekki gróða-
hugsjón sem stýrði Bimi kaup-
manni á Húsavík og Akureyri. Og
ekki var það eigin gróði sem hann
hugsaði um er hann veitti forstöðu
Söltunarfélagi Verkamanna. Þessi
athafnasemi var sprottin af öðmm
hvötum. Þegar fólkið átti ekki fyrir
vömnum í verslunum tók það málin
í sínar eigin hendur og stofnaði
pöntunarfélög. Þar var Bjöm
Grímsson í forystu og hagsmunir
verkafólksins vom þeir hagsmunir
sem hann setti ofar öllu öðm.
Ég átti þess kost að hitta Bjöm
öðm hvom á undanfömum árum.
Frásagnir hans af æskuslóðunum í
Héðinsfírði og svo starfínu í verka-
lýðshreyfíngunni og pólitíkinni
veittu mér goða innsýn í líf og starf
alþýðunnar. Bjöm hafði góðan
hæfíleika til að skýra frá því sem
máli skipti og á þann hátt að eftir
var tekið. Eg þakka Bimi fyrir
þessar samvemstundir og allan
fróðleikinn. Minningin um einlægan
mannvin lifír.
Albert Einarsson
fundum og atburðum sem gerðust
eftir stríð, og fleiri sögur varðveit-
um við í hugum okkar og segjum
bömum okkar og væntanlega
bamabömum á góðri stund.
Við kveðjum elskulegan afa
okkar með söknuði, en minningin
um hann lifír með okkur.
Þóra, Bjöm,
Lísbet, V. Soffía,
Margrét og Magnús Orri,
Gríms- og Margrétarbörn.
Vissir þú að nú hefur Goða-vörunum verið gefið nýtt og spennandi bragð -
og ekki bara það:
Á undanförnum mánuðum hefur verið unnið að róttækum breytingum á framleiðsluvörum Goða undir
kjörorðinu „breyttir tímar - betra bragð“, enda var tilgangurinn sá að koma til móts við nútímakröfur
neytenda um gæði og bragð.
Nýjar vörutegundir
• nýjar og spennandi vörutegundir hafa iitið dagsins
ljós, svo sem sérrí-skinka, graflamb og raftaskinku-
paté
• hafin er framleiðsla á fitusnauðu áleggi, m.a. hangi-
áleggi með minna en 5% fituinnihald.
Meiri gæði
* nákvæmari flokkun hráefnis tryggir að frávik frá
innihaldslýsingu einstakra vörutegunda séu í lágmarki
* nýjar og vandaðar pakkningar varðveita bragðið alla
leið á matborðið
Betra bragð
* valinkunnir sælkerar hafa gefið einstökum vöruteg-
undum nýtt og spennandi bragð með notkun ferskra
kryddjurta
í ■ ■ -■'®.
- ■ • : —-■ Ate« , k
iaÉBfes>Æ3
■ r \ (■ p v':
."•■ ’sr i ' . ébermMk- -• •.
•. ■'SfT ' v ■•
. tr&k'-v ■■■■
' ■ • » - ■ V %.. -V\a
TlUARÆR